Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1968, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1968, Side 7
SMÁSACAN <emi En rétt um leið og ég tek í hurð- ina heyri ég drynjandi nautsöskur úti fyrir. Það eina sem mér dettur í hug, er að ekki sé of gott lagið á þeim beljunum í Nesi (Utanverðu- nesi), bezt fyrir mig að stugga við þeim, annars verði langt í mjaltirnar og óvíst að fólkið finni þær hér. Ég þríf því luktina_ og snarast út, en sé ekki neitt. Ég geng allt í kring um byrgið, en það kemur út á það sama, engar kýr sjáanlegar eða heyranlegar. Fer ég nú inn aftur, og það er mér eiður sær, að mér datt ekkert í hug annað en beljuskammirnar í Nesi, ég hefði bara ekki getað fund- ið þær. Og ég fór aftur að lesa. En viti menn. Klukkan ellefu heyri ég þetta sama, alveg eins. Þá hugsa ég með mér, að ég skuli ekki láta beljufjandana leika á mig í ann- að sinn, nú skuli ég leita almenni- lega. Ég þramma því með luktina út og geng norður eyrina, alla leið að Gíslahaug, sem var yzt þar, sem klettaveggurinn lokaði að sjónum, haugurinn er víst horfinn núna, hvarf þegar grjótið var sprengt þarna í Sauðórkrókshöfn. En ég varð einskis vísari, svo ég sneri til baka suður að Ósklettinum, þar sem brúar endinn er nú. En það er ekkert að finna, svo ég fer enn inn. Og nú er klukkan á seinni tímanum í tólf, og þá heyri ég allt eins. Fer ég nú að hugleiða málið. Voru þær uppi á brún?, spyr ég sjálfan mig, en gef mér jafnharðan neikvætt svar. Ef svo væri hefði ég ekki heyrt klaufnasparkið utan við kof- ann í upphafi. En hvað um það. Það var þýðingarlaust fyrir mig að leita í þessu brúna myrkri. En nú er kvöldið á enda, og ég er ekki skuldbundinn til að bíða leng- ur, svo ég fer út til að ganga frá ferjunni. Henni var lagt frammi á ósnum, og fór ég út í hana í pramma. Það gekk allt vel, og bar ekki á neinu óvenjulegu. Legg ég svo af stað heimleiðis, gekk slóðina upp sneiðinginn hjá Ósklettinum. Þá heyri ég og finn, kannski fullt eins vel finn fyrst í stað, að það er gengið á eftir mér — líkast eins og hestur gangi. Það komu í mig hálfgerð ónot, en ég sat á mér og gekk rólega. En ég fann og heyrði að þetta nálgaðist, þrammhljóðið jókst og ég heyrði einhver óhugnan- leg andköf, sem mér fannst sLjuk- ast upp að bakinu á mér. Kannske hef ég greikkað sporið eins og ó- sjálfrátt, því hálfmeðvitaður beygur seitlaði gegnum mig. En leiðin var stutt að vegamótunum á gamla sýslu- veginn austur hjá Nesi. Þangað heyrði ég þessa óséðu veru halda, en ég hélt áfram suður slóðirnar að Hellulandi. — Hafðirðu ekki orð á þessu fyr- irbæri, þegar þangað kom?, spyr ég. — O, nei nei. Enda voru víst all- ir gengnir til náða, þegar ég kom og ekki man ég annað, en að mér sofnaðist vel um nóttina. Á mánu- dagsmorguninn laust fyrir níu er ég enn kominn út á vegamótin. Þá kem- ur maður austan veginn frá Nesi og mætumst við þarna. Ekki þekkti ég manninn, en spyr hann að heiti og hvaðan hann sé. Utan úr Sléttuhlíð, svarar hann. Ég er með boð til þín frá Möllers- fólkinu, að það komi ekki á sunnu- dagskvöld. — Seint koma boðin, segi ég, kannske eilítið hvatskeytslega. — Ójá, segir manntetrið. Ég ætlaði yfir í gærkvöldi, en það var um tíuleytið að ég fékk eitthvað yfir höfuðið og fannst sem ég gæti ekki haldið áfram svo ég gisti á Lóni. Svo fer ég að kynna mér uppruna sendiboðans. Þorgeirsboli fylgdi ætt- inni hans. O, það held ég, bætti Jón síðan við og tók í nefið. Og um kvöldið kom Möllersfólkið. Hann var bara að láta mig vita, hann boli greyið, ekki svo bölvaður þá. Hann hefur líklega farið í Lón um kvöld- ið. Meira frá bola. — En hefurðu séð Þorgeirsbola?, spyr ég. — Já, segir Jón og hlær lítið eitt við. Það var við fjárhúsin á Gerð- inu í Hróarsdal. Við vorum sex syst- kynin að renna okkur á skíðum. Skíð- in voru að vísu bara ein. Við rennd- um okkur á þeim til skiptis. Þetta var eitthvað um 1910, ég var 11 eða 12 ára. Aðalkaupstaðarleiðin lá fyrir neð- an hjá okkur eftir bökkunum, eða ánni á vetrum, þegar hún var á ís. Jæja, það stóð svo á að ég hafði farið mína ferð á skíðunum og er kominn upp á hólbrúnina. Þetta er í rökkrinu, gott veður, birta af norð- urljósum, en ekki tunglskin. Þá verður mér litið fram bakkana fyrir neðan Keldudal og sé þar eitthvað á hreyfingu á leið norður eftir. Mér sýnist þetta vera töluvert fyrirferð- ar, og meðan ég skipti á skíðunum við Gísla bróður minn, sem átti að fara næstu ferð, er sé að smálíta í áttina frameftir og ég að þetta slær sér austur að Nöfunum, sem eru milli bæjanna. Þetta fer hratt yfir ekki ósvipað og það berist fyrir segli. Eins og túnið í Hróarsdal var þá, var svona hálfs kílómeters leið frá því að Nöfunum þar sem þær skaga lengst fram, og þangað er þetta kom- ið, þegar Gísli brunar af stað. Þá bendi ég systkinum mínum í áttina og kalla jafnframt til Gísla, og þau sjá þetta öll. En svo hratt bar það yfir, að þegar Gísli kemur niður á ísana, þá er ferlíkið þotið yfir slóð hans niðri á ísnum, aðeins á bak við hann. Og nú sjáum við greinilega • hvers kyns er: Þetta er naut með dragandi húð aftur af sér, sem brett- ist upp, það var seglið, sem mér fannst ég sjá fyrst. Og við heyrðum glymjandi fótatak, líkast sem þetta væri hestur á skeiði. Rétt norðan við þar, sem það fór fram hjá Gísla, gengur fram kletta- horn og þar hvarf þetta um svipað leyti og Gísli nemur staðar, og þá kveða við þrjú drynjandi öskur, hvert á eftir öðru. Hefi ég ekki fyrr né síðar heyrt önnur slík, nema þá helzt í reiðu ljóni í Dýragarð- inum í Höfn, þessi voru aðeins miklu kraftmeiri, það var eins og jörðin nötraði við öskrin. — Urðuð þið ekki hrædd? — Ekki strax. Við hlupum niður- eftir, en sáum enga slóð. Gísli, sem hafði verið næst ókindinni, sagðist hafa fundið ramman óþef, sem ætlaði að kæfa hann. Sú pest gat ekki stafað af neinu öðru en ófögnuðinum. Og nú greip óttinn okkur svo við hlupum til bæjar. Mögnuð kynngi þessarar sýnar hafði veitt okkur tengsl við ógn og skelfingu, sem við kunnum engin ráð við. En þegar við komum heim og sögðum frá við- burðinum sagði pabbi ekki annað en þetta: — Já, þið þurfið aldrei að vera hrædd við Þorgeirsbola. Hann fer ekki inn fyrir túngarð hjá mér. — Svo þú telur, Jón, að þarna hafi verið um Þorgeirsbola að ræða? — Ekki vafi. Bæði sáum við öll sex furðu greinilega allt útlit þess- arar skepnu, og Gísli, sem var í beztu aðstöðunni, sá líka greinilega hornin. Nei, þar kemst enginn efi að. — Og hvaðan kom hann? — Sjálfsagt úr Blönduhlíðinni. Hann fylgdi fólki þaðan, sem án efa hefur farið þessa leið á undan eða eftir, þó ég muni nú ekki eftir að við veittum því athygli. — En Ábæjarskotta hefur ekki verið með í förinni. Var ekki sagt að hún fengi stundum að sitja á skinnbleðlinum hjá bola? — Skotta var ekki með. Kannske er þetta líka bara þjóðsaga með sam- peyti hennar við Þorgeirsbola. Enda mun hún aðallega hafa haldið sig framfrá. Framhald af bls. 3 Eini möguleikinn sem ég hef til þess að afla mér frekari upplýsinga eftir leiðum hugarins væri sá að reyna að endursemja öll þau samtöl sem við höf- um átt um dagana, þau verða alls ekki fá, til að komast að því hvort hann hafi í þeim látið í ljós vitneskju eða grun um að þessi atburður myndi eiga sér stað. Ég ætla strax að ráðast í þetta, ég ætla að hefja kerfisbundna upprifjun á samtölum okkar eða eins •niklu af þeim og unnt er ef ég neyti allrar orku minnar og ímyndunarafls, verður það sennilega flestallt, til að komast að því ef hann skyldi við eitt eða fleiri tækifæri hafa látið eitthvað í ljós sem ekki hefur vakið eftirtekt mína þá stundina. Þetta verður mér á- reiðanlega nóg verkefni ekki aðeins í kvöld og næstu daga, heldur um ó- fyrirsjáanlega framtíð. Ég verð að fara að grafa líkið upp aftur. Ef starf mitt í gær má teljast óþægilegt, verður það sem fyrir mér liggur öldungis ólýsanlegt. Ég skyldi feginn skríða á hnjánum þrisvar kring- um alla eýna, ef ég gæti losnað við hið óhugnanlega starf að grafa líkið uppúr jörðinni aftur og rannsaka það. Maurarnir voru þegar komnir í það þegar ég gróf það niður, hvernig skyldi það þá líta út núna, eftir að hafa legið til frjálsra afnota hverskonar orm- um og öðru því sem kann að fyrir- finnast neðanjarðar? En verkið verður að vinna og jafnvel þótt ég skriði fimm sinnum allt í kringum eyna, gæti það ekki aflað mér þeirra upplýsinga sem ég vonast til að fá við þessa endur- nýjuðu rannsókn á líkinu. Ég hef nú rannsakað eyna eins ítar- lega og unnt er, það er að segja innri hluta hennar og þá að sjálfsögðu aðeins yfirborð hans. Mér dettur allt í einu í hug að ég geti ekki talið rannsóknir mínar á eynni gagngerar fyrr en ég hef tekið af allan efa um að engin gögn í málinu liggi grafin nokkursstað- ar. Rannsóknir mínar á yfirborði eyjar- innar hafa nú staðfest fullkomlega að þessa stundina eru engar mannlegar ver ur staddar á eynni aðrar en ég, en það var mér auðvitað fullljóst fyrir. Það auðveldar vitanlega ekki við- leitni mína við ráðningu þessarar gátu, að fram að þessu hafa allar rannsóknir mínar verið svo að segja árangurs- lausar. Ekkert spor nokkursstaðar fram að þessu, það er auðsjáanlega slóttugur glæpamaður, sem ég á í höggi við. Þó finnst mér að í sumu því sem ég man að hann hefur haft á orði upp á síðkastið sé hægt að finna óljósan vott af ýmsu óvenjulegu, en ég get þó ekki sann- færzt um þetta fyrr en ég hef rifjað upp fyrir mér fleiri af samtölum okkar til innbyrðis samlíkingar. Vinnan við þetta er ekki með öllu jafn takmörkuð og ég ætlaði við fyrstu athugun. En mér mega ekki verða á þau mistök að binda uppbyggingu mína við það sem hann hefur haft á orði uppá síðkastið, ég verð einnig að reyna að minnast alls, sem hann hefur tekið sér fyrir hendur og ef til vill að sannprófa þann- ig hvort hann sjálfur hafi verið við- búinn því að þetta morð myndi eiga sér stað eða hvort það hafi komið hon- um jafn gersamlega að óvörum og mér. Það lætur nærri að útlit þess hafi verið enn verra en ég hafði gert mér í hugarlund. Ormarnir hérna geta varla verið vandfýsnari. Það -^itt að lyfta honum uppúr gröfinni og 'eggja hann á jörðina var svo óþægilegt. að ég efast um að ég hefði gert betta hefði ég idtað fyrir hv'ernig áhrifin yrðu. Ég lét það samt á móti mér. Ég rannsakaði allan líkamann með mestu gaumgæfni, voðalegt starf en það var unnið. Og ekkert fann ég, en hvað hefði ég líka Framhald á bls. 13. 4 7. apríl 1968. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.