Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1968, Qupperneq 9

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1968, Qupperneq 9
Abstrakt expressionismi. Lan dslagsmálverk eftir Ragnheiði Jónsdóttur Ream. stórt verk eftir þann síðar- nefnda í New York og tel það með áhrifamestu myndlistar- verkum, sem ég hef augum barið. Þá mætti nefna Soulages og Vasareli, Ungverja búsett- an í París, sem meðal annars hafði um tíma talsverð áhrif á menn hér úti á íslandi. Þar fyr ir utan eru svo popmennirnir amerísku, sem ég hefð áður minnst á. Englendingar hafa eignast nokkra ágæta málara fyrir utan Bacon á síðustu ára tugum, en hvar myndlist stend ur annars með mestum blóma, almennt séð, ætla ég mér ekki að dæma um- Septembermennirnir, sem mörkuðu hin óhlutlægu tíma- mót á íslandi, eru nú byrjaðir að grána í vöngum og eins og flestir íslenzkir málarar hafa þeir gerzt íhaldsamir og styðja að minnsta kosti ekki við bak- ið á nýjustu stefnunum í list- inni. Allt er það sjálfsagt eðli- legt. Þannig fer alltaf fyrir þeim sem ungir að árum taka nýj- ungar uppá sína árma og færa þær fram til sigurs. Eftir einn áratug eða tvo er komin ný samanvið, að myndlistin eigi um leið að vera annáll og heim ild um samtímann eins og leik- list og bókmenntir. Og vita- skuld þarf það ekki að verða á kostnað þess myndræna: þar þarf ekki að slaka til um einn þumlung og mætti vera að eitt- hvað ynnist. Mér er ekki fyllilega ljóst, hvort poplistin hefur áorkað einhverju þarna, eða hvort þetta sé andsvar við ríkjandi stefnu. En allt að einu verður það ljóst af hinni yngstu kyn- slóð myndlistarmanna, að hún vill fjalla um manninn í um- hverfi sínu: manninn með sín gamalgrónu og sígildu, vanda- mál: ástina, óttann, ófullkom- leikann,komplexana og tæknina Myndlist síðustu áratuga mun segja framtíðinni harla lítið um líf þess fólks, sem varð vitni að, tók þátt í og lifði af heimstyrjöldina síðari, svo dæmi sé tekið. Atfur á móti mun framtíðin sjá, að málarar þessa tímaskeiðs skildu eftir sig athyglisverðar stúdíur í lit aráferð og uppröðun flata, Sem þá mun þykja gagnlegt að at- Rússland: Verkamenn í heimskautastöð. Piotr Smolin 19G4. kynslóð með nýjar hugsjónir og stefnur og þannig er nú. í viðtali sem ég átti nýlega við ungan myndlistarmann, Einar Hákonarson, lét hann svo um mælt, að nútímalist væri naumast til á íslandi: málverk okkar, sem sýnt höfum að und anförnu væri nánast sem ryk- fallnar fornminjar á að líta. Það er bæði sjálfsagt og eðli- legt, að ungir menn gefi harð- snúnar yfirlýsingar, en vita- skuld er þesssi staðhæfing barnaleg. Það er hægt að nefna marga stórfræga málara úti um lönd sem ekki hafa hvikað af þeirri braut, sem þeir mörk- uðu sér eftir stríðið. Þeirra verk ættu þá jafnt að dæmast úr leik sem rykfallnar fornminjar. Hitt er svo annað mál, að einhver þróun er eðlileg. Sú þróun hefur vægast sagt verið án stórmerkja hjá flestum af okkar miðaldra abstraktmálur- um. Einar taldi, að þeir væru of vissir í sinni sök: þar vant aði efann. Einn af þeim kunn- ari í þeirra hópi, lét eitt sinn svo um mælt, að héðan aí mundu góðir málarar aldrei mála fígúratífar myndir. Hann heldur að sjálfsögðu áfram sam kvæmt þeirri kenningu, en er í rauninni löngu kominnísjálf heldu eins og fleiri. Sú athyglisverða hugarfars- breyting er að eiga sér stað í myndlistinni, að frásagnargild- ið er að eignast sinn sess þar. Ein af þessum heimskulegu for múlum, sem menn hafa haft eins og stein um hálsinn að und anförnu, hljóðaði á þá lund, að mynd ætti að hafa myndrænt gildi einungis og þarmeð punkt ur og basta. Nú virðist sú skoð un vera að slæðast innanum og huga í skólum. Sú myndlist sem á að greina frá samtíðinni og mannlífi á ofanverðri 20 öld, verður tæp- lega það sem almennt hefur verið kallað fallegt. Hún verður það ekki fremur en Guernica Picassos. Það er ekki líklegt, að sá sem málar í þeim anda muni selja einhver firn á sýn- ingum. Þá vill fólkið fremur kaupa gamaldags abstrakt flat armyndir, sem það fussaði yfir fyrir 15 árum. Sýning á myndlistarverkum ungs fólks í íþróttahöllinni í Laugardalnum í fyrra, færði okkur áþreifanlega heim sann- inn um það, að nýr tími er að renna upp með nýjum herrum og nýjum siðum. Það leyndi sér ekki að þarna var fólk, sem al- gerlega vissi hvað það vildi: sumstaðar voru smávegis aftur göngur af Francis Bacon, en mestmegnis voru þarna ein- hverskonar afbrigði af pop- listinni og mikið tjáningar- frelsi i'íkjandi. Mig grunar, að ekki þurfi að kvíða neinu um framtíð íslenzkr ar myndlistar í höndum þessa hóps og annara þeirra, sem við taka. Og er það ekki dæmi- gert, að þessum ungu lista- mönnum fannst hinir eldri af- skaplega gamaldags, líka ab- straktmálararnir. Svo gamal- dags, að þessi hópur eða hluti hans hefur stofnað listamanna- félag: hann taldi sig ekki eiga neitt sameiginlegt með hinum og auk þess væru hin tvö fé- lögin, sem fyrir eru bara lok- aðar klíkur. Áður en varir verða félög myndlistarmanna ugglaust orð ið fjögur, listinni til óþurftar og öllum til ama. Þarna kemur „Ileimur Kristínar". Fræg natúralísk mynd eftir Andrew Wyeth. í ljós þröngsýni listamanna, sem jafnan liggur í landi, svo og tregða þeirra á því að viður- kenna aðrar stefnur en þeirra eigin. Það er auðvitað fárán- legt, að nýtt viðhorf í myndlist þurfi fortakslaust að leiða af sér ný samtök, sem oft hafa til hneigingu til að verða lokuð. Hvernig sem á því stendur, er aðeins eitt þessara félaga aðili að Bandalagi íslenskra lista- manna. Það er Félag íslenzkra myndlistarmanna, sem að mestu leyti er skipað septemberfólk- inu, þeim sem ungir voru fyr- ir 15-20 árum. í Myndlistar- félaginu eru yfirleitt eldri lista menn, svo og þeir, sem fremur eru gamaldags að dómi hinna. Að dómi hinna yngstu eru bæði þessi félög jafn gamaldags. Mér er ekki launung á því, að ég tel miklu betri málara saman komna í Félagi íslenzkra myndlistarmanna en í því elzta. En þar fyrir hlýtur að teljast fáránlegt að útiloka alla þá elztu og aðra þá, sem inngöngu hafa fengið í Myndlistarfélag ið frá hlutdeild í Bandalagi íslenzkra listamanna. Þessi Tæknin ræður ferðinni. Mál- verk eftir Hollendinginn Con- stant 19G3. hreppapólitík myndlistarfélag- anna er neikvæð og yfirleitt eru samtök og félagsskap- ur myndlistarmanna hér á landi í molum. Menn eru svo harð- snúnir keppinautar og stund- um búnir að segja ýmislegt ljótt hver um annan, að grundvöll vantar fyrir félagsanda. Mál- arar eru að jafnaði sjálfhverfir og viðhorf þeirra mótast oft af nokkuð einskorðuðum sjónar- miðum: það nuddar hver í sinni holu. Sá dilkadráttur, sem á sér stað í úthlutun listamannalauna verður naumast til að auka á eininguna, enda oft og tíðum óskiljanlegt með öllu hvaða við horf eru þar lögð til grund- vallar, önnur en þau sem heyra til kunningsskapnum. Allavega verður ekki séð, að myndlistar- menn séu örvaðir til dáða: að minnsta kosti verður ekki séð, að þeir sem að staðaldri vinna Við málverk og eru að brjótast í að halda kostnaðarsamar sýn- ingar út um allar trissur, hafi nokkra möguleika umfram þá sem lagt hafa pensilinn á hill- una fyrir mörgum árum og snúið sér að einhverju öðru. Eins og flestöll menningar- leg fyrirbrigði á vorum dögum á myndlistina mikið undir fjöl- miðlunartækjunum. Þeirra hlut verk er að brúa bilið, sem æv- inlega hlýtur að verða milli hins almenna áhorfanda og sýn ingargests annarsvegar og lista mannsins hinsvegar. Þetta bil Framhald á bls. 13. 7. apríl 1968. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.