Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1968, Síða 10
□□
Lj
n
M
Sitt af hverju úr samtalsrabbi við Böðvar frá Bakka
Eftir séra Císla Brynjólfsson — Fyrri hluti
Við kynntumst fyrst í lyftunni með
„Góðan daginn“ og „Gott er blessað
veðrið“ o.s.frv. og það var strax
eitthvað aðlaðandi við hann. Hress í
bragði, hýr á brá, ern og minnugur og
kunni auðheyrilega frá mörgu að segja
með næstum áttatíu ár að baki. Hér
var maður, sem æskilegt var að fræð-
ast af um fyrri tíma, þá tíma, sem eru
önnur öld og annar heimur heldur en
sá, sem við þekkjum af eigin raun,
prestssonur frá þeim stóra stað, Vatns-
firði, kaupfélagsstjóri á Bakka og Bíldu
dal, hefur nú unnið á Skattstofunni í
15 ár.
Böðvar? í höfuðið á?
Það var mikill efnismaður, sem ég
var heitinn eftir. Hann dó mjög fyrir
aldur fram. Það var Böðvar, sonur sr.
Þórarins í Görðum. Hann lézt í skóla
aðeins 19 ára, öllum mikill harmdauði,
sem þekktu þennan gáfaða og hug-
ljúfa skólasvein. Þeir voru aldavinir
Böðvar og faðir minn, svo það var
engin furða þótt hann vildi koma
nafninu upp. Til minningar um þennan
elskaða og efnilega son sinn stofnaði
sr. Þórarinn Flensborgarskólann.
Þú ert ekki fæddur í Vatnsfirði?
Nei, á Prestbakka í Hrútafirði.
Eins og þú veizt var faðir minn son-
ur sr. Ólafs dómkirkjuprests, síðar á
Mel, Pálssonar prests Ólafssonar í Gutt
ormshaga, þess er drukknaði á Mýr-
dalssandi 14. september 1823 með þeim
Öfjörð sýslumanni og Benedikt skálda.
— Sr. Páll í Guttormshaga var dóttur-
sonur sr. Jóns Steingrímssonar, svo að
ég er einn af hinum fjölmörgu afkom-
endum Eldklerksins, fimmti maður frá
honum.
Faðir minn vígðist aðstoðarprestur til
föður síns að Melstað. En ekki fékk
hann brauðið eftir hann, komst ekki
einusinni á skrá. Það var veitt sr.
Þorvaldi Bjarnasyni á Reynivöllum. Þá
fluttist faðir minn vestur í Hrútafjörð,
fyrst að Stað, síðan að Prestsbakka eft-
ir að sr. Brandur Tómasson fór austur
að Ásum í Skaftártungu.
Prestsbakki var frekar rýrt brauð
en þó farsælt. Föður mínum búnaðist
þar vel þrátt fyrir mikla ómegð.
Hér er bezt að geta þess, þótt öllum
sæmilega fróðum mönnum sé það vit-
anlega kunnugt, að foreldrar Böðvars
voru þau Páll Ólafsson og Arndís Pét-
ursdóttir Eggerz. Þau giftust haustið
áður en sr. Páll fékk Prestsbakka. Þar,
í Hrútafirðinum voru þau einkar vel
látin. Sr. Páll fékk Vatnsfjörð 13. októ-
ber aldamótaárið og fluttist vestur vor
ið eftir. Sighvatur Borgfirðingur seg-
ir í Prestaævum um sr. Pál: „Þótti
Hrútfirðingum ærinn sneyðir að brott-
för hans. Var hann þá talinn með
landsins merkustu klerkum og auk þess
uppbyggilegur og góður félagsmaður,
framkvæmdasamur, frjálslyndur og lip-
ur forsprakki allra góðra og gagn-
legra mála“.
Meðan sr. Páll var á Prestsbakka var
hann prófastur Strandamanna. Sagði dr.
Jón biskup Helgason, að svo vel hefði
hann rækt það starf, „að ég efast um,
að nokkur hafi verið honum fremri sam-
tíðarmanna hans meðan hann var upp
á sitt bezta". Eitt kjörtímabil var sr.
Páll þingmaður Strandasýslu. Má af
öllu þessu glöggt marka, hve ágætur
embættismaður hann var og hver höfð-
ingi hann var í héraði.
Mannstu eftir nokkru frá Prests-
bakka?
Já, hvort það nú væri. Við þann
stað eru margar bernskuminningarnar
bundnar, um glaða daga í fjölmennum
systkinahópi á heimili góðra foreldra.
Faðir ykkar hefur kennt ykkur?
Nei, það gerði hann aldrei. Bæði
var nú það, að hann hafði mikið að
starfa við embætti sitt og að félags-
málum. Og svo held ég hann hafi ekki
verið gefinn fyrir kennslu. Honum hafi
látið annað betur. En hann tók heimilis-
kennara handa okkur svo við nutum
góðrar uppfræðslu. Þetta voru margir
ágætir kennarar. Ég man eftir Oddnýju
Finnsdóttur frá Kjörseyri og Sigurjóni
Jónssyni á Kollsá. Hann var ljósmynd-
ari. Það var óvanalegt í sveitum á
þeim tímum. Og ekki má gleyma hon-
um Stefáni frænda. Hann varð bóndi
á Brandagili og hreppstjóri. Sá var
nú ekki að hika við að setja okkur
í skammakrókinn ef við kunnum ekki.
— Stefán var mikili gleði- og sel-
skapsmaður, músikalskur með afbrigð-
um spilaði og söng með sinni sterku
hreinu rödd. Hefði hann menntazt á
því sviði, held ég hann hefði orðið ann-
ar Carúsó eða eitthvað í þá átt.
Alltaf man ég eftir jólunum á Prests-
bakka.
Mynd þessi var tekin á rúmhelgum
degi síðsumars 1906. Ljósmyndari var
Sigurjón Jónsson á Kollsá. Nokkuð af
heimilisfólkinu vantar á myndina, þ.a.m.
Guðrúnu Pálsdóttur. f manntali í Vatns-
firði voru þetta ár alls 27 manns.
Nr. 1. Halldór Sigurðsson húsmaður í
Miðhúsum í kaupavinnu í Vatnsfirði
þetta sumar og oftar, en stundaði ann-
ars sjó. Halldór dó í Vogum við ísa-
fjörð árið 1931.
Nr. 2. Sigrún dóttir Halldórs, lengi
.vinnukona í Vatnsfirði. Hún varð
sínum á Bjarnastöðum, fluttist til ísa-
seinna ráðskona hjá Jóni föðurbróður
fjarðar, dáin þar fyrir fáum árum.
Nr. 3. Jakobína Þorleifsdóttir vinnu-
kona, fluttist norður í Húnavatnssýslu,
giftist Gísla skáldi Ólafssyni frá Eiríks-
stöðum, enn á lífi á Sauðárkróki.
Nr. 4. „Fóstra,“ Kristrún Magnúsdóttir.
Barnkoman var svo ör, að það yngsta
var ekki komið af höndum, er það
næsta fæddist, og Kristrún fóstraði börn
in hvert af öðru. „Okkur þótti jafn-
vænt um hana og móður okkar“ (B.P.)
„Fóstra“ dó 85 ára hjá Páli í Þúfum
24. sept 1947.
Nr. 5. „Manga litla“, Margrét Guð-
mundsdóttir, móðir Guðjóns vaktara á
ísafirði „Hún var með fádæmum árris-
ul, fór alltaf fyrst á fætur og þótti
mikið miður þegar við strákarnir vorum
að læðast ofan á undan henni“ (B.P.)
Margrét andaðist í Vatnsfirði 74 ára
þ. 15. ág. 1922 og hafði þá verið 39
ár í sömu vist.
Nr. 6. Guðbjörg Sæmundsdóttir vinnu-
kona frá Hörgshlíð í Mjóafirði. Hún
fór til Ameríku.
Nr. 7. Jakobína Pálsdóttir. Hún giftist
Ágúst Sigurðssyni á Bíldudal. Þau fór-
ust bæði með Þormóði 1943.
Nr. 8. Guðrún Jónsdóttir frá Vatns-
fjarðarseli. Hún ólst að öllu leyti upp
í Vatnsfirði til fullorðins ára, lærði
ljósmóðurfræði. Nú búsett í Hafnar-
firði.
Nr. 9. Sigríður Pálsdóttir, giftist Hann
esi B. Stephensen á Bíldudal. Hún dó
í Reykjavík 1966.
Nr. 10. Prófastsfrúin Arndís Pétursdótt-
ir Eggerz. Hún andaðist í Þúfum hjá
Páli syni sínum og Björgu Andrésdóttur
konu hans 5. sept. 1937.
Nr. 11. Stefán Pálsson. Hann varð bóndi
í Miðhúsum, fluttist þaðan til Hnífs-
dals og síðan til Reykjavíkur, dáinn
1967.
Nr. 12. Pétur Pálsson, bjó á Bjarna-
stöðum, síðan lengi í Hafnardal, fluttist
til ísafjarðar. Dáinn í Reykjavík 1966.
Nr. 13. Jóna Guðmundsdóttir, Ásgeirs-
sonar frá Látrum í Mjóafirði. Hún flutt-
ist til ísafjarðar, stundar þar sauma-
skap o.fl.
Nr. 14, 15 og 18: Nr. 15 Krístján Hólm
húsasmiður í ísafirði, nr. 18 kona hans,
nr. 14 dóttir þeirra. Þetta sumar var
Kristján við kirkjusmíði í Vatnsfirði.
Nr. 16. Sr. Páll Ólafsson prófastur, f.
20.7 1850. Hann andaðist í Vatnsfirði
11 — nóv. 1928. Fór útför hans fram
25. s. mán.
Nr. 17 Ragna Pétursdóttir, Pálssonar
ólst upp að öllu leyti í Vatnsfirði, gift-
ist Sigurði alþm. Kristjánssyni. Ragna
dó 21.11. 1955.
Nr. 19. Einn af kirkjusmiðunum, Jens
Jónatansson frá Engidal.
Nr. 20. Sigþrúður Pálsdóttir, giftist
Oddi Guðmundssyni frá Hafrafelli í
Skutulsfirði, þau bjuggu á ísafirði. Hún
er nú búsett í Reykjavík.
Nr. 21. Páll Pálsson, böndi í Þúfum.
Nr. 22. Böðvar Pálsson.
Nr. 23. Sigurður Pálsson, lengi bóndi
á Nauteyri, nú við afgreiðslu Djúp-
bátsins á Isafirði.
Nr. 24. Þorbjörn Eggertsson, sonur
Eggerts, sem var vinnumaður prófasts-
hjónanna bæði á Prestbakka og í Vatns-
firði. Þorbjörn fluttist til Bolungarvík-
ur, siðan til ísafjarðar. Hann andaðist
á Hrafnistu fyrir fáum árum. Eggert
faðir hans er ekki á myndinni. Hann
fylgdi kvíaánum í haga allt sumarið.
25. Þórarinn Dósóþeusson frá Svein-
húsum, vinnumaður í Vatnsfirði nokk-
ur ár, síðan bóndi í Þernuvík í ögur-
sveit. Dvelur nú hjá dóttur sinni í
Reykjavík.
26. Jón Ásgeirsson snikkari frá Skjald-
fönn. Hann var við smíði kirkjunnar.
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
7. apríl 1968.