Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1968, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1968, Page 13
brautargengi og kynna hana. Fyrir utan málverkabækur Helgafells, Listasögu BjörnsTh Björnssonar Kjarvalsbók Thors Yilhjálmssonar, hefur aðeins eitt bókaforlag gefið út bók um myndlist á síðustu árum. Það er auðsjáanlega ekki nein freisting útgefendum að kynna myndlist með útgéifustarfsemi. Morgunblaðið hefur nálega eitt dagblaðanna haldið uppimynd listargagnrýni með einhverri reisn, en því miður kemur sú gagnrýni stundum eftir að sýn ingu er lokið. Aftur á móti þykir öllum dagblöðunum sjálf sagt að flytja leiklistargagn- rýni þegar eftir frumsýningu. Það er bæði athyglisvert og einkennilegt, að erfitt reynist að fá menn til að skrifa mynd- listargagnrýni. Mun óhætt að segja, að vanræksla dagblað- anna stafi að veruleyti af því. Margir þeirra sem gera sér far um að fylgjast með framvindu myndlistarinnar, eru þrátt fyr ir allt svo óákveðnir í afstöðu sinni og óvissir um muninn á góðri list og fúski, að þeir víkja sér undan að taka opin- bera afstöðu með gaganrýni. Niðurstaðan hefur orðið sú, að menn úr hópi málaranna sjálfra hafa helzt fengizt til að taka þetta óþrifaverk að sér. Það er þó naumast æskilegt því af- staða þeirra er jafnan sett und ir mæliker eigin stefnu og sann færingar. Hætta er á, að af- staðan geti komizt á hálan ís líkt og hjá unga málaranum, sem taldi enga nútímalist til á íslandi vegna þess að hann hafði sjálfur tekið aðra stefnu. Útvarpið er þess eðlis, að það getur ekki að gagni kynnt myndlist nema þá með erinda- flutningi og umsögnum. Annað mál er með sjónvarpið og gæti beðið þess mikið og merkilegt hlutverk í því efni, ef rétt væri á haldið. f myndlistinni kynda menn undir áhuga og hugmyndum hvers annars: þar eru sam- skipti og kynni nauðsynleg til að koma í veg fyrir stöðnun og doða. Sífelld endurnýjun verður að eiga sér stað. Það er auðvitað ekki nægilegt að mál- arar hafi einhverntíma fyrr á æfinni lifað í nánum tengslum við sjálfa verðandina, kynnst fólki og framandi skoðunum úti í París. Sá listamaður hlýtur að staðna, sem þar eftir lifir eins og melrakki í sínu greni norður á heimshjara. Hvað hann puð- ar við í sinni holu veit enginn og þeir straumar, sem gætu uppörfað hann og nært, þeir streyma framhjá. Þannig verð- ur Mfið hjá mörgum íslenzkum myndlistarmönnum. Þeir um gangast lítið sem ekki neitt kollega sína, bera ekki saman bækur sínar eins og eðlilegt má telja: skiptast ekki á skoð- unum. Þó margir fáist að ein- hverju marki við myndlist, er andrúmsloftið þungt og aðstæð urnar niðurdrepandi. Þó má segja til málsbóta, að oft gegn- ir furðu hvað selzt á sýningum, stundum kaupir fólk af litlum efnum vegna einlægs áhuga. Að því leyti held ég, að ís- lenzkir myndlistarmenn geti vel við unað. Hinsvegar eru þær aðstæð- ur, sem opinberir aðilar hljóta að skapa myndlistinni nánast rislágar svo ekki sé fastar að orði kveðið. Enn er ekki til húsnæði yfir listasafn ríkisins. Kjarvalshús það sem lengi hef- ur verið til í munni manna er ekki til. Listamannaskálinn mun nú úr sögunni og fyrir ut- an Menntaskólakjallarann, sem ekki getur talizt öllum opinn, er ekkert húsnæði til sýninga utan Bogasalurinn einn, þar sem hægt er að hengja upp 15- 20 myndir. Aumara getur það varla verið. Jafnvel þótt byrjað verði á hinum fyrirhugaða listamanna- skála á Miklatúni nú í sumar, mun þess langt að bíða, að hann leysi einhvern vanda. Einn af eldri málurunum kvaðst í sjónvarpsviðtali á dög- unum vera hikandi að kalla sig listmálara. Það væru komnir svo margir fúskarar á vettvang, sagði hann, og allir kölluðu þeir sig listmálara. Gremjamál arans er vel skiljanleg. Hann hefur sjálfur próf frá dönsku akademíi og hér áður fyrr var enginn listmálari nema hann hefði að baki hina hefðbundnu viðureign við módel og flöskur í danska akademíinu. Þessari elztu kynslóð danskmenntaðra málara finnst nútiðin hafa svindlað á sér. Margir yngri málaranna hafa látið sér nægja það nám, sem hægt var að stunda hér í Reykjavík. Þar að auki eru þeir ekki trúaðir á þá kenningu, að málarar eigi að standa við trönurnar dag- langt og svelta fremur en afla sér tekna á annan hátt. Hver einasti hinna yngri málara stundar einhverja atvinnu, part úr degi eða part úr vikunni. Áður var sá einn „profession- al“ eða atvinnumaður í listinni, sem ekkert gerði annað. Nú eigum við hinsvegar professi- onal málara, sem vinna við auglýsingateikningu kennslu, myndamótagerð og gullsmíði, svo eitthvað sé nefnt. Vafa- laust mundu þeir flestir kjósa að gefa sig óskiptir að mál- verkinu, væri þess kostur. En það er dýrt að lifa, kröfurnar háar og menn hliðra sér hjá því að svelta fyrir listina, þó hún sé þeim kær. Ég hef saknað þess í mynd- list síðustu áratuganna, að það er líkt og tilfinninguna fyrir sjálfu handverkinu vanti. Færni málarans þarf að vera svo augljós, að allir ættu að geta séð, hvað langt hún ber af viðleitni þeirrar meðal- mennsku, sem náðargáfuna vantar. Hver sá, sem les verk Laxness eða hlustar á Asken- azy leika á píano, finnur að hann stendur andspænis snilld. Nú væri það að sjálfsögðu ekki sanngjöm krafa, að hver góð ur málari samsvaraði Nóbels- skáldi, en samt — munurinn á vel þjálfuðum málara, sem veit fullkomlega hvað hann er að gera, og hinum dæmigerða sunnudagamálara, er ekki nægi lega augljós hverjum leikmanni. Hinn óbreytti sýningargestur kemur ekki nægilega vel auga á þá færni, sem þyrfti að vera aðalsmerki hvers „profession- al“ málara. Þessvegna eru al- varlegir listamenn kannski dá- lítið sárir, þegar refaskytta vestan af landi selur myndir í gríð og erg á sýningu hér í Reykjavík. Á hörðu árunum, þegar reglu stikufletirnir áttu hug oghjarta myndlistarmanna, var reynt að koma þeirri skoðun á framfæri, að góðar myndir seldust ekkL Þegar menn höfðu haldið sýn- ingu og enginn hafði keypt af þeim, þá gátu þeir huggað sig við, að þeir mundu alveg í fremstu röð fyrst ekkert seld ist. Þessi sjálfsblekking var auðvitað ekki verri en hver önnur. Vafalaust gleður það flesta myndlistarmenn, þegar þeir geta komið verkum sínum í verð. Ekki einungis auranna vegna, líka vegna þess að það er ánægjulegt til þess að vita, að einhver skuli vilja leggja í kostnað til að eignast verk eft- ir mann- Af öllum íslenzkum mynd- listarmönnum mun Guðmundur Ferró eða Erró vera kunnastur úti um heiminn. Hlutur ís- lands í því stóra samspili mynd listarinnar er harla smár svo sem kannske er von til. En hver er þátttaka okkar í al- þjóðlegum myndlistarsamskipt- um? Aldrei í sögunni hefur ís- lenzt mynd, hvorki málverk né skúlptúr, sést á Biennalnum í Feneyjum, hvað þá á Bíenn- alnum í Sao Paulo. Þessar munu tvær umsvifamestu mynd listarhátíðir í heiminum: báðar haldnar á tveggja ára fresti eins og nafnið sýnir. Með fullri virðingu fyrirnor rænu samstarfi hefur það tak- markaða hernaðarlega þýðingu að binda sig við Skandinavíu og hengja upp myndir eftir sýn ingarnefndina hér í einhverju Hasselby sloti. íslenzkir mál- arar hafa alltaf selt smánar- lega illa á Norðurlandasýning- um og nú síðast fengu þeir þann dóm um verk sín frá Svíþjóð, að „Basen ar ett ytde- korativt system, som svepte fram frfin Paris under första halften af 50-talet. Nu tycks det bara florera pfi Island, allt- sfi“. Samskipti við Norðurlöndin skaða ekki, en því má heldur ekki gleyma, að miðstöðvar heimslistarinnar eru New York, París og London. Meðan íslenzkri myndlist er ekki kom ið á framfæri þar, verður hún alls ókunnug út um heiminn, hversu oft sem íslenzkir mál- arar sýna í Kristiansand, Narss asuak eða Kaupmannahöfn. MYNDLIST Framhald af bls. 9 verður alltaf fyrir hendivegna þess að myndlistarmaðurinn hugleiðir verk sitt daglega og fetar sig áfram samkvæmt sín- um eigin niðurstöðum. Þetta gerist í kyrrþei á vinnustof- unni og tilvonandi sýningar- gestir fylgjast að sjálfsögðu ekki með því. Eftir þrjú ár eða kannski fjögm- heldur mál arinn sýningu og þá eiga sýn- ingargestir í einu vetfangi að meðtaka fílósófíu málarans skýringarlaust. Eins og ég hef áður bent á, er mergurinn máls ins ekki fortakslaust fólginn í einhverskonar djúpstæðum skilningi, heldur því að geta notið með opnum huga barns- ins. En vera má, að sú listræna náutn verði áhrifameiri ef mað ur er leiddur í einhvern sann- leika um það sem málarinn er að leita eftir. Sumir málarar leitast við að gefa einhvers- konar vísbendingu með nöfn- um í sýningarskrá og má stund um af þeim ráða, hvort málar- inn hugsar myndir sínar ein- ungis sem uppbyggingu flata og lita, eða hvort þar á að fel- ast einhverskonar stemning, sem ekki er víst að komist til skila. Sumir málarar eru hins vegar alveg á móti því að skíra myndir og telja, að forðast beri að viðhafa nokkrar skil- greiningar. Það er staðreynd, að nauð- synlegt er að fylgjast eitthvað að marki með nútímamyndlist til þess að fá notið hennar. Fólk sem aldrei hefur haft skárri myndir fyrir augum en þriðja flokks glansmyndir eft- ir húsamálara, keyptar í ramma búðum, það hefur auðvitað sáralitla möguleika til að njóta góðrar nútímalistar í fyrsta sinn, sem það rekst inn á sýn- ingu Á þessu bera fjölmiðlunar- tækin, blöð bækur, útvarp og sjónvarp talsverða ábyrgð. Ekki það, að þau hafi stuðlað að því að vesalings fólkið keypti ruslið í rammabúðunum, heldur hafa þau um of látið undir höf- uð leggjast að veita góðri list SMÁSACAN Framhald af bls. 7. átt að finna? Hvers leitaði ég eigin- lega og hvað vonaðist ég til að finna? Það er samt ánægjuefni að vita að því skuli vera aflokið. Ég gerði honum sérlega djúpa gryfju í þetta sinn til öryggis. Öryggis gegn hverju? Hann hafði nærri geta staðið uppréttur tví- vegis í holunni sem ég gróf, hann fór ríflega tvo metra niður í jörðina. Ég tók mér tíma frá rannsóknum, sem ann- ars eru aðkallandi til að sjá um að koma honum eins djúpt niður og mögu- legt var. Öll þau sýnishorn, sem ég hef tekið með því að grafa holur í jörðina víðs- vegar hafa til þessa orðið árangurslaus- ar að því leyti til, að ég hef ekkert fundið, sem gæti fleytt mér áfram í mál- inu. Á hinn bóginn má auðvitað vel telja það nokkurskonar árangur að færa sönnur á að á viðkomandi stöðum sé yfirleitt ekkert það að finna, sem gæti verið tengt þessu máli. Vitanlega er það ekki mitt verk að grafa upp alla eyna, eftir að hafa gert vissan fjölda til- rauna verður mér að leyfast að ganga út frá því að ekkert sé heldur að finna sem gæti orðið mér til framdráttar, á þeim stöðum sem ég hef ekki enn reynt að grafa. Annað vandamál er það hversu langt niður ég þarf að fara til þess að vera viss um að finna ekki neitt. Mesta vinnan er þó að henda reiður á öllum þeim athugasemdum sem ég man hvað af hverju að hann hefur komið fram með, og auk þess að að- greina þær frá hinum, sem einungis verður að telja með hugarfóstrum mín- um. Enn sem komið er hef ég þó ekki fundið nema eina og eina athugasemd frá hans hendi, sem gætu bent til að hann hefði sjálfan grunað eitthvað um hið væntanlega morð, þar sem allmargar sýna greinilega fram á að hann hafi engan grun haft um það. Hinsvegar gætu þær fyrrtöldu virzt byggðar á sterkari rökum. Ég get þó ekkert sagt með vissu fyrr en ég er kominn tölu- vert aftar í endursamningu minni á samtölum okkar, ég verð að fara svo að segja allt aftur til þess tíma, sem ég er viss um að hann hefur að minnsta kosti ekkert hugboð haft um hið væntanlega morð, til þess að geta á vissan hátt haft þetta sem samanburðargrundvöll. Það er ekki eingöngu í jörðinni held- ur einnig uppi í trjánum sem eitthvað gæti verið að finna. Hversu mjög sem ég reyni get ég ekki gert mér í hugar- lund hvað ég ætti að geta fundið í trjánum, sem komið gæti að gagni í mál- inu, en það veitir mér að sjálfsögðu á engan hátt rétt til að reyna að skorast undan þessu erfiða starfi, það er stund- um hægt að ná árangri þar sem ekki var fyrirfram gert ráð fyrir neinu. Það fer að verða nauðsynlegt að ég geri nýja áætlun um skipulagningu rann sóknanna, ég verð að sjá um að að- gerðir mínar verði árangursríkari. Enda þótt mér finnist ég gera eins og ég get þessa stundina kemst ég ekki yfir nærri allar þær rannsóknir sem ég ætti að fr amkvæma. Ég hef fyrst um sinn orðið að fresta rannsóknunum í trjánum þar sem fáein eðlileg óhöpp í þessu sambandi hafa gert mig fremur illa fallinn til ferða- laga svo hátt uppi. Auk þess eru slas- aðir handleggirnir mér til trafala við gröftinn, þannig að hinar mikilvægu rannsóknir á jarðveginum dragast úr hömlu. Ég iðrast þess einnig að hafa grafið líkið svo djúpt síðast í elju minni, en moldin ofaná hlýtur að vera fremur mjúk ennþá. Endursamning mín á samtölum okkar er nokkuð tímafrek, einkum fyrir það að mér hefur reynzt nauðsynlegt að halda einskonar spjaldskrá yfir hin ýmsu tilsvör okkar til þess að geta haft yfirlit yfir þau. Þó er það nokkur kostur að ég get sinnt þessu starfi þeg- ar ég er hvort sem er orðinn svo þreytt ur að ég þoli ekki að grafa lengur eða framkvæma frekari leit að gögnum í málinu. Morðvopnið, sem ég hef ef til vill gefið allt of lítinn gaum fram að þessu, hlýtur líka einhversstaðar að vera, má yera að því hafi verið fleygt í hafið. Ég verð að hafa stöðuga gát á þvíhvað rekur á fjörurnar allt í kringum eyna til þess að geta sagt um hvort það hafi komið aftur. En sá möguleiki er einnig fyrir hendi, að það liggi niðri á hafsbotninum. Ég verð því að voga mér út á sjóinn til þess að taka alla þá hluti, sem liggja til nákvæmrar rann sóknar svo hægt sé að ganga úr skugga um hvort einhver þeirra kunni að vera morðvopnið. Ekki er heldur loku skotið fyrir að ég kunni að finna önnur gögn varðandi málið einhversstaðar í hafinu hér umhverfis. Það er ótrúlegt hversu fljótt er hægt að venjast hinum hræðilegustu hlutum. Til dæmis trúi ég vart að líkið hafi fríkkað mikið við að liggja þrjá metra neðanjarðar en í þetta sinn var ekki nærri eins óþægilegt að gramsa í því enda þótt ég framkvæmdi nú miklu mun víðtækari rannsókn en áður. Ef til vill stafar það af því að það er nú að verða með öllu óþekkjanlegt. En að þessu sinni hef ég þó vit á að grafa 7. apríl 1968. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.