Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1968, Síða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1968, Síða 14
það ekki eins langt niður þó að ég geti varla ímyndað mér að ég muni þarfnast frekari upplýsinga í sambandi við það. Með þessu áframhaldi verður víst lítið eftir annað en beinin næst. Nú, þetta er ekkert til að henda gaman að. Ég varð nauðbeygður til að höggva nokkra staura til þess að geta rekið þá niður í hafsbotninn og afmarkað hversu mikið ég hef rannsakað af honum. Það orkar tvímælis hvort ég hef látið rann- sóknir mínar ná nógu langt út í sjó- inn. Betri kastari en ég hefði ef til vill verið fær um að fleygja morðvopninu lengra en ég rannsakaði, en hafið er farið að dýpka svo mikið að það er óskaplega erfitt að framkvæma alveg kerfisbundna rannsókn á hafsbotninum. Á hinn bóginn má ég vitanlega ekki gefast upp eingöngu vegna mniniháttar örðugleika sem verða á vegi mínum. Ef til viil verður þessi aukna fyrir- höfn einimtt til þess að ég finn þau gögn sem mig vanhagar um, þannig að þau ásamt með úrvinnslu þeirra rann- sókna sem ég hef þegar gert, leiði mig fljótt eða seint en örugglega að niður- stöðu um það hver sé hinn seki í þessu alvarlega máli. Það er nokkrum erfiðleikum bundið að ákvarða hversu mörg sýnishorn þarf að taka áður en hægt sé að álykta neitt með algerri vissu. Ég vil að sjálfsögðu ekki eiga neitt á hættu vegna fljót- færni og heldur þessvegna áfram hinum þreytandi rannsóknum minum á jarð- vegi eyjarinnar, samtímis því að ég dreg ný rannsóknarsvæði inn í málið. Ég var eimitt að finna einfaldari að- ferð við ritun spjaldskrár minnar yfir öil samtöl okkar, þannig að allt endur- samningsstarf mitt verður mun einfald- ara þegar ég kem mér að því að taka upp þetta nýja kerfi, því vitanlega hef- ur það töluverða vinnu í för með sér að gera þessar breytingar, ef til vill alls ekki svo litla. Þegar hann lét í ljós efa um það, í samtali nokkrum vikum fyrir andlát sitt, að við gætum verið hér á eynni um tíma og eilífð, getur það auðvitað hafa stafað af skiljanlegri bjartsýni eða augnabliks svartsýni, það gæti til dæmis stafað af því að á þessu tímabili hafi hann fengið boð eða grun um það sem í vændum var. Það er ætlun mín að leggja sérstaka áherzlu á upprifjun samtalanna frá þessu tímabili. Starf það sem fyrir mér liggur sem dómara, þegar ég hef náð árangri í rannsóknum mínu, verður að líkindum ekki svo yfirgripsmikið, enda þótt það, að komast að réttlátum dómi sé ekki starf sem hægt er að kasta til höndun- um. Það virðist þó eiga nokkuð langt í land að ég geti tekið við dómaraembætt- inu, enda þótt ég standi að sjálfsögðu ekki lengur með tvær hendur tómar. Hvað trén áhrærir hef ég tekið þann kost fyrst um sinn að halda mér við þau lægstu þannig að ekki verði nein yfirvofandi hætta bundin við fall úr þeim, siðarmeir þegar ég hef öðlazt meiri leikni í að klifra verð ég að ráðast í hærri trén. Þetta er aðeins hyggileg ráðstöfun, ekki afleiðing neinn ar leti. Ég gæti einnig fellt þau tré, Framkv.stJ.: Sigfús Jónsson. Rítstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Eitstj. fltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Simi 22480. Útgeíandi: H.f, Árvakur, Reykjavik sem erfiðust eru uppgöngu, möguleik- inn er allavega fyrir hendi. Hið undarlega er, að könnunarstarfið verður ekki, eins og ég gerði ráð fyrir í fyrstu, smám saman einfaldara og aug- ljósara þar til úrlausnin liggur allt í einu skýrt fyrir, öllu heldur virðist starfið greinast sundur og verða sífellt víðtækara. Nú þegar er það að verða svo ofboðslegt að mér vinnst varla tími til að framkvæma allar þær rannsóknir sem ég ráðgeri, en þetta hlýtur víst einmitt að vera til marks um að ég sé að komast á leiðarenda. Um Gljúfrabúa Anna Vigfúsdóttir frá Brúnum: Lítil athugasemd Framhald af bls. 2. Lítil athugasemd. í Lesbók Morgunblaðsins þ.á. eru 2 greinar er snerta sveitir í Rangárþingi. Sú fyrri (4. tbl. 28. jan.) eftir Árna Óla rithöf. heitir: Hvar er Gljúfrabúi? sá er Jónas kvað um. Hin síðari (9 tbl. 3. marz): Gljúfrabúi og Árni óla eftir Bernhard Stefánsson frv. alþm. Má vera að Rangæingar leggi eyrun við þeim umræðum og ekki sízt við Eyfell- ingar af eldri kynslóðinni. B. St. telur fram að fossinn sem átt er við sé ekki í Fljótshlíð heldur undir Eyjafjöllum. (Það er nú að sjá að Á.ó. viti það, sem ætla má, þar sem hann nefnir grein um ferðalag und- ir Eyjafjöllum). En svo segir B. St. orðrétt: „En í öðru lagi heitir foss- inn alls ekki Gljúfrabúi frá upphafi þó ýmsir séu líklega farnir að kalla hann svo nú, síðan sú tilgáta kom fram fyrir nokkrum árun að Jónas eigi við hann í Dalvísum." (Leturbreyting mín A.V.) Telur greinarhöf. hið rétta nafn vera Gljúfurárfoss og hefur eftir kunn ugum manni. Vera má að einhverntíma hafi fossinn verið nefndur svo, en ekki mun það hafa verið á síðari tímum. Ég hygg að sú fullyrðing að fossinn „heiti alls ekki Gljúfrabúi11 komi Ey- fellingum á óvart, því þeir eru áreið- anlega ekki vanir öðru nafni á foss- inum. Þar sem B. St. heldur því fram að Gljúfrabúi megi heita samnefnari á foss- um hér á landi þá er fjarri því að allir fossar séu inniluktir í gljúfrum, — og furða ef einhver regla væri fyrir því, hvernig vatnið fellur í farvegum. f nágrenni Gljúfrabúa má benda á Seljalandsfoss og Drífandi, ekki eru neinar klettaþröngvar umhverfis þá — svo aðeins séu nefnd dæmi innan Vest- ur—Eyjafjallasv. en þeir sjást báðir alllangt að. Á æskuárum mínum — en ég er fædd og uppalin á Hólmabæjum, vestan Mark arfljóts, skammt frá Gljúfrabúa og Seljalandsfossi — þá heyrði ég Gljúfra- búa aldrei nefndan öðru nafni og hygg ég að aðrir Eyfellingar séu mér sam- mála um það atriði að það nafn hafi verið notuð eingöngu. Kona fædd og uppalin í Hamragörðum telur ekki ann- að nafn hafa komið til greina í sínu minni. Hún er fædd rétt fyrir 1900, Guðbjörg Guðjónsdótir, nú búsett á Hellu. Svo að ég vitni til eldri manna skal ég geta þess að faðir minn Vigfús Bergsteinsson, bóndi á Brúnum (sá bær er nú í eyði), (d. 1930) var fæddur á Seljalandi og ól allan aldur sinn í nánd við þann bæ, þ.e. innan Stóra-Dalssóknar. Hann hafði oft orð á því hversu fögur væri vestur- hlíð Eyjafjalla, sem blasti við handan Markarfljóts og hversu haglega væri valið nafnið Gljúfrabúi, þar sem foss- inn er innibyrgður í stórskornu gili. Faðir minn var bókhneigður og fróð- leiksfús, næmur á blæbrigði tungunnar. Hann benti oft okkur unglingunum sem í nánd við hann vorum, á það sem honum fannst fagurt og sérkennilegt í málfari, ekki síður en „bók náttúrunn- ar“. Þori ég að fullyrða að hann var ekki vanur öðru nafni en Gljúfrabúi, á umræddum fossi. En hann, sem var fæddur 1863 hlaut að muna mál manna frá seinni áratugum aldarinnar. Hygg ég ummæli hans í þessu atriði ekki síðri en það sem vitnað er til í Árbók Ferðafélagsins 1931, en þar notar greinarhöf. eitt nafnið enn: Gljúfrafoss; finnst mér það einkum bera- vott um ókunnugleika höf. á málvenju sveitarinnar, en hann var ekki Ey- fellingur þó Rangæingur væri, sem kunnugt er. Upplýsingar B. St. um að Jónas hafi ort Dalvísur um Öxnadal eru skemmti- legar og fengur í þeim. Er alls ekki annað sennilegra en þær séu einmitt orktar um heimahaga lista- skáldsins góða „Verið hefur vel með oss, verða mun það ennþá löngum“. Fyrir mér skiftir ekki máli hvort Dalvísur eiga heima norðan lands eða sunnan, en ég vildi taka það fram að það er misskilningur að ætla að um- ræddur foss hafi ekki verið nefndur Gljúfrabúi, fyrr en á síðustu árum. Sú lilgáta er fráleit þessvegna eru þess- ar línur skrifaðar. Vanmegna vœngir Framhald af bls. 4. glæsilegt afrek: hann skapar þjóðlegt söguljóð. í höndum þessara vægðarlausu garð- yrkjumanna, sem af svo miklum ákafa slitu upp illgresið og hjuggu af feyskna kvisti hefur króatiska skáldskapartréð dafnað og laufgazt og borið margvís- lega ávexti: innilegan einfaldleika Tad- ijanovics, ljóðrænu Cesarics, háspekileg an traditionalisma Krkleca, sem sveifl- ast á milli hinna tveggja póla án þess þó að slíta tengslin við móðurtréð. Lífsást og viðnámsþróttur króatiska skáldskapartrésins kemur bezt í ljós í stormum síðustu heimsstyrjaldar: þá fæðast verk eins og Gröfin eftir Gor- an, sem býr yfir hreinleika og klass- ískri fegurð, Taugaveikisjúklingarnir eftir Kastelan, þrungið skáldie við- kvæmni. Og í doða eftirstríðsáranna kemur Vesna Parun fram á sjónarsvið- ið og hlúir að veikburða brumhnöppum nýs lífs af móðurlegri umhyggju. Og loks er það hjá skáldum eftir- stríðsáranna, eins og Mihalic og Slamn- ig, sem megineinkenni endurreisnartima bilsins fá endanlega staðfestingu. Slamnig er ef til vill eitt stærsta ljóð- skáld, sem við höfum nokkru sinni eign- azt, hann er djarfasti tilraunamaðurinn hvað snertir tungumálið sjálft, notkun orða og stílbrögð, hann býr yfir nýjum þrótti, hann er frumlegur og síleitandi, jafnlyndur friðarsinni. Oft hvarflar að manni, að hann skipi á meðal okkar sama sess og Ezra Pound skipar í engil- saxneskum bókmenntum: Skáld, sem not færir sér líkingar úr sögu evrópskrar hefðar ásamt þeirri hefð, seni stendur okkur næst í tíma og rúmi. í Mihalic finnum við hinn pólítíska Ijóðasmið og stílsnilling. Hann er skáld- ið í uppreisn, hinn eiginlegi sögumaður samtímans, þar af leiðandi skáld hug- myndanna en stendur samt raunveru- leikanum nærri. Þessi módernisti virð- ist hafa komizt að einhverri niðurstöðu — kaldranalegri, ógnvekjandi, ger- sneyddri allri viðkvæmni — fundið ein- hvern kjarna, sérstæðan og villutrúar- kenndan, sem er hinn rauði þráður nú- tímaskáldskapar. Ef við viljum endilega tengja þessi tvö skáld við fyrirrennara sína, þá get- um við ályktað án þess þó að leggja neina frekari merkingu í það, að Slamn- ig sé arftaki A. B. Simic og Mihalic Ujevic, skáld, sem túlkar hug sinn í ljóðinu en ekki með hversdagslegum orðum. Þessar greinar eiga sér sam- eiginlegan stofn. En hinar yngri grein- ar teygja sig inn í nýjan tíma og inn á nýtt svið, þar sem loftið er grósku- meira og betra, og þær losa sig smátt og smátt úr viðjum. Viðfangsefnin, and- inn, afstaðan opna þessum skáldum nýj- an heim, og í fyrsta sinn síðan al- heimshyggju Raguso—Dalmatíu tímabils ins leið höfum við eignazt evrópsk skáld. Þýð. Bryndís Schram. Bjarni M. Gíslason er löngu þjóðkunnur maður fyrir árangursrík afskipti af liandritamálinu. Hann varð sextugur 4. apríl síðastliðinn og hefur í tilefni þess Iátið Lesbókina hafa tvö ljóð úr margra ára syrpu sinni. HEDEN Oft jeg dr0mmer mig hjemme i Vaaren og Freden — vogtende Hjordene hvide i Natten paa Heden. Vaarduften aander saa stille fra dugfriske Dale. Heden jeg hprer i Natten med Himmelen tale. Tavse og ly^ende Taager fra Skrænterne stige. Intet er mættet af Toner som Viddernes Rige. Brænder mit Hjerte af Længse] mod Lyset og Freden, mindes jeg, Island, din Sommer og Natten paa Heden. TVÖ LJOÐ eftir Bjarna M. Gíslason Vor Litirnir hverfa í þoku, það er ekkert hvítt eða svart, regnið, úðinn og vætan afmá allt sem er bjart. Aðeins litlausir skuggar leika um fjallanna þil. Svona fæðist hér vorið, það fegursta sem er til. Og svona varð þrá mín að Ijóði, ég sá ekki dag eða nótt. En lífsþorstinn seiddi og seiddi í tónum frá því sem er hljótt. Það voru engir töfrar á sveimi um dali og klettató. Ljóðið kom eins og vorið með blóm úr litlausum mó. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7. apríl 1968.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.