Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1968, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1968, Blaðsíða 7
frá kaffisal og eldhúsi. Auk bess er gert ráð fyrir kennslustofu, fatahengi, fundar- herbergi, sem tengt er skrifstofu prestsins. Þá hefur kirk.iuvörður samastað og loks er að geta brúðarherbergis. Þangað kemur brúðurin fyrir brúðkaup; þar getur hún lokið við að snyrta sig og með því að ýta á hnapp, gerir hún organistanum og prestinum viðvart um, að athöfnin geti hafizt. Það mætti kannski spyrja, hvað ein kirkja vilji með allt það húsnæði, sem hér hefur verið talið. Er ekki nánast verið að byggja félagsheimili um leið. Séra Ólafur Skúlason hefur haft veg og vanda af framkvæmdinni ásamt forystumönnum safnaðarins og það er bezt að hann svari spurningunni sjálfur. Ölafur segir: „Sá prestur, sem aðeins á erindi við söfnuð sinn í tvo tíma á sunnudögum, á það á hættu að sunnudagssöfnuður hans stórminnki og sú kirkja, sem stendur til þess eins, að þar sé vikulega lesinn texti dagins og einhver útlagning; hún missir sam- bandið við söfnuðinn.“ í Bústaðasókn er starfandi kvenfélag, sem heldur fundi annan mánudag livers mánaðar, Bræðrafélag, sem heldur fund þriðja mánudag hvers mánaðar og Æsku- lýðsfélag í tveim deildum, sem báðar hafa fundi annan hvern fimmtudag. Bústaðakirkja mun sjást víða að og verða borgarprýði. Helgi Hjálmarsson. arki- tekt á heiðurinn af teikningunni, en þar Iagði hann til grundvallar tvö forn tákn kristinna manna, örkina og fiskinn. Þegar litið er á kirkjuna frá hlið, verður arkar- lagið augljóst, en fiskinn er verra að sjá; hann kemur fram í grunnplani kirkjunnar og anddyrisins. Ótlit kirkjunnar að innan er ekki ráðið í smærri atriðum. Komið hefur til tals að þar verði stólar í stað bekkja, svipað og í Skálholti. Þegar komið er inn í for- kirkjuna norðan frá, er smám saman gengið móti vaxandi birtu og rými. Megin- birtan kemur inn um feiknarstóran glugga yfir altarinu, það er að segja í stafni arkarinnar. Einhvern tíma í framtíðinni verður sett steint gler í þann glugga, en fyrst verður lögð áherzla á að gera kirkjuna starfhæfa og venjulegt gler látið duga. Sama er að segja um þakið; á það verður ef til vill settur kopar síðar meir, en asfaltpappinn verður þó að duga í næstu framtíð. Xveir feiknarmiklir steinbitar eða raunar steinsperrur liggja þversum og halda þakinu uppi. Vegna gluggans í stafni kirkjuskipsins verður ekki hægt að koma altaristöflu við; glugginn mun sjálfur gegna því hlutverki en auk þess verður stór kross, frístandandi innan við gluggann. Þegar gengið er um þetta mikla hús, sem nú er fokhelt, er eðlilegt að sú spuming vakni, hvað allt þetta kostar og hvernig hefur einn söfnuður aflað þess fjár. Því svarar séra Ólafur: .Bústaðakirkja kostar nú tæplega 6 milljónir króna og þar af skuldum við 400 þúsund; lán sem fengiö var erlendis ineð góðum kjörum. Frá Reykjavíkurborg höfum við fengið samtals 750 þúsund. og ekki grænan eyri að öðru leyti frá opin- berum aðilum. Það eru 5.500 manns í söfnuðinum og það er fólkið sjálft, sem með eigin fjárframlögum hefur byggt þessa kirkju. Það gengur kraftaverki næst, að þetta skuli vera hægt, en þó ber þess að gæta, að við eigum vini og velunnara utan safnaöarins, sem hafa fært kirkjunni gjafir: Þar vildi ég fyrst og fremst nefna Gísla Sigurbjörnsson, forstjóra Grundar. Hann hefur stutt okkur dyggilega og gaf kirkjunni meðal annars söfnunardósir með álimdri teikningu af kirkjunni. Þessai' Framh. á bls. 13 Myndin að ofan: Bústaðakirkja séð úr garði Hákonar Guðmundssonar. Myndina tók Rafn Hafnfjörð. Ung stúlka, sem fermdist í vor var að vinna við að slá utan af Bústaða- kirkju. Bernhard Stefánsson: Enn um Dalvísur og Gljúfrabúa Ég hef verið forfallaður undanfarn- ar vikur (spítalalega) og því ekki get- að komið því við að geta athugasemdir við svargreinar þeirra Árna Óla og Önnu Vigfúsdóttur frá Brúnum, sem birtust í Lesbók Morgunblaðsins 7. apr íl sl. 12. tbl. við grein minni um sama efni í sama blaði 3. marz sl. Þykir mér sjálfsagt að láta konuna sitja fyrir, þó ég hafi litlar athugasemdir að gera við hennar grein. Ekki get ég þó verið sam mála henni að Skúli Skúlason hafi ver- ið ókunnugur undir Eyjafjöllum, né heldur málvenju Eyfeilinga. í fyrsta lagi er nú engin óraleið frá Odda austur undir Eyjafjöll. í öðru lagi hefði Skúli hvorki verið beðinn um né tekið að sér að skrifa leiðarvísi fyr- ir ferðabók um Eyjafjallaveit, ef hann hefði ekki verið kunnugur þar. Það er líka misskilningur að hann hafi ekki þekkt málvenju Eyfellinga. Hann nefn ir fossinn Gljúfurfoss, sem sennilega er hið upprunalega nafn, en bætir við sam kvæmt málvenju Eyfellinga: „Er Gljúfra búi, sem Jónas gerði frægan“. Bróðir Skúla hefur líka sagt mér, að þeir bræð ur hafi verið kunnugir í Eyjafjallasveit, t.d. farið oft á sumrin austur að Skóga- fossi. Dalvísur vortu ortar árið 1844 og urðu fljótt kunnar. Ég veit að Anna Vigfúsdóttir muni segja satt um það, að hún sjálf, faðir hennar fæddur 1863 og kona fædd um síðustu aldamót, hafi jafnan heyrt fossinn kallaðan Gljúfra búa og faðir hennar dáðst að_ fegurð þess nafns, sem verðugt er. Ég mun því hafa ofmælt er eg sagði að fossinn hafi ekki verið nefndur svo fyrr en á síðustu árum. Hitt held ég fast við, að það hafi ekki verið fyrr en eftir að Dalvísur urðu kunnar og Jónas Hall- grímsson sé faðir þessa fagra nafns. Og að hann hafi ekki átt við hinn um- deilda foss, vegna þess að nafnið er 1 Dalvísum og þær eru um Öxnadal, eða getur Anna Vigfúsdóttir eða aðrir nefnt nokkrar heimildir um það að fossinn hafi verið kallaður Gljúfrabúi fyrir árið 1844? Það ár var Dalvísa kveðin og mun hafa borizt sama ár til íslands, a. m.k. til Steinsstaða í Öxnadal. Um grein Árna Óla gæti ég verið fá- orður, því megin atriðið í okkar ágrein- ingi er það hvort trúa má Rannveigu systur skáldsins. Ég mun þó fyrst víkja að því, sem nýtt er í síðari grein hans. Hann bendir á, að séra Tómas Hall- grímsson hafi ekki verið fæddur fyrr en hálfu þriðja ári eftir að Jónas dó. Móðir mín var heldur ekki fædd fyrr en 11 árum eftir dauða hans. En hvað kamur þetta málinu við? Hvorugt þeirra ber Jónas sjálfan fyrir neinu, heldur Rannveigu systur skáldsins, ömmu annars þeirra og fóstru beggja. Svo heldur hann að hún hafi ekkert um þetta vitað af því að fundum þeirra Jónasar bar ekki saman eftir að hann orti Dalvísu, telur svo að það hafi að- eins verið óskyggja hennar, að vísur- nar hafi verið um Öxnadal og umhverfi Steinsstaða sérstakl. Auk móður minn- ar þekkti ég í ungdæmi mínu fleira fólk, sem þekkt hafði Rannveigu náið, t.d. fóstursystur móður minnar frá Steinsstöðum og dótturson Stefáns al- þingismanns, sem einnig ólst upp hjá þeim hjónum og var 14 ára þegar Rann veig dó og mundi hana vel- Allir, sem hana þekktu og ég heyrði tala um hana báru henni sama vitnisburð, að hún væri hin mesta ágætiskona. Mun hún aldrei hafa staðhæft það, sem var ósk- hyggja hennar. Tel ég sjálfsagt og marg ir aðrir, vitnisburð hennar fulla sönnun þess, að Dalvísur séu um Öxnadal og þá umhverfi Steinsstaða sérstaklega. Auk þess sem vísurnar bera það alveg með sér að þær eru um æskustöðvar skáldsins, eins og ég hefi áður bent á og þarf ekki að endurtaka. Þetta finn- ur ihver maður, sem les eða heyrir vísurnar. Árni Óla bendir á að vís- urnar hljóti að hafa borizt með bréfi frá Jónasi til Steinsstaða. Telur enga sönnun í vitnisburði Rannveigar nema það bréf sé lagt fram. En hefur hann bréf frá Jónasi um það, að vísurnar séu um Markarfljótsdalinn? Ég hygg ekki. Heldur Árni Óla virki- lega, að Jónas Hallgrímsson hafi verið svo kærulaus sonur, að hann hafi ekki skrifað a.m.k. móður sinni árlega meðan hann var erlendis og þá einnig árið 1844? Móðir hans, Rannveig Jónasdótt- ir hef'ur þá enn verið í fullu fjöri. Hún andaðist ekki fyrr en 1866 eða 21 einu ári á eftir syni sínum. Hún dvaldist á Steinsstöðum til æviloka, Móðir mín mundi hana vel. Rannveig Hallgríms- dóttir hefur auðvitað lesið bréfin til móðuir sinnar og sjálfsagt hefur hún einnig sjálf fengið bréf frá bróður sínum því mjög kært var með þeim systkinum. Það eru fullar heimildir fyrir því, að Jónas Hallgrímsson hugsaði heim til Steinsstaða í fjarlægðinni. í kvæði hans, ,,Heima“, segir hann í miðvísunni: „Þar er barmi blíður og blómafríður runnur í reit, er rökkri sleit, dalur, sól og sær og systur tvær, einkamóðir og ástvinir góðir.“ Systur hans tvær og móðir voru á Steinsstöðum frá því að Jónar var smá barn og til æfiloka þeirra allra, nema hvað móðir hans mun hafa átt heima annarsstaðar 1 eða 2 ár. Jónas orti og annað kvæði beinlínis til móður sinnar, sem hefst svo: Framh. á bls. 12 9. júni 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.