Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1968, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1968, Blaðsíða 9
Dags daglega á timabilinu 2- 4 skreiðist fyrirmannafólkið úr rekkju og dregst út á strætin til að létta sér upp, þ.e. sýna sig og sjá aðra. Eru það eink- um aSalstræti bæjarins, og þá fremst í flokki „Austurgata“, ■er menn velja til göngu sinnar um þetta leyti dags, og er þar alloftast lítt hægt að þverfóta sakir þrengsla. Safnast þar slæpingjar af ýmsum stéttum og ýmsum aldri: hafa þeir sett sér það sem aðalmark og mið í lífinu að sóa fé foreldra sinna, og eru þeir flestir full- numa í þeirri list, en kunna lítt til vinnu. Kæra þeir sig kollótta um vísindi, skáldskap, fagrar listir og allt það annað sem mest þykir um vert í lífinu, en aðalviðfangsefni þeirra er það, hvert fatasnið tíðkist nú mest í Parísarborg, hverjir rétt ir matar helzt megi vekja lyst hjá söddum manni og hverjir skrautgripir helzt megi finna náð fyrir augum vændiskvenna þeirra, er þeir hafa kynni af. Þsssir menn eru auðþekktir á skrúða sínum og öllu háttar- lagi. Ganga þeir á flikum, er hosast upp á mibt bak eins og stutttreyjurnar gömlu, og kalla yfirfrakka. Brækur bera þeir hólkvíðar og brettar upp á miðjan kálfa hvernig sem viðr- ar. Göngustaf bera þeir í hendi sér, en aldrei stinga þeir hon- um niður: á hann helzt að vera svo stór og staurslegur, að þeir kikni við í hverju spori af þyngslunum, því ekki er svo sem kröftunum til að dreifa. Á höndum sér bera þeir bleik álótta glófa. Ekki þykir spilla Hvílíkt lastabœli hefur Kaupmannahöfn verið í augum ungs íslendings, sem nýkominn var utan. Svo er að minnsta kosti að sjá at eftirfarandi grein um ,,Hafnarlíf44 sem birtist í Eimreiðinni 1893 EFTIR JÓN JÓNSSON að bera gullspangargleraugu, en hvort þau nokkuð skerpa sjónina þykir liblu skipta. Loks bera þeir silkihatta á höfði, er mest svipar til tjörukagga í *pa lögun. Letimagar þessir eru eins og nokkurs konar óþrif á likama mannfélagsins og skyldi maður ætla, að öllum væri sem mest um það hugað að losast við þá, en svo er eigi. Þykja þeir ómissandi stór bæjarbragsins vegna, því þann ig er lífinu háttað meðal stór- þjóðanna. í kvenleggnum má og finna nokkuð líkt þessu, og má þar sjá margar drósir kringi lega klæddar og skreyttar blómum og gullglingri, en þef- inn af smyrslum þeim, er þær rjóða á sig, leggur fyrir vit þeirra, er fram hjá ganga, og er stundum við því búið að mönnum slái fyrir brjóst af stækjunni. Straumnum þokar ofur hægt áfram og er það vel til fallið, því við það gefst hyskinu færi á að senda hvert öðru hýr augnatillit og blíð töfrabros og ef vel er, smá- bendingar í mannþrönginni. Þykir mörgum þetta góð skemmtun og má segja um það, að „lítið er ungs manns gaman“; en eigi er þetta í raun og veru eins saklaust gaman og marg- ur hyggur. Má að vísu segja að l'íf þetta sé glæsilegt og örv- andi að ýmsu leyti, en hér sem ofbar verður sú raunin á, að að baki sbórbæjarglysinu felst stórbæjarlauslætið. Eigi rénar umferðin stórum, þótt rökkva taki, en hamskipt um tekur strætalífið um það bil. Þykir eigi uggvænt fyrir kvenfólk, sízt ungar stúlkur og fríðar sýnum, að vera mikið á ferli um þessar mundir, „því margt býr í þokunni". Fari svo, að þær eigi brýnt erindi úti við, þykir þjóðráð að gefa það til kynna með því að bera í höndum sér böggla og pinkla og greiða sporið eftir megni: má þá vera að þær sleppi óá- reittar. Nú er alæpingjaliðið aftur komið á kreik og eru margir þeirra örir í kolli. Hefja þeir nú fyrst dagsverk sitt, en það er í því innifalið, að þeir ginna konur til fylgd- ar við sig: virðist svo sem þeim eigi fyrri en um þetta leyti dags verði að fullu ljós sann- indi hins fornkveðna, að „það er eigi gott að maðurinn sé einn“. Beita þeir til þessa starfs öllum klækjum sínum ogbrell um og leggja snörur sínar með hinni mestu varmennsku og undirhyggju. Verður mörgum kvenmanninum á, þótt hálf- nauðugt sé, að veita þeim blíðu sína, og hafa margar þeirra eftir á mátt naga sig í handarbökin fyrir léttúð sína sem oft og tíðum eigi er af öðru sprottin en forvitni og nýjungagirni. Jafnframt því, að siðprýðis kvenfólki fækkar á stræbun- um, eykst umferðin af öðrum kvensniftum, er tínast fram á sjónarsviðið í ljósaskiptunum og leggja veiðibrellur sínarfyr ir unga menn. Eru þær á ýms- um aldri og ólíkar ásýndum, en í ýmsu eiga þær sammerkt. Flestar eru þær svo skreyttar og skafnar upp, að taka mætti þær fyrir hefðarkonur, ef eigi væru augnatillit þau ogfrekju bros, er þær kasta óspart til þeirra, er framhjá ganga. Allar eru þær óbragðlegar ásýndum af litarefnum þeim, er þær rjóða í andlit sér til þess að líta blómlega út. Gefi menn sig á tal við konur þessar, eru þær, eins og líklegt má þykja, viðmótsblíðar og kumpánlegar, en brátt verða menn þessjafn- framt varir, að þær eru ófyrir- leitnar og láta sér eigi allt fyrir brjósti brenna. Smátt og smátt tínast menn af strætunum, og er á kvöldið líð- ur, er þar fremur mannfátt. Mannvaðurinn og líifið og fjör- ið safnast nú að skemmti- og veitingahúsunum. Sjónleikahús in smáfyllast, en allur fjöldi þeirra, er hafa í hyggju að gjöra sér glatt kvöld, streym- ir þó fyrst og fremst að skemmtihúsum þeim, er trúðar leika listir sínar, lesa sig eftir lausum köðlum hátt í loft upp, hoppa og dansa á örmjóumþráð um yfir höfði áhorfenda, henda beitta hnífa á lopti og sýna margs kyns töfrabrögð. Sitja áhorfendur við smáborð og geta jafnframt því, er þeir njóta skemmtunarinnar, fullnægt munni sínum og maga aftir lyst og efnahag. Eftir hvern leik kveður við lófaklapp, óp og háreisti, svo brestur og gnestur í salnum. Margir leita og til veitingahúsanna og er þar hæg ur nærri, því drykkjustofur eru að haita má í þriðja, fjórða hverju húsi. Er drykkjuhúsum þessum svo margvíslega háttað, að hver maður getur sniðið sér stakk eftir vexti og kosið eftir geðþótta sínum og efnahag. Þar eru drykkjustofur með loga- gylltum og rósmörkuðum vegg- tjöldum, mjúkum legubekkjum, silkiklæddum hægindum, snjó- hvítum marmaraborðum og hvers kyns skrauti. Baða raf- Framhald á bls. 13 9. júní 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.