Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1968, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1968, Blaðsíða 11
Gama.ll steinbær á Lindargötu 22 bjó þar og skóaði fram yfir aldamót. bæinn frá grunni og var hann þá talinn fegursti og virðulegasti torfbær í Reykjavík. Yfir stofudyr setti Jón fjöl og var á hana letruð þessi vísa með rúnum: Atján hundruð er og fjögur ártal teiknað Kristburð frá, þar með fundið sannar sögur sem með reikna tugi þrjá. Vísan var í sjálfu sér ekkert afbragð, en fjölin var merkisgripur og hefði átt að geymast í safni. Þegar Sambands- húsið var reist, voru dagar Sö.lvhóls taldir. Bærinn var þá rifinn og þóttust þeir, sem að því unnu, ekkert vita hvað orðið hefði um rúnafjölina. Eins og sjá má á því, sem hér hefir verið sagt, voru torfbæirnir í Skugga- hverfi á víð og dreif. Milli þeirra mynd- uðust stígar, en um reglulegar götur var ekki að ræða. Það er ekki fyrr en bárujárnsöldin hefst og farið er að reisa timburhús á þessu svæði, að skipulags í byggingum fer að gæta. Fyrsta bárujárnið kom hingað upp úr 1870 og var það Slimmon hinn enski, er fyrstur flu'tti það til landsins. Þótti það hinn mesti happafengur. Var báru- járnið eigi aðeins notað í þök, heldur sinnig utan á húsin til þess að verja þau vætu og raka. Skildist mönnum og fljótt, að bárujárnið væri hin örugg- asta vörn gegn brunahættu. Leið þá heldur eigi á löngu þar til mönnum var gert að sky.ldu að járnklæða hús sín að utan. Upp úr þessu fer svo timburhúsum í Skuggahverfi að fjölga, og eru þau þá sett í skipulegar raðir. Fyrsti götustúf- urinn, sem þarna myndast, tók nafn af Skuggahverfinu og var kallaður Hverf- isgata. Mun það hafa verið mjög á reiki hvað menn töldu að þessi gata þyrfti að vera breið, og hvað eftir annað var ákveðið að breikka hana. Ber hún sjálf minjar þessa enn, því að húsaröðin sunnan götunnar er öll stöllótt. Þetta er afsakanlegt, því að menn vissu ekki upphaflega hvort mikil umferð mundi verða um götuna, þar sem hún lokað- ist sjálfkrafa við Arnarhólstún. En það tún fylgdi landshöfðingjaembættinu og mátti ekki hrófla við því. Það var því ekki fyr en landshöfðingjaembættið lagðist niður, að Reykjavík fékk leyfi til þess að gera götur um túnið. Og þá var þegar ha'fizt handa um að fram- lengja Hverfisgötu niður í miðbæ. Jafn- h'liða, og þó öílu fyrr, var gert ráð fyrir öðrum götum á þessu svæði, bæði sam- hliða Hverfisgötu og svo þvergötumfrá Laugavegi niður að sjó. En eins og nafnið Skuggahverfi var mönnum ráðgáta, áður en menn fengu að vita um uppruna þess, svo eru og öll gatnanöfn í þessu hverfi ráðgáta, nema menn viti uppruna þeirra. Þar er þá Hverfisgata efst á blaði, en hún er kennd við hverfið og hefði átt að heita Skuggahverfisgata, en það nafn hefir þótt of langt, svo að sneitt hefir verið framan af því, og er það til bóta. Þá er Sö'lvhólsgata. Meðan nokkur man eftir þvi að hér var til býli á Arnarhóli er Sölvhóll hét, þá er nafnið auðskilið. Svo kemur Lindargata og er hún kennd við Móakotslind, aðalvatnsból þessa hverfis forðum, svo er lítill stígur milli þeirrar götu og Hverfisgötu, er heitir Vaghúsastígur: hann er kenndur við býl ið Veghús. Svo er lítill stígur miili Lindargötu og Sölvhólsgötu kallaður Skuggasund. Líklega á það nafn að minna á Skugga, fyrsta býlið, sem reist var í þessum bæjarhluta, en það er viU- andi, vegna þess að Skuggi stóð þar ekki nærri. (Það skyldi þó ekki vera að menn hafi hirt skuggann, sem þeir námu framan af Skuggahverfisgötu, og komið honum þarna fyrir til geymslu?) Þá eru þvargöturnar. Traðarkotssund dregur nafn af býlinu Traðarkoti. Smiðjustígur er eldra nafn og er dreg- ið af smiðju, sem var rétt neðan við Laugaveginn. Klapparstígur dregur nafn af býlinu Klöpp. Vatnsstígur dreg- ur nafn af vatnsburði úr Móakotslind. Frakkastígur dregur nafn af því, að um aldamótin reistu Frakkar þar spítala fyrir sjómenn sína. Vitastígur dregur nafn af vitanum, sem var hjá Helga- stöðum. Og Barónsstígur dregur nafn af baróninum á Hvítárvöllum, því að hann lét reisa stórt fjós við þann stíg. SMÁSAGAN Framhald af bls. 4 skall hurð nærri hælum. Gifting var heilagt mál. Það var ekki til neins að binda sig án vandlegrar umhugsunar. Tíu ára kunningsskapur virtist þá eftir allt saman ekki vera nein fullnaðar- trygging. Það leyndist margt og marg- vís'legt í mannverunni. Hefði hann bor ið upp bónorðið í gær, myndi hún hafa sagt já. Gi>ft hefði hún setið föst í gildru. Hefði henni jafnvel reynzt fært að elska börn sín, eftir að hún uppgötvaði auvirðilegt hugarfar föður þeirra? Þá sá hún enn einu sinni börnin fyrir hugskotsstjónum sínum: hávaxinn dreng ur með vatnskembt hár, andlitið ofur- lítið fölleitt en andlitsdrættirnir hrein- ir og fagrir, svipurinn gáfulegur. Hann lék á knéfiðlu og var efstur í sínum bekk. Stúlka, yngri en drengurinn, hrokkið hárið fléttað, brosti og sýndi brúðuna sína. „Brúðan fer í sunnudaga skóla.“ Og lítill, feitur patti, sem skríkti glaður, stóð uppréttur í barnarúminu. Hún tók saman óhreinu bollana í skyndi og bar þá fram í eldhúsið þar sem hún þvoði þá úr sterkum sápulút. Þreytt fór hún að hugsa um alla þá karlmenn sem hún þekkti. En hann gekk eftir vindb'lásnu stræt inu. Það var ísing: honum skrikaði fót- ur. Hversvegna hafði hann ekki farið í skóhlífar . . honum var kalt á hælunum. Hann gekk áleiðis að strætisvagnastöð- inni, klunnalegum skrefum: hann varð gramur. Yfirborð götunnar skiptist í rendur — ljós, skuggi, ljós skuggi — götuljóskerin gáfu frá sér gleðisnauðar ljósrákir inn í myrkrið. Hjá eyðilegu horni birtist allt í einu hópur af ungu fólki. . . .þessir leðurjakka piltar. Þeir kölluðu: einhver æpti: þeir hrintuhver öðrum: það voru stú'lkur í hópnum: öll gatan fylltist af ungum liprum fótum, eins og fætur á einu stórvöxnu dýri. Hann afréð að horfa ekki á þau: það ætti ekki að veita unglingum af mikla athygli. í huga hans kom fram mynd úr skólanum, þar sem hann hafði kennt nokkrar stundir í viku: hann kunni tökin á svona krökkum. Hópurinn var nálægur: hávaðinn niðurbældur: hann fann að þau voru að horfa á hann. Ein- hver bölvaði. Það urðu einhverskonar stympingar og skyndilega stóð stúlka fyrir framan hann. Hann leit upp. „Afsakið herra, hvað er klukkan, herra?“ Lítið þríhyrnt andlit, flókið hár niður á herðar, kinnar, enni, augun vart sjá- anleg. „Hm, klukkan, hm.“ Hann þreifaði eftir úrinu undir hanzkanum, undir erminni, ermunum, undir óteljandi erm- um. Munnur stúlkunnar breikkaði og varð að brosi, hinir unglingarnir stóðu dálítið álengdar, í hálfhring. Höfðu þau einhvern hrekk í huga? Stúlkan stóð enn fyrir framan hann Framhald á bls. 13 9. júní 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS \\

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.