Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1968, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1968, Blaðsíða 10
ár w Arni Ola: llr sögu Reykjavíkur Þegar svæðið austan Arnarhólstúns tók að byggjast, fékk það nafnið Skuggahverfi og náði það seinast yfir alla byggðina frá Laugavegi og niður að sjó. Munu margir ókunnugir hafa ráðið af nafninu, að þarna mundi vera skuggalegt í meira lagi, og eink- um mun sú skoðun hafa styrkzt þegar blöðin voru að tala um „skuggahverfi stórborganna", því að þá var átt við þá hluta borganna þar sem bygging var lélegust, fátækt mest og mannlíf á lægsta stigi. Ým-sir þeir, sem aldrei höfðu til Reykjavíkur komið, munu því hafa ályktað sem svo, að þarna væri að rísa upp í hinni íslenzku höfuðborg ímynd „skuggahverfa stórborganna“. En því fór fjarri. Nafn sitt dró hverf- ið af fyrsta tómthúsmannsbýlinu, er þarna var reist og nefndist Skuggi. En ráðgáta er, hvernig á því nafni stend- ur. Sá, sem reisti þetta býli, hét Jens Jensson og var frá Götuhúsum. Bærinn stóð austan á klappartanga nokkrum, sem gekk fram í sjó og þar er nú olíu- stöð B.P. Mun það hafa verið rétt upp úr aldamótum 1800 að Jens reisti bæ- inn og bjó þar síðan með konu sinni, Önnu Sigurðardóttur og tveimur dætr- um fram undir 1820. Fyrst hét bærinn Jenshús, en breytti skjótt um nafn og var kallaður Jens- kot, og hélt því nafni fram til 1835, en þá fær hann fyrst nafnið Skuggi í kirkjubókum Reykjavíkur. Ekki finnst mér líklegt, að bærinn hafi þá verið skírður að nýju, heldur hafi hann lengi gengið undir þessu nafni meðal bæjar- manna og nafnið þegar unnið sér þá hefð, að dómkirkj upresti, séra Ásmundi Jónssyni, sem settur var hér eftir lát séra Gunnlaugs Oddsens 1835, hafi þótt rétt að taka það í kirkjubókina. Árið 1819 er tvíbýli í Skugga. Þá býr þar Jón Sæmundsson tómthúsmaður og Soffía Þorkelsdóttir kona hans ásamt 2 börnum sínum. Ennfremur búa þar Gísli Nikulásson tómthúsmaður og Helga Jónsdóttir kona hans ásamt tveim ur börnum sínum, Þórði og Guðrúnu. I ritgerð sinni um Reykjavík um aldamót- in, birtir Gröndal þennan vísuhelm- ing: Þórður nagaði þurran ugga þegar hann Gísli dó í Skugga. Á þessu má sjá, að ekki hefir verið mikið um björg í kotinu, þegar húsbóndinn féll frá, því að víst má telja, að Þórður sá sem hér er nefnd- ur, hafi verið Þórður sonur Gísla. Og af þessum vísuhelmingi má líka sjá, að bærinn hefur verið kallaður Skuggi löngu áður en það nafn kemst í kirkju- bækur. Eins og fyrr er getið stóð bærinn austast á klapparnefinu, og fyrir aust- an bæinn var vörin milli klappa og var nefnd Skuggavör. Hefir hún sennilega dregið nafn af bænum, en þá er ekki útilokað að vörinni hafi fyrr verið gef- ið nafn, svo að bærinn hafi dregið nafn sitt af henni. Kunnugt er viðurnefnið „skuggi“ og má vera, að einhver, sem þarna átti heima, hafi haft það viður- nefni og bærinn við hann kenndur. Er þar þá ekki mörgum til að dreifa, því að auk þeirra, sem áður eru taldir, áttu þar ekki heima fram að þessum tíma aðrir en Jón Bjarnason tómthúsmaður, Þorgeir Magnússon og Halldór Stígs- son húsmennskumenn. Hér skal svo ekki frekar leitað að uppruna þessa nafns, því að það hlyti að verða tóm- ar getgátur. En þó er bæjarnafnið merkilegt fyrir þá sök, að heilt bæjar- hverfi skuli við það kennt. Að vísu er nú farið að firnast nokkuð yfir þetta og Skuggahverfis ekki jafn oft getið og áður var. Helga Jónsdóttir, ekkja Gísla Niku- lássonar, bjó i Skugga fram undirmiðja 19. öld og voru börn hennar alltaf hjá henni, og þá komin á fullorðinsár. Helga var talin 74 ára 1845 og hefir hún líklega dáið skömmu seinna, og þá hefir Skuggi farið í eyði, og aldrei ver- ið byggður síðan. En fram undir sein- ustu aldamót sáust enn grasi grónar tóftir þar sem Skuggi hafði staðið. Og þá er að minnast á hverfið sjálft og hvernig það byggðist, en um 30 torfbæir munu hafa verið þar um eitt skeið. Annað býlið, sem reis þarna utan garðs á Arnarhóli, var Traðarkot. Það stóð rétt fyrir ofan Arnarhólstraðir og dró nafn sitt af tröðunum. Mun það hafa verið reist fyrir 1820 (1816?). Þar bjó fyrstur Jón Guðmundsson vest- anpóstur og Sigríður Þorvaldsdóttir úr Örfirisey, kona hans. Þau höfðu áður átt heirna í Suðurbæ og á Arnarhóli, en áttu síðan heima í Traðarkoti til ævi- loka. Einn son áttu þau og hét hann Guðmundur. Hann tók við póstferðum að föður sínum látnum. Var þetta ekki heiglum hent að fara slíkar ferðir gang- andi um hávetur vestur á fsafjörð, en Guðmundur var að upplagi hið mesta hraustmenni og annálaður göngugarp- ur. Hann mun hafa gegnt þessum póst- ferðum 1831-37. Eftir það lagðist hann í óreglu og beit í brýni og járn fyrir búðarstráka í bænum til þess að fá brennivín. — Oftast var tvíbýli í Trað- arkoti, en nú er það horfið og er nú bílastæði á rústum þess. Nýibær mun vera þriðja býlið, sem reis þarna og er þess fyrst getið 1825. Búa þar þá Jón Erlendsson og Ingveld- ur Þórðardóttir. Seinna reisti Nikulás Erlendsson þarna annan bæ, sem nefnd- ur var Nikulásarkot. Þessir bæir stóðu þar sem nú er Landsmiðjan. Nikulás var faðir Hafliða, föður Ólafar, móður séra Bjarna Jónssonar. Á næstu árum rísa svo býlin Vind- heimar, Miðhús og Steinsstaðir. Vind- heimar stóðu þar sem nú er timbur- geymsla Völundar. Hjá Steinsstöðum var dálítill túnblettur og þar stendur nú danska sendiráðshúsið. — í Miðhús- um bjó um eitt skeið Guðmundur Jó- hannesson, sjósóknari með afbrigðumog fyrir það var hann almennt nefndur „Gvendur á sjóírjánum“. Hann fór til Ámeríku. Þar sem Miðhús stóðu er nú Vatnsstjgur 21. — Rétt fyrir austan Miðhús var Bakkabær. Árið 1840 er þess getið í kirkju- bók að annar Skuggabær sé risinn, en í svigum sett nafnið Klöpp. Þann bæ reisti Eyjólfur Þorkelsson og bjó þar með Guðrúnu Jónsdóttur konu sinni og tveimur sonum, Níelsi 21 árs og Símoni 15 ára. Þessi bær stóð vestan á klapp- arnefinu og vestan við hann var gerð vör, sem nefndist Klapparvör og höfðu þar síðan útræði bændurnir á Klöpp, Vindheimum og Tóftum. Var þetta talin einhver bezta vörin í Austurbænum. Eftir föður sinn bjó Níels þarna lengi og var talinn mesti dugnaðarmaður. Olíustöð B.P. nær nú yfir staðinn þar sem Klöpp stóð áður. Um líkt leyti og Klöpp var byggð, risu upp bæirnir Móakot, Veghús, Kast hús og Arnarholt. — Móakot stóð þar rétt fyrir ofan sem Kveldúlfshúsin eru (nú hús Eimskipafélagsins). Þar hjá var vatnsból, sem kalilaðist Móakots- lind og sóttu margir vatn í hana, þar til hún var byrgð nokkru eftir aldamót, vegna sýkingarhættu. — Veghús voru rétt austan við Veghúsastíg og Arnar- holt neðst við Smiðjustíginn. — Kast- húsin stóðu milli Laugavegar og Hverf- isgötu og urðu bæirnir seinast 6 sam- an í einni hvirfingu. Nyrsti bærinn, sem nefndur var Regínubær, stóð þar sem nú er Hverfisgata 40. Til þessara bæja mátti og telja Höltersbæ, sem Vilhjálm- ur Hölter, alþýðuskáld Reykvíkinga á sinni tíð, reisti þar sem nú er Hverfis- gata 41. Vilhjálmur var sonur Diðriks Hölter skóara, drykkfelldur og mesti oflátungur og vildi láta kalla sig stór- skáld. Hann orkti vísur um „píubödlin" og þessa vísu kvað hann um stjúpu sína, Elínu Egilsdóttur Sandholtj Senn mun stjúpa lífið lát.fl og leysast heimi frá, Vilhjálmur mun varla gráta, veizlu fær hann þá. Upp frá þessu tekur bæjum mjög að fjölga í hverfinu, en ekki verður nú rakið hvenær hver bær var reistur. V-erður að nægja að telja þá með nöfn- um, til þess að sjá hvernig byggðinni var háttað. Hlíð hét bær, sem bærinn reisti yfir skottulækni nokkurn, er Jón Arnljóts- son hét. Þar sem sá bær stóð stendur nú norska sendiráðshúsið, Hverfisgata 45. Vindheimakot stóð nærri Vindheim- um og var einnig nefnt Pálskot. Lindarbær stóð þar sem nú er vatns- stígur 16. Helgastaðir stóðu þar sem nú er Vita- stígur. Sá hét Helgi Jónsson, kallaður ,,birkistinnur“, sem upphaflega reisti þennan bæ, en seinna urðu bæirnir tveir og kallaðir Suðurbær og Norður- bær. Þarna bjó lengi fvar Suðurlands- póstur Jónsson. Hann var af góðum ætt- um, kominn af Sveini lögmanni Sölva- syni. Hann réðist ungur til Páls Mel- steds sýslumanns á Ketilsstöðum og fluttist með honum suður. Hann hóf póstferðir 1850 og hélt þeim í 10 ár, en ekki alltaf sömu leið. Lengstar voru póstferðir hans milli Reykjavíkur og Höfðabrekku í Mýrdal. Hann var tal- inn hraustmenni, vandaður maður og skilvís, en nokkuð einkennilegur. Hann átti jafnan hunda og hafði þá með sér í ferðum sínum. Þessa hunda skírði hann í höfuðið á vinum sínum, þeim til heiðurs. T.d. hét einn hundurinn Árni í höfuðið á Árna sýslumanni Gíslasyni á Kirkjubæjarklaustri, og tvær tíkur sínar skírði hann Dómhildi og Matt- hildi til heiðurs tveimur hefðarkonum, er hann hafði mætur á. ívar dó í Lind- arbæ í Reykjavík 1886. — Hjá Helga- stöðum var reistur viti, lítill timbur- turn og átti að leiðbeina bátum og skip- um, er sigldu inn á Reykjavíkurhöfn. En er byggð þéttist þar, urðu glugga- ljósin villulljós. Því var vitinn lagður niður. — Þegar Vitastígur var gerður, hurfu og Helgastaðir úr sögunni. Tóftir byggði Einar Arason frá Skálholtskoti og stóð sá bær þar sem nú er Lindargata 3. Annar bær var þarna líka og bjuggu þar Steingrímur Illugason og Margrét Gísladóttir: sonur þeirra var Tómas í Ráðagerði faðir Margrétar Zoéga veitingakonu. Skammt frá Tóftum voru bæirnir Jörundarbær og Eyvindarholt, nú Lindargata 8. Litlu Steinsstaðir voru neðstir við Smiðjustíginn og Litlibær þar skammt fyrir austan. Bali, eða Friðrikubær, stóð þar sem nú er Klapparstígur 9. Byggðarenda reisti Sigurður Jónsson sjómaður um 1880 og stendur það hús enn rétt fyrir vestan og neðan franska spítalann, sem nú er skólahús. Traðarstaðir hét býli við sjóinn nið- ur af Vitatorgi. Þarna bjó sá maður, er Þórarinn Jónsson hét og gerði þar út fjögramannafar. Hinn 2'9. marz 1887 reri hann og voru á skipi með honum Björn Lúðvíksson Blöndal sundkennari og unglingspiltur. Þeir lentu í aftaka veðri og hvolfdi bátnum á Rauðarár- víkinni er þeir voru á heimleið. Þar drukknuðu þeir Björn sundkennari og pilturinn, en Þórarni var bjargað. Eftir þetta fluttist hann héðan til Austfjarða. Fram um 1870 voru aðeins tvö timb- urhús í Skuggahverfi: Einarshús við Smiðjustíg (á horni Hverfisgötu): það reisti Einar snikkari upphafllega. Hitt húsið var einnig við Smiðjustíg, svo- nefnt Eyolfshús, kennt við Eyolf smið Þorvarðarson, sem reisti það. Þetta var lága húsið, sem stóð rétt fyrir ofan hús dr. Helga Pjeturss. Um eitt skeið var þar skrifstofa bæjargjaldkera og var húsið merkilegt að því leyti, en er nú algjörlega horfið. — Eftir 1880 risu nokkrir steinbæir í þessu hverfi. Sumir hafa talið býlin á Arnarhóls- túni til Skuggahverfis, en það er varla rétt. Ennfremur töldu sumir Garðshorn (að norðanverðu við Bankastræti), Götu og Hól (Snússu) neðst við Lauga- veginn beggja vegna, en það var naumast rétt heldur. Býlin í Arnarhólstúni voru talin fjög- ur. Ber þar fyrst að telja sjálfan Arn- arhól, en hann var rifinn 1824 og slétt- að yfir rústirnar. Þar stendur nú lík- neskja Ingolfs Arnarsonar. Þá var Arn- arhólskot, sem stóð rétt ofan við Batt- eríið, en það hvarf úr sögunni upp úr 1800. Höfn hét þriðja býlið. Það reisti Benedikt sóitari 1886, en þar sem það stóð er nú hús Fiskifélagsins. Fjórða býlið var Sölvahóll og var gamalt, en 1834 byggði Jón hreppstjóri Snorrason 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9. júní 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.