Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1968, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1968, Blaðsíða 1
Samtal Wí Cunnar Gunnarsson, skáíd um kvikmyndun á Sögu Borgarœttarinnar árið 1919 EFTIR ÁRNA JOHNSEN Horft um öxl Fyrsta kvikmyndataka á (slandi Það vakti mikla athygli í Reykjavík í ágúst 1919, þegar hópur erlendra kvikmyndaleik ara kom til landsins til þess að leika í kvikmynd um skáld- sögu Gunnars Gunnarssonar, „Saga Borgarættarinnar." Það var kvikmyndafélagið Nordisk Film sem kvikmyndaði söguna og var hún öll kvik- mynduð hérlendis, til þess að ná sem líkustu umhverfi sögu- slóðanna. Leikararnir ásamt Gunnari Gunnarssyni skáldi, komu til landsins með Gull- fossi. Erlendu leikararnir voru Gunnar Sommerfeldt, sem lék séra Ketil og Gest eineygða, frú Sommerfeldt, sem lék dönsku frúna á Hofi, Freder- ik Jacobsen, sem lék Örlyg og frú Jacobsen, sem lék Snæ- fríði. Einnig var Christian Fri- bert með í förinni og Louis Lar sen, einn snjallasti kvik- myndatökumaður Norðurlanda á þeirri tíð. Guðmundur Thor- steinsson listmálari, Muggur, var og með leikurunum og lék hann sjálfan Ormar Örlygsson. Kvikmyndatökufólkið fékk bezta veður við komuna til landsins og hrifust allir mjög af íslenzku náttúrufegurðinni. Kvikmyndahandritið höfðu G. Sommerfeldt og Vald. And- ersen búið undir töku, og Gunn ar skáld var sjálfur með til þess að ekkert brenglaðist sök- um ókunnugleika. Þegar flett er Morgunblað- inu seinní hluta árs 1919 er víða getið um kvikmyndun Borgarættarinnar og m.a. eru margar greinar eftir Árna Óla um kvikmyndaleiðangurinn, °n hann ferðaðist með kvikmynda- tökufólkinu. í grein um skáldskaparein- kenni Gunnars Gunnarssonar sem Jón Björnsson ritar í Morg unblaðið í ágúst 1919 segir m.a.: „Ekkert yrkisefni Gunnars er tekið úr erlendu þjóðlífi. Öll bera þau blæ íslenzkra manna og íslenzkrar náttúru. Hann lofar og lastar ekki ann- að en ísland og íslendinga. Ör- lagaþræðir þeirra persóna, sem hann skapar, eru allir úr íslenzku efni. En þó eru yrkisefni hans um leið almenn. Sálarlíf persón- anna er ekki bundið algerlega við íslenzkar lyndiseinkunnir. Skáldskapur hans er með öðr- um orðum svo algildur og sann ur, að hann talar til fleiri en íslendinga einna. Allar eru höfuðpersónur hans með einkennilegri skap- gerð. Það eru menn, sem trú- mál og siðferðishugsjónir skapa æviferilinn. Persónur, sem falla eða sigra eftir því, hvernig sambandi þeirra við stærstu spurningar tilverunn- ar er varið. Háttur þess góða, og illa, synd og baetur, tilgang- ur lífsins, dauðinn, Guð sjálf- ur — þessi efni eru oftast höf- uðstraumarnir í sálarlífi þeirra persóna, sem eru í bókum hans." Og síðar í greininni segir: „Hann dæmir ekki, fellir eng- an úrslitadóm yfir atferli þeirra. Maður veit oft og ein- att ekki hverja persónu hon- um þykir vænst um. En maður finnur til gleði hans yfir þess- um bylgjuföllum mannlífsins, yfir þessum eilífu hjaðningavíg um hins góða og illa í mann- inum". Þegar áðurgreind umsögn er rituð er Gunnar enn á unga aldri og þá strax nær hann rótföstum tökum á mannlífslýs- ingunum í ritverkum sínum og það er kannski einmitt vegna þess, sem efni verka hans er vel fallið til kvikmyndunar, en um leið mjög vandmeðfarið til þess að ritverkið skaðist ekki. Á milli 20 og 30 menn voru með í kvikmyndaleiðangrinum og hafði hópurinn um 30 áburð- arhesta, en kvikmyndunin fór fram víða á suður og suðvest- urlandi. T.d. í Borgarfirði, við Gullfoss og Geysi, á Keldum á Rangárvöllum, í Kaldadal, við Hvítársíðu og víðar. Fyrst var farið að Keldum, sexn áttu í upphafi að vera Borg, en við nánari athugun var það ekki talið hægt vegna kirkjunnar þar, en á Borg Gunnars hafði engin kirkja ver ið. Keldur voru því gerðar að Hofi í kvikmyndatökunni, en Reykholt gegndi aftur á móti hlutverki Borgar síðar í kvik- mynduninni. Þannig gekk á ýmsu í þess- um fyrsta kvikmyndaleiðangri- á íslandi. Það fór margt öðru- vísi en ætlað var og kvik- myndafólkið lagði mikið á sig til þess að gera sem bezt úr garði þetta verðuiga kvikmynda efni. Alls voru kvikmynda- atriðin um 800 og kvikmyndun- in stóð yfir í nokkra mánuði. MikiII hluti atriðanna var kvikmyndaður víðs vegar á Suðvesturlandi, en einnig voru mörg atriðin sviðsett í Reykja- vík og kvikmynduð þar. í tilefni þessa hittum við Gunnar Gunnarsson að máli og fer viðtalið hér á eftir. — Hvað finnst yður um kvikmyndun Borgarættarinnar? — Myndin hefur sögulegit og menningarlegt gildi. Aðeins eldri menn kannast við um- hverfi það, er þar kemur fyrir sjónir. Fjöldaupptökur sýna ís- lendinga, sem í meira en ein- um skilningi ekki eru til leng- ur. Það sama gildir að nokkru leyti um umhverfið. Þiá eru þar geymd leikafrek sumra okkar beztu leikara einkum kvenna. Nú er aðeins til brot af upp- runalegri gerð myndarinnar, endurtekin eftir slitnum film- um og stytt úr tveim kvöldum Gunnar Gunnarsson skáld á svölum heimilis síns við Dyngjuveg. Ljósm. Mbl. 01. K. Magn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.