Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1968, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1968, Blaðsíða 16
Lausn á síðustu krossgátu FÉLAGI yðar, lesandi góður, opnar á kröfusögn, 2 hjörtu, andstæðingurinn segir 5 lauf og þér hafið þessi spil: A A K D 10 8 6 V 6 4 ♦ D 9 6 4 * 6 Hvað segið þér á þessi spil? 6 hjörtu virðist nokkuð góð sögn, en veljið þér þá sögn munuð þér sjá eftir því. Aust- ur doblar hana án efa. Spilaskiptingin er þessi: Norður * Á K D 10 8 6 V 6 4 ♦ D 9 6 4 .% 6 Austur A G 9 7 4 3 2 V 10 8 3 ♦ 8 5 3 2 8 7 4 3 2 * — Suð'ur A — V Á K D G 7 2 ♦ K G 10 7 * Á K 5 Vestur lætur út laufa 7, Austur trompar, lætur út tígul, Vestur fær slag- inn á ásinn, lætur enn út lauf, sagnhafi trompar í borði og Austur trompar yf- ir. Austur lætur út tígul og þannig trompa A.—V. lauf og tígul til skiptis þannig að þeir fá 1400 fyrir spilið. Það er hægt að vera vitur eftir á og segja að Suður eigi að breyta í 6 grönd, en mjög er ósennilegt að hann geri það með þessa spilaskiptingu. Vestur A 5 V 9 5 ♦ Á * D G 10 9 Ýmislegt hefur verið gert af hálfu borgaryfirvalda til þess að finna verkefni fyrir unglinga sem orðnir eru 14 ára gamlir, þótt mörgum muni vafalaust finnast þar ekki nóg að gert; hefur enda borgarstjóri sjálfur tjáði okkur í sjónvarps- og blaðaviðtölum, að mörgum um- sóknum þessara unglinga verði ekki hœgt að sinna. Það kann því að vera að bera í bakkafullan læk- inn að kvarta um aðgerðarleysi það, er blasir við börnum á aldrinum 12 —14 ára, nú er skólanum sleppir og sumarið tekur við. Nú er sem betur fer af sú tíð, að nauðsyn var að halda börnum á þessum aldri Msleitulaust við erfiða vinnu vegna fjár- hagsörðug- leika eða ör- birgðar for- eldranna. Þó þykir enn sjálfsagt á ís- landi að börn og unglingar hafi eitthvað gagnlegt fyrir stafni og enn hefur ekki skapazt nein regingjá, þjóð- félagslega séð, milli þeirra ungl- inga sem vinna af brýnum fjárhags- ástœðum og þeirra, sem geta sakir velmegunar varið tíma sínum í leik eingöngu. Enn er ekki svo komið, að aðgerðarleysi sé „fínt“ stöðu- tákn á Islandi eins og vill brenna við í öðrum löndum, og held ég, að allir hljóti að vera sammála um, að slík þróun vœri óœskileg og í and- stöðu við íslenzka hefð eins og hún gerist bezt. Hins vegar hljótum við að verða að gera okkur grein fyrir ra því, að hæglega getur svo farið, ef svo fer sem horfir um atvinnumál unglinga. Er vissulega nauðsyn af fleiri ástœðu en þeirri einni, að láta ekkert ógert til að skapa vinnu fyrir þessa aldursflokka, þegar svo er komið, að hún liggur ekki á lausu, ef svo má að orði komast. Námskeið þau, sem stofnað hefur verið til, eru góðra gjalda verð og hin nauðsynlegustu, en þau standa að jafnaði stutt og leysa ekki nema lítinn vanda, er þess er gætt, að sumarleyfi barnanna úr skólum varir heila þrjá mánuði. Mér er kunnugt um eitt sveitar- félag úti á landi, sem skipulagði vinnuflokka fyrir börn, sem ella hefðu gengið aðgerðarlaus allt sum- arið. Þessi vinnuflokkur vann að því að hreinsa og fegra kauptúnið, allt spýtnarusl og annað sem til óprýði mátti telja, var fjarlœgt, jarðvegur sléttaður og allt gert, til prýði, sem talið var á valdi svo lágvaxins vinnuflokks. Börn- in fengu þarna verðugt verk- efni að vinna og öðluðust um leið nœmara auga fyrir snyrtilegu umhverfi. Eitthvað smávegis kaup mun þeim liafa verið greitt, en allir voru, held ég, sammála um, að pen- ingarnir vœru hér ekkert aðalatriði. Hér í Reykjavík er nóg af rusli, sem mœtti fjarlœgja og nóg af börnum, sem skortir verkefni. Væri svo frá- leitt að fara að dœmi þessa áður- nefnda kauptúns? Árangurinn gœti orðið fegurri borg án mikils til- kostnaðar. Rösk og heilbrigð tólf ára börn finna til vinnulöngunar; ég þykist viss um, að þau tœkju þennan starfa aö sér með ánœgju. Svava Jakobsdóttir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.