Lesbók Morgunblaðsins - 30.03.1969, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 30.03.1969, Side 1
13. tbl. 30. marz, 45. árg. 1969. „Peisónuleiki hans er óþrotleg upp- spretta margvíslegra hughrifa, hugs- ana og hugmynda sárviðkvæms, sí- leitandi og síspyrjandi listamanns.u Hugleiðingar um viðtalsbókmenntir, Kjarval og Kjarvalskver. EFTIR CUÐMUND C. HACALÍN Það er engin nýjung lengur, þó að það væri sjaldgæft fyr- ir nokkrum áratugum, að menn skrifi viðtöl við þennan eða hinn og birti í íslenzkum blöð- um eða tímaritum. Stundum er það tilgangurinn með viðtal- inu að leiða í ljós og gera al- menningi kunna afstöðu þess, sem við er talað, til einhvers merkilegs máls eða mála — eða sérþekkingu hans á einhverju, sem hann er talinn fróðari um, en flestir aðrir, — en eins oft er það, að höfundurinn vill leiða í ljós viðhorf viðmæl- anda síns almennt eða fá hann til að segja frá mönnum, sem hann hefur kynnzt og því, sem merkast eða forvitnilegast hefur fyrir hann komið — og þá vænta lesendurnir gjarnan þess, að fram komi í sæmi- lega sönnum og skýrum drátt- um gerð hans og mótun. Þau viðtöl, sem fjalla um sér- stök mál, hafa oftast eitthvert tímabundið gildi, jafnvel þó að þau séu birt í áróðursskyni — og ýmis þeirra geta reynzt merkileg heimild fyrir þá, er síðar vilja kynna sér sögu mála, viðhorf þeirra, sem að þeim stóðu, og almennan málflutn- ing á opinberum vettvangi. Hin

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.