Lesbók Morgunblaðsins - 30.03.1969, Page 3
BÖKMENNTIR
OG LISTIR
Ifiíjja
rpv«'
tflítt'
ifpaúj
pSaxi
rj)röú
s|arf|)dC
AT <-Be
Þjóðfélag og hókmenntir III.
OG
HÓMILÍUR
Eftir Siglaug Brynleifsson
Efnahagslegt vald kirkjunn-
ar og helztu höfðingjaættanna
var grundvallað með tíundar-
lögunum 1097 og þar með kirkju
goðavaldið í landinu. Kirkjan
hlýtur nú eigin tekjustofn, og
kirkjueignir í höndum höfðingja
styrkja völd ættanna, þar sem
slíkar eignir komust ekki til
skipta við arf. Þessi efnahags-
'legu tengsl höfðingjaættanna og
kirkjunnar urðu undhrstaðan að
þeirri bókmenntamenningu sem
upphefst hér á 12. og 13. öld.
Þetta gerist hérlendis áður en
tíundin er lögleidd á Norður-
löndum og ástæðan var sá hag-
ur sem höfðingjar sáu sér í
henni. Þetta gerist um svipað
leyti og Urban páfi fylgir fram
stefnu Gregóríusar 7. um að-
skilnað ríkis og kirkju og bann-
færir þá leikmenn „sem leyfa
sér að krefjast yfirráða yfir
kirkjufjám og veita kirkjuleg
embætti. . og fara með fé kirkj-
unnar sem sitt eigið“. Hérlend-
is var ennþá engin forsenda
til slíkra krafa frá kirkjunni,
kristnin var ung í landinu og
boðskapur kirkjunnar hafði
ekki náð að greipast svo í hug
þjóðarinnar, að menn gætu
skilið slíkan boðskap og áttu
reyndar erfitt með að skilja
hann, þegar Þorlákur helgi tók
að bera hann fram á síðari
hluta 12. aldar. Styrkur kirkj-
unnar hér var veldi mönnuð-
ustu höfðingjaættanna og hún
jók þeim nú styrk og auð með
tíundarlögunum.
Sæmundur Sigfússon er tal-
inn fyrstur hafa sett saman
bækur hérlendis.
Engin þeirra bóka er nú við
lýði og talið er að þær hafi
verið ritaðar á latínu. Sæmund-
ur stundaði nám í dómskólan-
um við Notre Dame í París.
Hann átti hlut að skráningu
kristni réttar ásamt fleirum og
virðist vera heimildarmaður um
flestan fróðleik um og eftir 1100.
Sæmundur er einn heimildar-
manna Ara fróða og fleiri fræði
manna. Annar frumkvöðull
mennta hérlendis var ísleifur
biskup með skóla sínum í Skál-
holti, en þar hlutu menntun
Kollur biskup í Víkinni í Nor-
egi og Jón Ögmundsson bisk-
up á Hólum. Teitur í Hauka-
dal og Gissur voru lærðir í
þessum skóla. ísleifur hafði hlot
ið menntun í Herfurðu á Sax-
landi, svo og sonur hans Giss-
ur. Saxland hafði verið nokk-
urskonar arftaki menningar-
leifðar Karls mikla á dögum
Ottós mikla á 10 öld, en þegar
kemur fram á 11. öld eru klaust
urskólarnir í Saxlandi ekki þeir
sömu og þeir voru á undan-
farandi öld þótt orðspor þeirra
hafi veri'ð nokkuð úti hér. A
11. öld er Frakkland höfuð-
stöð guðfræðinnar.
Sá maður, sem mótaði mjög
síðari hluta 11. aldar og fyrsta
fimmtung hinnar 12. var Gissur
ísleifsson og ásamt þeim mönn-
um sem honum voru nánast-
ir en þeir voru klerklærðir og
virðast hafa átt þátt í þeim ný-
mælum sem komið var á hér á
landi, sem voru tíundin og end-
urskoðun og skrásetning verald
legra laga, Hafliðaskrá 117—
1118 og síðar kristnum rétti
einhverntíma á árunum 1123—
1133.
Áhugi kirkjunnar manna á
lagasetningu stafaði af nauð-
syn kirkjunnar og einnig af
ríkjandi skoðun guðfræðinga
og heimspekinga þeirra tíma
um inntak og eðli laganna.
Lögin voru grundvöllur rétt-
lætisins. Miðaldamaðurinn hafði
á fáu meiri andstyggð en gjör-
ræði og duttlungum sjálfráðra
landstjórnenda, sem fóru ekki
að lögum. Óheft sjálfræði var
af hinu illa og því var það sem
Ivo biskup í Chartres réði
munki nokkrum, sem hugði á
einsetulifnað, frá slíku með
þeim rökum, að líf einsetu-
mannsins væri „vita voluntar
ia“ í þeirri merkingu að þá
réði vilji einstak'lingins óháður
öllum siðum og reglum. Lög
voru ekki andstæða frelsisins
heldur grundvöllur þess. Rétt-
ur og frelsi einstaklingsins bygg
ir á lögum, lögin voru mönnum
trygging gegn harðstjórn og
gjörræði. Þeir, sem bjuggu við
ólög eða lagaleysi voru þræ'l-
ar annarra og ólög sjálfræðis-
Framh. á bls. 4
Goethe:
Páska-
morgun
Yngvi Jóhannesson þýddi.
(Úr: Fást I, lokaatriði 1. þ.
Fást ætlar að fremja sjálfsmorð
í örvæntingu sinni yfir fávizk-
unni og vanmætti mannlegrar
þekkingar. En það er kominn
morgun páskadags og klukkna-
hringing aftrar honum).
ýj
Kór englanna
Frelsarinn lifir!
Farsæld þig vefur hann,
frelsað þig hefur hann,
sigurinn gefur hanp
syndinni yfir.
Fást
Hinn djúpi ymur og hið skæra lag,
þau af mér taka ráðin, drykkinn frá mér.
Hin dimma klukka, kallar hún páskadag,
er komin morgunstund hans þegar hjá mér?
Má eyrað nema hinn unaðsríka söng.
sem englar forðum sungu í grafarþröng?
Nær trúarvissan tökum á mér?
Kór kvennanna
Lifsmyrsli hreinu
líkamann smurðum við,
vinir hans einu,
vildum hans hvílufrið.
Líndúk við bundum,
líkaminn vafinn er:
Æ, og við fundum
hann ekki hér.
Kór englanna
Frelsarinn lifir,
fögnuð þeim gefur hann,
elskað sem hefur hann,
sælan hann sigur vann
sorginni yfir.
Fdst
Hví himintónar, lag og Ijóð,
þið leitið mín í duftið niður?
Nei. hljómið þeim, sem eiga bliðlynt blóð,
ég boðskap heyri að vísu, en gafst ei trúar friður,
en undrið trúarlífs er Ijúfust slóð.
Til þeirra sviða þrá mín ekki vogar,
sem þessi Ijúfu boð oss tjá,
og þó — í æsku hugur hlustaði á,
og hér til lífs mig enn það togar.
I helgidagsins hátiðlegu ró
mér himinástin kossinn milda sendi,
í klukknahljómnum hjartað friðar kenndi,
og hamingjan var bænarfró.
Mig teygði um skóga og velli víða
þitt vald þú undarlega sæla þrá,
ég fann við tárastrauma striða
mig stefna nýja veröld á.
Mið Ijóðið minnti á leikvang æsku minnar,
á lifsins vor og frelsisþrá.
Enn dvelur barnsins hugur hjá mér innar
og hinzta skrefi aftrar frá.
Ó, hliómaðu áfram, himins Ijóðakraftur,
það hrynja tár mín, jörðin hefur mig aftur.
Kór lærisveinanna
Hans. er var grafinn hér,
heilög tign býr þar.
Hátt upp hann hafinn er
himins til dýrðar.
Tilvistaryndið allt
á hann og skapaði.
Líf vort af synd er svalt,
í sorgina hrapaði.
Ei hann vér sjáum,
ástvinum hvarf hann sýn.
Herra, vér þráum
hamingju þín!
Kór englanna
Frelsarinn lifir,
finnst því tóm gröfin hans.
Fagnið nú yfir
frelsinu manns.
Kærleikann kynnið þér,
Kristi þá vinnið þér,
fátækum sinnið þér,
fræði hans innið þér,
náð hans þá finnið þér,
nær yður meistarinn er,
hjá yður hér.
30. marz 1969
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3