Lesbók Morgunblaðsins - 30.03.1969, Side 10
E itt ægilegasta vandamál
samtímans eru umferðarslysin.
í sumum háþróuðum löndum
eru þau að verða viðlíka skæð-
ur mannsbani og þeir sjúkdóm-
ar, sem læknisfræðinni gengur
erfiðlegast að fást við. Dauð-
inn í umferðinni, bæði í borg-
um og á þjóðvegum er víða
orðin líkt og föst, viðtekin hefð,
sem menn trúa ekki í fullri al-
vöru að sé hægt að ráða bót á,
fremur en óhagstæðu tíðarfari.
Framferði bílaiðnaðarins, víð
ast hvar í heiminum, hefur að
segja má markast af fullkomnu
ábyrgðarleysi; sú staðreynd hef
ur einungis verið höfð í huga,
að öryggi er ekki meðal þeirra
hluta, sem fyrst og fremst ráða
úrslitum um, hvort einn bíll
selzt vel eða ekki. Hvergi hef-
ur dauðinn á þjóðvegunum ver-
ið ægilegri en í Bandaríkjun-
um, og það má líka segja, að
hinir stóru bandarísku fram-
leiðendur hafi verið í farar-
broddi um ábyrgðarleysi. í aug-
lýsingum sínum hafa þeir lagt
mesta áherzlu á vélarstærð, við-
bragð og hámarkshraða og það
var ekki fyrr en Ralph Nad-
er skrifaði hina mjög svo um-
töluðu bók: „Unsafe at any
speed,“ að löggjafinn greip í
taumana og hafa framleiðend-
ur þar í landi verið skyldaðir
til að taka upp mikilsverð ör-
yggisatriði.
egar litið er á okkar eig-
in aðstæður, kemur í huga orð-
takið, að fátt er svo með öllu
illt, að ekki boði nokkuð gott.
Við erum enn, því miður, með
einhverja verstu þjóðvegi í öll-
um heiminum, en fyrir bragðið
er ekki hægt að aka á þeim
með neinum viðlíka hraða, og
tíðkast á steinsteyptum hrað-
brautum erlendis. Tvenns kon-
ar slys munu algeng_.st á ís-
lenzkum þjóðvegum; annars veg
ar útafakstur af ýmsum ástæð-
um, einkum þó vegna þess að
ökumenn missa vald á bílnum í
lausamölinni utan hjólfaranna.
Þá fer það eftir aðstæðum,
hvað slysið verður alvarlegt:
hvað kanturinn er hár, hvort
þar er grjót o.s.frv.
Hin megin orsökin er sú, að
bílar aka saman á blindhæðum.
Líklega eru blindhæðirnar flest
um hættum hættulegri, sem
fyrir koma á íslenzkum vegum,
og hefur að vísu verið ráðin
talsverð bót á þeim að undan-
förnu með skiptingu. Blind-
hæðaárekstrar verða oft mjög
harðir, og þarf ekki mikinn
hraða til að dauðaslys hljótist
af. Er tveir bílar á miðlungs
hraða, við skulum segja 50 km.
á klst., rekast þannig á, verður
höggið álíka mikið og þá, ef
ekið væri á vegg með 100 km.
hraða.
ess er skemmst að minn-
ast að nú í vetur hlutust dauða-
slys og mikil örkuml og eigna-
tjón af þjóðvegaárekstri hér
sunnanlands. Þó var þar naum-
ast um blindhæð að ræða, en
sól lágt á lofti, snjóföl á jörðu,
og skyggni þar af leiðandi tæp-
lega sem bezt. Ökumenn virð-
ast ekki hafa séð hvorn ann-
an fyrr en á síðasta augna-
bliki og í stað þess að ná bíl-
unum út af veginum, sem sýn-
ist vel mögulegt þegar hemla-
för eru 30 metrar, virðast þeir
aðeins hafa stigið hemla í botn
og beðið þess er verða vildi.
Það er athyglisvert, að annar
bíllinn var í þessu tilfelli sterk-
byggðari og hláut ökumaður
hans að vísu meiðsli, en gat
komizt til næsta bæjar eftir
hjálp. f veikbyggðari bilnum,
sem auk þess var með ónóg
öryggistæki, létust báðir menn-
irnir í framsætunum. Annar
mun meira að segja hafa kast-
azt gegnum framrú'ðu og langt
fram fyrir bílirin. Eins og í
fjölda mörgum álíka tilfellum
má gera ráð fyrir, að allir
hefðu sloppið lifandi, ef full-
kominn öryggisbúnaðúr hefði
verið fyrir hendi og hann not-
aður. Skal nú lítillega minnst
á sumt af því helzta, sem ör-
yggissérfræðingar hafa ritað um
í erlend blöð og mælt með sem
sjálfsögðum hlut, ef menn vilja
Er bíllinn þinn öruggt farartœki
með góðum öryggisbúnaði, eða
er hann viðsjárverð gildra, sem
veldur dauða eða örkumlum,
ef eitthvað út af ber.
Gísli Sigurðsson tók saman.
halda lífi, þegar óvænt slys ber
að höndum.
J. þessu sambandi er ærin
ástæða að benda á, að sá bíll,
sem hlýtur háa einkunn fyrir
öryggi, hlýtur að teljast ein-
hver sú bezta Iíftrygging, sem
völ er á nú á dögum. í nú-
tímaþjóðfélagi ferðast flestir
eitthvað daglega á bíl, ýmist í
borgarumferð eða á þjóðvegum,
og það þýðir ekki að loka aug-
unum fyrir þeirri staðreynd, að
sá sem ekur um í óöruggum
bil, ber litla virðingu fyfir lífi
sínu og limum. Stundum getur
jafnvel farið svo, að bráður
dauði teljist eftirsóknarvert
hlutskipti á móti limlestingum
og ' ævilangri lömun. Hér er
ekki um það eitt að ræða, að
ævinlega sé nóg að fara var-
lega sjálfur. Við erum ekki ein
í heiminum, allra sízt í umferð-
inni. Virðingarleysið fyrir aðal-
brautarréttindum er ein algeng-
asta slysaorsökin hér í þétt-
býlinu, en stundum verða slys
líka einungis vegna þess, að
ökumaður virtist, þótt erfitt sé
að skýra það, alls ekki hafa
séð þann bíl, sem honum bar
að vara sig á. Auk þess er og
verður gálaus og ábyrgðarlaus
akstur alltaf til, og sá mögu-
leiki er jafnt fyrir hendi, að
einhver slíkur glanni aki á
hinn allra gætnasta ökumann
og þá með hinum sorglegustu
afleiðingum fyrir báða aðila.
Líftryggingarfélögin selja
mönnum líftryggingar, sem
raunar koma ekki í veg fyrir
að neinn deyi, en verða til
þess að ekkjan lendir ekki á
vonarvöl, ef eiginmaðurinn
safnast óvænt til feðra sinna.
Vilji menn hins vegar kaupa
þá líftryggingu, sem líklegt er
að lengi æfina, eða komi í veg
fyrir að hjólastóll verði fastur
samastaður, þá veit ég um fátt,
sem jafnast á við fyllsta ör-
yggisbúnað í bílum.
HEMLAR OG ÚTSÝNI
Öryggisatriðin eru tvíþætt:
annars vegar þau, sem stuðla
að því að koma i veg fyrir slys,
og í öðru lagi þau, sem vernda
ökumann og farþega sem bezt,
eftir að árekstur eða slys er
orðin staðreynd. Hin fyrirbyggj
andi atriði felast einkum í
tvennu: ótrufluðu útsýni á all-
ar hliðar og góðum hemlum.
Það er mjög mikilsvert að rúðu
flöturinn sé hár allt um kring.
Sú tilhneiging, sem gætt hefur
að undanförnu að gera venju-
lega fólksbíla sportlega í útliti,
hefur haft það í för með sér
að útsýni er stórlega hindrað,
sérstaklega aftur á við. í þess
konar bilum er stórum meiri
hætta á óhöppum, sérstaklega
í borgarumferð. Þá verður að
teljast frumskilyrði að vinnu-
Rover 2000 er einn öruggasti fjöldaframleiddi bíllinn sem völ er á.
Sérstaklega styrkt stálgrind lykur um farþegarými en fram og
afíurendi leggjast saman undan höggi.
Mercedes Benz er framúrskarandi vel búinn frá öryggissjónarmiði og sézt hér hvað gerizt, þegar
hann ekur á fullri ferð á annan kyrrstæðan. Fram og afturendi leggjast saman, hurðir haldast
lokaðar, afturrúða annars fer í heilu lagi og farþegarnir (í þessu tilfelli brúður mcð öryggisbelti)
gáfu til kynna að slys hefði ekki orðið á mönn um.
- ;;:V'
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
30. marz 1969