Lesbók Morgunblaðsins - 30.03.1969, Síða 11
Stýrisleggur með öryggi, ameríska gerðin. Að ofan:
Undir venjulegum kringumstæðum. Að neðan: Eftir
árekstur.
Bíll með stýrislegg án öryggis. Við
árekstur hlyti þetta stýri að ganga
í brjóst ökumannsins.
Öryggisbelti með þrem endum. Önnur gjörðin nær
upp yfir öxlina og hindrar að ökumaður skelii fram
á stýri eða á rúðu.
konur og rúðusprauta séu í
fyllsta lagi, og það ætti að telj-
ast nauðsynlegt að hafa blást-
ur upp á afturrúðu jafnt sem
framrúðu.
Hemlarnir eru mikilvægasta
öryggistæki bílsins; ekkert ann
að getur ráðið öðrum eins úr-
slitum um það, hvort komast
má hjá óhappi eða slysi. Hinir
venjulegu borðahemlar verða
að teljast gamaldags og ófuli-
nægjandi, og telja allir sérfræð-
ingar, sem um þessi mál hafa
ritað, að diskahemlar séu mikl-
um mun öruggari og fljótvirk-
ari. Helzit þurfa diskahemlar að
vera á öllum hjólum en ekki
er það talið skipta máli í þessu
sambandi, hvort loftkútur fylgir
hemlunum, sem gerir ástigið
léttara. Diskahemlar eru með
þeim hætti, að við hvert hjól
er allstór málmdiskur og utan
um hann grípa fíberklossar, þeg
ar stigið er á fetilinn. Kostir
diskahemla eru fyrst og fremst
fólgnir í því, að þeir stöðva
bílinn fyrr, að nokkru leyfi
vegna þess að hjólin læsast
aldrei. Og einmitt þessvegna
verður bíllinn einnig stöðugri
í rásinni á hættustund. Margar
gerðir amerískra bíla hafa ein-
ungis verið fáanlegar með diska
hemlum væru þeir pantaðir sér
staklega en nú munu þeir all-
ir til með diskáhemlum að fram-
an í venjulegri útgáfu. Það er
að vísu til mikilla bóta, en
engu að síður áframhaldandi
hætta á, að afturhjól læsist með
viðsjárverðum afleiðingum. Að-
eins sex tegundir allra þeirra
bila, er hingað til íslands eru
fluttar munu vera með diska-
hemla á öllum hjólum. Það eru
Fíat (124, 125, og allar dýrari
gerðir af Fíat) .Zephyr, Zodiac,
Renault (8 Luxe og Renault
16) Volvo 142 og 144. Af þeim
bílategundum, sem ekki flytj-
ast til íslands en hafa diska-
hemla á öllum hjólum má nefna
Rover, Alfa Romeo, Lancia,
Ferrari og Rolls Royce.
Ástæða er til að taka fram,
að hvorki diskahemlar né borða
hemlar veita fullkomið öryggi,
• nema um tvöfallt kerfi sé að
ræða. Verði bilun á öðru kerf-
inu, kviknar ljós í mælaborði
og þessi búnaður á að geta forð-
að manni frá þeim voða, að
vera allt í einu hemlalaus, þeg-
ar lífið liggur við.
GERÐ OG STYRKLEIKI
Á síðustu árum hafa menn
öðlast mikilvægar upplýsingar
um það, 'hvar bíllinn á að vera
sterkur, og hvar beinlínis er
betra að hann sé ekki um of
sterkbyggður. í þessu skyni
hafa farið fram vísindalegar
rannsóknir og hafa tölvur ver-
ið notaðar þar til. Þær bíla-
tegundir, sem mesta áherzlu
hafa lagt á öryggi á þessu
sviði, t.d. Rover, Volvo og Mer-
cedes Benz byggja nokkurs
konar stálgrindarbúr utan um
farþegarýmið og þetta búr er
mjög sterkt og kunnáttusam-
lega uppbyggt. Jafnframt er
fram- og afturendi bílsins þann-
ig uppbyggður, að þar lætur
málmurinn auðveldlega undan,
og hefur það stórkostleg áhrif
til að draga úr höggi.
Mörg dauðaslys hafa orðið
með þeim hætti, að hurðir opn-
ast og farþegar kastast út. Á
nokkrum gerðum vandaðra bíla
hafa verið útbúnar sérstakar
læsingar með það fyrir augum
að þetta geti ekki komið fyrir.
Sé ramminn um farþegarýmið
nægilega sterkur, eru mestar
líkur til að sleppa óskaddaður
frá árekstri, með því að geta
haldið sig við sætið. En til þess
að það sé hægt að einhverju
gagni, þarf að sjálfsögðu ör-
yggisbelti.
BÚNAÐUR TIL VERNDAR
Þá er komið að þeim hluta
búnaðarins, sem verður til að
bjarga ökumanni og farþegum
frá meiðslum eða d-auða, þegar
slys ber að höndum. Helztu
framfarir bílaiðnaðarins upp á
síðkastið eru einmitt fólgnar í
þessum búnaði, og skal þá fyrst
telja það sem þýðingarmest er,
öryggisbelti.
Allmörg ár eru liðin siðan
það kom í ljós, svo ekki verð-
ur um villzt, að menn ganga
ómeiddir frá ótrúlega hörðum
árekstrum hafi þeir haft ör-
yggisbeltin spennt. Skýrslur frá
Bretlandi herma, að líkurnar á
alvarlegum meiðslum, eða þeim
meiðslum sem leiða ti-1 dauða,
minnki um allt að 80prs. þegar
öryggisbelti eru notuð. En gall-
i-nn við öryggisbeltin er eink-
um sá, að fólk nennir ekki að
nota þau, og það kemur að litlu
gagni að hafa öryggisbelti í bíl,
séu þau ekki notuð. Til eru
einkum tvær gerðir belta: Gjörð
yfir um mittið einvörðungu, og
í öðru lagi belti með gjörð yfir
um mittið og annarri gjörð sem
liggur upp yfir öxlina. Það er
sú gerð af öryggisbeltum, sem
eindregið verður að mæla með,
þar sem hún kemur í veg fyrir,
að maður kastist fram á mæla-
borð eða í framrúðu. Mörgum
finnst fremur óþægilegt að
hreyfa sig undir stýri með ör-
yggisbelti, spennt, e-n það kemst
í vana, og veitir mönnum jafn-
vel sérstaka öryggiskennd, sem
þeir vilja ekki vera án, þegar
þeir fara að venj-ast því. En
það er raunar sam-a hvað fyrir
kemur; hvort bílnum hvolfir eða
hann lendir í hörðum árekstri,
fólk á ævinlega að vera betur
sett með beltin spen-nt. Sumir
eru haldnir þeim ótta að e.t.v.
geti beltislásin-n orðið fastur,
þegar mikið liggur við að kom-
ast út úr bílnum, t.d. ef kvikn-
aði í honum eldur. En beltis-
lásarnir eru mjög einfaldir og
það þarf aðeins að taka brot
úr sekúndu að losa af sér belt-
ið. Að sjálfsögðu þurfa aftur-
sætisfarþegar einnig að hafa
öryggisbelti og þeir sem á ann-
að borð eiga bíla með öryggis-
beltum, ættu að hafa fyrir
fasta reglu að nota þau sem
oftast og undantekningarlaust,
þegar farið er út á þjóðvegina.
STÝRI SEM EKKI DREPUR
Þótt ekið sé með öryggis-
belti verða þau ökumanninum
lítt til hjálpar ef bíllinn er
þannig búinn, að stýrið geti
gengið inn við harðan árekst-
ur. Óteljandi dauðaslys hafa
átt sér stað með þessum hætti:
það má líkja þessu við spjót,
sem sífellt er beint að hjarta-
stað ökumannsins. Og sé spjót-
skaftið heilt og órofið, gengur
það við áreksturinn í brjóst
ökumannsins og drepur hann.
Fyrir tveim eða þrem árum
reyndu margar helztu bílaverk-
smiðjur heimsins að ráða bót á
þessu og nú er hægt að velja
um álitlegan fjölda af bílum,
með stýri sem ekki getur geng-
ið inn við árekstur. Þá er ör-
yggi á stýrisleggnum og er
einkum um tvær gerðir að ræða:
Þá amerísku, (stýrisleggurinn
krumpast saman) og þá sænsku
sem notuð er á Volvo (stýris-
leggurinn gengur á misvíxl.)
ÖNNUR ÖRYGGISTÆKI
Höfuðpúðar telj-ast til þeirra
öryggistækja, sem gott er að
hafa í hverjum bil, og koma
þeir í veg fyrir sérstaka teg-
und meiðsla, sem verður þegar
ekið er aftan á. Ökumaður og
farþeg-ar í þeim bíl, sem ekið
er aftan á, fá á sig mikinn
slink; höfuð þeirra kastast aft-
ur á bak og orsakast af því
meiðsli á höfði og hálsi, sem
stund-um reynist mjög erfitt að
ráða bót á. Hins vegar hafa
höfuðpúðar þá ókosti, að þeir
hindra fremur útsýni.
Ýmis minniháttar öryggistæki
er einnig um að ræða, og öll
geta þau verið gagnleg og átt
sinn hlut í því að draga úr
meiðslum. Þar má nefna bólstr-
að mælaborð og stýri, innfelld
handföng, og rofa í mælaborði,
sem ekki er hægt að slasa sig
Framh. á bls. 14
Höfuðpúðinn tekur við þeim slinki, sem höfuðið fær, Dæmi um það, þegar línurnar eru einar látnar ráða
þegar ekið er aftan á bílinn. og útsýni stórlega hindrað að óþörfu.
í Triumph er hún og rúðusveif óvenju hugvitsam-
lega fyrir komið í gróp í hurðinni.
30. marz 1969
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H