Lesbók Morgunblaðsins - 30.03.1969, Blaðsíða 12
Rúnar Armann Arthúrsson
LJÓÐ
I irrnrænum
bjarma minnar
deyjanai ástar
sá ég von þína
speglast
og smeyginn geisli
s j álf smeðaumkvunar
og trega
hæfði hjarta mitt
og breytti því
í stein.
BÓKMENNTIR
Framh. af bls. 4
un herlendis á móðurmálinu
átti fyrirmynd sína meðal Eng
il-Saxa og bækur voru á þessu
tímabili ætlaðar tii upplestrar,
því var mikli nauðsyn af efni
þeirra, sem snertu allan al-
menning, svo sem áróðursrit
kirkjunnar næðu eyrum sem
flestra. íslenzka krikjan var
goðakirkja, bændakirkja og þótt
ýmsir goðanna tækju prest-
vígslu þá var latínukunnátta
þeirra misjöfn og þeir og hinir
óvígðu þurftu að vita inntak
helztu kirkjulegra fyrirmæla
vegna umráða sinna yfir eign-
um kirkjunnar. Umráð leik-
manna yfir eignum kirkjunnar
átti mikinn þátt í ritun á móð-
urmálinu og sú skoðun manna
á Norðurlöndum, að Islending-
ar vissu meiri sögu heldur en
þeir sjálfir og væru því kjörn-
ir sagnaritarer landstjórnar-
manna. Dönsk tunga var þá
töluð um öll Norðurlönd og
þar var „markaðurinn“ fyrir
konungasögur, þóít þær væru
vitaskuld einnig iesnar og lesn-
ar upp hérlendis. Sama mátti
segja um helgikvæðin.
Hagur landsmanna á 11. öld
virðist hafa verið skárri en á
þeirri 10. Verðlag erlendis virð
ist hafa breytzt lítið og góður
markaður verið fyrir vaðmál og
skinnavöru. Friður var betri
innanlands og um 1100 var
landið fullnýtt. Jarðirnar höfðu
skipzt við erfðir og ekki er get-
ið um fiutning fólks úr landi
eins og átti sér stað seint á 10.
öld. Adam af Brimum gerri mik
ið úr fátækt landsmanna á 11.
öld og meðal annars styðja
fornleifarannsóknir þá skoðun
hans. Vopn hérlendis eru mjög
fátæk'leg frá þessum tímum og
þær lýsingar af orrustum, sem
ekki eru færðar í stílinn, benda
til mjög frumstæðrar hernaðar
tækni.
Á 12. öld hefst mikil efna-
hagsleg útþensla í Evrópu og
nauðsynjar hækka við það í
verði. Xím 1160 er verð mjöls
miðað við silfurgrömm 100, en
um 1200 er það komið upp í
203, eða hefur hækkað um helm-
ing. Hér kemur til aukinn fólks
fjöldi og meiri verzlunarumsvif.
Örar skipakomur hingað á 12.
öld benda til eftirsóknar eftir
íslenzkum vörum og fslending-
ar ferðast mikið erlendis.
Kirkjubyggingar og klaustra-
stofnanir kostuðu mikið fé.
Fimm klaustur voru stofnuð hér
á 12. öld og í þeim blómgaðist
bókmenntaiðjan. Bókagerð var
mjög dýr, jafnvel hin fátæklega
bókagerð, sem tíðkaðist úti hér,
sé hún borin saman við glæsi-
leg handrit erlendis á sama
tíma. Skinn og húðir voru auk
þess útflutningsvara fram und-
ir 1200, en þá takmarkaðist
markaðurinn vegna innflutnings
skinnavarnings frá Eystrasalts-
löndunum. Ritun bóka var auk
þess ekkert áhlaupaverk og þó
ekki væri nema því til að
dreifa þá er vafasamt, að fs-
iendingar hefðu lagt slíka
áherzlu á samantekt knnunga-
sagna, ef ekki hefði verið áhugi
fvrir þeim starfa utan land-
steina þessarar fátæku eyju, en
af þeim stofni og fyrir nauð-
svnjar kirkjunnar spratt enn
blómlegri bókmenntaiðja.
Áhrif evrópskrar menningar
12. aldar virðast berast út hing-
að strax, landsmenn voru opn-
ir fyrir nýjungum og áhrifum
eins og Evrópa samtímans og
glæstustu afrek þessara áhrifa
voru bókmenntaverk 13. aldar.
SMÁSAGAN
Framh. af bls. 5
Morton, eins og brúða, sem er
dregin af segulafli. Og þvi næst
hóf þessi ímyndaða vera höfund
sinn á loft af heljarafli, sem eng-
inn hefði trúað, að feimni saxó-
fónleikarinn ætti yfir að ráða, og
bar hann upp á hljómsveitarpall-
inn, eins og leikfang. Eitt andar-
tak, sem virtist heil eilífð, hélt
hann honum frá sér í armslengd
yfir stigahandriðinu. Svo var sem
hann missti áhugann á -fórnar-
lambi sinu og lét hann falla niður
á mitt gólfið í kaffihúsinu. Hann
lenti á marmaraborði og möl-
braut postulín og glerdiska. Um
leið kom Ben Morton til sjálfs
sín aftur. Hann kveinkaði sér, þar
sem hann verkjaði í rifbeinin.
Kaldur sviti perlaði af enni hans.
Hann sat þarna ennþá í „Græna
páfagauknum”. En kaffistofan var
auð. Þar var enginn maður. Hann
var síðasti viðskiptavinurinn. Stól-
unum hafði þegar verið ýtt upp
að borðunum. Lióshærð stúlka
með daufan andlitsfarða var að
NUBLOMIÐ
eftir
Þorstein Antonsson
3. hluti
LIST
NÚVERIÐ
Maður venst umhverfi sínu,
og umhverfi hans er bæði hlut-
irnir, skoðanir annarra og við-
horf hans til hvors tveggja, —
og tilfinningar hans yfirfærast
á það. Ef umhverfið gjörbreyt-
ist á skömmum tíma slitna þess-
ar tilfinningar úr tengslum við
hann sjálfan, hugur hans
myrkvast og hann verður að
dýri á framandi slóðum. Við
slíka jafnvægisröskun verða
mögn sköpunar virk innra með
honum og hneigja hanr- til nýs
jafnvægis. Þeir menn, sem eru
næmari en almennt gerist fyrir
jafnvægisröskun, eru lhtamenn
að eðli. Eins og punktar á
ljósprentaðri mynd gliðni sund-
ur er virkni sköpunar af frjó-
mögnum hennar.
Afstraktlist er árekstur milli
tveggja ósamræmdra lífsvið-
horfa. Annars vegar er maður-
inn, sem ekki fæst til að viður-
kenna annað en lífsgrind hans,
sé allt og sumt — en grind
byggða úr reglum og alhæfing-
um hafa allir: hins vegar er
maðurinn, sem orðið er ljóst, að
grind hans er bara leikgrind.
Á þeirri andrá, sem hinn fyrr-
nefndi: maður hins algjöra, sér
heimsmynd hins afstæða manns,
verður honum ljóst, að hann
hefur víxlað hinu algjöra og
hinu afstæða og heimsmynd
hans brotnar í óteljandi marg-
lita parta. Hugarástandi hans,
jafnvægi milli samræmis og
greiningar, hefur verið raskað
með þeim afleiðingum, að ann-
ars vegar magnast greiningin
og leysir upp skinmyndir, hins
vegar magnast samræmishneigð
in og verður að formalisma. Af
straktlist er spegilmynd sál-
ræns þensluástands. Ástæða
hennar er hin sama og annars
formalisma núverið: geometrisk
um húsbyggingum, stöðluðum
manngerðum, sem lifa fyrir
magn, þögn í mannlegum sam-
skiptum og vélaskrölti, inn-
prentunartækni við kennslu og
kaotískri skemmtanafíkn, taum-
lausri vinnu án sköpunar-
nautnar.
Afstraktlist er skilgetið af-
kvæmi lýðræðisskipulags, hún
krefs.t alls, sem mannsins er.
Lýðræðishugmyndin er að
jafnvægi ríki að hálfu einstakl-
ingsins milli valds hans og
þjónustustarfa hans. En í fram-
kvæmd hefur kerfið lagt svo
fast að einstaklingnum að lifa
úthverft, að þeir hafa umvörp-
um staðlast.
Afstraktmálarar tjá með mál-
ingu, hvernig þeir meðvita
hrifningu. Þeir mála sjálfa
löngun sina til að mála, í stað
þess að mypdvarpa umhverfi
sínu á léreftið sannfærðir um
frumlægt raungildi umhverfis,
eins og miðaldamálarar hins
voru, þeir unnu í sjálfgleymi
guðlægrar lífsskoðunar. Við
dofnun hins guðlega saltshafa
þeir snúið sér að hrifningunni
sjálfri, sem mennsku, jarðnesku
fyrirbæri, gefið sér að hrifn-
ingunni sjálfri, sem mennsku,
jarðnesku fyrirbæri, gefið
henni þar með sjálfstætt gildi
og losað sig úr tengslum við um-
heiminn. Hrifningin er tjáning-
arefni þeirra, og þannig æskja
þeir tilverurétt sinn og tilgang
í sjálfa sig. Hinn upphaflegi
hvati hrifningar var í umhverfi
en síðan neyttu þeir þeirrar
hrifningar sem hvata nýrrar
hrifningar, sem aftur varð þeim
hvati hrifningar. Afstraktlist
er ein tegund sjálfskoðunar,
hún er sjálfhverfi vitundar
að kjarna sínum og krafa henn-
ar um andleik sinn. Það er
krafan um að hafa sjálfsstæða
veru, að listaverkið, sem skap-
að sé, hafi það einnig, en sé
ekki eins og neitt. En lis-t, jafn
vel fremur en annað mennskt,
verður að streyma eða kulna
ella, og streymi hennar verður
á engan veg annan en saman
við umhverfið hverju sinni. Afl
afstraktlistar liggur inn á við,
og við öndverðu sína upphef-
ur hún sjálfa sig, í nafni
sjálfstæðis og persónuleiks
fórnar hún sjálfri sér — sjálfri
sér. Afstraktlist er óður til
víddaleysis mannlegrar vitund
ar, en jafnframt ljóst merki um
takmörk hennar og samstöðu
við umhverfið.
Á bjargbrúninni stendur mað
ur og þráir að komast yfir, en
sér ekki brúna. Hann hripar
Ijóð niður á blað, Ijóðið er um
ljóðið. Það er órímað, aðeins
nakin hrinjandi hugsunar hans
og hljóms orða. Vindurinn ber
blaðið yfir gjána. Það greiðist
úr þokunni. Hann sér það fest-
ast á þyrkingslegum runna-
gróðri handan við.
Lesandi, sem úrskurðar að
skáldverk sé bölsýnt, á við að
framvinda verksins hafi orðið
myrkari en efni stóð til. En
það frávik verður að meta að
öllu leyti út frá verkinu. Að
segja að höfundur sé bölsýnn
gagnvart viðhorfum lesandans
er út í hött. Sú afstaða, sem
lesandinn telur að ritverkið
taki til gilda hans, er skáld-
skapur hans sjáifs. Ef höfund-
ur lætur ekki fylgja forsend-
ur skoðanna, sem hann setur
fram í verkinu, er það galli.
Af hálfu lesandans er sá galli
undirorpinn sömu gagnrýni og
lesandinn hlýtur að beita sjálf-
an sig, þegar hann íhugar á
hvaða forsendum þær skoðanir
hans eru byggðar, sem hann
segir að höfundur sé bölsýnn
gagnvart.
Fjær stendur annar mögu-
leiki: að út úr ritverkinu megi
lesa bölsýnt lífsviðhorf höfund-
ar sjálfs.
Maður velur ekki gildi sín
fyrir lífstíð: það svarar eng-
inn fyrir lif sitt allt meðan
hann lifir því. í verki sem hann
er að framkvæma þá stundina,
eru gildi hans á hvern hátt
sem hann annars túlkar þann
verknað, eða hvort sem hann
túlkar hann eða ekki. Hver
þessi gildi eru eða hve sjálfs-
blekktur hann er gagnvart því,
sem hann er að gera, verður
fundið með völdum aðferðum.
Maðurinn samkvæmt þessu er,
það sem er á því augnabliki,
sem er til umræðu.
Samning skáldverks er fram-
kvæmd, sem krefst virkni
ákveðinna eiginda mannlegs eðl-
is. Sköpunarhæfi er sú eigind,
sem virkust er við samningu
skáldverks. Hún er hvorki já-
kvæð né neikvæð, heldur hlut-
laus möguleiki til að byggja
uppis-töðu þess heims, sem höf-
undur hefur í smíð-um. Skáld-
skapur er þannig hlutlaus lífs-
reynsla höfundar. Afstaða höf-
undar er svipuð og spákonu,
sem rýnir í kristalskúlu fyrir
viðskiptavin, hún sér að vísu
feiknstafi og ástríður og segir
frá þeim, en sjálf er hún hlut-
laus. Þannig er ekki til nema
ein tegund bölsýnna bókmennta
það eru bækur, sem eru skrif-
aðar af mönnum, sem eru and-
sefjaðir gegn sköpunarhæfi.
Þeir eru ekki bölsýnir sjálf-
viljugir, heldur er sköpunar-
hæfi þeirra samtvinnuð andúð.
Slíkar bókmenntir eru algengar
núverið.
Ástæðan: Goðgjörfing sköp-
unar í menningarsögu okkar,
formruni hennar og hnignun
með að afleiðingu þá almennu
andsefjun fólks gagnvart goð-
mögnum og sköpunarhæfi, sem
ríkjandi er núverið.
Virðing fyrir sköpunarhæfi
er lítil. Almennt hefur fólk
tai>að hinu trúarlega markmiði,
sem áður veitti sköp-unarhæfi
12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 30. marz 1969