Lesbók Morgunblaðsins - 30.03.1969, Qupperneq 13
sópa saman glerbrotum. GlamriS
í glerbrotunum kom Ben Morton
til að hrökkva við. Hann hvolfdi
í sig kaffinu, sem hann hafði átt
eftir í bollanum og stóð á fætur.
Lamparnir dreifðu bláleitu Ijósi,
eins og haft er til lýsingar í járn-
brautarvögnum að næturlagi.
Gljáfægt spegilgler vakti athygii
hans. Hann gekk fáein skref áfram
og sá manri með þreytuleg augu
og líkastan umrenningi koma á
móti sér. Hann stóð eitt andartak
kyrr í sömu sporum og opnaði
munninn til að spyrja stúlkuna
um eitthvað. En ekkert orð var
sagt. Honum varð skyndilega
Ijóst, að hann mundi aldrei spyrja
neins. Og hann yrði þess aldrei
vísari, hvenær og hvar hann hefði
stigið yfir landamærin inn á land
ímyndana sinna.
Guðm. Arnfinnsson þýddi.
SIGURHÁTÍÐ
Framh. af bls. 6
sálin er ódauðleg og að „dauð-
inn“ er ekki annað en endur-
fæðing.
Með hvaða hug segja prestar
nú frá lækningum Krists og
hinu, að hann birtist hvað eftir
annað eftir að hann var kross-
festur? Munu þeir enn halda
því fram að þetta hafi hann
getað gert af því að hann var
guðsson, en það sé engutn öðr-
um fært? En það væri að af-
neita kjarnanum í kenningu
Krists. „Ég lifi og þér munuð
lifá“, sagði hann eftir ,,dauða“
sinn, og það átti eigi aðeins
við um lærisveinana, heldur
alla menn, því að allir eru
Guðs börn. „Ég stíg upp til
föður míns og föður yðar, til
Guðs míns og Guðs yðar“.
Þessi boðskapur kom frá fram
liðnum.
„Sannleikurinn mun gera yð-
ur frjálsa“. En fram að þessu
hafa tvö meginatriði kristin-
dómsins verið sniðgengin af
kirkjunni sjálfri, huglækning-
arnar og sönnunin fyrir fram-
haldslífi. Það verður því tóma-
hljóð í kenningunni og ekki að
furða þótt áhuginn meðal leik-
manna dvíni, en guðleysi og
trúleysi magnist sem óðast. Og
grátlegt er, að þeir fáu prestar,
sem hafa reynt að kynna sér
sannleikann og boða hann í
anda Krists, verða fyrir að-
kasti.
Á seinni árum hafa leikir
menn náð síauknu sambandi við
framlífið. Tala látinna manna,
sem sannað hafa að þeir lifi
enn, er orðin legio. Samtímis
hafa huglækningar orðið miklu
almennari en áður var. Brezka
kirkjan hefir löngum þótt í-
haldssöm, en hún hefir þó ekki
talið sér samboðið að láta þessi
aldahvörf fara fram hjá sér.
Og nú er svo komið, að hún
hefir hafið rannsóknir á þess-
um lífslögmálum, og í nokkrum
kirkjum í Englandi eru prest-
arnir farnir að lækna sjúka.
Við þetta hefur áhugi almúg-
ans vaknað, og þessar kirkjur
eru betur sóttar en nokkrar
aðrar. Þarna finnst fólki að
það hafi samband við guðdóm-
inn og annað líf. Kraftur sannr
ar trúar hefir snert það.
Ýmsir vísindamenn hneigjast
nú að þeirri skoðun, að úr því
að náttúrulögmál ráði í efnis-
heiminum, þá hljóti önnur nátt-
úrulögmál að ráða í lífheimin-
um. Þeir sem huglækningar
stunda og hafa beztum árangri
náð, segja að ekkert sé dular-
fullt við þær, heldur ráði þar
aðeins lífslögmál. Og það er
einnig lífslögmál, að „dauðinn"
er ekki annað en endurfæðing
til nýs lífs.
Sú er hin mikla blessun bezt
allra þeirra er meira megna
en munninn fylla og sínu
gegna
að þegar þeir deyja, þá er
hún mest.
Svo kvað Jónas Hallgríms-
son af spámannlegri andagift
fyrir rúmri öld.
Á upprisúhátíð frelsarans
verða mönnum eilífðarmálin
nugstæðari en endranær. Þá
greiðast sundur seinni tíma
flækjur trúmálanna, hjaðna og
hverfa eins og aðrar manna-
setningar, og ekkert verður eft
ir nema boðskapur Krists,
hreinn og ómengaður, og þá svo
ljós, að hann verður öllum
skiljanlegur. Þar er það skýrt
tekið fram hvert sé að leita
sannana fyrir ódauðleik sálar-
innar.
Á þessari upprisuhátíð mun
að venju verða sunginn í öll-
um kirkjum landsins sálmurinn
er hefst svo.
Sigurhátíð sæl og blíð
ljómar nú og gleði gefur,
guðs son dauðann sigrað hefur
nú er blessuð náðartíð.
Fögur orð, en þriðja hend-
ing villandi mjög. Jesús kom
ekki til þess að sigra lögmál
Drottins. „Ællið ekki að ég sé
kominn til þess að niðurbrjóta
lögmálið. Ég er ekki kominn til
að niðurbrjóta, heldur til þess
að uppfylla". Hann kom til þess
að leiðbeina fávísu mannkyni
og boða því sannleikann: „Ég
lifi og þér munuð lifa“. Og
hann sannaði mönnum, að dauð
inn er ekki annað en endur-
fæðing til annars lífs.
Það er lögmál Drottins.
SVIPMYND
Framh. af bls. 7
ekki fari hjá því að menn í
slíkum stööum — og' fjölskyld-
ur þeirra, verði jafnframt að
reyna ýmislegt miður skemmti-
tegt.
M
ITA eðal slíkra atvika má
minnast þess, er Nixon varð
opinberlega að hreinsa sig af
ákærunni um misnotkun kosn-
ingasjóða. Enda þótt hann kæmi
heiil úr þeirri eldraun, fékk
þetta atvik mjög á hann sjálf-
an og f jö'Skyldu hans. Pat
minnist líka óvinsamlegra við-
taka af hálfu fámenns en vel
skipulagðs hóps andstæðinga
Bandaríkjanna, er þau hjónin
voru á ferð í Venezuela árið
1958. Pat segir um þetta atvik'
„Undarlegir hlutir geta gerzt
við svona aðstæður: þegar við
stóðum þarna á flogvellinum
umkringd öskrandi múg kom ég
auga á unga stúlku, sem stóð
bak við hervörðinn í aðeins
nokkra feta fjarlægð frá mér.
Hún hrækti á mig og æpti að
mér ókvæðisorðnm. Dick er
kvekari, eins og kunnugt er,
og hefur eðlisiæga óbeit á of-
beldi. Ég teygði handlegginn
fram og tókst að ná taki í hönd
stúlkunnar og hélt henni í
minni andartak og horfði í augu
hennar. Hún hætti að æpa og
hætti að stara fjandsamlega á
mig, unz augun fylltust tárum
og hún sneri sér undan full
blygðunar."
Pat viðurkennir að kosninga
baráttu Nixons í forsetakosn-
þess andrými og varð skáldum
að yrkisefni. Félagsleg tengsl
ávinna börn sér í skólum, ef
vel er, en þeir skó’lanemendur,
sem hafa sköpunarhæfi ofan
við meðallag, venjast á að líta
þennan eiginleika sinn sem eitt-
hvað, sem aðskilur þá frá hin-
um. Kennararnir leggja sitt af
mörkum til að auka virðingar-
leysi þeirra í þessu efni. Til að
verða ekki litnir illu auga bæla
þessir nemendur með sér hæfi-
leikann. Sumir þeirra kikna al-
veg undir okinu, aðlaga sig
bælingunni og verða sér síðan
sjá'lfir til að halda henni við,
aðrir yfirgefa skólann snemma
og semja skáldskap með gall-
bragði, enn aðrir ljúka lang-
skólanámi og fræðimennska með
listrænum blæ verður hlutskipti
þeirra. Við hátternismótun þess-
ara uppeldisafla og annarra
tvinnast saman sköpunarhæfi
og andúð. Listmálarar eru óháð-
ari þessari segulskekkju vegna
þess að þeir þjálfa með sér
nýja aðferð til að hugsa. Rit-
höfundar eru bundnir hrinj-
andi málsins og þeim hugsunar-
hætti, sem tengdur er því frá
barnæsku: í verkum þeirra er
bölsýni af þessu tagi: ennui,
þokukennd ádei'la á allt og
ekkert og flöktandi höfðum til
gilda án hrifningar. Slíkur
skáldskapur er samkynja sið-
ferðislegum umvöndunarskáld-
skap fyrri tíma, enda er hann
hinn helmingurinn af tví-
bökunni. Skáldskapur, sem hef-
ur bölmóð að forsendu, er í af-
neitunarástandi á vali sínu.
Líkt og brim sverfur klett-
ótta strönd með svarfinu sjálfu,
er hversdagsleikinn klöpp
skáldsins og meitill. Hann, sem
fyrr var vatnið umhverfis
hraunkaria hversdagsleikans,
semur nú sjálfan sig sem til-
brigði við stemmu braunkarl-
anna. Það brimar ekki lengur
við klettótta strönd: leirur
teygja sig út móti ládauðu hafi.
Menn eru samfélagsþegnar.
Þegnum er af samfélagi þeirra
mótað samræmt hátterni. Upp-
alendur (foreldrar, kennarar,
prestar) eru virkustu mótend-
ur. Afstaða þeirra og þess, sem
er í mótun, þolandans, er valda-
afstaða. Valdaafstaðan hvetur
til undirgefni gagnvart ákveðnu
atferli, (orðum, svipbrigðum,
táknum). Valdaafstaða þessara
aðila mótar yfirsjá'lf í huga þol-
andans, það er hneigðir, upp-
runnar í samfélaginu, til eins
atferlis frernur en annars án
þess honum séu ljósar ástæður
eða afleiðingar. Þessi afstaða er
mismunandi ítur. Hún er við
lágmark, þegar starfandi hugs-
un þolandans samræmir við-
brögð mótandans í hans garð
(upplýsingar hans) öðrum við-
horfum sínum. En lágmarki nær
hún við innprentun heilaþvotts.
Mest allur flutningur áunninn-
ar þekkingar milli kynslóða á
sér stað einhvers staðar mil'li
þessara tveggja öndverða. Því
innprentaðri sem mótunin er,
þeim mun ítrari er valdaafstað-
an. Því innprentaðri sem mót-
unin er, (utanbókarlærdómur,
skipanir, slagorð, eða eins og
de Gaulle sagði: ekkert eflir
valdið eins og þögnin), þeim
mun einfaldara er það atferli,
sem undirgefniviðbrögð eru
veitt við af hálfu þolandans,
(t.d. hrinjandi máls, framrétt
hendi, útlit einstaklings með
eða án þjóðfélagsaðstöðu hans,
en gæti ella verið margþætt
hátternismunstur, stofnun,
margþætt hugmyndasamstæða).
Eftir að þolandi gengur undan
valdi uppalandans vegna aldurs
eða samfélagshátta, verða við-
brögð hans undirgefin atferli,
líku því sem var uppal.andans:
það yfirfærist. Maður, sem hef-
ur til að bera atferlisþátt,
leikinn eða djúpstæðari, sem í
yfirsjálfi einstaklings er kann-
ast við með undirgefnisvið-
brögðum, á vísa undirgefni
þessa einstaklings á því sviði,
sem mótun hans nær tiL Ein-
staklingar eru samkvæmt bygg-
ingu sinni lútendur mismunandi
atferlis. Ef einstaklingum er
það sameigin'iegt að veita undir
gefnisviðbrögð við einum
ákveðnum atferlisþætti, þá hef-
ur sá vald yfir þeim, sem hef-
ur þennan þátt í fari sínu.
Þess vegna ef sjálft valdið er
markmið uppalandans er að-
ferð hans að beita sem mestri
innprentun, sem minnstri höfð-
un til skilnings og þar með
auka sem mest óræði yfirsjálfs
þolandans: að samræma inn-
byr’ðis sem flesta einstaklinga
á þennan hátt: að samræmasem
mest innbyrðis það atferli, sem
þeir veiti undirgefniviðbrögð
við. Uppeldismótun (eða end-
uruppeldi) og samræming heilla
samfélagshópa yfir lengri tíma
með váldið að markmiði getur
leitt til stórfelldra ómeðvitaðra
undirgefni viðbragða þeirra við
einu tákni, (der Fúrer). Hins
vegar, því meira misræmi sem
er milli mótunar yfirsjálfs hinna
ýmsu einstaklinga (fjölbreytni
í persónumótun), þeim mun
minni líkur eru á, að um slíkt
samkenni geti verið að ræða, og
þannig eru minni líkur á, að
vald safnist undir einn aðila.
Einnig, því gagnkvæmari og
samfelldari skoðanaskipti sem
fara fram milli mótandans og
þo’landans vegna þess verkn-
aðar sjálfs, því efnislegri sem
skoðanaskiptin eru, þeim mun
minni líkur eru á mótun yfir-
sjálfs í huga þolandans, þeim
mun hneigðari verður hann til
umgengnishátta á jafnræðis-
grundvelli. Aðeins meðan gagn-
kvæm einílæg skoðanaskipti
þegna eru iðkúð, er samfélag
þeirra lýðræðislegt.
Valdsækni er hneigð manns
til að sveigja öfl undir sjálf-
an sig og þannig treysta stöð-
ugleik sinn. Hugsað er: þessi
mund er ég, hún skal verða
eins raunverúleg og umhverfið
er mér. Þannig tekur hann
myndastyttu fram yfir mögu-
leika. En leið manns hlýtur
óhjákvæmilega að liggja frá
myndleysi til myndar, frá form
leysi til forms. Viti hann það,
er honum eðlilegt að hamla
gegn því með því að reyna að
halda aðlögunarhæfi sinni sem
lengst. Þau viðhorf, sem mað-
ur hefur tileinkað sér, hneigjast
með timanum til að menga al'lt
atferli hans: viðhorf krefjast
alræðis. Þess vegna veita þau
viðhorf mest frjálsræði, sem
eru lítillát samkvæmt merkingu
sinni, þess vegna er manni eðli-
legt að velja þau viðhorf, sem
honum þykja fegurst.
Vandamál kirkjunnar hefur
alltaf verið og er núverið dug-
lausir prestar.
Prestur, sem fær ekki útrás
ástarþels síns — sem er kjarni
þátttökuþarfar hans — gagn-
vart guðshugmynd sinni, á í
raun réttri ekki nema tveggja
kosta völ: að hafna henni, þar
eð ástarþel er skilyrði hennar,
eða leitast við með íhugun að
nema burt fyrirstöðuna. Lang-
algengast er þó, að hvorugur
kosturinn sé tekinn, heldur að
prestur láti eins og ekkert sé,
og guðshugmyndin stígur upp í
valdi og þögn. Því undirgefn-
ari sem hann verður guðshug-
mynd sinni, þeim mun umburð-
arlausari er hann gagnvart
þeim skoðunum, sem brjóta í
bág við skoðanir hans. Því
guðshugmynd sinni, þeim mun
undirgefnari sem prestar eru
ákafari eru þeir í að efla veldi
kirkjunnar. Kirkjan er af-
sprengi slíkrar valdsælni og
iðkunartæki. Hins vegar, nái
fyrirsvarsmenn kirkjunnar að
lesa ástarþel úr valdsælni síg-
ur hún niður í jafnhæð við
hið mennska umhverfi sitt.
Kirkjan er erfingi að skipun
hins forna Rómaveldis og
handlangari milli þess og stofn-
ana skrifstofurikja nútímans.
Kirkjan er, að því er prestar
telja, í frumatriðum himnesk að
uppruna. Valdsælni er hins
vegar andstæð inntaki þess
ástarþels, sem á að vera alrátt
samkvæmt kenningum hennar,
þess vegna verður valdsælnin
dulvituð og kynlegur tvískin-
ungur verður á fari fulltrúa
hennar, (prestur biðjandi við
bálköst „nornar,“ sem hann
hefur sjálfur efnt til). Hann
heldur áfram að lýsa valdsælni
illa og andstæða þátttökuhneigð
trúar.
Afstaða safnaðarins til kirkj-
unnar er hin sama og prests til
guðsins. En söfnuðurinn verð-
ur einnig að temja sér sama
viðhorf til guðsins og prestur-
inn hefur: stjarfist því prest-
urinn verður stjörfun safnað-
arins tvöföld. Ef s'líkt ástand
er almennt og langvarandi inn-
an samfélags, verður það þátt-
ur í mótun þess, og samfélag-
ið verður samfélag dulvitaðr-
ar valdsælni. Það er valdsælni
iðkuð án þess að hún sé form-
uð í hugtök og verður hræsni.
Það er farið í krossferðir og
háð heilög stríð. Þjóðfélag dul-
vitaðrar valdsælni á nú í styrj-
öld í fjarlægu heimshorni í hin-
um tískinugast tilgangi sam-
kvæmt yfirlýsingum. Því er ekki
um megn að hefja styrjöld í
nafni friðar. Hins vegar öðlist
valdsælni þann sess, sem henni
hæfir meðal mannlegra hneigða,
sé hún viðurkennd, minnka lík-
ur á þátttöku einstaklings í
múgofbeldi og innra frjálsræði
hans vex, þar eð hann er þá
ekki teymdur af innprentaðri
háttmótun.
30. marz 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13