Lesbók Morgunblaðsins - 30.03.1969, Síða 14
ingunum árið 1960 hafi reyní
einna mest á þolrifin, einkum
vegna dætranna. Þær voru á
viðkvæmum aldri, sú yngri var
aðeins 12 ára, og þær tóku
nærri sér árásir þær, er faðir
þeirra varð fyrir af hálfu and-
stæðinga sinna. Sjálf hefur Pat
aldrei haft hug á að taka virk-
an þátt í stjórnmálum, en hún
hefur aldrei færzt undan því
að fylgja manni sínum á kosn-
ingaferðum og koma á kosn-
ingafundi, þegar þess hefur ver
ið óskað. Einu sinni stó£ til að
hún flytti ræðu í hans stað,
þegar hann hafði fengið svo
slæma hálsbólgu, að hann kom
varla upp orði. En á síðustu
stundu batnaði honum nægileg
til þess að tala, svo að ræða
Pats er enn óflutt.
S em forsetafrú hefur hún
mestan áhuga á að stuðla að
bættum aðstæðum þeirra manna
sem vilja afla sér meiri mennt-
unar. Hún segist ekki hafa
neinar raunhæfar tillögur í því
efni, ef til vill mætti nýta bet-
ur húsakost og kennaralið en
nú er gert, t.d. með því að hafa
skólana opna á sumrin og á
kvöldin, en ef hú.i geti á nokk-
urn hátt orðið að Iiði, sé það
helzt á sviði menntunar og
hollra tómstundastarfa, sem
hún kjósi að beita sér. En
mest hlakkar hún þó til að
sýsla í garði Hvíta hússins, því
að garðrækt hefui alltaf verið
helzta tómstundagaman hennar.
— „ég er þó, þegar allt kemur
til alls, dóttir garðyrkju-
minns", segir hún.
Sprengingin mikla
Framh. af bls. 9
ingin hafi verið kjarnorkulegs eðl-
is sagði hann ennfremur, en þau
eru fundur amerískra vísinda-
manna árið 1965 á miklu magni
geislavirks kolefnis í viði frá ár-
inu eftir sprenginguna. Þrír vís-
indamenn, Nóbelsverðlaunahafinn
Dr. Willard F. Libby og C. R.
Atluri við Kaliforníuháskóla I Los
Angeles og Dr. Clyde Cowan við
kaþólska háskólann í Washington
fundu sýnishorn í Douglas-furu
frá Arizona og í eikartré, sem
fannst fyrir utan Los Angeles. —
Þeir kváðu hið geislavirka kolefni
finnast í trjám þessum á árhringj-
um frá 1909. ,,Það hefur verið
úrskurðað að geislavirkt kolefni,
sem fram kemur við kjarnorku-
sprengingar í háloftum dreifist
um andrúmsloftið allt í kringum
hnöttinn á naesta hálfu öðru ári,"
sagði sovézki geimrannsóknarsér-
fræðingurinn.
Dr. Ziegel sagði, að enda þótt
fullnægjandi rannsóknum á geisla
virkni í Tunguska héraðinu hefði
aldrei verið lokið væri gnótt ann-
arra sannana um að sprengingin
1908 hefði staðið I sambandi við
kjarnorku. Það væri vitað með
vissu, að kraftur sá er leystist
við kjarnorkusprengju ylli af-
brigðilegum vexti í hvers konar
lifandi frumum í nágrenninu. í
Tunguska héraðinu hefðu sovézk-
ir vísindaleiðangursmenn orðið
þess vísari, að óvenjuleg grózka
hefði hlaupið í tré og allan annan
gróður eftir sprenginguna 1908.
Þessa grózku gætu náttúruvísindi
alls ekki skýrt á neinn viðunandi
hátt, samkvæmt þeim lögmálum
sem giltu um vöxt trjáa og
plantna. Héraðið, sem sprenging-
in átti sér stað ! var svo ein-
angrað fyrir 60 árum, að þegar
vísindin raunverulega gátu áltið til
sín taka við rannsóknir var það
álitið, samkvæmt þeirri grundvall
arþekkingu, sem fyrir hendi var á
þeim tímum, að um loftsteina-
sprengingu hefði verið að ræða.
Það var ekki fyrr en raunveru-
legir vísindaleiðangrar voru gerð-
ir til héraðsins, að sú skoðun tók
að missa fylgi meðal sovézkra
vísindamanna. Og það var vegna
þess, að grundvallarsönnunina
fyrir loftsteinafalli var ekki að
finna, nefnilega, að það fannst
enginn gígur. Auk þess fundust
engar leyfar af loftsteininum,
þrátt fyrir nákvæma leit og er
það mjög óvenjulegt í þessu sam
bandi.
Þar eð einangrun Tunguska
héraðsins kom í veg fyrir allar
meiriháttar rannsóknir um langt
skeið, álítur Dr. Ziegel að Rússar
megi vera þakklátir fyrir að
sprengingin varð á þessum stað.
Hefði lítilsháttar seinkun orðið
og loftfarið haldið lokastefnu
sinni í vestur gæti sprengingin
hæglega hafa orðið yfir Péturs-
borg.
„Af því hefði orsakazt hræðileg
eyðilegging og mannfall," segir
Dr. Ziegel að lokum.
Líftrygging
Framh. af bls. 11
á. Þá er það mikilvægt að fram-
rúðan fari úr í heilu lagi við
árekstur Með þeim búnaði er
Mercedes Benz, og hinar dýr-
ari tegundir af Volvó, en ekki
er mér kunnugt um, hvort þess
háttar ráður eru á fleiri gerðum
bíla. Svíar hafa öðrum fremur
ástundað leit að bættum örygg
isbúnaði, og nýlega flutti eitt af
dagblöðunum hér frétt um nýj-
ar öryggiskröfur, sem gerðar
verða í Svíþjóð í náinni fram-
tíð. Samkvæmt þeim kröfum,
standast aðeins tveir bílar próf-
ið, Volvo 144 og Rolls Royce.
Líklegt er að svipaðar reglur
verði lögboðnar í fleiri lönd-
um, enda geta þær ráðið úr-
slitum um hvort bílar verða ör-
ugg farartæki eða gildrur sem
leiða til örkumla og da-uða.
Að vísu er ekki hægt að
ímynda sér að nokkur íslend-
ingur hugleiði bílakaup eins og
verðlagi er nú háttað. En þegar
að því kemur að Íslendingum
verður gert kleift að kaupa
bíla að nýju, ættu væntanlegir
kaupendur að líta á fleira en
línurnar og vélarstærðina. Eng-
inn ætti að kaupa bíl, sem ekki
er með styrktu húsi, diskaheml
um að framan að minnsta kosti,
öryggi á stýrislegg, öryggisbelt-
um, öruggum læsingum á hurð-
um og bólstruðu mælaborði. Og
að sjálfsögðu er ekki hægt að
skilja svo við þessi mikilsverðu
öryggismál, að ekki sé minnst
á hjólbarðana. Bíll á slitnum
dekkjum er ekki öruggur, hversu
vel sem hann er búinn að öðru
leyti. Þess ber að minnast að
óslitin dekk auka á hemlunar-
hæfni bílsins, og dekk með
breiðum slitfleti ætti að öðru
jöfnu að gera bílinn stöðugri.
Allt þetta ættu bílakaupendur
að hafa í huga. Þeir æbtu að
minnast þess að þar dugar
engan veginn að fara alltaf
varlega sjálfur, heldur verður
að brynja sig og það er of
seint að iðrast eftir dauðann,
eða þegar komið er í hjóla-
stólinn.
Beðið á
ströndinni
Framh. af bls. 2
mótað í hraun og hamra, hver
hefur ekki séð eitthvað þess
konar — minnsta kosti þegar
hann var barn? Eða þá þessar
undar'legu verur í skýjum him
ins, já jafnvel í mosa, grasi og
kjarri, — skyldu þær ekki vera
eins og gamlir kunningjar úr
draumi eða vöku? .. . Nú, —
listamaðurinn sjálfur, víst hefur
manni komið hann undarlega
fyrir sjónir, þó að maður hafi
ekki séð hann nema álengdar,
og margt hefur maður heyrt
um hann og eftir honum haft,
sem gæti virzt benda til þess, að
hann sé meira en lítið undar-
legur ... En einhvern veginn
fellur manni þetta ekki illa,
hvað þá það komi á óvart, —
sko, þegar maður hefur séð
myndirnar, sérðu, og mann
gæti svo sem meira en grunað,
að sá vissi nú sínu viti og vel
það . ..
Þótt orðin hafi ekki fallið
nákvæmlega svona, hygg ég, að
þarna sé farið nokkuð nærri
meiningunni, og ékki þætti mér
ólíklegt, að þeir menn, sem
þannig hafa notið listar Kjar-
vals og getið sér til um gerð
hans og vitsmuni í samræmi við
það, læsu hina litlu, en ærið
sérkennilegu og eftirminnilegu
bók Matthíasar af mikilli at-
hygli og ánægju, þótt þeir
kynnu stöku sinnum að hrista
höfuðið og stundum hætta lestr
inum um hríð og sitja hugsi.
„Þá mundi ég eftir því, að
okkur vantaði efni í Lesbók-
ina“, segir Matthías á einum
stað í Kjarvalskveri, nefnir
þetta sem tilefni þess, að hann
hringir til Kjarvals og fær
hann með sér út úr bænum.
Ég hygg, að enginn, sem les
„kverið“, telji sig geta vænt
höfund viðtalanna um það, að
hann hafi fyrst og fremst hitt
viðmælanda sinn til að geta
fyllt eyður í dálkum blaðs síns
eða Lesbókarinnar. Hann hefur
séð Kjarval og skoðað málverk
hans allt frá því, að hann
man eftir sér, og svo sem hann
er skapi farinn og gáfum gædd
ur hefur hann auðvitað snemma
hrifizt af hinni sérstæðu og
margslungnu list snillingsins —
og maðurinn Kjarval, í ö'llum
sinum sérleik, vakið honum
undrun og eftirvæntingu
þrungna forvitni. Ég veit ekki,
hvenær persónuleg kynni þeirra
hófust, en þá er Matthías hefur
komizt að raun um, að hann
átti greiða leið til slíkra kynna,
einmitt komandi til dyranna
eins og hann er klæddur, —
barnslega hrifnæmur, hugkvæm
ur, orðhvatur, sérkennilegur í
orði og að nokkru í háttum, —
hefur hann að sjálfsögðu sætt
færi til eins tíðra samfunda og
hann hefur haft á tilfinning-
unni, að hann mætti leyfa sér,
því að kynnin hafa síður en
svo valdið honum vonbrigðum,
eins og mörg dæmi eru til, að
orðið hefur raunin, þá er dá-
andi mikils listamanns hefur
fengið uppfyilingu þeirrar ósk
ar áð kynnast honum persónu-
lega. Þvert á móti hefur Matt-
hías fljótlega orðið þess meir
og meir vís við hverja nýja
samfundi þeirra Kjarvals, að
persónuleiki hans er óþrot-
leg uppspretta margvíslegra hug
hrifa, hugsana og hugmynda sár
viðkvæms, síleitandi og síspyrj
andi listamanns, sem í djúpri
auðmýkt og lotningu gagnvart
viðfangsefnum sínum og skap-
ara þeirra finnst hann aldrei
geta fórnað sér svo algert fyrir
túlkun þeirra, að hann fái
gert þeim þau skil, sem þeim
sé samboðin og hinum mikla
gjafara köllunar sinnar og
gáfna, — og svo fer þá ýmist
einförum löngum og löngum eða
á samfundum við menn varpar
gjarnan yfir sig dul óræðra orða
og afbrigðilegrar framkomu, en
þó við og við bregður í leiftr-
andi setningum birtu yfir við-
horf sin til lífs og listar, þegar
hann er á tali við mann, sem
er svo lánsamur að hafa náð
að vernda sitt barnslega undr-
unar- og spurnareðli og jafn-
framt finnur hjá sér hvöt til
þess, sem Kjarval segir í einu
viðtalinu, að menn séu „hrædd
astir við nú á dögum — „að
lífa menningar’lífi."
Kjarval segir á öðrum stað
í „kverinu“:
„Það er móðgun við alnátt-
úruna, þegar fólk sér eitthvað
fallegt í henni og segir: Þetta
er kjarvalskt." Svoleiðisfólk
ætti að fá kárínur fyrir. f stað-
inn fyrir að það ætti að segja
eins og þeir í Brazilíuförunum,
þegar þeir sáu eitthvað fall-
egt: „Nú ætti bróðir minn að
vera kominn og sjá þetta með
mér.“
Ég fullyrði, að þarna sé orð-
uð spaklega hvöt hvers náttúr-
legs og nokkurn veginn sann-
heilbrigðs listamanns ti'l birt-
ingar þess, sem hefur heillað
hann, hvort sem hann notar
orð, tóna eða liti og línur, og
svo mundi þá ekki þurfa lengra
að leita orsakar þess, að Matt-
hías tók að birta í fjöllesnasta
blaði landsins þau viðtöl, sem
nú gefst kostur á að lesa
hvert af öðru í Kjarvalskveri.
Við og við bregður þar fyrir
skýrum og sérkennilegum mynd
um af sjálfum höfundi viðtal-
anna, en svo sem áður er að
vikið, skyggja þau álls ekki á
viðmælanda hans, heldur gera
lesandanum það skiljanlegra en
ella, hve vel höfundinum lán-
ast í viðræðunum að koma lista-
manninum í það skap, að hann
telji ástæðu til að segja: „En
nú skulum við fara varlega, því
að við erum komnir út á hálan
ís, það kemur margt út með
munnvatninu, góði, þegar maður
hefur einhvern að tala við“.
Og það er margt spaklegt
og forvitnilegt, sem „kemur út
með munnvatninu,11 þegar 'lista-
maðurinn man ekki eftir að fara
nógu varlega, og skal hér aðeins
vakin athygli á fáeinum setning
um, sem lýsa hverja hann telur
vera köllun sína og skyldu,
sem listamanns — og raunar
ekki aðeins sína, hcldur og sér
hvers ærlegs og ábyrgs lista-
manns. í framhaldi af því, sem
hann segir um hræðslu nútíma
mannsins við að lifa menningar
lífi, farast honum þannig orð:
„Það, sem við listamennirnir eig
um að gera er aðeins þetta: að
vera guði til ánægju og reyna
að sannfæra fó'lk um, að það
sé einhver tilgangur með þessu“.
„Hvaða tilgangur?" spyr Matt-
hías. Og Kjarval svarar: „Við
spyrjum ekki um það, en við
höldum alltaf að við séum að
finna tilgang, lengra megum við
ekki komast í bili. En náttúran
sér íyrlr þvl, að það verði ekkl
stoppað þarna, hugleiddu það,
góði, það er ærið verkefni fyrir
okkur, ef nánar er að gætt. .
Hann er ekki alveg svona ó-
vitandi um tilganginn, þegar
Matthías spyr um foreldra hans.
Þá svarar hann: „Þau voru
ekkert minna en yfirnáttúr-
legt fólk, sem var að koma ein-
hverju á framfæri fyrir almætt-
ið. Heldurðu við séum ekki um-
boðsmenn almættisins, kæri vin
ur, ojú, ekkert minna.“
En hann gerir sér það ljóst,
að það er annað að vita þetta
en að geta þjónað slíkri skyldu
og köllun svo, að vel sé, jafn-
vel þótt listamaðurinn sé fædd-
ur af yfirnáttúrulegu foreldri,
sem hann hefur með einhverjum
hætti þegið frá gáfuna og um
leið skylduna til að skapa þá
list, sem í sé fólgin hans þjón-
usta við almættið. Hann þekkir
vanmátt sinn og hikar ekki við
að játa það, úr því að hann er
nú einu sinni kominn út á hinn
hála ís: „Ég er nýbúinn að mála
stóra steininn á Jökuldal, en
maður nær þessu ekki alveg.
Það er ekki alltaf hægt að gleðja
guð, þó að viljinn sé góður.“
. .. Hann hefur verið kallaður
„meistari" — og Matthías ger-
ist svo djarfur að spyrja: „Ertu
meistari Kjarval?“ Svarið er:
„Nei, en ég er alltaf að leitast
við að sanna mér, að meistar-
inn hafi rétt fyrir sér. Ég er
ekki meistari sjálfur, ég er
fjósamaður hans.“ . . . Hann seg-
ir svo rétt á eftir: „Ég hef
eðli til að vinna, og það hef
ég alltaf haft, en ég er ekki
meistari." Nokkru áður í sama
viðtali hefur hann sagt: „Menn
ta'la um að njóta lífsins. Við-
bjóður“ Það er einmitt á eft
ir þessum orðum, sem hann tal
ar um að fara varlega — og um
hinn hála ís . . . Ójá, skyldi það
ekki vera svolítið viðkvæmt
mál, sem hann hefur þarna nálg
ast? Ef maður á að halda sér
við líkinguna um ísinn, mundi
nær að segja, að þarna hafi
ekki aðeins háskaleg hálka ver
ið fram undan, heldur brestur
í svellinu, jafnvel vök.
í síðasta kafla Kjarvalskvers,
viðbót, sem heitir Móðir, kona,
meyja, víkur Matthías af aðdá-
anlegri hófsemi, aðgát, varfærni
— að þeirri þyngstu, þeirri dýr
ustu fórn, sem hugsan'legt er að
nokkur listamaður — gæddur
mannlegum veikleika til að njóta
fái fært þeirri köllun og skyldu
að gleðja guð, — fórn, er á
sinni tíð aðeins hún skildi, sem
auk hans, er fórnina færði, var
ein um að vita, hvað hún kost-
aði, þessi fórn.
Þegar aldraður maður lítur um
öxl, geta honum virzt fjórir
áratugir stuttur tími — og í
lífi þjóðar eru þeir óumdeilan-
lega aðeins örstutt stund. En
það kynni að fylgja því nokk-
ur kvöl, jafnvel hjá þeim, sem
veifað getur vængjum göfugrar
kö'llunar og dásamlegra listar,
að troða fórnareld slíka smá-
stund og finna og sjá sífellt
loga flugfjaðrir síungrar ástar
— án þess þó að þær brenni
— frekar en þyrnirunninn forð
um ...
„En ströndin bíður, þögul,“
þetta eru síðustu orðin í Kjar-
valskveri, og biðin styttist og
styttist. Og kannski verður það
ekki einu sinni leyft, þegar
þangað kemur, að fórna því, sem
fjörutíu ára fórnareldur hefur
ekki náð að brenna?
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
30. marz 1969