Lesbók Morgunblaðsins - 30.03.1969, Síða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 30.03.1969, Síða 16
Lausn á síðustu krossgáfu í allsnœgtaþjóðfélagi er sérhvei'ri kjararýrnun tekið með kveinstöf- um. Þarfirnar eru svo ótrúlega margar og alltaf er verið að búa til nýjar þarfir, sem voru óþekktar fyrir fáeinum áratugum. Það er varla erfitt að neita sér um það, sem maður þekkir ekki, en sá sem er kominn á braðið, gleymir því ekki og gerir eindregna kröfu um að missa ekki neitt, sem hann hefur einu sinni fengið. Kvartanir og kveinstafir hafa lát- ið óvenjulega hátt, meðan við þreyð um þorra og góu þessa vetrar. Fjöldi manns hefur œrna ástœðu til að kvarta, þegar kaupið hrekkur augljóslega ekki fyrir brýnustu lífs- nauðsynjum. Það hefur líka komið í Ijós, að ótrúlega rúm peningaráð manna á síðustu árum voru byggð á fölskum forsendum; þau voru byggð á eftirvinnu og nœturvinnu langt framyfir það, sem í góðu hófi getur talizt. Þegar aukavinnan bregst og menn standa uppi með eðlilegan vinnutíma, þá kemur í Ijós, að laun fyrir slíka vinnu hrökkva rétt fyrir mat og þá er ýmislegt eftir eins og kunnugt er. Forustumenn atvinnufyrirtœkj- anna kvarta ekki síður en einstakl- ingarnir og rekstursfjárskortur er orðinn álíka landlægur kvilli eins og kvefið. Bág aðstaða fjölmargra atvinnufyrirtœkja hlýtur að teljast ein alvarlegasta meinsemd þessa þjóðfélags; það eru sjálfar stoðir byggingarinnar og hvað gerist, ef þær riða til falls? Undirstöðuatriði og aflgjafi atvinnurekstrar, hvort heldur það er þjónustufyrirtæki, iðnaður, matvœlaframleiðsla eða verzlun, er fjármagn. Fyrirtœki án eigin fjármagns er eins og blQðlaus og mergsoginn maður, en einhverra hluta vegna virðist naumast- hafa verið fyrir hendi skilningur ráða- manna á þessu. Málpípyr verkalýðs hreyjingarinnar og raunar margir fleúrij hafa haldið fram þeiwi stóoð-,.;; únf að fjármagnsmyndun, sem þéir nefna „gróða“ eða „óhófsgróða“, s? af hinu illa og samsvari meiriháttat bölvun. {#■. Þeir hafa vissulega haft erindi sem érfiði, enda eru fjölmörg at- vinnufyrirtœki á heljarþröm af þess um ástæðum. Þegar þau segja upp starfsfólki sínu og fara á hausinn, þá kemur í Ijós, hvað þarna hefur verið unnið heilladrjúgt áróðurs- starf í þágu launþega. Þegar fyrirtæki er svipt nauð- synlegri álagningu, eru ráðamenn að skera mjólkurkúna til matar. Til þess að framfleýta hálf vonlausum rekstri, leita þessi fyrirtœki á náðir bankanna um rekstursfé með þeim afleiðingum, að þau verða alger- lega háð bönkunum og taka á sig geysilega vaxtabyrði ofan á allt annað. Oft fer þannig, að bankinn tekur raunverulega við rekstrinum; hann á fyrirtœkið í raun og sann- leika, vegna þess að það gat ekki lifað af eigin rammleik. Önnur aug- Ijós afleiðing af þessari furðulegu þróun er svo afvöxtur bankakerfis- ins, sem líklega má helzt líkja við illkynjað æxli. Við lesum stundum um og bros- um að frásögnum af kyndugum uppátœkjum, eyðslu og barnaskap negrákónga í nýfrjálsum Afríku- ríkjum. En œttum við ekki um leið að líta í eigin barm? Kannski er eitthvað broslegt þar líka, eða ef til vill fremur grátlegt. Of oft virð- ist undarlegt misrœmi á slœmri af- komu fyrirtækja og prýðilegri af- komu framkvæmdastjóranna, sem stundum eru um leið sjálfir eig- endurnir. Kvörtun um of lága álagn ingu og rekstursfjárskort verður naumast sannfærandi í augum al- mennings, þegar á sama tíma er hægt að berast á með þeim hœtti, að augljóslega kostar stórfé. Mér er minnisstætt, að einn af framkvœmdastjórum okkar í sjáv- arútveginum tilkynnti með all- mikilli mæðu í blaðaviðtölum, að hagur þessa atvinnurekstrar væri nú svo bágur, aö hann hafði látið leggja helztu atvinnutœkjunum. A sama tíma var hann að byggja ein- býlishús og fékk sér að auki nýjan Mercedes Benz, sem kostar eftir núverandi verðlagi meira en millj- ón. Mér er nær að halda, að fram- kvœmdastjórar ýmissa hlutafélaga hafi nœsta lítið aðhald. Hagur þeirrá er stundum i lítt skýranlegu samrœmi við bágborin fyrirtœki. Að vísu er ekki allt eins glœsilegt og það kann að virðast; herlegheit- -in, eru að jafnaði mestmegnis í tskuld. En þá vaknar spurningin: Hvernig hafa menn slíka lánsfjár- aðstöðu, þegar venjulegum Pétri og Páli tekst með naumindum að kría út smávíxil. Hœtt er við, að það lánsfé, sem fékkst út á rekstur fyrirtækis hafi verið tekið til persónulegra þarfa: Það afl, sem átti að ýta undir fyrir- tækið og atvinnulífið sé þarmeð komið í óarðbæra steinsteypu og persónulega eyðslu. Eigi menn sín fyrirtœki sjálfir, grafa þeir fyrst og fremst undan sjálfum sér með þeirri eyðslu, sem verður á kostnað fyrirtœkisins. Öðru rnáli gegnir um þá, sem stjórna í umboði annarra. Yfirleitt eru launagreiðslur nœsta lágar, jafnvel þótt forstjórar eigi í hlut. Af þeim lifir enginn eins og greifi. Stundum eru laun framá- manna jafnvel svo lág, að það út af fyrir sig hlýtur stórlega að ýta undir, að þeir leiti annarra úrrœða. í þessum kýrhaus er margt skrýtið, þegar farið er að glugga í hann. Margt er þar rotið og óœskilegt. Sjálf aflvélin, atvinnufyrirtœkin, virðast gerð óþarflega máttvana með skattpíningi og álagningar- hömlum utan frá, en eftirlitsleysi og óhófseyðslu innanfrá. Gísli Sigurðsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.