Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1969, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1969, Blaðsíða 4
Fallval’tileikatiifinninigLn í Með örvalausum boga, gengur aftur í síðustu ljóðabókum Jóns úr Vör. Honum er tamt að hugsa sér lífið sem innheimtumann við dyr sínar með reikning frá dauðanum, svo gripið sé til orðálags úr lokaljóði fyrrnefndr ar bókar. Það er líkt og gröf- in gapi við skáldinu, enda þótt kraítur sumra ijóðanna afsanni rækilega að Jóni úr Vör sé orðið stílvopruið laust í höndum. Eftir að Með örvalausum boga kom út, liðu níu ár þangað til Jón úr Vör sendi frá sér ljóðabók. Bókina kallaði hann Vetrarmáva. í þessari bók er skáldið ekki enn svipt þeirri „speki“, sem var svo fyrirferð- armikil í Með örvalausiuim boga. Ljóðið Auðmjúkur skaltu ganga sver sig í ætt við Heimsmynd: I Vetrarmávum eru jafnvel ljóð, sem taka sömu efni til meðferðar og Stund milli stríða. Gömul ferðasaga segir frá Frakklandsferð árið 1939. Verd un virðist enn halda vöku fyr- ir skáldimu, og heimur þorps- ins hefur síður en svo yfirgef- ið það. Ljóðið Ef þú ert fædd- ur á malarkambi, sem birtist í fyrri útgáfu Þorpsins, en var fellt burt í seirnni útgáfu, er látið fylgja Vetrarmávum. Reynslunni, sem þetta ljóð túlk ar, trúði Jón úr Vör okkur eft- irminnilega fyrir í Ég er svona stór. Þess vegna er ljóðið ei- lítið hjáróma á þessum stað, þrátt fyrir augljósa kunnáttu slkáldisins við ger'ð slíkra ljóða. Sama er að segja um Vetrar- kvöld, sem er aðeins enduróm- ur Þorpsins. Umhyggja Jóns úr Vör fyrir öllu, sem lifir, og þá einkum barninu, kemur skýrt í ljós í Á föstudaginn langa 1954. K j ar norkiuspreng j utilraunir stórveldanna valda honum eins og fleirum ugg um þessar mund ir. Inn í Ijóð hans synda „geislavirkir fiskar hina löngu leið frá ströndum Japans“. Skáldið spyr: Hann hrífst af orðinu geisla- fiskur, og verður að viður- kenna, að við haf sannleikans falli vísur sínar og spurningar grunnt, eins og steinar Kog mynda fallega hringa. Með þessum orðum lýsir hann vanmætti skáldskaparins. Ljóð- inu er ekki unnt að hafa áhrif á heimsmálin. Fegurðin er því löngum efst í huga. Um leið er sigur þessa einfalda og geð- þekka ljóðs tryggður. Það verð ur með því eftirminnilegas'ta, sem eftir Jón úr Vör liggur af heimsádeiluskáldskap. Draumurinn, er skyldur þessu ljóði; einni/g hann fjallar um ógnir vígbúnaðar: sláttuvél, sem breytist í fallbyssu og þurrk- ar út líf. En þau ljóð Jóns í Vetrarmávum, sem taka þjóð- mál til umræðu með sama hætti og Þjóðhátíð 1954, þar sem skáldið sér Fjallkonuna ganga við betlisstaf, eru alitoif nak- in og barnaleg til þess að hægt sé að trúa á þau. Á fimmtán ára afmæli lýðveldisins, sann- ar þessa fullyrðingu best. Skáld ið verður of mælskt, leiðist út í tal, sem er náskýlt tilburðum ræðumanna þegar þeim er mik ið niðri fyrir. Lítil frétt í blað- inu, sem fjallar um fangels- un Júgóslavans Djilasar, er á- deila á „hina miklu vini í austri", að vissu marki vel heppnuð blaðamennska án þess að ljóðið verði sterkara fyr- ir það. Ljóð af þessu tagi sýna að vísu nýja hlið á skáldskap Jórts úr Vör, en eru þó þess eðlis, að ská'ldið vaknar eftir að hafa ort þau með orð sín fyrir kodda, eins og segir í Draumi skáldsins. Ástarijóðin í Vetrarmávum sýna með áberandi hætti, að Jón úr Vör hefur ekki glatað þeirri rödd, sem hann á einn. Draumur Þyrnirósu, á heima með ástarljóðunum, sérkenni- legt ljóð djarfra mynda. Mánu- dagur, segir frá því „hversu hin fátæklegustu orð geta stund um öðlast djúpa merkingu", og lýsir móttöku hamingjunnar „úr grönnum veikum höndum.“. Lít- il telpa, greinir frá ást þrosk- aðS manns, sem í auguim koniu sinnar sér snöggvast bregða fyrir „ofursmárri telpu með hringaða lokka.“ Hár þitt, fjall- ar einnig um hjónaástir. En fegurst þessara 'ljóða er Meðan við lifum: 'Eins og hestur reisi makka 'á leið yfir bratta heiði, [og faxið greiðist u.j j uiyrum stormsins, 'eða stúlka kasti til hárlokki ‘óstýrilátum, 'áður en hún brosir til piltsins, sem mœtir henni, hættir hjartað snöggvast að slá á stund mikillar hamingju. 1 speglum augna þinna sé ég börnin okkar og landið og grasið og fiskana, sem guð hefur gefið okkur, andarták á meðan við erum að lifa, eins og hestur reisi mákka á leið yfir heiðina. Ástarljóð Jóns úr Vör vitna ekki um hamslausar ástríður, blinda girnd. Konunnar vill hann njóta í því augnamiði að eignast með henni börn til að erfa landið, svo allir uppskeri hamingju. í augum konunnar speglast börnin, landið, grasið og fiskamir. Árið 1965 kom út sjöunda Ijóðabók Jóns úr Vör: Maur- ildaskógur. Enn eitt Ijóð úr fyrstu útgáfu Þorpsins, Leynd- ardóm skólastjórans, hefur ská'ld ið tekið í sátt. Nú er þorp fá- tæktarinnar að verða róman- tísk minning: Heima teygja nú kalstráin dauða sprota upp úr snjó, en það lýsir . . . fall dropans af húsþáki um vor, ó, drengir, drengir. (Það lýsir af fiski) í Maurildaskógi fer Jón úr Vör ekki í grafgötur með, að hann er orðirm „mæddur á göngunni". Hann spyr: „Hvers- vegna var mér ekki gefin lengri ei'lífð?" Hann er stadd- ur í „undarlegu fangelsi orð- arana með spjót riddara dauð- ans hvínandi við eyru“ sér. Það hvarflar jafnvel að honum, að mest eigi hann blekkingunni að þakka. Setning eins og „Verð- ur þetta ekiki aJilt frá þér tek- ið“, lýsir vel þrenigingun. skálds ins. En honum hefur líka lærst að gera „biðtímann að haun- ingju“ Ljóð eins og Seint í maí, Vorpáskar, I logninu, Desem- ber, Fuglinn er trúr og Konan, sem elskar Jónas Hallgrímsson, búa yfir einhverri glettinni hamingju, eru ómótstæðileg vegna mannlegrar hlýju skálds ins, einkennast af þroskuðum lífsskiilningi. Eða ættjarðarljóð- ið Land vort. Það er forvitni- legt að bera þetta Ijóð saman við þjóðfélagslegu ljóðin í Vetr- armávum. Það er mikil ham- ingja hverju skálidi að geta þanniig ort: Land vort, þetta litla sandkorn í hendi skaparans. Hann dregur hœgt andann, svo það fjúki ekki burt. Ádeiluljóðin í Maurildaskógi: Hátíðaræða og Þegar drottning- Fraimh. á bls. 13 L andnámabók og Islendínga- bók í útgáfu Jakobs Benedikts- sonar hljóta að vera fræðimönn- um aufúsugestur, og ekki siður þeim mönnum, sem oft fara að hugsa um miðaldirnar í tóm- stundum sínum; en slík iðja er mörgum íslendíngi í blóð borin þó þar hafist oft ekki uppúr krafsinu nema ómakið. Fyr í þessari kynslóð höfðu áhugamenn feingið í hendur rit Jóns Jó- hannessonar, Gerðir Landnáma- bókar (1941), en þar var í fyrsta sinni gerð gángskör að þvi að greiða úr vandkvæðum textanna. Rit Jóns hefur af dómbærum mönnum þótt afrek í landnáma- fræðum. í riti hans er raunfræði- leg nývirðíng ger á takmörkuðu en tiltölulega miðlægu sviði ís- lenskra fornbókmenta. Jón Jó- hannesson greiddi af sérstakri glöggskygni sundur fimm höfuð- texta bókarinnar, og voru þeir ekki einatt samsaga i efnisatrið- um. Landnáma hafði tilhneigingu til að gildna eftir því sem hún var oftar samin upp og færra varð vitað með vissu um land- námið sjálft. Seinni „landnámu- ritarar" höfðu til að bæta ýmsu við það lítið þeir vissu, bæði af því þá lángaði að trúa ýmsu fleira en þeir vissu, eða þótti ofgaman að skrifa. Lesendur feingu oft ekki botn í þennan fróðleik. Eftir textarannsókn Jóns Jóhannessonar varð mun erfið- ara að vaða elginn um Land- námu en áður hafði verið meðan fræðimenn urðu hver og einn að þreifa fyrir sér uppá eigin býti í textafræðilegu myrkviði. Nú var hægt að rökræða Landnámu á grundvelli staðgóðrar vitneskju um mismunandi texta hennar. Fyrir bragðið var lika hægt að setja upp í dæmi ýmis torleyst viðfángsefni þessarar bókar, þar- sem áður höfðu menn aldrei vit- að hvað var runnið frá Ara og hinum hálfapókrýfa Kolskeggi á 12du öid, Sturlu á 13du öld eða Hauki á 14du öld; ellegar Frum- landnámu sem vant er að skrifa með stjörnu fyrir framan. Ekki entist Jóni Jóhannessyni aldur til að gera framhaldsrann- sóknir á efnum úr Landnámu né gánga frá texta sem gæti orðið grundvöllur að almennri gagnrýni á inntaki þeirrar sérstæðrar heim- ildar í evrópskri miðaldasögu sem bók þessi myndar. Jakobs Benediktssonar beið að leysa af höndum það þolinmæðisverk að fastskorða nothæfan texta af Landnámabók að hafa til undir- stöðu við rannsókn á hinu forna verki. Nákvæmni Jakobs Bene- diktssonar í vinnubrögðum er af því tagi að ekki er líklegt að geingið verði í verkin hans í bráðina. Fræðimönnum er nú. 7 sveita þíns andlitis munt þú vinna þér inn hamingju, uppskera mikla gleði og þiggja sorgir. Þegar þú lítur þreyttur upp frá starfi er land þitt fegurst. Mun ekki óvinur frelsara míns varpa þúsund örsmáum helsprengjum í djúpiö, og börn mín veiða banvœna geislafiska. En skáldið kemur upp um sig í næstu línu: — Ó, hversu Ijóðfagurt orð — með texta Jakobs í höndum, gert kleift að fara að stúdéra efni Landnámu í alvöru. Mikið er af þegar Margrét í Glóru er komin á bak, segir hið fornkveðna, og mætti það ásannast hér. Formáli Jakobs að landnámu- texta hans er skrifaður af mýkt sem liklega er ekki hægt að ná nema maður hafi lært grisku. Hann er svo akademískur að þeg- ar Jakob gerir athugasemdir við kenníngu sem honum ofbýður, þá eru þær faldar í litlausum orðum neðanmáls í textaskýríngunum; það leingsta sem hann kemst í að afgreiða hérvillur sem margir mundu vilja kalla erkiþvælu eða amk einberan hugarburð nefnir hann í hæsta lagi ágiskun. Eingusíður heldur hann vel á sínu, raunsær og skeleggur, þeg- ar hann er að gagnrýna sagn- fræðilegt heimildargildi Land- námubókar: „Varðveisla Land- námu, segir hann, er með þeim hætti að allri varúð verður að beita við heimildargildi hennar, þó einkum í þeim köflum sem sannanlegt er eða líklegt að breytt hafi verið verulega í ýngri gerðunum." Um ættartölur Landnámu seg- ir hanri ma að bersýnilegt sé að þær hafi í síðari gerðum verið auknar af síðari mönnum „og í mörgum tilvikum er hætt við að það sé tómur skáldskapur". Frá- sagnir ýmsar í Landnámu sem víð» lífga upp þurrar nafnarunur textans telur hann augljósar munnmælasögur án heimildar- gildis. Jafnvel í frumgerðum Landnámu telur hann að menn hafi haft „óljósar hugmyndir um tímaröð landnámsmanna" eða „gáng landnámsins" yfirleitt. Um meira er helming þeirra land- námsmanna sem taldir eru er eingin vísbending gefin hvaðan þeir séu komnir. Landnámuritarar hafa stuðst við munnmæli „sem vel hafa getað geymt sögulegan kjarna, þó nú séu sjaldnast nein tiltök að greina milli hans og þess sem er tilbúníngur einn." Höfundur tekur einnig fram að á þeim tíma sem ætla má að land- námarit séu hafin, muni fullorðn- ir menn velflestir komnir í fimta til sjöunda lið frá landnáms- mönnum. Við þessa athugun mætti gera þá viðbót að ef fyrsta kynslóð íslendinga hefst í kríng- um 870, og fyrst er farið að rita um landnám í tíð Ara í kríngum 1120—30, þá er það rúm hálf- þriðja öld. Þarsem vant er að reikna þrjá ættliði til aldar, væri það sjöunda til áttunda kynslóðin frá innflytjendum sem ritar „Frumlandnámu", hafi sú bók nokkru sinni verið til. Það er eins líklegt að ekki hafi verið ritað að marki um landnám fyren í tiundu kynslóð frá landnámsmönnum. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1. júnií 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.