Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1969, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1969, Blaðsíða 6
Velferðar- þjóðfélagið og leyndardómar lífsgleðinnar ? EFTIR GÍSLA SIGURÐSSON i. B ætt lífSkjör eru það Ikeppikefli, sem allar þjóðir Ihafa, hvaða efnahags- eða stjórnmálastefniu sem þær að- hyllast. Menn greinir mjög á um leiðir að þessu marki og svo virðist sem þetta marfcmið sé alltaf jafn lamgt undan, hvemig svo sem efnahagurinn stendur. Það virðist sem sagt enigan veginn fyrir endanm á því séð, hversu langvinm þessi barátta getur orðið og það telja margir tii bóta; lífið væri óbserilegt, ef allt væri svo klappað og klárt, að hvergi væri neitt sem betur mætti fara. Áhyggjur af því sýnast að vísu ástæðulitlar í bili. Þegar rætt er um bætt lífs- kjör er jafnan átt við efna- lega vehnegun; að allir hafi nóg fyrir sig, geti átt sitt hús með þeim nútíma þægindum og heimilistækjum, sem þykja allt að því sjálfsögð. Þar á ofan kernur krafa um bíleign, jafn- vel tvo fyrir hverja fjölskyldu í þróuðustu neizluþjóðfélögum. -Stytting vinnutímans heyrir og undir bætt lífskjör, sömuleiðis igóð heilbrigðisþjónusta, trygg- ingar, alhliða verzlunarþjón- usta, allir helztu skólar í nám- unda við þann stað, sem mað- ur býr á, skemmtanalíf, ferða- lög innan lands og utan og þannig mætti telja áfram. 2. T ið gebum sagt að þetta séu hin ytri tákn velmegunar, en allt um það eru þau talin eft- irsókmarverð, bæði af stjórn- málaforingjum og hinum al- mennu bongurum. I aðalatriðum ðkiptist heimurinin í tvær and- stæðar fylkingar, sem greinir mjög á um leiðir að settu marki. Þessar andstæðu fylk- ingar standa fyrir máli sínu líkt og það væri trúboð. Þó bendir margt til að rétttrún- aðurinn víki með tímanum fyr- ir Skynsamlegri aðlögun. Hin svonefndu kapítalísku ríki taka í sífellt auknium mæli upp sósí- alíska velferðaristefnu. Og í sjálfu höfuðvígi 'heimSkomm- únismanis hefuir verið lagt til, áð gróðavon einstáklinigsins verði hagnýtt til að ýta undir heldur slaka framleiðnL Hinsvegar er ekki alltaf ljóst, hvort hin svokölluðu bættu lífSkjör mund bæta sjálft lífið. Menn benda á, að vel- ferðarþjóðfélagið virðist naum- ast auka haminigju þegna sinna til muna. Lífið er ekki einung- is kapphlauip um að vena; oft er keppnin fólgin í að sýnast. Allavega getiur álagið orðið meira en mannlegar taugar þola. Þar eru dæmin ólygnuist. Margir læknar hafa þá sögu að segja, að andlegir kvillar séu ískyggilega algenigir meðal þeirra, er velgja bekki í bið- stofunum. Oftast er það fólk, sem hefur nóg að bíta og brenna. Það sorglega er, að fá- tækt gæti stundum talizt eÆtir- sákinarvert hlutskipti hjá því volæði, sem bilaðar taugar og brostið andlegt þrek veldur. Fyrir fáeinum árum mátti heita, að eiturlyfjanautn væri óþekkt fyrirbrigðd hér á landi. Áfengisvandamálið virtist að sönnu nóg og er það enn. Samt er sífellt sitæ'kkandi hópur háður örvan-di lyfjum og segja þeir er til þekkja, að fátt böl sé öllu erfiðara viðfangs. Hví hefur allt þetta ágerzf jafnframt batnandi efnahag á leiðinmi frá fátækt til bjarg- álna? Og hvernig verður það skýrt, að hópur fólks gefst hreinlega upp á ári hverju og fremiur sjálfsmorð. Væri e'kki líklegra að hinir örsnauðu á Madagaskar og í Biafra, sem við reynum að hjálpa, gripu til þvílíkra úrræða. En ekki heyr- ist neitt um það. Tiltala sjálfsmo-rða er hæst í þróuðum velferðarríkjum. Þar erum við í flokki með Norður- landabúum og fleirum. Sumir hafa kennt velferðarþjóðfélag- inu um þessa hörmiulegu stað- reynd. Samt virðist það harla mótsagnarkennt. Allt um það eru tómleiki og leiði eins og hver önnur landplága, sem herj ar m-esit, þar sem bezt er séð fyrir því, að emstak'lingurinn þunfi -eklki að sval-ta, ef eitthvað út aif ber. Þegar mienn fá þá yfirþyrmandi tilfinninigu, að öll um markmiðuim hafi verið náð, nær vonleysið yfirhöndinni. Svon-a er afstaða manndkepn- uninar mótsagnaikennd. 3. I allri þeirri umræðu, sem fram fer um bætt lífskjör, er ekki alltaf Ijóst hvort þau muni í sjálfu sér bæta sjálft lífið. Líklega er lífshamingj- an fólgin í því að vera full- komlega ánægður m<eð sitt hlut- skipti. í raun og veru eru það beztu lfskjör sem hæ-gt er að hugsa sér. En þegar rætt er um hin bættu lífskjör fólk- inu til handa, er sjaldan mininzt á gleðina og lífshaminigjuna, sem ætti þó að vera hin endan- lega útópía. Senmilega á lífs- hamingjan að vera inniifalin í hugtakinu kjarabót og þar af leiðandi óþarft að miða sér- stáklega við hana. Samt er sorglega margt sem bendir til þess, að lífshamingja manna aukist ekki í réttu hlut- falli við m-eðaltekjur, bætt 'hús- næði og annað þvíumlíkt. Sum- ir eldri menn segja að fólk brosi sjaldnar en áður. Ég te'k að vísu ekki mark á því; menn sjá ef til vill æsku og manndóms ár í nokkuð gylltri umgjörð síð- ar á ævinni. En hvað um það, gleðin hefur víst tæplega hald- ið velli og þó erum við sögð ein af tiltölulega fáum há- neyzluþjóðum heimsiins. 4. E ignarhvötin er mannin- um ásköpuð að því er virðist. En það er að vísu bæði ár og dagur síðan m-eistarinin frá Nas- aret benti á þau sanmindi, að til Mtils kemur að eignast all- an heiminn, ef maður bíður tjón á sálu sinni. Þetta hefur okkur verið kennt undir fermingu og hversu oft höfuim við ekki heyrt prestan-a leggja út af þessum spámannlegu orðum. Þó er eins og eniginn trúi þeim í alvöru, eða þá að -hver og eimin væri tilbúinn að telja sjálfan sig fullgilda undan-tekninigu frá reglunni. Ef þess væri kosfur, mundu víst flestir auka eignir sínar og tekjur, enda þótt það hefði í för m-e'ð sér þann ágalla að Skerða tiltækan tíma til annara hluta. ,,Ef ég væri rík- ur“, er sá sörngur sem hljómar ekki einunigis af vörum Tevje í Fiðlaranuim, held'Uir í einum kór úr öllum áttum. Jafnframt er hætt við, að hæfileikinn til að gleðjasit yfir litlu, hafi orðið mjög hart úti og kannski hverfur hann al- veg eins og rófan, sem nú. er orðin að einu innvortis rófu- beini. Þegar nútíma mæðurláta undan nuddinu í krökkumum og fá þeim tíkall fyrir sælgæti eins og í gær o-g fyrradag og dagirnn þar áður, þá fylgir því oft sú áminninig, að nú verði þau að vera glöð og ánægð o^g dugleg að læra. Krakkarnir lofa því jafnan hátíðlega og gleyma um leið og gleypt er. Þá rifjast upp endurminning- ar gamalla manna um kandís- molann sæla eða jafnvel skóf- irnar úr pottunwm. Börnin eru aðeins smækkuð mynd af heimi o<kkar hinina full-orðnu. í hiniu þróað-a neizlu þjóðfélagi þarf fólkið stærri og stærri skammita til að finna un að ánægjunnar. Mér virðist, að stundum sé komið út fyrir þau mörk, að nokkur ánæigja geti kvikn-að. Sem lítið dæmi gæti ég nefnt nýrí'k hjón, sem dvöld- ust í fceilan mánuð á fræigum baðstað í Suðurlöndum. Þar á eftir fóru þau í nærri mánaðar hópferð um Evrópu, en voru augljóslega orðin þreytt á ,mun- aðinium og urðu sjálfum sér til skamim-ar og öllum hópinum til leiðinda vegn-a 'heimtufrekju. 5. C O umir leita að unaði lifs- in-s á Skemmtistöðum, en jaf-n- vel hinir ríkmannlegustu klúbbar og gleðihallir verða hversdagsleikamum að bráð, færi maður að venja komur sínar þangað. Það er nú eirau sinmi þannig, að maður getur ekki þegið lífsgleði sem neytandi; það stoðar ekki að sitja lan-g- tímunum framan við sjónvarp- ið eða horfa og hlusta á fær- ustu skemmtikrafta á sviði. -Sá sam ætlar að finna sér lífs- gleði í formi þesskonar n-eizlu- 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1. júní 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.