Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1969, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1969, Blaðsíða 5
 HALLDÓR LAXNESS: JAKOBSBéK LANDNÁMU Jakob Benediktsson tilgreinir nokkur svið sem óhjákvæmilega verður að kanna svo botnað verði i efni Landnámu. Til þessara „ó- leystu vandamála" telur hann 1) staðfræði Landnámu, og segir að þar þurfi heildarrannsóknir að fara fram með nútímavinnubrögð- um, því ýmislegt sem þar hafi verið áður unnið, sé nú úrelt. 2) Þá eru ömefni. Hann telur nöfn landnámsmanna á stöðum hafa verið gefin samkvæmt ýmsum sjónarmiðum, og vill láta gera nákvæman samanburð á örnefn- um hér og í Noregi og á Vestur- hafseyum. Um það leyti sem handrit Jakobs er fullbúið til prentunar, 1966, hefur Þórhallur Vilmundarson gert heyrinkunnar í fyrirlestrum rannsóknir sínar á ís- lenskum örnefnum. Jakob nefnir þessar niðurstöður tilgátu, en ekki kenníngu, Iiklega af því að „kenníng" hefur í meira lagi illan hljóm nú á dögum, næstum einsog hérvilla. Jakob harmar að þessi mjög svo athyglisverða „tilgáta" skuli enn ekki hafa verið rökstudd á prenti; og svo gera Jalkob Benediktsson fleiri. 3) Bygðarsögu Islands nefnir Jakob til, hið þriðja nauð- synlegt svið, sem rannsaka þurfi til skilníngs á Landnámu; og loks 4) fornleifarannsóknir: „sam- anburður á frásögnum Landnámu og árángri fornleifarannsókna er eitt þeirra ,mörgu sviða þar sem ný verkefni biða úrlausnar." Margir munu sammála Jakobi um það að óleyst verkefni Land- námu séu ekki fá; jafnvel fleiri en við gerum okkur grein fyrir einsog er. Rannsókn örnefna á landnámstíð er rannsókn á ný- myndun orða um náttúrufyrir- brigði á íslandi, að minstakosti í þeim dæmum þar sem þau eru ekki flutníngur gamalla orða milli landa. Þau eru frá upphafi bundin Islandi og það er meira en sagt verður um persónunöfn- in, en þau eru vist að sinu leyti hið elsta sem stendur í Land- námu. Þegar farið verður að at- huga nöfn landnámsmanna ná- kvæmlega, væri ráð að byrja á að stúdéra Ingólfs-nafnið sem er í meira lagi undarlegt fyrirbrigði. Heimskríngla, sem segir mest- megnis af norðmönnum um og eftir landnámstið Islands, þekkir aungvan mann með nafni Ingólfs á norrænu svæði. Fróðir menn segja mér að íngólfs-nafnið sé sænskt og ókunnugt í Noregi á víkíngaöld. Hverju sætir það að tveir landnámsmenn, annar við Breiðafjörð hinn við Faxaflóa skuli i Landnámu heita íngólfar, — og baðir altaðþví ófeðranlegir, sumpart sakir ættliðabreingsls, sumpart vegna ósamræmis text- anna. Og ekki eru viðurnefnin, sem við mundum kalla uppnefni núna, síðra rannsóknarefni í Landnámu en persónuheiti og örnefni. Ef þessar nafngiftir eru skoðaðar í sárið, koma í Ijós menníngarlegar samtímaheimildir síst ómerkari en gripir sem grafnir eru úr fomum rústum frá þessum tíma. Ef grip- ið er af handahófi ofaní nafna- skrána koma td undir nafninu Auðunn menn í Ijós sem haft hafa þessi viðurnefni: geit, þunn- kárr, skökull, stoti, rotinn, Þórð- ar hafa ma svona viðurnefni: beigaldi, bjálki, dúfunef, hálmi, krákunef, lambi, skálpur, skafl, slítandi, vaggagði, þurs. hinn dofni, hnappur, hinn hvíti, mein- fretur, skál, leggjaldi, gnúpa, gell- ir, hesthöfði, höttur, keingur, erra. örvönd, blígur, þvari, freys- goði. 1 einni „ætt" koma fyrir viðumefni einsog þessi: miðlúng- ur, snæþrima, hvalaskúfur, hyrna. konúngur, keiliselgur. Ormur í auga og aungt í brjósti eru viður- nefni. Erfitt að leggja frá sér penn- ann án þess að minna á enn eitt óleyst vandamál Landnámu sem ekki er hvað ómarkverðast, en það er ættfræðin. I landi einsog hjá okkur er mik- ið gert að þvi að útbúa ættartöl- ur, mestanpart mannanafnaroms- ur. Einkennilegt að ekki skuli hafa vakist upp hjá okkur sagn- fræðíngur sem hafi lagt fyrir sig visindalega ættfræði, kritíska genealógíu sem svo er nafnd, þó ekki vaeri nema til að lesa ættar- tölur Landnámu ofan i kjölinn með hliðsjón af rannsóknum sem gerðar hafa verið á sambærileg- um ættartölum í Evrópu frá þess- um tima. Ekki ástæða til að skipa landnámuættartölum að óreyndu í annan flokk en venjulegum mið- aldaættartölum. Því miður hefur enn ekki verið rannsakað hvort okkar ættartölur hafa sérstöðu; amk áðuren það hefur verið gert veit einginn í hverju sú sérstaða kynni að vera fólgin. Ef ætti að flokka konúngatöl einsog Ýng- língatal og Háleygjatal undir ætt- artölur einsog tiðkuðust í Evrópu á þessum tíma, þá hafa þær ó- neitanlega sérstöðu, þarsem þær eru i eðli sínu dánarminningar; dödsrunor segja svíar. Niður- stöður de Battaglia, þess mikla nútimamanns ættfræðinnar, eru yfirleitt þær að ekki sé að marka ættfræði nema hægt sé að stað- festa blóðsifjar úr öðrum heim- ildum en ættartölum; en ekki eru ættartölur síðra rannsóknarefni fyrir þvi. Það er ólíklegt að hægt verði að komast að skynsamlegri niðurstöðu um islenskar miðalda- ættartölur nema tekið sé tillit til erlendra rannsókna i miðaldaætt- fræöi, og enn minni von um að niðurstöður náist ef menn þekkja ekki almenn grundvallaratriði í ættfræðivísindum. Mætti benda á eina íslenska ættartölu, ef islenska skyldi kalla, sem er af altöðrum toga en tam hið norræna Ýnglíngatal. Þessi ættartala er hin elsta sem varðveist hefur i íslenskri bók: ættartalan í lok Islendíngabókar. Það er fljótséð að 'slik ættartala er meiren lítið þrugl, eða einsog Jakob Benediktsson mundi segja að akademiskum hætti: ágiskun. Áður fyr létu háttsettir menn í Evrópu gera sér ættartölur sem náðu til helstu keisara i Róma- veldi svo og fornsagnagarpa einsog Eneasar. Maximilian Isti lét sanna með ættartölu að hann væri að iángfeðgatali kominn út- af Venusi gyðju. Margir íslend- íngar enn í dag eiga ættartölur sinar laktar gegnum Egil Skalla- grimsson og Öðín alla leið til Adams. Á miðöldum sniðu menn lær- dóm sinn eftir Heilagri Ritníngu. Það sem þeir tóku upp annar- staðar að, td úr latneskri klassík eða frásögnum sjómanna af fjar- lægum löndum, mótuðu þeir eft- ir Biflíunni, því í henni bjó ídeal- viskan, viska viskunnar. Aungv- ar lýsíngar voru góðar nema þær samrýmdust henni. Jafnvel þegar Adam úr Brimum lýsir freyshof- inu mikla, sem átti að hafa staðið í Uppsölum, þá er lýsingin feingin að láni úr Gamla testamentlnu þar sem segir frá musteri Saló- mons að því er Olaf Olsen hefur fært sönnur á. Ættartala islendíngabókar er auðsæilega grundvölluð á mið- aldalærdómi og sækir fyrirmynd sína i Heilaga Ritníngu. Það er erfitt fyrir nútímamann að ímynda sér að Ari hafi sett hana saman. Þeir sem einhverntima hafa lesið Biflíuna sjá fljótt að ættartala Ara er að breyttu breytanda samskonar og sú sem fundin verður í Matth I, 2 — 16. Nöfn í báðum eru útí bláinn nema þeg- ar tá er tylt á kollana á hágoð- fræðilegum persónum eða forn- sagnakonúngum. Hversvegna þessi nöfn hafa öll hafnað í einni þulu skýrist af því að svona ætt- artala er í eðli sínu partur af Op- inberuninni. Ættliðafjöldinn frá ættföðurnum til hins ættfærða er svotil sami i báðum stöðum, i Mattheusi 38 liðir frá Abraham til föður Jósefs; í islendíngabók 38 liðir frá Ýngva tyrkjakonúngi til Ara. Aðferðin er hin sama i báðum að því leyti sem aðeins ein kvís! er rakin, og lángfeðga- fjöldi látinn eiga sig, og væri verðugt viðfángsefni til land- prófs að reikna hann út; en hann fylgir geómetrískri talnaröð og Framhald á bls. 15 1. júná 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.