Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1969, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1969, Blaðsíða 8
5V0NA VAR LÍFIÐ Ég þoBi ei sundur- lyndi og þumburu- hdtt ú mínum bæ IVæst óskum farsælustu þakka ég auðmjúklega tilskrif- ið með Mr. Þorsteini Einars- syni. Við þar innlögð dokument skal ég gjöra sem mér fyrir- skrifið: endalyktin mun sýna hver afdrif og endalykt verður á því og öðru milli okkar bræðra sr. Þórðar. Illt þykir mér að gjalda óþrifnaðar hans, en bágt á ég með að sitja yfir homuim sem með þarf. Enn hlýt ég að mæða yðar háæru- verðugheit og biðja yður há- eðla góði herra að sitilla til góðrar foreiningar á milli mín og Made. Guðrúnar Jónsdóttur ekkju prestsins sál. sr. Þorláks Sigurðssonar sá eð burtkallað- ist um miðjan vetur. í fardög- um meðtók hún allar tíundir og prestsskyldir sem til heyrðu þessu kalli. Varð þá í vand- ræðum að koma sér héðan í burtu svo ég af me'ðaumkain léði henni 4da part þessarar jarðar hvar við ég tek nú mik- illegan baga og skaða, þar so ilBa spratt hvar um ei tjáir að tala. Ætlaði ég að skilnaði að láta henni eftir 4da part inn- tektarinnar eins og obiter for- taldi yður. En svo er komið að hún þiggur ei slíkt yfir nokkra velgjörð. Því er mér öllum lok- ið. Hún, eður þeir er svo fyr- ir henni telja, meina hún eigi óskerta alla hálfa vissa inntekt kallsins til næstkomandi far- daga hvað mér er mikið örð- ugt á þessum fólksríku og mæðusömu sóknum að þéna hér fyrir svo lítið verð, sem inn- tektin nú að öllu samanreikn- uðu að helmingi hleypur. Ég þoli ei sundurlyndi og þumb- arahátt á bæ mínum. Þar kann margt iilt ai' að hljótast. Betra er að vita víst en hyggja rangt. Þó ég meini, að henni til komi ei svo mikið af prestsinntekt- um hér fyrir þetta ár, þá kann ég að hugsa það skakkt, því ei undir höndum og bið ég yður því að lagfæra mig og setja þetta til rétta. Þessvegna inn- legg ég hér lítinn memorial upp á hvern ég bið yður að svara er þér góði herra, sjáið að sé rétt og billegt okkar á milli hvar til ég fulltreysti yðar vel- reynda paítrocinio mér til góðs. Næst óskum beztu finnst ég í skyldugri undir- gefni háeðla hr. biskupsins míns háttvirðandi patrons auðmjúkasti þénari Prestbakka d. 24. ág. 1778. Jón Steingrímsson. Árið 1778 fékk sr. Jón Stein- grímsson veitingu fyrir Kirkju- bæjarklaustursprestakalli, sem hann hafði áfráðið að sækja um „eftir langa umþenking og bæn til Guðs.“ Fluttist hann þá um vorið frá Felli í Mýrdal að Prestsbakka. Bréf þetta skrifar hann bisk- upi fyrsta sumarið sitt á Prests- bakka. Til upplýsingar um þá sem nefndir eru í bréfinu skal þetta tekið fram: Sr. Þórður er „sá bláfátæki og skuldum vafði prestur," sem þessi árin hélt Kálfafell í Fljótshverfi. Hann var sonur Jóns Magnússonar á Stóra- Núpi. Fyrst var hann prestur á Suðurnesjum, Hvalsnesi og Stað í Grindavík, en fékk Kálfafell við andlát sr. Jóns Bergssonar 1773, að vísu gegn andstöðu biskups, sem taldi að þessi snauði prestur hefði lít- ið að gera við þetta fátæka kall eða það við hann. Sr. Þórður var hinn bezti kennimaður, mælskur prédikari og góður barnafræðari og svo brjóstgóður að hann mátti ekk- ert aumt sjá. En hann beið marga og herfilega ósigra í við- ureign sinni við Bakkus og fá- tæktin var honum fylgispök alla ævi. Staðuirinn á Kálfafelli gekk því mjög úr sér í embættistíð sr. Þórðar. Er það vandamál, sem sr. Jón þarf að glíma við sem prófastur Skaftfellinga og hann drepur á í bréfinu. Forveri sr. Jóns í Kitrkju- bæjarklaustursprestakalli sr. Þorlákur Sigurðsson, hafði and ast 27. janúar um veturinn. Hann var tvíkvæntur. Fyrri konu sína, Steinunni Sæmunds- dóttur, hafði hann misst 1752, en seinni kona hans, Guðrún Jónsdóttir frá Spóastöðum, lifði hann sextug að aldri. Umfram það sem í bréfinu segir skal þessa getið um md. Guðrúniu: Hún flúði undan Fraimíh. á bls. 15 0 a SMASAGA eftir Ásgeir Jakobsson Þegar sr. Jón Steingrímsson flutti að Prestsbakka 1778 var sú jörð í „mikla níðslu og langvarandi órækt komin“. En hann tók strax til að byggja upp flest bæjarhúsin með nýjum trjáviðum, setti þau í rétta röð og „fyrir framan alla þessa bæjar- og húsaröð hefur hann lagt eina breiða grjót- stétt, 30 faðma Janga, sem stétt engin var áður“. Þótt bærinn á myndinni, sé ekki sá sami og sr. Jón byggði, er hann í líku formi og á sama stað, og gefur því nokkra hugmynd um húsakynni á setri Eldklerksins, þótt lágreistari væru en þessi bær. — Myndin er tekin í tið sr. Bjarna Þórarinssonar og sést hann á myndinni ásamt börn- um sinurn og fleira fólki, m.a. frú Ingibjörgu, sem er í glugganum á skemmuloftinu. Myndina tók Friðrik Gíslason í Vestmannaeyjum. Hún er nú í eigu frú Susie dóttur sr. Bjarna. S kipstjórinn stóð við brú- arglugga hjá vélsímamum rýndi útí sortann og bölvaði íslandi. Togarinn var frá Grimsby. Þeir höfðu verið í Víkiurál'niuim, þegar hanm Skall á uim smoirg- uninn. Norðaustan ofsi, frost, bylur. Þeim sóttist seint feirð- in til lamds. Skipið lá undir á- föllum. Af ótta við enrn aukið veður, stækkandi sjó eftir því, sem veðrið stóð leraguir, síðan ísingu, vildi slkipstjórinn freista þesis að komast í var. Haran kveið landtö'kunini. Frarraundan í sortanum biðu mörg anines, sum með landbroti langt út, örarauir og þau vom fleiri, risu snarbrött frá sjó og aldan reið óbrotin upp að klett- um þeirra Hjá Skipstj óraniuim í brúnni voru þrír ihásetar, Einin þeinra var uiniglingspiltur, sem Skip- stjórinn 'hafði tekið fyrir bæna- stað móður hanis, fátækrar. Fað- ir haras, gamall félagi skipstjór- anis lá einihvers staðar á þeas- um slóðum í botni. Um miðaftanisleytið bilaði dýptanmælirinn. Þegar skip- stjórinm hafði bakisað við hann um stund, án áranguirs, sagðS hanin: — Farðu afturí og segðu stýrimannimuim að gera klárt handlóðið — ■Haran hafði beint Skipuin sirani til roskins háiseta. Þegar hann hafði þetta mælt lagðist hanin útí brúargluggann á ný. Pilturinin hafði legið uppað lokuðum brúarglugga bakborðs megin. Hann var athlífaður og hafði ekki tekið ofan sjöhatt- iran, en það hafði afturámóti sá 1. júní 1969 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.