Lesbók Morgunblaðsins - 29.06.1969, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 29.06.1969, Side 4
Séra Arnghmur Jónsson: KRISTINDÓMUR OG SPIRITISMI í Lesbók Morgunblaðsins 11. maí 1969 birtist grein eftir Baldvin Þ. Kristjánsson, sem er viðræða við Ólaf Tryggva- son á Akureyri. í þessari grein er mér borið á brýn, að eg hafi af ,,ótrúlegu blygðunar- leysi“ snúið út úr orðum Ólafs Tryggvasonar, er eg ræddi um kristindóm og spíritisma á veg- um Bræðrafélags Neskirkju 3. nóv. s.l., á allra heilagramessu. Ekki hefi eg haft hug á að svara hrakyrðum greinar þess- arar, en ritstjóri Morgunblaðs- ins, Matthías Johannessen, hef- ir beðið mig að birta erindi það, er eg flutti í Neskirkju, vegna áskorana er Morgun- blaðinu höfðu borizt. Birtist það hér í heild. Leturbreyting- ar hefi eg gert á nokkrum stöð- um og í tilviitmm í bók Ól- afs „Huglækningar“. Tilvitn- un þessi var tilefni greinar Baldvins og þeirra ummæla, er hann viðhafði um mig. I. Dagurinn í dag nefnist af sumum mönnum allra heilagra- messa aðrir nefna hann allra sálnamessu. Lútherska kirkjan heldur ekki allra sálnamessu, en vér tökum eftir því í messu- tilkynningum sumum, að þess er getið, að nú sé allra sálnamessa þvert ofan í það, sem alman- ak greinir. Samt voru þessir tveir messudagar til. Kirkja vor heldur allra heilagramessu 1. sd. í nóvember. Helgidagur þessi hefir einkenni sitt af þeitrri vituind kirisitiininia manina, að hér á jörð hafi lifað helg- aðir menn og sannar trúarhetj- ur, er markað hafa djúp spor og sett óafmáanlegt einkenni á alla sögu heilagrar kirkju. Þessir menn færðu Guði líf sitt að þakkarfórn. Þessa vill hin lútherska kirkja minnast og heldur fast við það að kenna þennan dag við þessa helgu menn og konur. Hvað er það þá, siem veldiw því að sumir vilja heldur halda allra sálnamessu? Hér er um að ræða einhvers konar andóf gegn því, sem kirkjan hefir iðkað eftir siðabót. Allra sáiniamœssa var h-aldin sem minn ingardagur burtsofnaðra ást- vina. Hann var í rómverskum sið haldinn 2. nóvember og ein kenndist af sálumessum og bæn um fyrir framliðnum mönnum, svo að dvöl þeirra styttist í hreinsunareldi, en þangað fóru allir, að rómverskum skilningi, nema helgir menn og börn. Þessum skilningi hefir lút- herska kirkjan hafnað af því að hann þykir ekki hafa stoð í ritningum. Hvað veldur því, að í messu- tilkynningum einstaka prests í lútherskri kirkju á íslandi skuli sérstaklega minnt á allra sálnamessu? Ég tel mig nú kominn að efninu, sem hér á að ræða, kristindóm og spíri- tisma. Eg hygg að það sé fyrir bein áhrif frá spíritismanum, að fremur er valið að nefna þenn- an dag alilra sálmamessu. Hann á að vera minningardagur fram- liðinna og höfuð hátíð spíri- tista. II Spíritisminn hefir átt gífur- legu fylgi að fagna á íslandi sem trúarskoðun um lífið eftir dauðann. Óhætt er að siegja, að ærið mikill hluti þeirra manna, sem eitthvað hugsa um trúmál, hugsi eftir leiðum spíritista svo óljósar og margbreytilegar, sem þær þó eru og vilja gera kristindóminn að trúarbrögð- um um lífið eftir dauðann. Samt var það svo, með mörg- um frumkvöðlum spíritismans, að hann var ekki hugsaður sem trúarbrögð eða trúarskoðuu heldur vísindi, vísindaleg rann sókn á yfinslkilvitleigium fyrir- bærum, sem menn álitu að tengd væru framliðnum mönn- um. Spíritismi í einhverri mynd hefir fylgt mannkyninu frá ör- ófi. Með frumstæðum trúar- brögðum ýmsum er samband og samneyti við anda framliðinna áberandi. Seiðmenn og seiðkon ur höfðu meðalgöngu um þetta samneyti. Hver er afstaða hinnar al- mennu kirkju í hinum ýmsu deildum hennar? Sú dulræna, sem fæst við að leita frétta af framliðnum, hefir ávallt verið fjærri hinni alm-einmi kirkju. Það er sjálfsagt arfur frá gyð- ingdómi, því að í 5. Mósebók er mjög greinilega varað við því að leita frétta af framliðn- um. Þetta boð hefir hin al- menna kirkja tekið alvarlega. Hins vegar bendir þetta bann til þess að talið hafi verið, að þetta væri hægt. Dæmi um þetta eru í Gamlatestamentinu auk þess sem í Ntm. eru dæmi um ótta við vofur og anda. Sé nú vikið að spíritisma nú- tímans, þá á hann margt sam- eiginlegt andatrú fyrri alda, en þó hugsuðu margir málsmet- andi forvígismenn hans sér ekki, að gera hann að trúar- brögðum heldur vísindagrein eins og eg tæpti á áður. Nútíma spíritismi er ekki mjög gamall. Hann á upptök sín í „höggunum í Hydesville" nálægt New York árið 1848, og Foxfjölskyldan var við rið- in. Þarna í Hydesville var á reiki andi farandsala nok.kurs, er myrtur hafði verið, að því er Kate Fox sagði. Eftir þetta vöktu þessi fyrirbæri geysilega athygli. Sambandi var náð við látna menn, sem vel höfðu ver- ið þekktir. Fox-systur voru miðlar. Þetta var skoðað sem ný opinberun. Fékk nú hreyfingin trúrænan blæ. Næstu ár og ára tugi útbreiddist þessi hreyfing með miklum hraða víðs vegar. Á fyrsta skeiði kvað mest að „borðdansi" og höggum. í Frakklandi tóku andar sér ból- festu í öðrum mönnum og „end urholdguðust", en síðar urðu það líkamningarnir, sem mesta athygli vöktu og voru þeir Sr. Arngrímur Jónsson jafnvel ljósmyndaðir sums staðar. Félög voru stofnuð víðs vegar um þessi fyrirbrigði. Þekktast slíkra félaga er brezka sálarrannsóknafélagið, The So- ciety for Psychical Research. Þetta félag átti ágætum vís- indamönnum á að skipa, sem vildu rannsaka þessi fyrirbæri á vísindalegan hátt. Þannig hefir það verið inn- an spíritismans, að áhangend- urnir hafa skipzt í tvo hópa. Annars vegar, — og það er stærri hópurinn og hocuum fylg- ir megnið af spíritistum, — þeir, sem trúa án verulegra heilabrota, bera barnalegt traust til fyrirbæranna og eru gjörsneyddir hinum ströngu sannanakröfum hins hópsins, sem vill beita þessi fyrirbæri vísindalegum aðferðum. Meðal slíkra vísindamanna má nefna William Crooks, Sir Oliver Lodge, ZöHinier, sitjasmifiræ'ðinig og Alfr. Wallace, líffræðing. Þessir menn rannsökuðu sjálf- ir fyrirbærin og töldu, að ekki væri hægt að vísa þeim á bug og meðal þeirra væri ósvikinn kjarni, þrátt fyrir blekkingar og svik ýmissa, sem höfðu feng ist við þessi fyrirbæri, meðal annars til að gera sér auð- tryggni annarra að féþúfu. Enda hefir sagt verið og erf- itt verður að mótmæla því, að spíritisminn „hefir frá upphafi einkennzt af vafasömum fyrir- bærum og vísum brögðum, auk inn og efldur af auðtrúa áhang- endum.“ Hvað er það, sem veldur því að útbreiðsla spíritismans hef- iir orðið silik sem raun eir á orðin? Margt kemur til. Senni- lega ber þó lang hæst þá ástæðu, sem er söknuður eftir ástvin og kærleikur til hans. Þegar menn eru beygðir eða brotnir eftir ástvinamissi, þá er samt ekkert ákjósanlegra, finnst þeim sumum, en geta eft- ir sem áður náð til þeirra. Vegna þekkingarleysis, ístöðu- leysis og fyrirfarandi sinnu- leysis um hina kristnu trú leita menn á náðir spíritismans. Kristin trú býður ekki upp á dulrænt samband við látna menn, en hún býður fram sam- félag í trú, samfélag, sem nær út yfir gröf og dauða og grundvallast á trú á Krist. Einn af frumkvöðlum spíri- tismans (A.C. Doyle) sagði þó, að ástæðan væri önnur. í bók sinni um sögu spíritismans seg- ir hann, að á hinu mesta efnis- hyggjuskeiði hafi menn tekið að rannsaka sönnunargögnin fyrir þessum fyrirbærum og þeim hafi létt og með lotningu látið þau orð falla, að tími trú- arinnar væri á förum, en tími þekkingarinnar stæði fyrir dyr um. Hvernig á að skilja þessi ummæli? Á að álykta sem svo, að spíritisminn grundvallist á raunhæfri þekkingu um það, sem áður var bundið við trú? Á að skilja þetta sem svo, að trúin og spíritisminn séu and- stæður? Meðal vísindalega hugsandi spíritista er þetta sjálfsagt svo — eða var það. En með hinum mikla meirihluta spíritista er þetta ekki þannig. Spíritisminn er trúarbrögð þeirra og beinist að einu atriði aðallega, framhaldslífi. Þessir spíritistar telja kristindóminn, eða vilja gera hann að trúar- skoðun um framhaldslíf. Spíritisminn varð ekki sér- staklega samúðarfullur gagn- vart kirkjunni. Á þetta við um allair kirkj'udeiildir. Orsök þessa er sú, ein af mörgum, að hin almenna kirkja taldi sig ekki hafa þörf fyrdir það, sem spíri- tisminn nefndi „sannanir" fyr- ir framhaldslífi. Kirkjunni nægðu orð Krists um eilíft líf, sem hefst hér á jörð í trúnni á Krist. „Eg er upprisan og lífið, hver, sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi“ Henni er trúin á Frelsarann allt, og líf með honum, að jarðvist lok- inni, er vissa hennar reist á orðum hans og styrkt af upp- risu hans. Þess vegna eru „sannanir" spíritismans, sem grundvallast á fyrirbærum ein hvers konar, í rökkvuðu her- bergi eða sal og birtast fyrir meðalgöngu miðla, alls ekki eft irsóknarverð sönnunargögn, a. m.k. ekki slík, að þau verði metin meir en fyrirheit Frels- arans, og ekki sízt fyrir það, að blekkingar, svik og óráðvendni hafa verið mjög áberandi með- al spíritista, jafnvel meðal þeirra miðla, er hæst hefir bor- ið. Ekki mun nokkur spíritisti treystast til að mótmæla þessu. Hið alvarlegasta fyrir spíri- tista er þó það, að eftir vís- indalegum leiðum hefir ekki tekizt að sýna það svo óyggj- andi sé, að fyrirbærin megi rekja til látinna manna. í þessu sambandi vil eg benda á bók Harald Schjelder- up: „Fuirður sálarilifeáme." Hún er mörgum tiltæk. Almenna bókafélagið gaf hana út árið 1963 og hefir veirið sibuðzt við hana ásamt öðru við samning þessa erindis. Hún rekurnæsta vel sögu spíritismans. Þar verð ur séð, að ekki er með nokkru móti hægt að staðhæfa með vís- indalegri reynslu, að fyrirbæri spíritismans bendi til framlið- inna manna. Hins vegar eru fyrirbærin merkilegt rannsókn arefni fyrir visindameinin og ekki minnsta ástæða til að hafna fyrirbærunum sem slíkum. Hinn „ósvikni kjarni", sem hin ir fyrri tíðar vísindamenn töl- uðu um er eftir sem áður rann- sóknarefni. Víst hafa menn komizt að athyglisverðum nið- ui'stöðum um yfirskilvitlega skynjun. Það er geysilegt rann sóknarefni sálfræðinga og sál- vísindamanna. III Þá er komið að því að spyrja, hvort kristindómurinn haii þörf fyrir spíritismann. Hinn mikli meginþorri spíritista, sem tekur við fyrirbærunum gagn- rýnislaust, telur að verið sé að rétta að kristindóminum sönn- un, sem hann hafi alltaf vant- að og geti ekki verið án. Hin almenna kirkja, í öllum deild- um sínum, hefir ekki talið ástæðu til að taka við því, sem hún ekki veit hvað er, og eng- in reynsla né sálvísindi hafa sagt að sé sönnun fyrir fram- haldslífi. Kirkjan mun að ei- lífu halda sig við orð og fyr- irheit Frelsarans um lífið hið eilífa, sem ekki mienkiir fraim- haldslíf. Hún reisir alla boð- un sína á opinberun hans og boðar Krist sem son Guðs og sigurvegara dauðans. Þetta eir verkefni kirkjunnar. En það er þá í tengslum við hjálpræðisverk Krists, sem spíritisminn í sínum trúræna búningi hefir eitt og annað að segja. Kristin trú leggur allt í hendur Guðs um það, sem við tekur eftir dauðann. Hún veit að framhaldslíf eftir hinn líkamlega dauða er ekki það takmark, sem hún boðar. Held- ur boðar hún sigur yfir dauð- anum og horfiir firam táil upprisiu alls holds á efsta degi. Meðan sá dagur rennur ekki upp, veit hún, að í trú á Krist er mað- urinn í návist Krists einnig í dauðanum. Þannig talaði Páll postuli um það, að hann lang- aði til að hverfa héðan og vera með Kristi. Þetta boðar krist- in trú. Líf í návist Krists, þeim, er við hann vilja kannast. Hún talar um lifandi von, arfleifð á himnum, óforgengilega fyrir upprisu Krists. Hún boðar, að vér verðum honum líkir, þegar hann birtist á efsta degi. Hún ræðöir ekki um það hvemig því lífi sé háttað, sem í vændum er, aðeins að það sé líf í návist Krists. Ekkert af þessu boðar spíri- tisminin og hef.'r þó ekikiert ó- yggjandi að byggja á í boðun sinni nema óskhyggjuna eina. Spíritistar segja, að eftir dauð- ann sé um ýmiss tilverusvið að ræða og megi jafnvel heimfæra þetta til 14. kap. Jóhannesar- guðspjalls, þar sem talað er um hin mörgu híbýli. En þessi ritn ingarstaður merkir ekkert slíkt, enda ekki sagt að þessi híbýli Fnaimih. á bls. 12 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 29. júinií 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.