Lesbók Morgunblaðsins - 29.06.1969, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 29.06.1969, Side 5
BÖKMENNTIR OG LISTIR ÞÁ BARNIÐ FINNUR SMÁSAGA eftir Qliver Pell Það var síðdegis, og logn og sólin lágt á lofti. Keila og hin fjöllin spegluðust í sjónum og olíuskip sem stefndi til hafs. Það var nýhafið aðfall og sandurinn þurr í fjörunni, þangað til gára bleytti hann, ein sem náði lengst og svo tvær aðrar. Átta ára gamall drengur sat á steini. Hann var í stuttbux- um og með axlabönd, — grann- ur með þunna vanga og há kinnbein. Augun í honum voru djúp og kyrr, og hárið frammá ennið. Hann horfði út á sjó- inn, á fjöllin og skipið í honum. Skammt frá var annar dreng ur, lítið eitt eldri, kannski tíu ára. Hann var í síðum buxum og með belti, — ekki grannur og ekki feitur, — burstaklipptur, fríður og fjörugur. Hann hljóp um og tiínidi fliata steina og fleytti kerlingar og masaði í sí- fellu og hló. — Ég keyrði traktorinn, allt nema slá, kallinn gerði það sjálfur. En ég gat það alveg, — þá hefði hann orðið að ganga á eftir með hrífu, — — sástu þetta? Hrópaði hann, — sextán, sautján, átján — nýtt met, — mikið svakalegt maður ha? varettekki flott, hvað hefir þú getað mest, ha? Hinn svaraði ekki, bara horfði og það eins og dimmdi í aug- um hans, þegar kerlingar hins brutu hafflötinn og myndina í honum. Hann beið og sá hana raða sér saman að nýju, Keilu og hin fjöllin og olíuskipið. Þeir voru að hittast í fyrsta sinn, eftir sumarið. Höfðu báð- ir verið í sveit. — Villt þú prófa, — hér ar einn ægilega góður, fimmtán kerlinga steinn ef þú vandar þig. Sástu áðan, átján kerling- ar? hrópaði hann og var mont- inn á svipinn og lyfti öxlun- um, og inniyf'luinum upp í brjóst. — Ég þekki engan sem fleytir ótján, hérna prófa þú. Hann rétti stein að vini sínum. — Nei, sagði hann, þá brotn- ar myndin. — Hvaða mynd? — í sjónum. Só eldri leit af vini sínum og þangað sem hann horfði og sá olíuskipið. — Uss, það eru alltaf olíu- skip maður, þetta er meira að segj a ekkert stórt og skítugt. — ... og Keila og hin fjöll- in. — Þau eru þarna lika alltaf. — Já, ég veit það, en það er eitthvað fleira þarna líka. — Fleirra, hvað svo sem, Bessastaðir kannske? — Nei, eitthvað sem ekki sést. Sá eldri hætti að skima eftir fleiru og leit snöggvast á vin sinn, siem alitiaf var jaifn al- vörugefinn og hæglátur. — Hvað er það sem ekki sést? spurði sá eldri. — Ég veit það ekki. — Hvernig veiztu þá um það? — Ég, ég bara finn það. Spíttbátur kom með landinu og frussaði hvítu striki, frá stefni og aftur fyrir sig. Eldri drengurinn fagnaði honum, því þá lauk þunganum af svari vinar hans. — Nei, sérðu maður, svaka kæna og fartin, úúúúú, æðis- gengið, — finnst þér það ekki æðisgengið. Svona vildi ég eiga, og hljóðin í honum mað- uir. Hainin hoppaði af hmfniingu og lét öllum illum látum, en báturinn þaut hjá og varð fljótt eins og hvítur díll inn við Reyni staðavör. Yngri drengurinn hafði snú- ið baki að sjónum og teiknaði mynd af hundi í sandinn við fæt ur sínar. Hinn sá að hafmynd- in var brotin í mask og hann stillti sig og leit á mynd vinar síns. — Hvað ertu að teikna, hund? spurði hann, til að missa ekki sambandið. — Tobba. — Það var líka hundur á mínum bæ, ægilegur vin- ur minn, — gelti í alla bíla og drap minka, á ég að segja þér, einu sinni . . . — Nú er Tobbi dauður. Greip hinn frammí fyrir honum. Svolítil þögn. — Dauður, hvað kom fyrir hann, var keyrt áann? — Nei. Þögn — Það var svona veður eins og núna, nema það var í vor. — Já. — Við vorum að keyra skít, fjósaskít. Það var ósköp heitt. Flugurnar settust ekki á mann, heldur hengi í bunkum í loft- inu. Við mokuðum gamlan skít. Hann teiknaði afstöðuna í sandinn um leið og hann sagði frá, og hinn drengurinn fylgd- ist með af áhuga. Húsatóft með dyrum fyrir vagn, hestvagn og hestur fyrir. — Tvistur var fyrir vagn- inum, og hann hengdi alltaf hausinn og eina löpp og dott- aði meðan vagninn fylltist. Það var svo heitt, loftið var þykkt. Og svo einu sinni, við vorum að byrja að moka í vagninn, vorum að komast að fyrstu pás- unni, — þá kom Tobbi grey- ið, óguirliegia svekikjelisisleiguir með hausinn oní jörðinni og rétt diriattaðiist áfnam. Og Tviist- ur svaf, með hausinn og eina löpp hangandi. Já, kannski svaf hann. Tobbi ætlaði að leggjast í skuggann undir Tvisti, — en af því að Tvistur sá hann ekki þegar hann kom, — þá brá honum svo svakalega, þegar Tobbi geispaði með ískri, — að hann varð brjálaður. Hann reigði hausinn upp í loftið, rak upp skaðræðisvein og hentist alveg óður niður tún. Annar kjálkinn á vagninum fór á kaf í jörðina og vagn- Fraimihald á bis. 10. Mánaskin Lítil fleyta rann úr vör í Karasakí. í afturelding var hún horfin í hafdjúp — en máninn skein sem áður. Fujiwara no Kuniyuki (á lltu öld). Tungíid í Kína Með hægð beini ég sjónum mót himni. Svífur þar efra sama tungl, sem í bernsku minni lýsti yfir Míkasa? Abe no Nakamaro (701—770). Þráinn Bertelsson þýddi úr sænsku. 29. júmá 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.