Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1969, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1969, Blaðsíða 7
Hvalstöð á matartíma. enn við sama heygarðshorniðj þegar hann segir henni ástæð- una íyvir því að hann valdi Byron sem einn aðalpennavin ferðarinnar. Aðeins einu sinni hefurhann næstum gleymt Wordsworth og óbeit sinni á því að upphefja og lofsyngja Móður Náttúru. í fyrsta versi ljóðabréfsins til R. H.S. Crossmann, Esq. hrífst hann af stórkostlegu útsýni á söguslóðum Njálu. Hann byrj- ar kvæðið með rómantískum til- þrifum: A glacier brilliant in the heights of summer Feeding a putty-coloured river: a field, A countryside collected in a field To appreciate or try its strength; Two flags twitter at the entrance gates. (bls. 89) En — þetta er allt og sumt. í öðru versi eru það forvitin börn í hlaðvarpanum, sem draga að sér athygli hans því að þau vilja komast að raun um hvort ókunnugi maðurinn sé annað og meira en draugur. Og jafnvel þótt atburðir Njáiu standi honuim ljóslifandi fyrir sjónum truflast hugur hans sí- fellt af nútíðinni, sem er al- gjör andstæða hugmyndarinn- ar: The wraps of cellophane tom off From cigarettes flit through the glass Like glittering butterflies, I must see all. (bls. 90) Sé fyrsita vísian eikiki teikin með eru athugasemdir hans um náttúruna allar á einn veg. Náttúrulýsingarnar eru enn ítarlegri í óbundnu máli. Til konu sinnar skrifar hann: — Ég hef verið á Þingvöllum þar sem fegurðarlager lands- inis er og þar er vissulega reglulega snoturt, en hóteiið er troðfullt af fyllibyttum á hverju kvöldi. Mjög falleg stúlka kölluð Toppy, bað mig að hringja til sín, þegar ég kæmi aftur. (bls. 108) Á Hólum dvelst hann í um það bil einn dag og veit hreint ekki hvað hann á að ger® af sér meðan hann bíður eftir rút- unni: — „Fór í rtiðtúr í morg- un og flæktist um eftir hádegi. Útsýnið af kamrinum er dá- samlegt." Tólfti kafiinn er ábyggilega skrifaður af Auden vegna þess að stíllinn, tónninn og umtals- efnin eru mjö.g i anda þeirra bréfa, sem hann skrifar öðrum eins og t.d. konu sinni. Þetta er sniðug blanda athugasemda um ferðalagið — bugsiana, áhrifa, óþæginda Hann tekur sér gerfi kvenmanns, sem ferð- ast á hestum mtð stúlknahóp. Þetta hlýtur að vena ferðin, sem hann nefnir í síðustu hend iinguim þriðja hliuta bréfsimis til Byrons. Auden er þá Hetty, sem skrifar til Nancy og Mai- sie er sjálfsagt Louis Mac- Neice. Ferðin er óslitin röð ó- þægilegra daga og nátta í tjöld um og lekum kofum, í rigningu, án kaffis, etandi Hángikýll (hangikjöt), eða dósakjöt. Regluleg Wordsworth-ferð loksins: — Við eruim að fara í kring- um eitthvað, stm kallað er Langjöbull. Ef þig langar til að bena orðið rétt fram verð- urðu að hreyfa munninn til baggja hliða samtímis, draga tunguna inn fyrir úfinn og biðja til heilags Davíðs af Wales. Lang þýðir long og jöhull þýðir glacier, uppörv andi finnst þér ekki? Hvers vegna við erum að þessu er mér ailveg huilið oig eif það er nauðsynlegt — HVERS VEGNA, Ó HVERS VEGNA á þennan hátt? (bls. 154—5) ,,Hún“ er ekkert hrifin af fossum og „hana“ langar til að vita hvað er svo merkilegt við þá. Um Gullfoss: — Um morguninn meðan hin- ar fóru að horfa á regnboga- úðann frá Gullfossi gerðumst við Maisie félagsskítur í fyrsta sinn og læddumst .inn í kofann, sem sér flökkurum fyrir fæðu og fengum þar ágætis kaffi. (bls. 162) Seinna eru þær við Hvítanes, Hvítá og Langjökul og er sá staður jafnan talinn hvað magnaðastur fyrir ferðamanna- strauminn: — Þetta landssvæði væri vissulega tilvalinn staður fyr ir Helvíti. Það minnir mig á myndskreytingu Gustave Doré á Inferno. Mosinn, sem hylur allt minnir á rústir og maður sér fyrir sér sálir spilltra heimspekinga með mosavaxin skegg sitjandi hér og hvar á hvössum stein- um þar sem þeir iðrast falskra loforða sinna. (bls. 164) Auden er vissulega í essinu sínu yfir því að geta verið nap- ur og háðskur hvað varðar hluti, sem allir hafa komið sér saman um að lofa og prísa. Sam ferðarfólk hans er yfir sig hrifið af því að ferðast á svo- til óþekktum slóðum. Hann, eða réttara sagt hún, segir: „Á miðju íslandi ei aðeins um þrenns konar landslag að ræða — Grjót, Meira Grjót og Ek'k- ert Nema Grjót.“ Jafnvel Þing- vellir, sem hann þó þekkir úr Sögunum koma honum ekki úr jafnvægi: — Þingvellir heitir sá staður þar sem áður var the Thing, en það er nafn á því, sem við kölluim parliament og fyr irtaksnafn, finnst þér ekki? Það er SÖGUSTAÐURINN. Ekki svo að skilja, að þar sé nokkuð að sjá nema jarð- fræði, en það er skemmtileg jarðfræði — sprungur og svo leiðis. (bls. 187) En það, sem bætir upp alla þessa jarðfræði og er eins kon- ar hámark ferðarinnar (af því að hainn hefur áhyggjur af þvi að geta ekki lýst því nógu vel) er — hvalur: — Ég vildi óska þess, að ég gæti lýst hlutunum vel, vegna þess að fallegasta skepnan, sem ég 'hef nokk urn tíma séð er hvalur. Hann sameinar töfra þess, sem er lifandi, stórkostlegt og fín- legt og starfræna fegurð nú- tíma tækni. Sjötíu tonna hval ur lá á dráttarbrautinni eins og risavaxin og virðuleg her- togafrú, sem var að búa sig undir dansleik. Að sjá hann rifinn í sundur með gufu- vindum og krönum nægir til að gera mann að jurtaætu það, sem eftir er æfinnar. (bls. 147) Eins og náttúrulýsinigar Audens og „áhugi“ hans á landslagi sýna kom hann ekld til íslands til þess að skoðia fjöll og fossa. Aðalerindi hans var að kynnast íbúum þessa lands og hvað þá kynningu snertir eru athugasemdir hans ekki öfgafullar og hirðuleysis- legar heldur marghliða og gaumgæfilegar. Áhugi hans beindist að fólkinu sjálfu og hann var mjög næmur og glögg ur athugandi þeirrar menning- ar, sem það bjó við. Þegar hann kom hingað til landsins voru hugmyndir hans um ís- lendinga samtíðarinnar mjög ó- ljósar. Hann hefur heyrt því fleygt, að hér sé kímnigáfan af mjög skornum skammti og þesis vegna tekur hann með sér slangur af enskum bókmenntum. Þekking hans á persónum ís- lendingasagna veldur þvi, að hann gerir samanburð á kyn- slóðum, sem varla er hægt að búast við að eigi nokbuð sam- eiginlegt annað en jörðina sem þær ganga á. í bréfi til konu sinnar segir hann: — Ég sendi þér sdtt af hverju, sem þér kann að þykja gam- an að. Ævintýrið, sem ég rakst hér á aftur var uppá- baldssagar. mín, þegar égvar lítill og pabbi las hana oft fyrir mig. Hefði ég ekki . þekkt þessa sögu býst ég ekki við, að ég væri hér nú. (bls. 148) Sagan er um tröllskessuna Gellivör, sem varð honum að litlu liði til að skilja íslend- ing samtíðarinnai þótt hún sé frumstæð í háttum sínum. En Auden beitti eigin aðferðum við að skoða þjóðarsálina og þær aðferðir nægðu honum til þess að mynda sér skoðun um þjóðina og menningu hennar. Fyrsta athugun hans var hvað samtímiahöfundar og skáld hefðu fyrir stafni. Hann komst að þeirri niðurstöðu, að ís- lenzkur skáldskapur fylgdi ennþá rómantísku stefnunni, enginin „núlíma“ skóildisfkapur og hann setur fram dæmi um það hve staðnað ljóðformið hafi ver ið. Allir kunna að setja saman góðar vísur og það má lesa á milli línanna, að stöðnumin sé hér að verki. Þetta er orðdnn jafn hversdagslegur hlutur og að bursta í sér tennurnar og lesa morgunblöðin. fslenzku rithöfundarnir skrifa, segir hann, um eigið land, tilfinn- ingalíf bænda og fiskimanna og baráttu þeirra við náttúruöfl- in. Þeir gera fátt annað en endurtaka sjálfa sig í bók- menntum. Auden tefhr fram at- hugasemd, sem annar ferðalang ur á undan 'honum hefur um þetta að segja: — Þau þögðu í nokkrar mín- útur, svo byrjuðu þau að hvísla hvert að öðru, „Hún skrifar. Hún skrifar." — Pfeiffer (Sheaves from Saga land). (bls. 70) Bókmenntirnar eru þó kannski ekki alveg eins illa á vegi staddar og þetta virðiist benda til því að þriðji ferða- langurinn segir urn Pfeiffer: (Lygari: eða Miles um Pfeiff- er) — Þegar hún ekki vísvitandi segir hrein ósannindi, eru til gátur hennar urn þessi lands- svæði, sem hún hefur ekki heirnsótt — en segist þó hafa komið til — vitni þess, að hún er lélegur tiigátu- smiðlur.“ — Miles. (bls. 73) Með þessu virðist Auden vera að segja: Til hvers eru eigin- lega ferðabækiur7 Samt sem áð- ur heldur hann áfram af fullri alvöru að rannsaka menningu fslendinga. Aðrar listgreinar eru ekki betur á vegi staddar: „Mín eigin reynsla segir mér ekki mikið ennþá. Hér er eng- in byggingalist og stytturnar á almannafæri eru flestar róman tískar Víkingamyndir." Þetta segir hann í bréfi til konu sinn- ar og seinna: „Á síðustu 15 ár- um eða svo hefur risið hér þó noiktkur hópur íslenzkra list- málara og verk þeirra blasa við á öllurn veitingastöðum, skólurn og opinberum bygging- um. Ég hef séð nokkur höfuð eftir mann, sem heitir Kjarval og mér fundust þau góð, eina eða tvær landslagsmyndir eft- ir ónefnda höfunda og and- litsmynd, sem bóndi nokkur gerði aif mó'ðuir sisnini, en Cé- zanne hefur ekki haft góð á- hrif á þá.“ Hið sama er að sagja um tónlistina og bók- menntirnar: „Því miður er tón- listin næstum því alltaf sú sama, sálmalagabókin og söng- lagabókin með Gaudeamus-lög- um, öll fnekar pom po pom pom.“ Og ekki batnar það, þeg- ar Hetty leggur orð í belg um islenzka list: — í Reykjavík er aðeins einn merkilegui hlutur og það er höggmyndasafn eftir mann, sem heitir Einar Jóns- son. Verstu höggmyndir, sem ég hef nokkurn tíma á æfi minni séð, og þá er mikið sagt. Fyrst og fremst eru nú myndirnar úr gipsi og þú veizt hvað gips verður ógeðs- legt, í öðru lagi eru þær all- ar, eða næstum allar, RISA- STÓRAR, í þriðja lagi eru þær táknrænar Og táknin, mín kæra, eru svona eins og þeir notuðu í Akademíunni áður en einhver gerði upp- steyt, eða voru það aflieiðing- ar stríðsins? Þú veizt — Tím inn dregur stígvélin af Ei- lífðinni með annarri hend- inni meðan hann ýtir úlfisn- um burt með hinni. Og Hetty hefur ýmislegt fleira til málanna að leggja um íslenzka menningu. Botninn slær hún í mál sitt með því að lýsa því atriði, sem fer hvað mest í taugarnar á ferðamanni, en það er MATURINN. fs- lenzk miatargerð fer svo í taug- arnar á Auden, eð hann lýsir henni æ ofan í æ Látum það vera þótt listin sé frumstæð, fs- lendingar kunna ekki að búa til mat! í Wordsworth-ferðalag inu kringum Langjökul niður í Borgarfjörð verður hann að draga fram lífið á hangikjöti, harðfiski og kindakjöti í dós- um og þetta finnst honum allt vera mesta óæti og þegar hann kemur, eftir allar þrengingarn- ar, að Kalmannstungu segir hann, þ.e.a.s. Hetty: „Þegar Is- lendingar leggja sig hvað mest fram setja þeir brilljantín í súpuna, eða baneitra hana með möndlum ... “ En til þess að sýna, að staðurinn sé ekki al- gjörlega menningarsnauður er frásögn Hetty af heimsókninni á geðveikrahælið að Kleppi: — Dr. Sveinsson (læknir hælisins) talaði þó ekki neitt um spíritisma, en okkur duld ist ekiki hin ástiíða hans, sem er latíima. Hann er vanur að slá yfir í latínu i miðju sam- tali, en það kom dálítið flatt upp á okkur Maisie, því að kunnátta okkar í klassískum fræðum er hreint og beint farin að ryðga eins og sagt er ... Það er þó geysilega áhrifamikið, þegar Dr. S. snýr sér allt í einu að manni við kaffiborðið og segir af miklum skaphita: „Juppiter iratus buccas inflat“ eða „Multae sunt viae ingeni huimani.“ Þetta er þá sú mynd, sem Auden fær af íslenzkri menn- ingu árgerð 1936. Engan skyldi undra þótt hann yrði ekki yfir sig hrifinn. En ef til vill er þetta ekki svo slæmt, þegar þess er gætt, að ástandið á meginlandi Evrópu var lítið skárra. í bréfinu til Byrons rekur hann þó nokkuð ítarlega listþróunina í Evrópu þar sem allir eru svo uppteknir af því að græða peninga eða svelta, að þeir hafa engan tima til þess að njóta listar. En á meg- inlandinu eru þó ýmsir hlutir, sem ísland getur ekki státað af. Auden kýs heldur stórkostlegt byggiingalistaverk en eldfjall — hann nefnir það ekki að hafa Framihialid á bls. 13. 17. áigúst 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.