Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1969, Side 10
SVIPMYND
NORMAN MAILER
N. ,
■i'u arar vel hjá Norman
Mailer. Eftir skrykkjóttan fer-
il sem skáldsagnahöfundur hef
ur hann haslað sér völl sem
frumlegasti fréttaritari í Banda
ríkjunum, unnið verðlaun fyr-
ir frásagnir sínar af pólitískum
ráðstefnum árið 1968 og mót-
mælagöngu að Pentagon vegna
Vietnam-málsins. Nú nýlega
lagði hann síðustu hönd á nýj-
asta ritverk sitt, söguna um
geimfarana og tungllendingu
þeirra.
Þessi úfni sköpunarandi frá
Brooklyn getur varla talizt
dæmigerður Ameríkumaður. En
á áratug þar sem landið hefur,
eins og Mailer orðar það „öskr
að eins og helsært naut“, virð-
ist hann hafa lýst með orðum
og gerðum meira af ótalaðri
hugsun, þrá og kvöl lýðveld-
isins en nokkur annar ein-
staklingur, að sumum forsetun
um meðtöldum.
Skoðanir hans eru, að vísu,
mjög flokksbundnar og mótað-
ar af hams eigin fremur rugl-
ingslegu tegund gerbótastefnu.
Engu að síður eru þær ófrá-
víkjanlega og einlæglega al-
amerískar í anda. Beizkar vissu
lega, fyndnar, klúrar, oft uppi-
vöðslusamar, en þær láta í ljósi
þá löngun sem jafnvel harð-
svíraðasti republikani getur
fundið fyrir eins og gigtarverk
í beinunum.
Hann er tengdur landi sínu
sterkum böndum, en jafnframt
ofsalega frábitinn þeirri braut,
sem það er á. Mailer er þraut-
seigasti túlkandi samtímans á
hinum ameríska draumi. Ein-
hvers staðar ininira með homium
er rómantísk, Whitmönsk til-
finning fyrir sígrænum, blund-
andi möguleikum lýðveldisins
— vonin um siðferðisgöfugt
landnemalýðræði, sem bíði upp
götvunar handan við næsta
götuhorn. En skarpskyggni
hans — „hæfileikinn til að
koma auga á pólitíska hnign-
un“ eins og einn gagnrýnand-
inn orðar það — segir honum
að Draumurinn sé orðinn að
draug, sem vekúr til skiptis
skelfingu og vonbrigði. Hann
veitir athygli siðferðilegum á-
hrifum Vietnam deilunnar, upp
þotum svartra og viðbrögðum
hvítra, ómennsku og stjórn-
leysi borganna en þó einkum
þeirri staðreynd, að hin póli-
tíska mannfórnavél hindrar all
ar aðgerðir í þessum málum.
Óþarfi er að minnast á að
aðrir og hæfari gáfumenn en
Mailer glíma að staðaidri við
þennan vanda. Sérstaða Mailers
er í því fólgin að hann tekur
glöp og galla ættjarðar sinnar
sem persónulega smán, högg í
kviðinn. Ringlun og vanlíðan
hins ameríska þjóðfélags tekur
hann til sín: gæti hann aðeins
kveðið niður þennan draug
myndi hann læknast. Nánast
hver bók og pólitísk útrás, sem
komið hefur frá honum er enn
ein lota í hinum endalausa bar-
daga. Hann gengur á hólminn í
hvert skipti með örþrifabjart-
sýni fyrrverandi meistarans,
sem vill reyna aftur við titil-
inn. Hann kreppir málfarið,
sveiflar setningunum, stundum
með erfiðismunum og slær vind
högg en hittir oft beint í mark.
Þégar bjallan tilkynnir leiks-
lok og heimsmeistaravofan er
enn uppistandandi, hin sið-
lausa Ameríka enn jafn sið-
laus, dregur Mailer andann
djúpt og býr sig undir að reyna
aftur frá annarri hlið. Hann
vantar sannarlega ekki þol.
Sem rithöfundur hefur hann
töluverðu af að státa þetta ár-
ið. Fyrir frásögn sína „Armies
of the Night“ af göngunni til
Pentagon, hlaut hann Pulitzer
verðlaunin og National Book
viðurkenninguna. Saga hans af
tungllendingunni færir honum
að líkindiuim um 800.000 doll-
ara í aðra hönd fyrir bókarút-
gáfu og kvikmyndunarrétt. En
á mælikvarða eigin framgirni á
hann þó enn langt í land. Fjöru
tíu og sex ára gamall er hann
enn sami umbrotamaðurinn og
innhverfi leitandinn þótt væg-
ari sé en fyrr á árum, staðráð-
iinm í að skirifa einhvem tíma
skáldsöguna miklu, sem á að
„breyta meðvitund okkar tíma“.
Þótt rangsnúið kunni að virð
ast einbeitir hann sér samt
ekki að þessu verkefni, held-
ur eyddi kröftum í að þramma
um götur borgarinnar síðastlið
ið sumar í kosningabaráttu um
borgarstjóraembættið í New
York (og léttdst um sjö kíió á
meðan). Sú barátta var von-
laus frá upphafi, og úrslitin
þar sem Mailer hlaut aðeins
fimm prósent atkvæða í útnefn
ingu demókrataflokksins, voru
nákvæmlega eins og við var
búizt.
M
frlailer ólst upp í Brooklyn,
New York, sonur fátæks bók-
haldara sem var Gyðingur.
Fjölskyldan nurlaði saman næg-
um peningum til að senda hann
á skóla í Harvard. Þar las
hann flugvélaverkfræði en
gekk með „gelgjulega ást“ á
þeirri hugmynd að verða rit-
höfundrur. Hciirm sigraðii í smá-
sagnasamkeppni og skrifaði
eina mjög lélega skáldsögu áð-
ur en hann var kallaður í her-
inn árið 1944.
Útkoman varð „The Naked
and the Dead“, allmögnuð og
raunsæ saga, mikið skuldbund-
in Hemingway, Dos Passos og
öðrum slíkum átrúnaðargoðum
höfundarins. Að vissu leyti var
hún success d’obscéne eða sig-
ur ruddaskaparins, þar eð hún
vakti skielfiogu suimna vegmia
mikillar notkunar dónalegra
orða, en seldist hinu vegair í
250.000 eintökum, hlaut mikið
lof gagnrýnenda og skaut
Mailer upp á tindinn 25 ára
gömlum. Það segir mikið um
ráðvendni hans sem rithöfund-
ur að honum var þvert um geð
að komast þangað svo snemma,
vitandi að hann átti margt betra
ógert.
Gagnstætt öðrum skáldbræðr
um sínum hefur Mailer aldrei
sótt innblástur að neinu ráði í
gyðinglegan uppruna sinn. Þar
sem þetta vantaði, eyddi hann
um miðbik rithöfundarferils
síns löngum stundum í ákafa
sjálfsgreiningu, leit að vísi að
einhverju stóru. Hann sökkti sér
niður í dulrænt afbrigði Marx-
isma. Úr þessu varð önnur
skáldsaga, „Barbary Shore“,
sem féll ekki í góðan jarðveg
hjá gagnrýnendum og sama
varð uppi á teningnum með
næstu bók, „The Deer Park“,
vonbrigðasöguna um Holly-
wood, sem hann var í fjögur ár
að skrifa og endurskrifa og
átti í miklum brösum um við
útgefendur varðandi takmörk
sóðaskaparins.
Hann telur hana enn sína
beztu bók og sú ónáttúra gagn
rýnenda að verða ekki hrifnir
af henni líka, rak enn á eftir
honum í glímuna við eigin von-
ir og vonleysi. Frami, frægð og
endemi Mailers hafa að miklu
leyti haldizt í hendur en á
þessu tímabili fékk hið síðast-
nefnda nokkuð forskot. Fregn-
ir gengu af vínstofuryskingum
og árás á siðari eiginkonu
hans.
Næstu bækur hans voru
safn ritgerða, hugleiðinga og
sjálfskoðandi bollalegginga,
eins og „Advertisement for my-
self“ og „Presidential Papers“.
Mailer lítur í ríkara mæli en
aðrir rithöfundar á verk sín
sem læknandi skriftastól, að-
gerð til að staðsetja sjálfan sig
sem rithöfund í pólitísku um-
hverfi. Af þessu stafar hin
undandráttarlausa bersögli,
sem éinkennir ritgerðir hans
og jafnframt hið atburðaríka
félagslíf hans. Þessi hreinskilni
er annað og meira en angi af
sannleiksást Georgs Washing-
tons. Hún felur í sér vott ör-
væntingar, þá tilfinningu að ef
hann slái af andartak muni
hann kafna í því mollulofti úr-
drátta og hálÆlygia sem krimg-
um hann er. Eðlilegt væri að
þetta eyðilegði alla vináttu en
það virðist það ekki gera. Aft-
ur á móti getur það spillt verk-
um hans. Eigi hann að velja um
listrænan aga eða það að viðra
ára sína og gefa þeim lausan
tauminn, mun Mailer ávallt
taka síðari kostinn.
í einni bóka sinna minnist
Mailer þess að vera vakinn
með fréttinni af morði Bobby
Kemmiedyis. Skefltfimiganóp hamis:
„Nei! Nei!“ er átakanlegt. Það
er ósvikið og kemur frá hjart-
anu, og dæmigert fyrir Mailer.
En sama er að segja um óþarfa
og óviðeigandi frásögn hans af
því, að síðari hluta þessa sorg-
ardags hafi hann varið í fram-
hjáhaldi.
Þetta er sú tegund sálar-
fræði, sem gert hefur hann að
eins kioniar heitju aillkia hiruna
ungu byltingarsinna, þjóðfé-
lagsandstæðinga, hippía, eitur-
lyfjaneytenda, svertingja, mót-
mælastúdenta, þeirrar skugga-
hliðar menningarinnar, sem
hneigist til samhengislausra
öfga. Mailer tekur meistara-
hlutverkinu með kímni og lítil-
læti. En hann varast að fylla
neinn flokk er gæti haft áhrif
á hreinskilni hans sem einstakl
ings. Hann er eins manns mun-
aðarleysingjahæli, sem er
reiðubúið að taka við öllum
olnbogabörnum lýðveldisins.
Hann hefur að nokkru leyti
fært í búning hugmyndir þess-
arar neðanjarðarmótspyrnu.
Fréttabækur hans, „Armies
of the Night“, og „Miami and
the Siege of Chicago", (um ráð-
stefnurnar) sýndu hann upp á
sitt bezta. í báðum bókunum
nefnir hann sjálfan sig „frétta-
ritarann", en eins og einn am-
erískur gagnrýnandi segir,
„enginn nema skáldsagnahöf-
undur gæti skrifað mannkyns-
sögu svo gáfulega, glettna, hnit
miðáðia og iiifamidi, svo mionainidi
af mannfólki á hinu mikla sviði,
sem er bandarískt lýðræði . . . “
Þessar bækur hefði enginn get
að skrifað nema Mailer, vegna
þess að í þeim er litið með von-
gleði og þó með illu auga á
trosnaða jaðra Draumsins.
Hann getur virt fyrir sér að-
stoðar útfararstjórann Tricky
Dick með móðgandi nákvæmni
en samt verið vongóður vegna
þess að forsetinn Nixon virðist
hafa lært eitthvað um sjálfan
sig, hafa hlotið örlitla synda-
lausn. Hann langar að finna til
með Euigene McCarthy, hinum
heilbrigða og réttsýna frjáls-
hyggjumanni, en Mailer hrekk
ur enn frá — hinn dyggðugi
vegur frjálshyggjumannanna
er honum of auðveldur.
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
12. ofctóbeir 1969