Lesbók Morgunblaðsins - 02.11.1969, Síða 4
BÖKMENNTIR
OG LISTIR
íslensk nútímaljóðlist:
17. grein
Ettir Jóhann Hjálmarsson
MYNÐIN OG YREOSEPNID
EINAR BRAGI hóf feril sinn
sam ljó'ðakéld mieð bcikiinini, Eitt
kvöld í júní, árið 1950. Ljóð-
in kallaði hann „óbundnar im-
pressjónir" og er sú skilgrein-
ing ágæt. Eitt kvöld í júní, er
ekki minnisstæður skáldskap-
uir, en það er viss fensk-
leiki yfir bókinni, eins og stund
um á sér stað um frumsmíðar.
Af fáijmjkienin'duaii tili-ajuinium
skáldsins mátti ráða, að það
væri ekki metnaðarlaust. Þær
grunsemdir staðfesti Einar
Bragi með því að gefa út nýja
Ijóðabók að tveimur árum liðn
um: Svan á báru.
Einar Bragi
í Svani á báru, eru 17 ljóð,
og 3 þýðingar á ljóðum eftir
Federieo García Lorca aftast í
bókinni. Verkum García Lorca
mun Einar Bragi hafa kynnst í
Svíþjóð á námsárum sínum.
Hann hefur sýnt García Lorca
ræktarsemi með því að semja
langa og ítarlega ritgerð um
hann, sem birtist í Tímariti Máls
og menningar, 1. h. 1954, einnig
þýtt leikrit hans Hús Bernörðu
Alba. Þó heyra megi bergmál
frá ljóðagerð García Lorca í
bókum Einars Braga, virðist hon
um ekki hafa tekist að notfæra
sér kynnin af verkum skálds-
ins til frjórra áhrifa. Ljóð-
mynd Einars Braga er í eðli
sínu mun hefðbundnari en tíðk
ast í evrópskum nútímaskáld-
skap, en hann er þó einn af
þeim fáu íslendingum, sem ort
hafa prýðileg prósaljóð eða
Ijóð í lausu máli.
I Svani á báru, er eitt prósa-
Ijóð, sem í endurskoðaðri út-
gáfu nefnist Leysing, og er á
þessa leið:
Einn morgun þegar við opn-
uðum augun stóðum við saman
mörg börn á bakka fljótsins og
spurðum undrandi hvaðan
okkur hefði borið að, því við
bárum ekki kennsl á hvert
annað, vissum þó að öll vorum
við systkin. Við horfðum niður í
hylinn, sáum andlit okkar í
tæru vatninu og fórum að
syngja af fögnuði. Vonglöð
lögðum við af stað niður lyng-
græna hlíðina, komum undir
sólsetur að ósnum. Þegar við
litum myndimar titra órólega
á skolgráum streng fljótsins
urðum við skelfd og vildum
snúa aftur. En ofan úr hlíð-
inni heyrðust ungar raddir sem
sungu: leysing leysing. Þá
lögðumst við fegin til hvíldar
á hvítri ströndinni. Um lág-
nætti kom hafið og breiddi yfir
okkur bláa öldu til þess að
okkur yrði ekki kalt meðan við
svæfum.
Leysing, vitnar um listræn
vinnubrögð, einfalt en þó vand
að málfar eins og Einari Braga
er tamt. Ljóðið er þannig
byggt, að engu orði virðist of-
aiuikiB; hefðd sikiáildið kosið breið
ari stíl, er hætt við að þessi
geðþekka mynd hefði sundrast.
M.a. fyrir vald Einars Braga á
hugsun sinni, trúverðugleik
hans við þá mynd, sem hann
vill sýna, er Ijóðagerð hans vel
þess virði að henni sé gaumur
gieifiom.
Það er sorg mín og hamingja,
að hjartsláttur lífsins
heldur fyrir mér vöku.
Þessi játning, sem er um leið
nokkurs konar stefnuskrá, er
kennileiti Svans á báru, og
stendur sem einkunnarorð. Ljóð
Einars Braga emi bæði mann-
leg og mannúðleg þrátt fyrir
það, að skáldið ástundar tíðum
fágun, setur vandaða vinnu of-
ar öðrum kröfum, sem venju-
lega eru gerðar til skáldskap-
ar. Hagmælska er Einari Braga
í blóð borin, enda glepur hún
honum stundum sýn, og hefur
eflaust komið í veg fyrir að
hann yrði tillitslausum módem
isma að bráð. Ljóðið, Heiim, úir
Svani á báru, er gott dæmi um
kveðskap Einars Braga:
Munblíð gegnum
minninganna
mistur skín
snauðum harða
hungurvíkin
heimbyggð mín.
Barnsins undrun
bjarta gleði
bitra sorg
glatast mér
í glaumi þínum,
glæsta borg.
Góða veröld,
gef mér aftur
gullin mín:
lífs míns horfna
Ijósa vor,
ég leita þín.
Það er enginn „formbylting-
armaður“, sem þannig yrkir,
enda taldi Magnús Ásgeirsson
Einar Braga í hópi þeirra
skálda, sem „leitast við að yngja
upp hin gömlu ljóðform í stað
þess að hverfa alveg frá þeim.“
Því verður aftur á móti ekki
hafnað, að Einar Bragi hefur
verið með ötulustu baráttu-
mönnum fyrir nýrri Ijóðagerð
með skrifum sínum á ýmsum
vettvangi, og þá fyrst og fremst
sem stofnandi tímaritsins Birt-
ings og helsta driffjöður hans
til þessa dags.
Með bókinnd, Gestaiboð utn
nótt, sem kom út 1953, hefst
nýr kafli í ljóðagerð Einars
Braga. í bókarlok standa þessi
orð, sem eru einkennandi fyrir
Einar Braga: „Ljóð er því mið-
ur aldréi fullort. Af 55 Ijóðum
og prósaskissum í fyrri bókum
mínum eru sex birt í breyttri
gerð hér að framan. Hin verða
aldoned einidiujrprentuð“.
Það er einkum prósaljóða-
kaflinn, sem forvitni vekur í
Gesitaboðii um nó'tt. Eims cug í
Svani á báru, sýnir skáldið hefð
bundnu formi og gamalkunnum
yrkisefnium trygig'ð. Þýðdinigiainn-
ar aftast í bókinni benda þó til
þess, að Einari Braga sé nýtt
form hugleikið, og ljóð eins og
Ljósin í kirkjunni, taka af öll
tvímæli um að skáldið sé á
góðri leið með að tileinka sér
nýjan tjáningarmáta:
Hikandi ljós
þukla syfjuðum gómum
um kvöldþvala veggi
þegjandi steinkirkju.
Haustmáni skarður
leggur róSukross dökkan
á hjarnföla brjngu
kulsællar foldar.
Yfir dottandi byggð
hljóma kólfslögin dimmu
við málmhöttinn kalda
í brothættri kyrrð.
f grenistokki svörtum
ferðast daglilja bliknuð
með bogmannsör hvíta
gegnum hjartablöð sölnuð.
Undrandi móðir
fylgir hæglát og ein
yfir áttlausa fönnina
og skelfur í frostinu.
T selnnl fitgSfu þessa Ijððs,
hefur Einar Bragi fellt burt
seinasta erindið, og finnst mér
það vaÆasaimiur ávinnjiniguir. Lýs
ing móðurinnar fer vel, en án
hennar ber ljóðið of sterkan
keim af farmia.li.sima. Ljósin í
kirkjunni, er með eftirminni
legustu ljóðum Einars Braga,
með óvéfengjanlegum hætti
sýnir það tómleik dauðans, það
amdjar builda og feáigð.
Eins og fyrr segir, eru það
prósaljóðin í Gestaboði um
nótt, sem gera bókina sér-
atæða. Af þýðiniguiniuim á ljóð-
um eftir Jules Renard, Charles
Baudelaire og Henri Michaux,
má ráða, að Einar Bragi hafi
tekið þá til fyrirmyndar um
margt, en eins og kunnugt er
hafa ljóð í lausu máli verið ort
með ágætum árangri á íslandi
löngu áður en Einar Bragi fór
að gl'imja við það form. Lenigsita
prósaljóðið í Gestaboði um
nótt, Þiríleikur um hafið, bend-
ir til þess að skáldið hafi ekki
ósnortið lagt frá sér Fornair
ástir Siiguirfðair Noirdails.
Leysing, sem prentað var í
Svani á báru, er endurprentað
í Gestaboði um nótt. Hin prósa-
ljóðin eru ekki ólík Leysingu,
að minnsta kosti virðist skáldið
ekki ná betri árangri en í því
ljóði. Sóil skail riáð'a, getur stað-
ið sem samnefnari allra prósa-
Ijóðamnia, bæði hvað sMertir
tufkum og bo'ðsfeap. í endan-
legri útgáfu er ljóðið þannig:
Misstu ekki sjónar á sólinni,
sagðirðu móðir einn morgun
um vor. Við vorum í fjöru:
faðir minn og þú að fylgja mér
á skipsfjöl. Hafðu samt gát á
rosabaugnum, bætti pabbi við
og ekki að óþörfu. Mörg vorum
við sem höfðum samflot út
fjörðinn. Morgunsólin varð
sumum of björt: þeir sigldu
undan í vestur. Aðrir voru
eins og skugginn sem skipinu
fylgir ef sólin skín á það: fari
hún að skýjabaki er skömmin
óðar horfin. Nokkrir viku af
leið og rötuðu í villu, þegar
dagmáninn birtist á hvelfing-
unni rauður sem glóð. En marg
ir héldu horfi þó syrti í lofti,
og þeir munu finna ættland sitt
aftur, þótt austfjarðaþokan sé
dimm.
í ljóðum Einars Braga er það
móðiir, faðir, barn, sól, land,
sem er skáldinu háleitasta yrk-
isefnið, sem sagt „heilbrigð“ af
staða. Bn gamiam er að bera
saman ljóð Einars Braga Sól
skal ráða, og þýðingu hans á
Förumanninum, eftir Baudelaire,
Frarruh. á bls. 13
Sr. Bjarni Sigurðsson:
RAGNHBLDUR
íFANNADAL
KVEÐJA
Tvær hendur lítillar stúlku
fóru út í heiminn.
Og einhvern dag að löngum tíma liðnum
er allí; svo kjurt.:
Það kveður ekki framar við af söng
hljóðra, hvítra handa,
sem ekki mundu eftír sjálfum sér.
En verkin þeirra sungu oig stigu dansa.
Og komum viö í tjaldstað,
þar sem þær fóru fyrrum
angar af návist þeirra umhverfið.
Smáhendur ungrar stúlku
hurfu í fjarskann;
nú heyrist ekki söngur þaðan meir.
Fyrir ævalöngu í fjörrum stað
hurfu þær á vit starfa síns,
þar sem kýrin murrar á bás,
þar sem lambið skoppar í haga,
þar sem áin gleðst
og þaggar niður í einverunni,
þaggar niður í sorginni.
En hendurnar eiga hamingjuna
í sjálfum sér,
í snertingu moldar og grænna grasa
og brauðmolans, sem músin nartar.
Tvær hendur, sem hurfu endur
til að yrkja ljóð;
lítil ljóð í stórri veröld,
stór ljóð í litlum heimi.
Og við kveðjum þær
eftir liðinn dag.
Tvær hendur, sem fóru
til að unma lífinu,
til að leiða þig bak viö fossinn,
til að lýsa þér yfir fönn.
Og er við förum þar hjá
eftir ár og dag,
minnumst við enn hljóðrar hamingju
í dalnum.
— Eftir ár og dag.
BJARNI SIGURÐSSON
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
2. nóvem'ber 1969