Lesbók Morgunblaðsins - 02.11.1969, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 02.11.1969, Blaðsíða 7
in breytti lit O'g líf ham aiEL't varB bærilegra en fyrr. Oft og tíð- um unaðssamlegt, í heimi óðs og ævintýra. Að vísiu var bótea- kostur takmarkaður, þó allgóð- ur, að þeirra tíðar hætti. En jafnframt draumaheimi bókanna kom annar heimur í ljós, heimur strits og þreytu. Lítt búinn að klæðum, með frostbólgnar hendur og fætur, varð hann á vetrum að bera vatn í bæ og peningshús, í þung- um tréskjólum. Sópa krær og garða, flytja hey á milli húsa, smaila fé og hrosisuim og fara í fjósið kvölds og morgna. Hin blíða veröld bókarinnar gat því eigi birzt fyrr en um nátt- mál, er hann var skriðinn und- ir brekánið sitt, hjá ósandi týruloga á rúmmaranum. Löng- um höfðu stjúpbræður hans verið honum svarakaldir, sem átti sinn þátt í einræni hans og sneimimboiriininii ílhygli, en nú voru þeir famir til sjóróðra í útver. Hanin réri eimniiig út, þegar stundir liðu, og átti þar fiest sín þeztu ár við sand og sjó. Þar eignaðist hann sínar fyrstu bækur, að vísu ekki margar, en honum dýrmætar. íslendinga- sögur og nokkrar kvæðabæk- ur 19. aldar skálda. Langa sagnakafla, ljóð og dróttkveðn ar vísur kunni hann utan að, og hiafði stunidum á góðu dægri látið eitt og annað fjúka í þeim dúr, þegar skelin opnaðist. Þess vegna var Sakki skepn- an að skensa hann með Snorra og fleiri fornskáldum. Samsett- ur maður Sakki. Líklega gott efni í æsku? Höfðmgjakyn og allt þess háttar, jú jú, en nú eisan ein, og sannaðist þar sem löngum fyrr, að aumur er aga- laus maður. Enn gat hann þó verið að gantast við starfs- stúlkur og kerlingar á Heimil- inu og staupa sig í laumi, þeg- ar færi gafst á. En hvað þurfti hann að láta karlræfilinn villa um sig? Ekki var Sakki garm- urinn svo merkilegur nú orðið, óekkí. Stund og stund var þó skemmtun að honum, vegna glaðlyndis hans og kjaftháttar, þótt leiðigjarn yrði til lang- frama. — Enn dimmdi á tjaldi minn- inganna. Hann sá sig standa við opna gröf, í hvenri lágu tvær svartar kistur hlið við hlið. Það var konan hans sál- uga og einkasonur, sem fórst í brimlendingu sama daginn og móðir hans skildi við. Það var þung byrði að axla og næt- urnar í gömlu sjóbúðinni uirðu langar og myrkrið svart, en emiginin sikyldi sjá homium bnuigð ið í oirði eða æði. „Skafl beygj- attu skalli, þótt skúr á þig falli.” Þá var loks gott að hafa átt erfiða æsku, og lært ungur að dylja sinn innri mann. En sárt, svo sárt, að enn olli minning- in honum klökkva og kvíða- þuinigiuim harmi. Tímiimn læfcn- ar öll sár, segir fðlk, en það er ekki satt, hann deyfir en græðir ekki. Einkum var drukknun sonarins sársauka- full. Það högg var svo snöggt og óvænt, hitt átti sér lengri alduir og kom ekki að óvöru. Hann hafði verið svo hreyk- inn af þessum syni, sérílagi eft ir að hann komst ögn á legg og fór að babla. Babba, babba koma, babba bodda, var hjal, sem fyllti hjarta hans stolti og ríkri gleði, nær hann kom inn frá útivinnu eða ar sjð. Þegar stúfurinn óx úr grasi, urðu þeir raunar ekki ávallt sam- þykkir um allt, en eigi að síður va'r samband þeirra sterkt og innilegt, unz vetrar brimið hjó á þráðinn. Sonurinn var lið- mannlega vaxinn, örlyndur nokkuð, en þó úrræðagóður í hverjum vanda, mikið sjómanns efni. Stundum gramdist föðurn um gemis hans og háreysti, boltaspark og kvöldgöngur, sem móðirin afsakaði jafnan með unggæðishætti. Á hinn bóginn þykkti sonurinn bóka- sýsl föðurins og næturvökur við skrifdund, hafði hann jafn vel grunaðan um skáldskapar- gjökt í leyni. Slík ástríða var syninum framandleg, fannst hún undinrót framtaksleysis og jþeirria bágiu líifiskjiaina, er þau bjuggu við. — Enn skiptir um svið, þá er haim hátt á fertugsaldri og sonurinn 5—6 áira jarðvöðull. Hann hafði verið við sjóróðra eystra, ekki allfjarri bamsku- stöðvunum, þegar hann sýktist af grimmu taki, sem þó batn- aði vonum fyrr. En þá var úti um hentugair skipaferðir, svo aH hann brá S það ras að leggja upp á göngu til síns heima, þótt á fjarlægu lands- horni væri. Seint á degi bar hann af fjall inu að lágum torfbæ, með vall- grónum þökum og dökkbrún- um veggjum, hlöðnum úr hnaus. Hann þekkti þetta allt ofur vel frá fyrri dögum, en nú bjó hér nýtt og ókunnugt fólk. Bóndi gat þess til, að hann væri göngumóður, lét beira honum beina og bauð gistingu, þótt enn lifði nokkuð dags. Stundu síðar gengu tvær ungar stúlkur í stofukytmna. Þær voru rjóðar í vöngum og frísklegar og fylgdi þeim dauf kindalykt, enda að koma frá því að smala og hýsa fé und- ir nóttina. Þær tóku gestinn tali og spurðust fyrir um leið hans yfir fjallið, í sambandi við nokkrar kindur, sem vantaði í fjártöluna. önnur stúlkan, freknótt og rauðbirkin, flissaði mikið eins og eitthvað ofboð hlægilegt bæa'i fyrir augu. Hin vair döklk yfiinliitum mieð móbrún leiftrandi augu, stillt í fasi og broshýr. Þegar gesturinn lítur útitekið og formfagurt andlit hennar, hvolmynduð bi'jójjtin, sem bunga út í þrönga narikins blússuna, fráhneppta í hálsinn, svo að mjúkar línur hans njóta sín fullkomlega, þá þyrmir yfir hann einhverju ólýsanlegu afli, sem dregur hann að þessari ungu stúlku eins og svarf að segulstáli. Hún er dálitið móð eftir hlaupin, við haustkjarra sauðina, svo að hvelfdur barm- ur hennar rís og hnígur örar en ella, eins og innfjarðaralda eftiir storm úti fyrir. Líkt og sleginn töfrum í yndislegum draumi, rís hann úr sæti sínu við borðkrílið og gengur til stúlknanna, sem standa á gólf- inu framan við það. Þar mæl- ast þau við um stund, með löngum þögnum á milli og stara hvort í annars augu, en stallan víkur til hliðar og hlær eins og fábjáni. Bóndi, sem hafði gengið eitt- hvað frá kom nú inn og endur- nýjaði boð sitt um gistingu. Þá fór honum eins og manni, sem villzt hefur í dimmri þoku, en sér allt í einu kunnugan klett, hann minnist þess, að hann á konu og lítinn labbakút heima og finnur, að þennan seið varð að rjúía, hversu indælt sem annars hefði verið að gefa sig á vald þessarar nýju, yfir- þyrmandi kenndar. Nei, héð- an varð hann að flýja þegar í stað. Hann afþakkaði því boð bónda urn gistingu, kvaddi í skyndi og hljóp við fót áleiðis til næsta bæjar, þar sem hann náði aðsins háttum. Þar var hon.um sagt, að unga stúlkan væri dóttir bóndans og héti Sólbjört. Jafnframt var hopað á því, að hún mundi gædd dulargáfu, þar sem við hefði borið, að þungir hlutir hreyfðust í návist hennar, án sýnilegra orsaka. Sólbjört, hversu fagurt konunafn og henni einni samboðið. Dular- gáfa, hlutir á ferð og flugi, því líkiu bulili l'éði hann ekki eyra. Ferskleiki, kynþokki, efalaust nóg skýring á töfrum henn- ar. — Tjald minniniganna féli og Gairiba/l'di hröíkik upp af dvala sínum. Skyldi hann hafa blund að? Sennilega,- þvi að bókin hafði fal'Xið úr bendi hans og lá á gólfinu. Nú kom kvölin í höfðinu yfir hann á ný og draumar naeturinnar stóðoi hon um skýrt fyrir sjónuim. Rottur, hárlausar og útbelgdar, höfðu sótt að honum nöktum, eins og kríur í kópsíld. Hræðileg kvik indi. Ætli þær geti alið aldur sinn í kirkjugörðum, á sex feta dýpi? Var honum að segja fyr- ir? Undarleg þessi kvöl í höfð- inu. Réttast að fá sér pillu. Barið er laust að dyrum og Magga kemur í gættina. Baldi minn, kemurðu niðiur eða á ég að færa þér? Ég kem bráðum, svarar hann dræmt. Komdu strax, annars verðiurðu afétinn. — O, þá það, svarar Baldi. Sólbjört, um hvað var Sakki skarfurinn að glósa? Mundi hann hafa heyrt svo sem fjöru- tíu ára gaimlair sfúðumsöguir? Vel mátti það vera. Þetta var gótsprari og strigakjaftur, þeg- ar svo bar undir. Fjörutíu ár, ótrúiega skammur tími, þegar horft er til baka. Minningar, sumar skýrar og ljóslifandi, sæt ar jafnt og sárar, aðrar óljós- ar og huldar þoku, en mestur hl'ultinn gleymdur og týndur með öHu, sokknar í aldahafið. SóTbjört. Mundi fegurð he-nn- ar og yndisþokki orka á hann sem fyrrum? Varla? Eða höfðiu einhver dularöfl átt þar hlut að? O, langt í frá. Ætti hann ef til vill að gera sér forvitnds- ferð út í Suðuiriálmu. Nú hlaut hún að ver.a há/tit á sextugs- aldri, og ef að líkum lét Mfs- reynd kona. En samt sem áður, maður veit aldrei? Enn kom Magga í gættina. Hvernig er það með þig Baldi rninn. Kamurðu niður eða kem- urðu ekki? Eða á ég að færa þér eitthvert nusl, sem eftir kann að vera? Nei, nei, ég kem niður. f matstofunni voru óhreinir diskar og hroðin föt um allt borðið, en fátt manna. Þar var Sakarías sem fyrr og varð nú e'kki á miunni, en virtist niður sokkinn í liestur gamalla dag- blaða, úr bókasafni Heimilis- ins. Garibai’di neytti lítils að vanda, þótt hamn gsrði sér læti. Að máltíð lokinni fékk hann sér svart kaffi, í bolia, sætt og heitt, kveikti í pípu sinni og dró niður í útvarpinu, sem skóf innan eyrun með ærandi Bítla- músík. Framih. á bls. 12 2 nóvemiber 1'969____________________________ LESBÓK MORGUNBLAÐSÍNS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.