Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1970, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1970, Blaðsíða 3
t-----— \ BÖKMENNTIR OG LISTIR. íslenzk skáldsagnaritun ef tir 1940 — 8. grein Eftir Erlend Jónsson Milli fortíðar og samtíðar JÓN DAN FÆDDIST Á Brunna stöðum á Vatnsleysuströnd (1915), nam í verzlunarskóla og hefur stundað skrifstofustörf; verið búsettur í Reykjavík; síð ustu árin ríkisféhirðir. Hvort tveggja: uppruninn í sveitinni og störfin í borginni og þau óliku umhverfi, sem eru sveit og borg, birtast með ýms- um hætti í skáldverkum Jóns, blandast saman, togast á, sam- eina, sundra. Söguefni Jóns eru flest úr sveitinni, og í samræmi við slík efni fylgir Jón Dan hefðbundnu frásöguformi. Hins vegar verða sögur hans varlega flokkaðar með sveitasögum, ef orðið sveitasaga er eindregið skilið sem sveitalífslýsing. Og raunsæjar eru sögur Jóns Dan engan veginn, síður en svo. Lífsbarátta sveitafólks verður honum sárasjaldan að yrkis- efni, að minnsta kosti ekki beinlínis. Og persónur hans minna lítt á íslenzkt sveitafólk, eins og það gerist og gengur. Ennfremur eru sögur Jóns Dan næsta óháðar ári og öld. Oft er vant að ráða af efni þeirra, hvenær þær eiga að gerast. Gamla og nýja tímanum er ein- att ruglað saman. Efnið reikar þetta milli óljósrar fortíðar og þokukenndar nútíðar. Boðskap ur sagna Jóns miðast ekki held- ur við fornar íslenzkar dygð- ir, en stefnir að hinu frumstæð- asta og hráasta í mannlegu eðli, sem telst hvorki gamalt né nýtt, innlent né útlent, heldur að- eins mannlegt, það er að segja, þar sem leiðarhnoða efnisins verður ekki svo óraunverulegt, að það hreint og beint missi marks. Höfundur sýnist hafa látið sögur sýnar gerast í ís- lenzkri sveit, t.d. í átthögum sínum, fyrir þá sök eina, að sá vettvangur var nærtækastur, en ekki vegna hins, að hann leitist neins staðar við að skyggna það líf, sem lifað var í sveitinni sérstaklega. — ★ — Jón Dan fór hægt af stað sem rithöfundur, þreifaði fyrst fyrir sér með því að birta sög- ur í txmaritum og var orðinn rösklega fertugur, þegar hann sendi frá sér fyrstu bókina, sem heitir Þytur um nótt (1956) og er safn tíu stuttra sagna. Strax í fyrstu sögu þeirrarbók ar gefur sýn yfir megnið af síð- ari sagnaskáldskap Jóns. Dan. Efnið er í stórum dráttum þetta: Ung stúlka ræðst í kaupavinnu að bænum Brokey og kvíðir fyr ir blautum engjum, er vöruð við kvensemi og fláttskap bóndasonar, sinnir viðvörun- inni ekki meir en svo, að hún hverfur ólétt heim að hausti og kvartar svo sáran yfir blautu engjunum í Brokey. Á ytra borði ber sagan keim af þjóðsögu. Stúlkan leggur af stað ,,með nesti og nýja skó“. Slíkt orðalag gefur frásögninni fornlegt yfirbragð. En grimmi- leg atburðarás sögunnar er tæp ast upprunnin í íslenzkri þjóð- trú, sem túlkar örlögin eins og ráðstöfun æðri máttarvalda. Það eru hvorki álög né illar vættir, sem valda ógæfu söguhetjunn- ar, heldur ástríða og veikleiki hennar sjálfrar, sem nær yfir henni svo djöfullegu valdi,. að hvorki hún né aðrir fá við spornað. Svipuðu máli gegnir um sög- una Álfur. Þar er gerð tilraun að útskýra þjóðsögu, en úr verður fjarræn og óhlutkennd frásögn, sem er snotur í sjálfu sér, en nálgast hvorki söguleg- an skáldskap né raunsæjan. Tvær sögur — en svo nefnist ein saga bókarinnar, er af sama toga og Blautu engjarnar í Brokey, ,,syndin og sorgin við hvert fótmál“, fólk í heljar- greipum ástríðnanna; fólk, sem hvorki nýtur né þjáist, heldur hrekst fram og aftur undan því afli, sem eru þess eigin langan- ir. Ánamaðkar og Kaupverð gæf unnar stefna meir í átt til raun sæis, einkum síðar nefnda sag- an, sem kemur fyrir sjónir eins og dokumentarísk frásaga. Báð ar eru sögur þessar af ungum drengjum, og sanna þær með ýmsum öðrum sögum Jóns Dan, að honum lætur langbezt að lýsa börnum. Barnalýsingar Jóns Dan eru að sínu leyti eins trúverðugar og lýsingar Elías ar Mar á gömlu fólki. Jörð í festum heitir svo síðasta saga bókarinnar og er glöggt dæmi um andstæðurnar í skáldskap Jóns Dan. Sveitin er þar sett fyrir sjónir eins og tákn hreins og óspillts lífernis, fagurs mannlífs: heimasæta í sveit fer suður, giftist. Afa hennar heima þykir allt undir komið, að hún snúi heim með manni sínum (sem vinnur á Yellinum) og taki við föðurleifð sinni og beitir til þess kynlegum brögðum. En allt kemur fyrir ekki, „það hefur alltaf staðið til að við færum suður í haust. . . Já. . . það hefur alltaf staðið til,“ segja ungu hjónin hvort í kapp við annað. Sá þáttur Jarðar í festum, sem greinir frá flutningi ungr- ar sveitastúlku til Reykjavík- ur, er tekinn beint úr samtím- anum. Að öðru leyti er sagan fremur yfirborðskennd. Og af- inn í sögunni, gamall sveitamað ur, er harla ósennilegur sem slíkur. Ræður hans um mold- ina eru ekki sveitamanns, held ur innisetumanns í kaupstað, sem dreymir um langt sumarfrí í fögru landslagi og góðu veðri. Ekki verður annað sagt en Þyti um nótt væri vel tekið af gagnrýnendum. „Höfundur sem vekur traust“ — svo nefndi Bjarni Benediktsson frá Hof- teigi sína umsögn. Bjarni benti réttilega á, að Jón Dan væri ekki raunsætt skáld „í venju- legri merkingu þeirra cyrða: ádeila ellegar boðskapur ligg- ur honum fjarri, persónur hans rísa ekki af þjóðfélagslegum bakgrunni — þær eru annað hvort fullvaldar af sjálfum sér eða umkomulausar fyrir innri rök. Jón Dan lætur sig meira varða rökkvaða launstígu hjart ans en lýstar breiðgötur um- hverfis og samfélags.". Bjarni tók að vísu of djúpt í árinni, að boðskapur lægi Jóni Dan fjarri. En Bjarni mun hafa átt við þjóðfélagslegan boð- skap í pólitískum skilningi, og eru orð hans kórrétt með þeim fyrirvara. Frá útkomu Þyts um nótt liðu tvö ár til útkomu næstu bókar, en þar með sendi Jón Dan frá sér fyrstu skóldsögu sína, Sjáv arföll (1958). Það er fremur stutt skáld-saga og ber sömu einkenni og Blautu engjarnar í Brokey og aðrar sögur Jóns Dan af því tagi. Sögusviðið er greinilega átthagar höfund- ar — einhvers staðar miUi Reykjavíkur og Keflavíkur. Þetta er sveitasaga að forminu til og minnir um sumt á gamla daga, en á þó að gerast, eftir að Völlurinn er kominn til sög- unnar. Annmarkar þessarar skáldsögu eru einkum fólgnir í óljósu tímatali, ef ekki hrein- um og beinum anakrónisma. Að alsöguhetjan, nefnd Þorri, er t.d. sögð aðeins tuttugu og sjö ára að aldri. Engu síður er gef ið í skyn, að Þorri eigi að baki drjúglangt æviskeið sem full- tiða persóna. Sýnu verr kemur boðskapur sögunnar heim við persónur hennar og atburði. í framferði eru persónurnar sumar pakk og rustalýður, aðrar á annan hátt lítilsigldar, en engu síður upp- Framhald á hls. 11 Hrafn Gunnlaugsson HILDUR Langt er síðan ég sleit þær taugar er bundu mig við auðmýkt þína og mildi. Ótrúlega langt. Sólir hafa brennt hörund mitt og varir mínar skorpnað á vetrum. Nú stöndum við bæði í snjóbráðinni og bíðum eftir næsta vagni. Þú varast að líta á mig og lætur eins og þú þekkir mig ekki. Vandræðalegar hendur þínar borast ofan í kápu- vasana og þú rótar í snjónum með öðrum fætinum. Mig langar að ganga til þín og segja eitthvað en gömul beiskja brýtur af vilja mínum. Mér er innanbrjósts eins og afbrotamanni sem er staðinn að verki. Þá lyftirðu skyndilega höfði og augu þín ryðjast í gegnum þvermóð-ku mína og brenna hjarta mitt. 8. marz 1970 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.