Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1970, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1970, Blaðsíða 7
fósturlandið, ísland, þess skál. Syngur fyrir: Þið þekkið fold með blíðri brá. HENlíRICHSEN Röggsamur kvenmaður sú stutta. Fyrstu gestir . . eingöngu herrar, sækja sér púns, en hafa hraðan á svo þeir missi ekki af neinu. FRIÐRIK........ í fyrra lagi. Ákaflega timbraður. Helvítis kerlingin stóð ofan á fætinum á mér allan tímamin svo ég gæti ekki hreyft mig! Ilvolfir í sig púnsi, tveimur glösum í röð. 1. ÞJÓNN .... Þér varið yður á því, yðar tign. Það er í sterkara lagi. FRIÐRIK........ Líður strax skárr. Eins og maður hafi ekki smakkað púns fyrr. Kvensemin og gamansemin ná yfirhöndinni. Auðvitað kitlaði ég helvítið upp eftir lærinu. Og fari þölvað að ég hefði gefið hana öðrum í sporunum hans Jörundar. Ég hefði átt hana sjálfur. Þegar Mad. Knudsen birtist óvænt í dyragættinni, svelgist hon- um á í miðju glasi, flýtir sér að tæma og snarast inn aftur. MÁLFRÍÐUR OG ROBERT. Hún kviðrar. Fáum okkur púns. Hann drekkur henni hæverzklega til. Svo hverfa þau inn aftur, glösin skilja þau eftir á borði Roberts fremst t.h. TVEIR KAUPMENN. Annar ákafa digur, hinn mjósleginn. Hinn digri .... Sikken en Skandale. Dæsir: Fosterlandet! Fædrelandet sku han sagt! Dammark! Skál! Hinn mjóslegni . Skal det være gilde sá lad det være gilde! Skál! Þeir slokra í sig púnsinu HENDRICHSEN Að þessum út gegnum færir hann „liðinu“ í almenningum drykk. Illt er að vera þurrbrjósta í Majestatis þjónustu. Takið þið við piltar. Nú dvínar skvaldrið, en hnífapörin upphefja sinn slag. 1. ÞJÓNN .... Kinkar kolli. Sterkin. Kveikir sér í vindli í makindum. Bíður Hendrichsen, sem hristir höfuðið. Svo dettur allt í dúnalogn. HENDRICHSEN Lágt. Át.tu snúss? ÞJÓNNINN . . . Hristir höfuðið. HENDRICHSEN Þá snússa ég mig bara hjá sjálfum mér! Það gerir hann, meira að segja úr kýrhomi og hressilega, aö athöfn lokinni, gáir hann, hvað dátunum líður. Alles in Ordnung! Ég mundi þiggja í glasið aftur. 1. ÞJÓNN .... Hellir í hjá honum, glas sitt geymir hann á gólfinu upp við vegg. Þú ábyrgist. Það er sterkt. HENDRICHSEN Skjóttu á það. Ástarþökk. Já, sterkt er það, gott er það. Þurrkar sér rækilega um munninn með heljarmiklum rauðdröfnóttum tóbaksklút, sem hann geymir í pípuhattinum. Tveir rómsterkir karlmenn fá sér púns og upphefja „Hvað er svo glatt“* Fjögur erindi, rækilega studdir af Jens og Hendrichsen — en veizlufólkið á bak við tekur undir. * Ljóð Jónasar var frumsungið við annað tækifæri ári síðar (í Hjortekarshúsunum 27. júní 1835). Svipað má segja um: Þið þekkið fo ld (1839) óvíst við hvaða tækifæri. Sáuð þið hana systur mína er talið ort 1828, en sennileg a yngra. MÁLFRÍÐUR OG ROBERT skjótast inn. En heppin að sitja næst dyrunum — 1. ÞJÓNN .... Vill bjóða þeim púns, þau hrista höfuðin. Skjótast til dyra hinum megin, en hrökklast aftur inn þegar þau verða dátanna vör. HENDRICHSEN Rígmontinn. Hér verður e'kkert bí bí og blaka. Standið rétt! Það er spauglaust að standa í hans Majestatis þénustu! MÁLFRÍÐUR og ROBERT Við borð hans dreypa rétt á glösum sínum frá því fyrr. Hún kviðrar. Komdu, við skulum hvíla okkur á bdkknum eitt augnablik. Þau þangað. Sire sagði, að ég ætti að vera dugleg að læra frönsku í kvöld. Hallar sér aftur á bak og lokar augun- um. Amen. ROBERT ....... Kyssir hana á munninn. MÁLFRÍÐUR . . Æ, þetta var nú létt franska. ROBERT ....... Hlær. Je vous amé! MÁLFRÍÐUR Amen! ROBERT ....... Kyssir hana lengi. HENDRICHSEN og ÞJÓNNINN glápa furðu lostnir á aðferðina. MÁLFRÍÐUR . . Spr-ettur upp. Hvað haldið þið að þið séuð? Áhorfendur, eða hvað? — í frönskut.íma. Þau fara aftur. Sömu rómsterku karlmenn og fyrr uppliefja tvísöng: Sáuð þið hana systur mína. 2. borðalagður ÞJÓNN kemur inn kófsveittur, þurrkar sér í framan. Svækjam þarna inni. Á frímúrarmáli þjóna fær hann glas, sog úr vindlin- um og svarar án þess að vera spurður. Já, það er langt komið. Laxinn! Það er komið los á þá þykku, lætur dóttur sína, þá litlu laglegu, annast prinsinm. Hún leikur sér að honum! Næst er álftin! — Tafck, Jens. Fer fljótt. JENS — 1. ÞJÓNN Þá fer að losna um það. Ekki seinna vænna, HendriChsen. Flýtir sér að sleikja úr glasi sínu og réttir fram. Fær í það og geymir upp við vegginn. Og hvað ekki skeffur! Mad. KNUDSEN Kemur inn, sveitt en virðuleg. Púns, fljótt! Þessi kavaleri er hrein áníðsla! Drekkur. Takk. Fer. Þaff er eins og Jens 1. þjónn — búi yfir rafbylgjukrafti, hans borffalagffa nærvera hefur þau áhrif á gestina, að þeir hrata að liugsunum og orðum, sem þeir mundu annars hvorki nota né láta uppi. Ef til vill kannast ein- hverjír viff fyrirbæriff hjá vinsælum barþjónum, nema hvaff Jens er oftast þögull. — Þessum áhrifum er auðvitað sóað á Hendrichsen. SIRE og ARTIIUR koma inn. — Nei, ég segi yður aftur, að þessi meðferð á pen- ingunum er eklki forsvaranleg. Þér ættuð að láta mig geyma þá fyrir yður. Kókett. Púns? ARTHUR.......... Takk! Tekur við glasi í hvora hönd og setur á borð við bekkinn. Bíffur Sire síffan til sætis. Auðvitað, þetta eru hreinir smámunir, aðalupphæðin er auðvitað í tryggri vörzlu móður minnar. SIRE .......... Og hvað kallið þér smámuni, Mr. Dillon? ARTHUR.......... Eittihvað um 1200 £. SIRE .......... Æf. Vitið þér að dýrasta hús í Reykjavík mundi kosta svo sem helminginn af 11 þúsund rdl. en það svarar nokkurn veginn til skotsilfurs yðar? ARTHUR.......... Maldar í móinn. Ég lét gullið í sokkbol og stákk ofan í brotna könnu uppi á Skáp. SIRE ........... Óvænt blíðari á manninn. Ekki lakasti felustaðurinn, úr þvi sem um var að gera. Enginn á von á gulli á botninum á gamalli könnu. — En almáttur, ef innbrotsþjófur finnur upp á að lyfta könnunni! Þá kemur þyngdin upp um felustaðinn! Nei, ég verð ekki í rónni fyrr en ég veit af gullinu undir höfðalaginu mínu. Það væri laglegt til afspurnar, ef ég léti það viðgangast að mat- argestir mínir væru rændir fyrir augunum á mér! , ARTHUR.......... Ef ræningjar eru á ferð, geta þeir alveg eins stolið frá yður og mér. SIRE .......... Allir vita, að ég á enga peninga og hef aldrei átt. Ég hef eytt þeim, hafi ég hagnazt nokkuð. Að sofa á gulli! Nei, engum dett- ur það í hug um mig! Hlær. Peningar eru til að eyða þeim, sagði fyrri. — Já, hún segir: Fyrri, — en okkar góði barþjónn ®r líka einmitt að horfa á hana — maðurinn minn alltaf — ARTHUR......... Fljótt. Fyrri maður yðar? Hver er hann? SIRE .......... Blátt áfram. Við skildum fyrir 15 árum. Ég á tvo drengi, 16 og 17 ára uppi í Borgarfirði. Lárus missti heilsuna og er orðinn kar- lægt gamalmenni hjá bróður sínum í Borgarfirði. — Annars er enginn tími til að fara frekar út í þá sálma. Farið þér nú og sækið gullið! Það er örstutt: Hérna megin við Austurvöll, þér getið farið beint yfir Kirkjugarðinn. Hann er hvort sem er ógirt- ur. ARTHUR........ Ég þarf ekki að stytta mér leið. Þetta er ekki nema fyrir hornið á Apótekinn. SIRE ......... Hendrichsen, þú ferð með Mr. Dillon. Settu upp hattinn þinn. HENDRICHSEN Það er einmitt að síga á hann makindalegt mók. _ Hann hrekk- ur við. Ha? — Ha? ARTHUR......... Þykir í venmni gaman af áfergju liúsmóffur sinnar í gulliff. Ég sæki gullið, hvað ætlið þér að gera við það? Eyða því? SIRE .......... Stórlega móffguff. Þessu átti ég ekki von á frá yður! Peninga yð- ar mundi mér aldrei detta í hug að snerta. — Ég bíð þá. Hend- richsen, vaknaðu! HENDRICHSEN Ha? — Ha? SIRE .......... Alveg viff eyrum á honum. Þú átt að fara með Mr. Dillon HENDRICHSEN Hann? — Var það ekki prinsinn? SIRE .......... Þorskur ertu! Þú átt að skreppa með Mr. Dillon í embættisnafni. Settu upp kúfinn. Hendrichsen seilist eftir honum á nagla viff hurðina. Þú átt að veita Mr. Dillon lögregluvernd og bera fyrir hann smáböggul. ARTHUR......... Lýst ekki meira en svo á lögregluverndarann. Segir samt ekkert, fer með Bendrichsen. SIRE .......... Sýpur óþolinmóð á glasinu. Að sofa á gulM! FRIÐRIK........ Kemur í fylgd Kirstínar, hnellnar tátu meff ávalar béttar herðar og anna, ljómandi fallegrar stúlku, sem líklega er bú;ð aff taka fram áður, en um hana verður góð vísa ekki of oft kveðin. frem- nr en Kristjönu systur hennar, sem Jónas JriaUgrímsson fékk að sanna. Hún hefur dáleitt prinsinn gjörsamlega. FRIÐRIK........ Það var mikill lét.t.ir að hafa dömuskipti — KIRSTÍN ....... Eruð þér vissir um, að ég verði léttari í eftirdrag’' -n móðir mín, þegar ég er komin á hennar aldur? FRIÐRIK........ Engar hraikspár, táta mín! Danglar í afturpart henmr Sér Sire í sömu svifum. • á bls. 10. 8. marz 1970 LESBOK MOR GUNBLAÐSIN S 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.