Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1970, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1970, Blaðsíða 6
Sama leiksvið. Aukaborð sett fram, eitt t.h. nærri dyrum á baksviði, annað kringlótt á miðju gólfi fyrir púnsbolluna. Skreyting: rauðir og hvítir borðar. Yfir bollunni stendur þjónn í rauðum snúrullögðum einkennisbúningi. Hendritíhsen stendur sem fyrr við dyr t.v. Dátar hans eru geymdir í „aknenningniuim“, þar eeim eru líka kaffiborð fyrir dömurnar, sem streyma þangað að matarhaldi ioknu, einkum hinar eldri, með eða án púnsglass. Hendriehsen gefur gætur að dátunum út um gættina með viðeigandi skipunum: Standið rétt! Lad falde! o.s.frv. Mad. Knud- sen og Kirstín, sem styðst við arm móður sinnar, tróna fyrir miðju meðan síðustu gestirnir koma. Þær taka á móti og segja til um sæti eftir handskrifuðuim lista. í fylgd með Hon. Arthur Dillon og Stefáni er jfr. Ragnhildur Gröndal, unn- usta hins síðarnefnda, indæl stúlka, fín og föl yfirlitum, gáfuleg og veikluleg eins og brothætt postulín. Hún og jfr. Kirstín bera af öðru kvenfól'ki ekki svo mjög í klæðnaði heldur í stoltri og höfðinglegri framgöngu, enda gera eldri dömurnar sér títt um þær, einkum Kirstíniu, en borðherra hennar er Þórður sýslumaður Sveinbjörnsson í sýslumannsbúningi sínum, með há kollvik og tekinn að hærast., en hár og tígulegur. Allar dömur eru klæddar upp á danskan móð. Með þeim síðustu keamxr Monsieur Eugene Robert í mjög klæðilegum herlæknisbúningi, frönskum, en síð- astur allra Friðrik, heiðursgesturinn sjálfur, óhugnanlega allsgáður í einkennis- búningi riddaraliðsins með hrossihársprýddan hjálm og þungt bogið dragónasverð. Það glittir á margvísleg heiðursmerki og axlaskúfa háttsettra sjóíliðsforingja innan um hópinn, sem út allan þáttinn vitjar bollunnar. Málfríður upp á búinn, þjónar ekki til borðs, tifar tindilfætt af eftirvæntimgu eftir Robert sínum. Mad. Sire með sinn alvarlegasta fyrirmannssvip bíður átökta efst til hægri. ROBERT ........ Kemur inn, heilsar Mad. Knudsen og Kirstínu með mjúkri hneig- ingu og handkossi. Mad. KNUDSEN Kynnir: Monsieur Robert. — Með réttum framburði. KIRSTÍN ....... Lítur á listann. Efsta borð að norðanverðu næst milliistofu. MÁLFRÍÐUR . . Ó, þarna er hann! Þegar Róbert áttar sig ekki á staðsetningu sinni, kemur Málfríður til liðs við hann. Nú ökal ég. — Um leið og hún fer fram hjá Sire, hvíslar liún stundarhátt. Ó, hvað þér voruð góð að leyfa mér í veizluna og sitja til borðs hjá Róbert. SIRE .......... Hvíslar í sömu raddhæð til baka. Vonandi tekur þú þér fram í frönsiku í kvöld! MÁLFRÍÐUR Ilnippir í Mons. Robert. Robert, nú skal ég — ROBERT ........ Þrífur hönd hennar og færir upp að vörunum. MÁLFRÍÐUR Ó! STEFÁN ........ Nú er upplit á Málfríði oldkar! Snýr sér að unnustu sinni. Ljóm- andi geðsleg stúl'ka. FRIÐRIK........ Kemur inn og sér Sire þegar í stað, sem hann heldur að bíði eftir sér. Stendur teinréttur og heilsar á hermannavísu mcð feiknar fótasiætti. Þrífur af sér hjálminn og fleygir af afli í Hendrichsen, sem «r næstum oltinn um koll og heggur sverð- inu hálfvegis í fang honum. Hendrichsen verður svo mikið um, að hann hvolfir hjálminum öfugum á höfuðið meðan hann losar sig við sverðið út um dyrnar til dáta sinna, sömu leið fer hjálm- urinn. FRIÐRIK......... Hafðu þetta bölvaður uppreisnarseggurinn. Kominn í gott skap, ætlar beinustu leið til Sire, sem víkur undan og leyfir Mad. Knudsen að hremma hann með traustu taki undir armiun og beinir honum til dyra á baksviði. FRIÐRIK........ Hvað er þett.a---- Mad. KNUDSEN Kynnir sig. Madame Knudsen, borðdama yðar tignar. Gjörið þér svo vel. FRIÐRIK........ Skotrar augum til Sir-e. SXRE .......... Knjákar honum eins og ekkert sé. Velkominn til veizlunnar, yðar tign. Ég mun leiða Arthur Dillon til borðs! FRIÐRIK........ Hvíslar fokvondur: Oh, bölvuð tæfan! SIRE .......... Engan ljótan mumin.söfnuð í kvöld. RAGNHILDUR Við Stefán. Eigum við þá ekki að ganga til sætis? STEFÁN ........ Við skulum leyfa Sire og Mr. Dillon að ganga á undan, þau sitja innar. SIRE .......... Gengur mjúklátlega til Arthurs, sem hneigir sig hæverskur, tek- ur hann undir arminn. Leyfir Mad. Knudsen að sigla fram lijá með herfang sitt. Þau hverfa svo hvert af öðru inn í salinn, síðust Mons. Robert með Málfríði. Skvaldrið í salnum vex, hnígur og stígur frá þáttarbyrjun út til enda, nema hvað það dettur niður meðan veizlustjóri talar og þegar sungið er. 1. ÞJÓNN .... Við bolluna. Réttir Hendrichsen glas. Drdkktu þetta í hendings- kasti. Þú ert hálfdrepinn hvort sem er! HENDRICHSEN Tekur við. Þa’klkir. Ástarþakkir. Þetta gerði helvítið viljandi. Mad. KNUDSEN Rödd hennar kveður við hátt og snjallt að innan. í nafni hans tignar, Friðriks prins af Danmörku, býð ég alla kunningja hans og vini, sem til náðist, velkoimna til þessarar veizlu í kvöld, svo hann fái kvatt þá áður en hann siglir burt af landinu í nótt. Undrunarpískur fer um salinn. Svo fljótt o.s-frv. Sömuleiðis í nafni stiftamtmanns og hans hágöfugu frúar, tilkynni ég burt- för Kriegers stiftamtmanns á fund konungs með saima skipi, hersnekkjunni „Najaden“, sem siglir í nótt og kveður settan stiftamtmann Finsen assesor með skothríð, 17 fallbyssus'kotum. Af þessu tilefni og eftir sérlegri ósk hans tignar verða engin ræðuhöld liðin við þetta tækifæri — mikið muldur og niðurlags- orðin drukkna í skvaldri Gjörið svo vel, fram verður borin súpa, nauta- og kindakjöt, lax, álftasteilk, villtar endur og rjúp- ur. Herrar mínir og dömur, minnumst fósturlandsinis. MikiII skruðningur meðan menn rísa á fætur. Hátt og snjallt. Lifi Lárus Sigurbjörnsson Frjálslega með farin söguleg gleði um danska stórmaktstíð á íslandi í þremur þáttum. Annar kafli 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8. miarz 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.