Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1970, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1970, Blaðsíða 5
yrði. Þessir dagar voru honum uppbót á allt hans eymdarlíf. Hann hefði áreiðanlega verið reiðubúinn til að þola meira til að fá að lifa þessa miklu stund, sem hann sá fyrir sér í anda. Barnsleg gleði hans var svo mikil, að ekkert okkar gat fengið af sér að koma inn hjá honum nokkrum minnsta efa. Burtfarardaginn fór ég snemma á faetur og hljóp heim að húsi Marteíns afa. Amma sagði mér, að hann hefði ekki sofnað dúr alla nóttina. Það var líka auðséð á honum. En hann áttaði sig brátt á því, að þetta var fyrsti dagur híns mikia ævintýris og hressti sig á köldu vatni. Hann víldi strax klæða sig til þess að vera tilbúinn, enda þótt lestin færi ekki fyrr en um hádegi. Amma hafði undirbúið allt eins vel og hún gat. I heimaofna og heima- saumaða vaðsekki lét hún kök- urnar, reykt flesk, pyisur, út- saumaða munnþurrku, alls kon- ar ávaxtamauk, tóbak ræktað í eigin garði í trássi við yfir- völdin og svo brennivín. Brottfarartíminn nálgaðist og ég fylgdi Marteini afa ásamt ömmu og syninum. Á leiðinni að járnbrautarstöðinni leit hann oft til baka til að kasta aftur kveðju á þá, sem fram hjá gengu og voru að kveðja hann. Ég gat ekki að mér gert að minnast á stolt hans yfir því, að öllum skyldi vera ljós sú staðreynd, að hann, fátækling- urinn, óþekktur skóviðgerðar- maður var á leiðinni að heim- sækja lögmanninn, bróður sinn. Stoltið gerði hann að allt öðr- um manni. Brennivínsflask- an, sem stóð upp úr jakkavasa hans, féll hara ekki vel inn í þennan ramma. Hún hlaut að vekja illan grun. En á þessum augnablikum var hann ham ingjusamur. Öll merki um hans auma, misheppnaða líf, hinn stöðuga drykkjuskap, voru eins og strokln af andliti hans. Marteinn afi var ekki að brjóta heilann um framtíðina. Það var kannski af einhverri eðlisávísun, að hann leyfði ekki hinum allra minnsta kviða að skyggja á þessa gleðistund, sem hann hafði búið sig undir og hlakkað til mestalla ævina. Þeir, sem fram hjá fóru litu undrandi á þessa skrítnu skrúð göngu, þar sem Marteinn afi var miðdepill. Sumir öfunduðu hann af þessari miklu gleði, sem þeir gáíu ekki öðlast sjálf- ir. Við náðum til járnbrautar- stöðvarinnar. Og þó að engir fánar blöktu við hún, engin hijómsveit léti til sín heyra og yfir höfuð ekki hátiðablær á neinu, þá var Marteinn afi ekki síður hreykinn fyrir þvi. Kon- an hans ráðlagði honum ekki aðeins að gæta vel flöskunnar heldur einnig hinna troðfullu vaðsekkja. En hann hlustaði ekki á þessa áminningu. Hann þurfti ekki lengur á okkur að halda, en beið nú þess eins. að lestin blési til brotiferðar. Eig- inkonan gaf honum nú ekki fleiri heilræði, það var þýðing- arlaust. Hún var farin að þrá, að þessi sýning tæki enda og hún gæti horfið aftur til vinnu sinnar. Sonurinn var viðbúinn að grípa vaðsekkina, þegar heyrðist til lestarinnar. Það var eins og Marteinn afi hefði feng- ið sprautu. Hann hoppaði upp, þegar hann nálgaðist brautar- teinana. Lestin nam staðar og hann hentist upp í vagninn með vaðsekkina í höndunum. Svo stakk hann höfðinu út um gluggann og veifaði til okkar í kveðjuskyni. Nú leið heil vika. Ég heim- sótti ömmu oft, og víð biðum heimkomu Marteins með óþol- inmæði. Og dagarnir verða iangir, þegar maður er að bíða. Ég reikaði um haga og engi, ég fyllti lungun af fersku lofti, ég þreytti kapphlaup við lamb- ið og batt bjöllu með rauðum borða um hálsinn á því, án þess að leiða hugann að því, að það átti að slátra því til páskanna. Ég hljóp og svitnaði, ég vildi gleyma áhyggjum mínum út af Marteini afa í stórborginni. Svo var það dag einn, að nemandi í skólanum kom á harða spretti og kunngjörði, að Marteinn afi væri á leiðinni frá járnbrautarstöðinni. Ég sá til hans. Hann slagaði eins og drukkinn maður, og það fannst mönnum eðlilegt, en ég skildi, að víndrykkja var ekki orsök- in, heldur, að förin hafði gjör- samlega misheppnazt. Ef maður bar saman þann, sem lagt hafði af stað sigrihrósandi, stolt hans og allt útlit, við þennan, sem aftur kom slagandi og keng- boginn, þá var ómögulegt að þekkja þennan vesaling fyrir sama mann. Eitthvað mér áður óþekkt stakk mig í hjartað og ég sat kyrr þar til hann var horfinn úr augsýn. Mamma mín varð undrandi yfir áhuga- leysi minu vegna heimkomu Marteins afa, sem ég hafði þó þráð svo innilega. Ég vissi allt og vissi þó raunar ekkert. Af eðlisávísun varð mér hugsað til áranna, sem hann átti ólifað. Látbragð hans og göngulag gaf ótvírætt til kynna, að það yrði eymdarlíf. Þennan dag heimsótti ég ekki Martein afa. Við mennimir vilj- um gjarnan slá á frest, þvi sem óþægilegt er. Næsta dag fór ég til hans. Hann var orðinn gjör- breyttur í útliti. Hann vann verk sitt vélrænt og vélrænt drakk hann brennivínið, en það fjörgaði hann ekki framar. Hann hélt áfram að vinna án þess að hefja samræður. Hann talaði ekki við neinn um ævin- týrið í borginni, en allir virt- ust renna grun í, hvað gerzt hafði. Mér tókst að raða brot- unum saman i eina heild. Við skulum reyna að setja okkur fyrir sjónir gamla mann- inn í heimagerðum fötum, sem hann var sjálfur hreykinn af, en gengu ekki í augun á borg- arbúum. Hann fékk sér leigu- vagn og komst á ákvörðunar- stað. Honum varð um og ó, þeg- ar hann sá þetta stóra hús, þar sem bróðir hans átti heima á efri hæðinni, og hann hef- ur eflaust hresst sig á flösk- unni. Nú var hann einn og þá fór eldmóðurinn að dvína og einnig hugrekkið. Hann komst upp á efri hæðina með tvo þunga vaðsekki. Hann gerði ráð fyrir, að gullnir stafir, sem blöstu við, væru nafn bróður hans. Hann braut heilann um það, hvernig hann ætti að til- kynna komu sína um leið og hann drap óttasleginn á dyr. Litil stúlka rjóð í kinnum opn- aði dyrnar og leit undrandi á hann. Hún kallaði á föður sinn og sagði, að einhver sveitamað- ur væri kominn og vildi víst selja ritthvað. Bráðlega hirtist feitur og virðulegur maður. Það kom reglulegt fát á hann, þegar hann sá bróður sinn. Eins og afbrotamaður gekk hann til einhvers inni í hinum langa gangi og stamaði eitt- hvað, sem Marteinn afi skildi ekki. Svo kom hann aftur að vörmu spori og ýtti bróður sín- um niður stigann og út á götu. Hann útskýrði þetta með því, að hann hefði ekki húsrúm til að hýsa hann og mundi koma honum fyrir í gistihúsi. Þeir voru nú komnir þangað, sem lögmannsskrifstofan var, heppi legur staður fyrir bræður til endurfunda eins og á stóð. Nú var Marteinn afi ekki hættu- legur lengur, því var nefnilega afstýrt, að óbreyttur sveita- maður kæmist í snertingu við fjölskyldu lögmannsins. Léttur í lund settist hann niður og bauð bróður sinum sæti á skrautlegum legubekk. Stórt herbergi með nýtízku húsgögn- um og dýrmætum málverkum á öllum veggjum gat ekki breytt sálarástandi hins fákæna al- þýðumanns. Til þess að rjúfa óþægilega þögn, fór lögmaður- inn að spyrja um ástæður Marteins afa. „Hvemig líður fjölskyldu þinni, Marteinn?” „Vél,” stamaði hann. „Viltu reykja? Héma eru góðar sígarettur.” „Ég þakka, en ég reyki bara pípu.” „En ég hef líka reyktóbak, fáðu þér af því.” „Nei þökk, ég hef sjálf- ur tóbak.” „Er sonur þinn ógiftur enn- þá? „Já.” „Hann hefur gaman af að lesa bækur. Einu sinni þegar hann var lögregluriddari, skrifaði hann mérmjög skemmti legt bréf. Þú átt vel gefinn son, Marteinn. Vinnur hann sem daglaunamaður?” „Já.” Marteinn afi var utan gátta í samræðunum og langaði aðeins til að komast burt. Allt í einu kom hann auga á vaðsekkina og gat nú beint talinu að öðru. „Konan mín útbjó gjafir handa allri fjölskyldunni, og hún og sonur minn báðu að heilsa ykkur öllum.” Hann þuldi þetta eins og það hefði verið utanað lært. Lögmaður- inn varð órólegur og leit á vaðsekkina. Hann gat ekki sýnt fjölskyldu sinni þá, og hann afgreiddi málið á hagkvæman hátt. „Mig vantar nú ekkert. Þaraa hefur þú eytt peningum, sem þú hefðir sjálfur þurft á að halda. Ég þakka hugulsemi ykkar, en þú skalt fara með þetta aftur.” Marteinn afi leit framan í bróður sinn. Það voru aðeins augun, sem töluðu. Allur sárs- aukinn, hin brostna gleði, hin sérstæða lífsblekking og stolt hins fátæka skósmiðs í sveita- þorpinu smaug inn í samvizku lögmannsins. Marteinn afi mælti ekki orð frá vörum, en beygði sig niður, tók upp vaðsekkina og gekk út úr þessari skraut- legu stofu án þess að kasta kveðju á hinn virðulega bróð- ur sinn. Svo var hann aftur staddur einn úti á strætinu. Hann komst fótgangandi að jám- brautarstöðinni með því að spyrj a til vegar. Homim kom þá í hug, að hann gæti í leið- inni heimsótt vin sinn, sem hann hafði verið með í her- þjónustu á yngri árum. Vinur hans, gamall maður átti heima í litlu þorpi og var einbúi. Konan hans var dáin fyrir löngu og börnin farin frá honum. Hann tók Marteini tveim höndum, en það gat eng- in áhrif haft á hann. Fyrir honum var allt hrunið í rúst. Eins og við mátti búast talaði vinurinn aðeins um gömul kynni í herþjónustunni og tók ekkert eftir, hve Marteinn var sorgbitinn. Þetta haust fór ég burt úr þorpinu og kom bara heim, þegar ég fékk frí úr skólanum. Þá 'heimsótti ég Martein afa alltaf og reyndi að gleðja hann með því að segja honum frá ýmsu, sem fyrir mig kom í hinni stóru borg. En það var ekkert sem gat fjörgað hann framar. Hann hlustaði á mig vingjarn- lega en áhugalaust. Tvö ár liðu eftir hið mikla ævintýri með vaxandi vin- drykkju dag frá degi, og þá gafst líkaminn upp. Dálítinn tíma lá Marteinn afi í rúminu og sofandi bjó hann sig að lok- um til ferðar inn á ókunna landið, þar sem hann bjóst við fullnægingu óska sinna og vona. Marteinn afi fékk að minnsta kosti hægt andlát. Stefán Sigurðsson þýddi úr esperanto. 8. miarz 1970 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.