Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1970, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1970, Qupperneq 2
 ■■as»%assb- 11 jlFW ,®lpl m&f?. •' 'íl *^‘5 ; '/'W Ásímær Gríms og tengdamóðir Ibsens - Grimur Xhomsen loks að hún fann honum fátt til kosta en flest til foráttu. Á efri árum lagðist hún fast á móti þeirri viðteknu skoðun manna, að Bjömson og verk hans hefðu haft nokkur áhrif á hennar eigin verk. Árið 1861 settist Magdalene Thoresen að í Kaupmannahöfn og ári síðar gaf hún verk út í fyrsta sinni undir fullu nafni. í ársbyrjun 1864 gaf hún svo út „Signes historie“. Því verki var geysivel tekið og það þýtt á nokkrar tungur. Ibsen hugn- aði bókin ekki en flíkaði því ekki, þar sem tengdafólk átti í hlut. Svo var raunar í fleiri tilvikum. Hann var tregur til þess að segja vinum sínum og kunningjum í höfundastétt frá þeim göllum sem honum þótti á bókum þeirra. Magdalene Thoresen hafði tekið sig upp í Danmörku um tuttugu og þriggja ára aldur og flutzt til Noregs. Hún hreifst mjög af norsku landslagi, sögu og bókmenntum og einsetti sér að „gerast Norðmaður". Þetta háði málfari hennar og stíl ævi- langt. Hún viðaði að sér og kom sér upp sérkennilegum orðaforða, nokkurs konar blöndu af ýmsum mállýzkanna. Þetta ásamt með fleiru runnu af sömu og svip- uðuim ástæðum var henni mikill fjötur um fót og veikti stöðu hennar verulega. Árið 1866 settist hún við að semja skáldsögu, „Solen í Siljedalen", við ákaflega erfiðar aðstæður. En bókinni lauk hún og gaf út. Þegar Ibsen fékk hana í hend- ur, ritaði hann tengdamóður sinni nokkur lofsyrði en gat ekki stillt sig um að hnýta fá- einum vingjamlegum ráðlegg- ingum um málfar aftan við. En þessi kunningjaráð féllu í grýtt an jarðveg. Bókinni var þó prýðilega tekið í Kaupmanna- höfn en í Noregi fór á aðra lund og það olli Magdalene sár um vonbrigðum. Við það bætt- ist svo, að hún sótti hvað eftir annað um ferðastyrk úr Schæffer-sjóðnum en féklk aldrei. Jafnvel kom til þess, að þá er höfundur nokkur, sem sótt hafði jafnframt um styrk- inn dró umsókn sína til baka vegna þess, að hann vildi ekki keppa við Magdalene, þá var styrkveiting úr sjóðnum felld niður það árið. Þá þótti Magda- lene mælirinn loks fullur. Hún hélzt nú ekki lengur við í Nor- egi en hélt aftur til Kaup- mannahafnar. Er Ibsen, tengda sonur hennar, sá að ráð hans höfðu verið einskis megnug missti hann loks þolinmæðina og ritaði útgefanda sínum í Danmörku, Hegel, bréf snemma árs 1869; það var þess efnis að bók Magdalene væri afleit og jafnaði hann henni við „von- lausan samsetning" nokkurn, danskan, um brunann mikla árið 1728. Höfundur þeirrar bókar hafði orðið skotspónn sam tíðarmanna sinna en aðhláturs- efni seinni tíma fólki fyrir hlægilega tilgerð í stíl og mál- fari. Ennfremur kvað Ibsen skáldsögu tengdamóður sinnar lausa í reipunum og bætir því við um málfarið að hann hafi „hvorki fyrr né síðar séð nokk urri tungu misþyrmt álíka á prenti.“ Hann kveður það einu bjargarvon skáldkonunnar að láta alþýðumálið í friði fram- vegis. Ibsen gekk vafalaust gott eitt til með þessum ráðlegging- um sínum. Og hann hélt áfram að rita Magdalene í vinsamleg- um tóni; lofaði jafnvel stöku verk hennar. En hún lét sér ekki segjast að heldur. Þótt ólik væru, Ibsen og Magdalene Thoresen, hvort sem var að skapgerð eða í skáldskap þá rofnaði sam- band þeirra aldrei algerlega. Súsanna, dóttir Magdalene og kona Ibsens, sá um það. Magda- lene heimsótti þau hjónin í Róm og Dresden og á efri árum í Osló (Kristíaníu). Hún var ætíð hreinskilin og upplitsdjörf við tengdason sinn, en aldrei sá hún hæfileika hans né gáf- ur í réttu Ijósi. Hún var dóttir rómantikurinnar. Ibsen til- heyrði annarri veröld, sem Magdalene lagði aldrei leið sína til um ævina. í minning- um Georgs Brandes er frá því sagt að á sjöunda tugi aldar- innar hafi henni enn þótt skáldskapur Ibsens „lágkúru- legur og rislitill“, og haldið því fram að hann væri að verulegu leyti sprottinn af lestri Ibsens og rökfestu hans. Er „Gen- gangere" Ibsens komu út árið 1881 og vöktu mikla reiði —og hneykslunaröldu, lagðist Magda lene þó ekki á sveif með dóm- endum og almenningi, en bar heldur í bætifláka fyrir Ibsen. Hún lætur að því liggja að dóm- arnir verði mildaðir er fram líði stundir og fordæmir að auki heldur leirborið og fátæk- lega hugsað kvæði, eftir Andreas Munch, þar sem ráð- izt er á Ibsen og verfcið. Árið 1870 var leikrit Magda- lene sjálfrar, ,,Et rigt Parti“, loks sett á svið samtímis í Kaupmannahöfn og Osló. Þar hafði henni tekizt mun betur upp og hæfileikar hennar not- ið sín fremur en í sagnagerð- inni enda þóttist Ibsen nú loks geta hrósað henni af einlægni og gerði það líka. Hann lýsti kostum hennar og hæfileikum til ritstarfa fögrum orðum. Hann segist ekki vita hug gagnrýn- enda um verkið en hafi þeir haft eitthvað út á það að setja þá skuli Magdalene kæra sig kollótta. Verk Magdalene vakti ræðu manna og hlaut nokkra viður- kenningu meðal gagnrýnenda, þótt það sé nú löngu fallið í gleymsku og dá. Raunar verð- ur hið sama sagt um flest rit- verk hennar. Þó er engin ástæða til þess að ætla að Ib- sen hafi ekki verið alvara í bréfi sínu, enda þótt honum hafi eflaust aðallega gengið það til að uppörva skáldkon- una og ýta henni til að segja óhrædd hug sinn ljósar í verk- um sínum. Ibsen hélt áfram að fylgjast með ritstörfum tengdamóður sinnar. Og hún lá ekki á liði sínu. Hún samdi nú hvert leik- ritið á fætur öðru og eru flest gleymd, en gefa ágæta hug- mynd um höfundinn og áhuga- mál hennar. Þá hélt hún áfram sagnaritun, gaf út nokkur ljóðasöfin og skrifaði jafnt og þétt í blöð og tímarit. Hin harða gagnrýni sem mörg verk Magdalene Thore- sen sættu varð til þess að hún áleit sig misskilinn höfund og vanmetinn alla ævi. Hún var dæmigert afsprengi síðróm- antíkurinnar og áttaði sig aldrei á straumunum í samtíð- arbókmenntunum. Hún hengdi sig snemma í hetjudýrkun Ohlenschlagers og alþýðudýrk un Björnsons og áttaði sig aldrei á því að hún hafði misst af lestinni. Það var aðeins á einu sviði, sem henni tókst að lýsa hlutunum líkt og þeir komu fyrir; það voru lýsingar hennar á náttúru Noregs og áhrifum hennar. Þegar bréf Magdalene komu út árið 1919 ritaði Kristian Elster um hana á þá leið að það væri í raun- inni aðdáunarvert, hversu heill og ákafur áhugi þessarar rosknu, danskfæddu konu væri á Noregi og norsku þjóðinni. Lýsingar Magdalene á vestur- og norðurnorskri náttúru og landslagi og lífi fólks þar hafa mest til síns ágætis af öllum verkum hennar ásamt bréfun- um. En enda þótt ritverk henn- ar skipi ekki mikið rúm í bók- menntasögunni né hefðu mikla þýðingu fyrir samtímabók- menntimar þá hafði hún sjálf talsvert hlutverk með höndum. Eiginleikar hennar margir, sem hér hafa verið taldir upp að framan höfðu djúp áhrif á marga málsmetandi menn sem kynntust henni. Eigin ævi henn- ar varð mesta skáldsaga henn- ar. Magdalene Thoresen fæddist hinn þriðja júní árið 1819 í Fredericia við Litlabelti. Faðir hennar var sjómaður, sérkenni- legur maður og heldur drykk- felldur. Auk sjómennskunnar rak hann knæpu í heimahúsum. Ekki fara miklar sögur af heimilisháttum þama, en þó virðist sem móðir Magdalene hafi ekki lagt mikla rækt við uppeldi dótturinnar, enda fór hún til vistar hjá ömmu sinni fjórtán ára gömul. Amman var sérstæð kona og afar trúuð og hafði allmikil áhrif á Magda- lene. Er gamla konan lézt fór Magdalene aftur í heimahús og bjó þar í sex stormasöm og óróleg ár. Hún fékk að erfðum frá föður sínum þunglyndi og ástríðuþunga en á hinn bóginn sterka frelsiskennd og fyrir- litningu á borgaralegum venj- um og háttum. Hún minnist þess seinna hve heppin hún hefði verið að komast í tæka tíð brott úr þessu æskuumhverfi sínu í Fredericia; áður en hún varð fyrir verulegum skakkaföllum á skapgerð og sálu sinni. Bjargvættur hennar, sem svo er nefndur, var auðugur verk- smiðjueigandi, sem eitt sinn var á ferð um Fredericia og hitti hana. Hann gerði sér ljósa hæfileika hennar og lærdóms- þrá og kom henni til Kaup- mannahafnar þar sem hún stundaði síðan nám í þýzku og frönsku þar til hún lauk kenn- araprófi eftir tæp þrjú ár. Það var í Kaupmannahöfn sem hún hitti þann mann sem dýpst áhrif hafði á tilfinning- ar hennar um ævina. Það var hinn ungi og gáfaði íslending- ur, Grímur Thomsen. Um það leyti sem Magdalene komst í kynni við hann, vann hann að doktorsritgerð sinni um Byron lávarð og hélt oft langar og leiftrandi tölur fyrir henni um uppreisnarhug þessa mikla Eng- lendings svo og um rómantíska samtíðarhöfunda. Hann var geysilega athafnasamur, fullur lærdómsþorsta, djarfur og framgjarn og lífsfjör hans og ferskleiki ásamt áköfum og örvandi skapsmunum skipuðu honum í fremstu röð í hverjum hópi. Með honum átti Magda- lene Thoresen hið fyrsta og jafnframt mesta ástarævintýri sitt og hún gleymdi honum aldrei síðan, þótt hann segði skilið við hana eftir tveggja ára stormasamt samband þeirra. Hún minntist hans jafn- vel af ástríðu á efstu árum sin- um. í bréfi sem hún ritaði árið 1867 fer hún þeim orðum um Grím, að hann hafi verið „sér- kennilegur, villtur maður — náttúruafl“. Síðan segir hún: „Hann sleppti svo af mér tak- inu; vera má að honum hafi gramizt það síðar meir er hann svipaðist um eftir mér og komst að því sér til mikillar furðu að hann gat ekki gengið að mér vísri. Ég hef aldrei syrgt það að hann skyldi sleppa af mér hendinni. Fyrir vikið komst ég í kynni við betri mann og hef átt betri ævi. Samt hef ég ætíð vitað með sjálfri mér að þeirri ást sem í mér bjó hefði hann getað hlúð að og komið tii fulls þroska. Upp frá því hafa þrá og söknuður verið fylgifiskar mínir; ég hef skyggnzt um og leitað en alltaf gripið í tómt. Og hæfileikinn til þess að elska þvarr ekki þegar stundir liðu fram, heldur óx hann stöðugt." Það hlauzt af sambandi þeirra Gríms og Magdalene, að hún varð þunguð og fæddi barn; því var komið fyrir á barnaheimili einu í Kaup- mannahöfn. Upp úr því fór Magdalene til Heróy á Sunn- mæri og gerðist kennslukona hinna fimm barna Thoresens prófasts. Það ferðalag var flótti. Ári seinna giftist hún Thoresen. Hann var henni þrettán árum eldri og hún varð aldrei verulega hamingjusöm í sambúðinni við hann. í einu bréfa sinna kveðst hún aldrei hafa elskað hann. En hann annaðist hana vel og veitti henni allt það sem stóð í hans valdi. Það má sjá á bréfum Ibsens til tengdamóður sinnar að hún hefur heillað hann í fleiru en einu tilliti. Þegar hún dvaldist á Ítalíu 1879—1880 hélt hún löngum til hjá Ibsen og dóttur sinni og þá gafst Ibsen færi á því að gaumgæfa skapgerð hennar úr nálægð. Á annan bóginn hreifst hann af frelsis- þrá hennar en á hinn bóginn vakti hin gamla yfirráðalöngun hennar andúð hans. En hann gat heldur ekki annað en dáðst að ást hennar á Noregi og hlustaði hugfanginn á frásagn- ir hennar og lýsingar á land- inu. Síðar hafði hann margt í fari hennar og fortíð að fyrir- mynd að persónum sínum; t.d. ýmsa þá eiginleika hennar sem reynt hafði á í sambandi henn- ar og Gríms Thomsens. Dæmi þessa má glöggt sjá í „Rosmers- holm“, og „Fruen fra Havet“. Rætt hefur verið um áhrif þau, sem Magdalene Thoresen hafði á skáldskap Ibsens og Björnsons. En fleirum fór líkt og þeim. Einn þeirra var Georg Brandes. Magdalene áttaði sig ekki þegar í stað á mörgum við- horfum Brandes, sem ekki var von; það voru persónutöfrar hans sem heilluðu hana og óbil andi trú hans á þau málefni og þær grundvallarreglur sem hann gerðist málsvari fyrir. Þau hittust í fyrsta sinni árið 1865. Magdalene var þá rúmlega hálffimmtug en enn sópaði að henni og hún vakti óskipta at- hygli Brandes. Hann gerði sér þó grein fyrir veikleikum rit- verka hennar og reikulli dóm- greind hennar sjálfrar í mörg- um efnum. Brandes getur þess að um þetta leyti hafi hún enn haft takmarkað álit á skáldskaparhæfileikum Ibsens, tengdasonar síns og ekki „upp- götvað“ þá fyrr en löngu síð- ar. Brandes gaf hreinskilnis- lega og hnittna lýsingu á henni í minningum sínum. Hann virti hana og dáði og ástæða er jafn- vel til að ætla að honum hafi um tíma einnig fundizt líkt til um skáldskap hennar. Hann sagði hana á einum stað hafa verið skarpskyggnan sálfræð- ing í skiptum sínum við mikla samtíðarmenn sína. Þetta getur vel verið. En umsögnin á ekki við um skáldskap hennar. Lífs- firrð hennar og sveimhugur ollu því að bækur hennar hlutu að hafna í glatkistunni. En persónuleiki hennar var slíkur að hún hlaut nokkurt hlutverk í andlegum þroska Georgs Brandes á þessuim yngri árum hans. Hún benti á það með dálitlum rétti að hann væri of mikil skynsemisvera — hugsanir hans væru „slípað- ar“; líkti honum eitt sinn við ljóslausa krónu, sem héngi milli annarra, sem kveikt væri á. Það væri aðeins Ijósið frá þeim sem lýsti upp þá í miðj- unni. Sjálf væri hún aðeins safn kaldra, hálla og slípaðra glerköngla. Þetta sagði Brand- es hafa verið nokkurs konar Framhald á bls. 7 2 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 12. apríl 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.