Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1970, Blaðsíða 3
Islenzk skáldsagnaritun
eftir 1940 — 10. grein
EFTIR ERLEND JÓNSSON
INNI MILLI
FJALLANNA
BÓKMENNTIR - LISTIR
Guðmundur L. Friðfinns-
son fæddist á Egilsá í Norð-
urárdal í Skagafirði (1905),
nam í héraðsskóla og búnaðar-
skóla og gerðist upp frá því
bóndi á föðurleifð sinni og hef-
ur því alið næstum allan ald-
ur sinn á sama blettinum. Guð-
mundur var orðinn hálf-
fimmtugur, þegar hann sendi
frá sér fyrstu bókina, unglinga
bók. Síðan hefur hann sent frá
sér: aðra unglingabók, eina
bók með æviminningum og aðra
með sagnaþáttum, þrjár skáld-
sögur og eitt smásagnasafn.
Máttur lífs og moldar (1952)
heitir fyrsta skáldsaga Guð-
mundar, meðallöng og „breið“
skáldsaga af gamla skólanum;
sveitalífslýsing í ætt við Upp
við fossa, Heiðarbýlissögurnar
og fleiri slíkar; viðburðarík
frásaga, persónur margar og
sögusvið skýrum dráttum dreg-
ið. Og á að gerast um síðustu
aldamót, þegar sveitirnar eru
að vakna af dvala, jarðrækt að
hefjast og kaupfélög að rísa á
fót. Aðalsöguhetjurnar eru
ung hjón, sem stofna bú, þar
sem áður var eyðibýli; byrja
með tvær hendur tómar, en
vinna sig upp með samheldni
og dugnaði, svo þau verða veit
endur í sveit sinni, virt af góðu
fólki.
VancValaust er að eygja
galla á þessu verki, sé eftir
þeim skyggnzt. Þetta er frum-
raun. Höfundurinn er að þreifa
fyrir sér. Hvað á heima í sögu,
og hvað á þar ekki heima?
Hvað ber að ýkja, og hverju
ber að stilla í hóf? Þvilíkur
vandi steðjar sýnilega að höf-
undi Máttar lífs og moldar.
Guðmundi tekst ekki að leyna
erfiði sínu. Fyrirhöfn hans
vegna formsins verður of aug-
ljós. Söguþráðurinn verður
með köflum of reyfaralegur og
stíllinn óþarflega „skáldlegur“.
Stundum er of lítið gefið til
kynna, en of mikið sagt, svo
jaðrar við barnaskap. Snöggt-
um fleira er þó jákvætt um
söguna að segja. Með hliðsjón
af, að um frumraun er að ræða,
hefur Guðmundur víða náð
góðum tökum á þeim ljóðræna
stíl, sem hann er að temja sér.
En þess konar stíll fellur ein-
mitt vel að rómantískri draum-
sjón sögunnar, sem er fagurt
mannlíf í skjóli gróskumikillar
náttúru. Kaflarnir um tilhuga-
líf hjónaefnanna í fyrsta
hluta bókarinnar eru fagur
skáldskapur, svo dæmi sé tekið,
og þó ekki til lýta fegraður.
Frásagnimar af lífsbaráttunni
í dalnum eru þróttmiklar og
hugnæmar; geta minnt á Gróð-
ur jarðar Hamsuns og önnur
verk af því tagi: erfiðið göfg-
að og einfalt líf hafið til vegs.
Flestu, sem taldist til sveita-
lífsins — auk daglegrar lífsbar-
áttu — er með ágætum lýst,
svo sem nágrannakryt eða að
hinu leytinu samhjálp ná-
granna, ferðasvalki, gestakomu
og öðru, sem lyfti huganum
upp frá önn hversdagsins, því
óverulegasta tilbreyting taldist
viðburður í fásinni dalsins.
í fáum orðum sagt er bjart
yfir þessari fyrstu skáldsögu
Guðmundar — þrátt fyrir aug-
ljósan viðvaningsbrag. Hvergi
leynir sér ást hans á efninu,
vilji til að gera vel, trúnaður
við þann málstað, sem er honum
hugstæður, og að lokum hæfi-
leikar, sem brjótast þarna fram
í skemmtilega frumstæðri, en
um leið ósvikinni, ferskri mynd.
Skáldsögu þeirri, sem Guð-
mundur sendi næst frá sér —
Leikur blær að laufi (1957)
heitir hún — svipar til hinnar
fyrstu, en tekur henni ekki
fram, nema síður sé. Er það —
eins og Máttur lífs og moldar
— saga úr gamla tímanum í
sveitinni með þeim lifnaðar-
háttum, sem honum byrjar: ein-
um „Jóni ríka“; girnilegri
heimasætu, sem er flestum hugs
anlegum kostum búin og mikill-
ar ástar verð; biðlum, sem eru
annað tveggja: af heldra standi
eða íturvaxnir og glæsilegir
(því miður fer það ekki sam-
an); kitlandi stefnumótum og
launungarmálum; ástarbréfum,
sem misfarast; háskalegum
freistingum og að lokum sár-
þráðum endurfundum. Út af
fyrir sig er þessu efni þokka-
leg ákil gerð, málfar vandað,
náttúrulýsingar hugljúfar. En
sögumið er óljósara en í Mætti
lífs og moldar, og um frum-
leika er enn síður að ræða.
Söguþráöurinn og meðferð
hans minnir á eldhúsreyfara,
sem stældir hafa verið eftir
Pilti og stúlku og Manni og
konu annars vegar (það er að
segja ástarrómantíkinni í þeim
sögum, ekki öðru) og þýddum
skemmtisögum hins vegar. Þjóð-
lífsmyndin, sem gæti verið trú-
verðug í sjálfu sér, er viðhöfð
sem baksvið fyrir væmnar ást-
arsenur einungis. í rauninni er
þessi önnur skáldsaga G uð-
mundar einkar glöggt dæmi
þess, hve eðlisgreindum höf-
undi verður smátt úr efni og
tekst lítt að laga það í hendi
sér, lúti hann um of lögum
dauðrar og löngu úreltrar
tízku.
Enda þó Guðmundur væri
orðinn fulltíða maður og vel
það, þegar hann sendi frá sér
fyrri skáldsögurnar, hljóta
þær að skoðast svo sem byrj-
andaverk. Öðru máli gegnir Um
þriðju og síðustu skáldsöguna,
Hinumegin við heiminn (1958).
Sjónhringur Guðmundar hefur
þá drjúgum víkkað, tök hans
á stíl og efni bera með
sér traustleika kunnáttunnar;
hann er orðinn fagmaður í rit-
listinni.
Efnið í þessa þriðju skáld-
sögu sækir Guðmundur sem
fyrr í sveitalífið. En sveitin er
ekki lengur lokuð veröld eins
og í fyrri sögunum. Hún er nú
partur af stærra heimi. Og tíma
bil sögunnar er nær samtíð-
inni en tími fyrri sagnanna:
bílaöld er að hefjast. Bnnfrem-
ur er tekið mið af þeirri félags
legu þróun, sem átti sér stað á
sama tíma: eyðing afskekktra
byggða. Fólkið flyzt brott. Býli
fara í eyði. Og þeir fáu, sem
eftir þrauka, búa fáliðaðir, ef
ekki aleinir á jörðum sínum, en
allra helzt kvenmannslausir.
Hinumegin við heiminn er saga
af einyrkj a,, sem svo er ástatt
fyrir. Börkur Arason heitir
hann og segir söguna, gamall
maður við upphaf og endi bók-
arinnar. En meginsagan er svo
endurminningar hans, raktar
frá því hann man fyrst eftir
sér í kotinu, barnið; síðan
unglingsárin, þá frumvaxta mað
ur með sætleika vorsins í blóði
sér, og loks fullorðinsárin, sem
bera hann, næstum án þess
hann viti af, inn í skugga ell-
innar. Á uppvaxtarárum Bark-
ar var hver bær byggður; vin-
ir og jafnaldrar allt um kring;
mikil glaðværð; fyrirheit; ást.
Ungur verður Börkur hug-
Framhald á hls. 13
Tadeusz Rosewicz
Veggurinn
Hún sneri andlitinu að veggnum
samt elskar hún mig
hvers vegna sneri hún þá andlitinu að veggnum
með einni höfuðhreyfingu
er unnt að hverfa úr heiminum
þar sem spörvar tísta
og ungir menn reika
með skrautleg háilsbindi
nú stendur hún ein
upp við nakinn vegginn
og þannig mun hún standa
með andlitið upp að veggnum
sem teygist hærra og hærra
lítil og grönn
með krepptan hnefann
og hér sit ég
með fætur úr steini
ég ber hana ekki burt
ég lyfti henni ekki upp
sem er léttari en andvarp
Þýð.: GuSmundur Arnfinnssori.
112. apríl 1970
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3