Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1970, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1970, Page 4
I I ■ IIBI II TOLSTOY og tvær þjóðsögur Púkinn og brauðið Eftir Leo Tolstoy Hinn 28. dag ágústmánaðar ár ið 1828 fæddist hjónunum Nik olas Ylyich greifa og Maríu Volkonsky prinsessu sonur, er hlaut nafnið Leo. Fullt nafn hans var því Leo Nikolaye- vich Tolstoy, greifi að nafnbót og ættgöfgin ótvíræð, enda þótt greifatitillinn yrði snemma við skila við sinn betri helming og drengurinn síðar aðeins þekkt ur undir nafninu Leo Tolstoy, rithöfundur. Þetta sakaði eng- an veginn, því frægari og dáð- ari sem skáld og maður hefði Leo litli ekki orðið, þótt hann hefði haldið greifatitli sínum á loft meðan ævin entist. Foreldra sína missti Leo ung- ur að aldri: faðir hans dó er hann var þriggja ára og móðir hans, er hann var níu ára. Urðu þá aðrir ættingjar að taka að sér uppeldi drengsins og sjá honum fyrir þeirri uppfræðslu, er sæma þótti að hann hlyti. Voru honum fengnir franskir kennarar og hlauzt af því að- eins það, að menntun hans var fólgin í slangri af átjándu ald- ar frönsku, en lítinn skilning fékk hann á menningu sins eig- in lands og þjóðar og fékk hvort tveggja litinn hljóm- grunn hjá honum fyrst framan af. Hann hóf háskólanám í Kaz- an, sem var mikil samkvæmis- borg og skemmtana og stóð þar aðeins að baki sjálfri Moskvu og Pétursborg. Tók hann mik inn þátt í samkvæmislífi borgar innar, eins og ungra aðals- manna var siður, og dregur eng inn, er um hann hefur ritað, dul á, að hann hafi bæði verið kærulaus og slarksamur á þess um árum. Nálega tvítugur hverfur hann frá háskólanum, próflaus, og ætlar sér nú að setjast að á eign sinni, Yasnaya Polyana, og hefja búskap og umsýslu mikla. En svo fór, sem við mátti búast. Hann var engan veginn undir slíkt búinn og fóru þess- ar fyrirætlanir því allar út um þúfur hjá honum. Hann hvarf þá aftur út í samkvæmislífið og nú í Moskvu. Mun hann einnig þar hafa lif- að allhátt, sem kallað er, á þeim árum. Þó má sjá af ýmsu, er hann hefur skrifað, og þá fyrst og fremst af dagbók hans, erhann byrjaði að skrifa 1847, að sjálfs gagnrýni hans og sjálfsvirð- ing hefur aldrei yfirgefið hann, þrátt fyrir glauminn og hann fann glöggt, gegnum allt saman, að þetta líf var honum ekki eiginlegt og fullnægði hon um engan veginn. Þá þegar hefur það verið að gera vart við sig, sem síðar átti eftir að verða algjör hugarfars breyting og viðhorfsbreyting til lífsins og starfsins. Ef til vill hafa kynni hans af Rousseau, í háskólanum í Kazan, þá þegar verið farið að hafa áhrif á hann, en það var þó ekki fyrr en á efri árum, að hann leggur áherzlu á það, hve mikið hann eigi Rousseau að þakka. Á árunum 1851—57 er hann í hermennsku, en það mun hafa Fátækur bóndi fór raorgun einn snemma út að plægja og tók með sér brauðhleif, sem hann ætlaði að hafa til árbíts. Hann vafði brauðið inn í yfir- höfn sína og stakk síðan böggl- inum inn í runna við akurinn. Svo tók hann til starfa við plæginguna. Að nokkrum tíma liðnum, þegar hesturinn var farinn að þreytast og hann sjálfan far- ið að svengja, hleypti hann hestinum á gras, en fór sjálfur að runnanum til að sækja brauðið sitt. Hann lyfti upp yfir höfninni, en — hvað var nú þetta? Brauðið var horfið. Hann hristi frakkann og sneri honum á alla vegu, en brauðið kom ekki í leitirnar að heldur. Þá leitaði hann allt um kring, en árangurslaust. „Þetta er ein kennilegt,“ sagði hann við sjálf an sig, „ég hef ekki séð nokk- urn mann hér, en samt hefur einhver verið hér og tekið brauðið mitt.“ En það var púki, sem hafði stolið brauðinu, meðan bóndinn var að plægja, og nú sat hann bak við runnann og beið þess að heyra bónda bölva og ákalla húsbónda hans, Djöful- inn. Bóndi var að sönnu leið- ur yfir því að verða af árbít sínum, en „við því er ekkert að gera,“ sagði hann, „þegar öllu er á botninn livolft, þá mun ég ekki deyja úr hungri. Það er enginn efi, að sá, sem tók brauð ið mitt, hefur þurft þess með. Verði honum að góðu.“ verið fremur viðburðarsnauS- ur tími, nema siðustu árin, ef til vill, er hann var í herstöðv- unum við Dóná og Sevastopol, þar til sigur hafði verið unn- inn á Tyrkjum. Þá hélt hann til Pétursborg- ar, þar sem hann dvaldist um skeið og lagði sig mjög eftir fé- lagsskap skálda og rithöfunda annars vegar, en glaumgosa hins vegar og voru hinir síðar nefndu honum mun kærari, að sögn. Rithöfundarnir ollu honum vonbrigðum: þeir voru „ple- bejalegir" og hann hafði enga samúð mieð þeim annarlegu, nýju, evrópsku hugmyndum, sem þeir fóstruðu á þeirn ár- um. Á öðru ári hans í hernum (1852) lauk hann við fyrsta Svo gekk liann að vatnslind, fékk sér að drekka, hvíldi sig stundarkorn og spennti siðan hestinn aftur fyrir plóginn. Púkinn var sárlega vonsvik- inn, að lionum skyldi ekki tak- ast að fá bóndann til að syndga. Hann fór rakleitt til húsbónda síns og sagði honum hvað gerzt hefði. Hann kom til Djöfulsins og sagði honum, að hann hefði tek ið brauðið frá bóndanum, en í stað þess að bölva, hefði hann aðeins sagt: „Verði honum að góðu.“ Djöfullinn varð fokvondur og anzaði: „Maðurinn hafði yfir- höndina og það er þér sjálfum að kenna. Þú kannt ekkert til verka. Ef bóndinn og kona hans og afkomendur þeirra og aðrir bændur, konur þeirra og afkomendur taka upp þessa lifn aðarháttu, þá er úti um okkur. Við getum ekki látið þetta ganga svona. Farðu strax aftur upp og komdu þessutn hlutum í lag. Ég gef þér þrjú ár til utn- ráða, og ef þú hefur ekki bætt fyrir klaufsku þína þá, verð- urðu sannarlega tekinn og bað- aður upp úr vígðu vatni." Púkinn varð óttasleginn. Hann hraðaði sér aftur upp á jörðina og hugsaði, hvernig hann ætti nú að bera sig að. Og loksins þóttist hann ltafa fundið ráð sem dygði. Hann breytti sér í verka- mann og kom sér svo í vinnu- mennsku hjá bóndanum fátæka. Fyrsta árið ráðlagði hann bónda að sá korninu i votlendi. Bóndi fór að ráðum hans. Úr- koma varð með minnsta móti þetta árið og uppskera allra eyðilagðist í þurrkunum, nema uppskera fátæka bóndans. Korn ið þreifst með ágætum i vot- lendinu og varð mun meira en hann hafði þörf fyrir það árið. Árið eftir ráðlagði púkinn, í gervi vinnumannsins bóndanum að sá uppi á hæð: og þetta varð mikið rigningaár. Uppskera annarra bænda eyðilagðist í vatnagangi, en uppskera fátæka bóndans okkar varð góð og riku Ieg og miklu meiri en hann hafði not fyrir. Og nú vissi hann varla hvað hann átti að gera við kornið, sem hann átti orðið umfram þarfir. verk sitt, Barnæska mín, sem hann sendi til þekkta útgef- anda. Tók hann ritverkinu tveim höndum og gaf það út. Tolstoy ferðaðist til annarra landa sama ár og hann hvarf úr hernum (1857) og aftur 1860, en þessar heimsóknir hans urðu honum mikil vonbrigði og snéri hann heim í bæði skiptin með andúð á vesturlandamenningu og hugsunarhætti. Hann settist nú aftur að í Yasnaya Polyana og hóf bú- sýslu og einnig tók hann að kenna börnum úr nágrenninu og hélt fyrir þau skóla. Tolstoy kvæntist 1862, stúlku að nafni Sophie Behrs, og var hún 16 árum yngri en hann. Eignuðust þau 9 böm í löngu hjónabandi. Þekktustu skáldverk Tolstoys En nú kom vinnumaður enn- þá til skjalanna og kenndi bónda hvernig hann ætti að leggja kornið í gerjun og brugga sterkan vínanda úr því. Og nú fór bóndi að brugga sterkt vín, drekka það sjálfur og bjóða vinum sínum og ná- grönnum til drykkju með sér. Og nú hraðaði púkinn sér til sinna heimkynna, kom að máli við herra sinn og lét vel yfir sér; þóttist nú heldur betur vera búinn að bæta fyrir brot sitt. Og Djöfullinn sagði, að liann ætlaði sjálfur upp og at- huga hvemig málum var kom- ið. Hann kom nú á heimili bónda og sá, að hann hafði boðið nokkrum efnuðum nágrönn- um sínum til drykkju. Hús- fr-eyjan bar drykkinn fyrir gestina og skenkti í glösin, en var svo óheppin að hrasa og hella dálitlu af víni niður. Bóndi varð ævareiður og skammaði konu sína: „Hvað á þetta að þýða, brussan þín? Heldurðu að þú sért með eitt- hvert skolp, sem þú getur bara gusað út, hvar sem þér sýnist, krypplingurinn þinn?“ Púkinn var hinn ánægðasti og sendi Djöflinum olnboga skot: „Sjáðu, þetta er bóndinn sem skipti ekki skapi, þótt hann missti síðasta brauðbit- ann sinn.“ Og bóndinn, sem ennþá var að atyrða konu sína, fór nú að skenkja vínið sjálfur. í því kom fátækur bóndi inn. Hann var að koma frá vinnu sinni og átti leið framhjá og gekk því inn óboðinn. Hann heilsaði viðstödd um glaðlega, settist niður og vonaðist eftir að fá eitthvað til að hressa sig á, því hann var þreyttur að afloknu dagsverki sínu. En hann mátti sitja og sitja og kyngja sínu eigin munn vatni, því í stað þess að bjóða honum nokkuð, þá tuldraði hús bóndinn aðeins, að hann gæti nú ekki verið að gefa hverjum sem væri að drekka. Þetta skemmti Djöflinum mik ið, en púkinn skríkti og sagði, að meira ætti nú eftir að koma. Og ríku bændumir héldu á- fram að drekka og gestgjafinn einnig. Og þeir tóku að mæla 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 12. apríl 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.