Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1970, Qupperneq 6
Guðlaugur Guðmundsson
„Tveir eru farnir að
rífast eins og hundar
og aðrir tveir standa
og horfa á“
Hvað gerðist á Kili?
Höfundur bókarinnar um
afdrif Reynistaðarbræðra,
leggur orð í belg og segir frá
því, er miðill sá á Kili
Teikning' eftir Halldór Pétursson úr bók Guðlaugs um afdrif
Reynistaðarbræðra. Bræðurnir bornir í klettaskoruna.
Guðlaugur Guðmundsson
Undainfarma 'V'etrannámuði
hefur mikið verið ritað í Les-
bók Morgunblað-sins um afdrif
Reynistaðarbræðra, og virðist
svo sem bók mí-n, „Reynistaðar-
bræður“, sem út kom árið 1968,
sé ein meginorsök þessara
Skrifa, er sum hafa gengið það
langt, að tveir ágætir menn
hafa deilt af hörku. Nú er mér
ljóst, engu síður en þegar ég
skrifaði bókina, að aldrei verð-
ur fundinn endir, sem alldr geta
fellt sig við, enda enginn til frá-
sagnar, er sannað geti eitt eða
neitt í því máli. I>ví hefur hver
og einn leyfi til að mynda sér
sína skoðun um þennan hörmu-
lega atburð, án þess að aðrir
þurfi af þeim sökum að rjúka
upp í hugaræsingi. Finnst mér
og, að menn ættu að hafa það
að leið-arljósi að vera mannleg-
ir og sanngjarnir í dómum sín-
um.
Þegar ég fyrir nokkrum ár-
um för að hugsa um þennan
atburð og lesa mér til um hann
og málaferlin, sem honum
fylgdu, í gömlum sögnum
(einna helzt frásögnum Gísla
Konráðssonar, sem mér fundust
vera fyllsta-r), leitaði ég svars
við ýmsum spurningum, er
vöknuðu í huga mínum, eins og
t.d. þessari: Hvað gat komið
þeim Jóni, Sigurði og Birni,
heimamönnum og landsetum
Reynistað'arhjóna, til þesis að
fara að burðast með hálfrotn-
uð lík sona þeirra hjóna og
fela þau, svo að þau fengu ekki
kristilega greftrun, en það var
þá, ekki síður en nú, mög þýð-
ingarmikið atriði. Og hverju
voru þeir nær að hylja stuld á
þennan hátt, hafi nökkru verið
að stela?
Þegar nánar er athugaður
æviferill þessara ungu manna,
Björns og Sigurðar, sem grun-
aðir voru um ódæðisverkið á
Kili, kemur í ljós, að þeir urðu
síðar fyrirmenn og mannasætt-
ir hvor í sinni sveit.
Tómas á Flugumýri og menn
hans töldu sig hafa séð 3 lík í
tjaldinu. Þá vantar eitt. Mætti
ekki ætla, að þeir hefðu talið
víst, þegar þeir fundu tjaldið,
að þeir félagar allir lægju und-
ir því? Tjaldskörin er semlímd
við jörðina og tjaldið loftþétt.
Mennirnir lyfta upp tjalds-kör-
inni og á móti þeim gýs ægileg
nálykt af rotnandi líkum. Er
þá undarlegt, þótt athygli
þeirra hafi eitthvað brenglazt
við slíkar aðstæð-ur, og þeir
jafnvel séð ofsjónir? Enda virð
ast þeir hafa lokað tjaldinu
aftur hið skjótasta og þá sjálf-
sagt slegið því föstu um leið,
að þarna væru þeir allir, án
þess að athuga málið frekar.
Hvernig átti ég nú að leysa
úr þessum spurningum?
„Farðu á miðilsfund," sagði
kunningi minn eitt sinn við
mig, er við spjölluðum um
þetta.
Ég fór að hugleiða málið,
hafði samband við Hafstein
Björnsson, miðil, og bað hann
að koma með mér upp á Beina-
hól og vita hvers hann yrði þar
var. Hann tók vel í þetta en
aldrei fékk hann tíma til að
fara í þessa ferð. í stað þess
lofaði hann mér einkafundi við
tækifæri. En hugmyndin um að
fara með miðil upp á Beinahól
leið mér ekki úr minni, og loks
komst ég í samband við konu,
sem var til í að reyna þetta.
Það var einn laug-ardag í
ágústbyrjun sumarið 1966, að
við lögðum upp þrjú saman.
Segir ekki af ferð okkar fyrr
en við komum upp á sandauðn-
ina fyrir ofan Gullfoss,
nokkru áður en komið er að
Sandá. Þar komst konan í mið-
iilsástand og horfði hálfluktum
starandi augum ú-t yfir auðn-
ina, yfir Hvítá að því er mér
virtist. Síðan fór hún að tala,
eins og henni væri mjög mikið
niðri fyrir.
„Þarna fara þeir og reka féð
eins hratt og þeir geta. Þeir
eru mjög óværir og al-lhressir,
já, hálffu-llir sumir hverjir. Það
er ungur drengur með í hópn-
um. Hann er svo dapur og á
eitthvað svo bágt.“
„Hvað eru mennirni-r marg-
ir?“ spurði ég.
„Þeir eru þrettán.“
„Hvaða menn eru þetta og
hvert eru þeir að fara?“
„Þeir ætla yfir fjöllin, það
er að segja ekki allir, því að
sumir eru að fylgja þeim áleið.
En nú sé ég heim að Reyni-
stað, þangað sem þeir ætla. O,
hvað fólkið er dapurt, og gamla
konan raular sorgarljóð við
rokkinn sinn.“
Konan hélt áfram að tala.
„Nú taka sig tveir menn úr
hópnum og ríða heim að bæn-
um. Þeir tal-a við bóndann á
hlaðinu, snúa síðan við og
hverfa aftur til sinna m'anna."
Þegar hér var komið fannst
mér þetta lítið sannfærandi, því
að ég hafði aldrei heyrt getið
u-m neinn bæ þarna langt fyrir
ofan Gullfoss og helduv hvergi
lesið um svo marga fylgdar-
menn. Ég fór því að halda, að
ég myndi lítið græða á þessu
ferðal-agi og datt í hug að snúa
við, en konan hélt áfram tali
sínu. Hún sagði, að féð væri
fallegt, en færi heldur vonda
jörð, enda ákaflega blautt.
Víða smálækir, því að það hefði
rignt mikið að undanförnu. Svo
kallaði hún skyndilega: „Nú
komast þeir ekki lengra, það
er komin stórhríð. Þeir eru
orðnir bara 5 og eru að reyna
að tjalda."
Er hér var komið sögu hefi
ég víst gleymt mér og ekki at-
hugað sem skyldi um stjórn-
unina á bílnum, því að annað
framhjólið lenti á allstórum
st-eini, 'Svo að bíllinn kastaðist
snöggt til og litlu munaði, að
konan hrykki fram í framrúð-
una, en maðurinn, sem með
okkur var, greip í hana í tíma.
Við þetta vaknaði konan úr
dáleiðlslunni.
Við héldum síðan áfram, en
töluðum ekkert fyrr en við
k'Omum að Innri-Skúta. Skóð-
anir manna hafa verið skiptar
um það, hvorum megin
við Innri-Skúta — að
norðan eða sunnan —
Staðarmenn hafi rekið
féð yfir Jökulfallið og framhjá
Skútanum í áttina að Gránu-
nesi. En nú kipptist konan
snöggt til í sætinu, spyrnti
hægra fæti hart fram á hval-
bak bílsins, eins og hún ætlaði
að hemla, og hrópaði:
„Ertu vitlaus maður, ætlarðu
að keyra á féð?“
Ég sá hvergi neina kind, en
kon'an virtist vera í uppnámi.
Samt róaðist hún fljótt, svo að
sennilega hefi ég ekki ekið á
féð, en hún hélt áfram að tala.
„Já, þarna reka þeir féð. Ó,
hvað það er þreytulegt og
blautt. Mig undrar ekki, að það
sé blautt, nýkomið úr ánni.
Blessað barnið. Það er eitthvað
lasið.“
-Síðan lýsti hún nokkuð bún-
ingi mannanna og veðrin-u og
hélt síðan áfram:
„Þeir eru að tjalda í hríð-
inni. Það gengur illa, en þeim
tekst það þó. Féð er allt í þétt-
um hópi. Þeir eru í vandræðum
með það, það vill troða-st und-
ir.“
Síðan varð stutt þögn.
„Ó, Guð minn góður. Einn er
orðinn veikur. Það er barnið.
Einn maðurinn lætur sér svo
annt um það. Ó, hvað það
kvelst.“
„En hvað er nú þetta,“ sagði
-hún svo og færðist öll í auk-
ana, kreppti hnefana og s-viti
spratt út á andliti hennar.
„Tveir eru farnir að rífast eins
og hundar og aðrir tveir standa
og horfa á. Þeir steyta hnef-
ana hvor framan í annan. Eru
mennirnir vitlausir. Nei, nú t-ek
ur annar hestinn sinn og fer í
burtu. Hinn fer inn í tjaldið.
Drengurinn er hljóður.“
Konan lýsti nú, hvernig
drengurinn dó og maðurinn
hjúkraði honum, síðan hvernig
þessi maður veiktist með kvöl-
um og dó. Tveir menn bárulík
in burtu úr tjaldinu, fóru síðan
aftur inn í tjaldið og dóu þar.
Við héldum áfram að hraun-
jaðrinum gegnt Beinhóli og
gengum svo þaðan um klukku-
tíma gang að hóln-um, en kon-
an komst ekki í miðilsástand
þar og snerum við síðan heim
á leið.
Ég komst síðar að því, að bær
hafði verið í byggð rétt fyrir
ofan Gullfoss, eins og konan
sagði. Eins komst ég í gamalt
handrit, er fjallaði um veru
þeirra Staðarmanna í Hreppun
um. Þar las ég, að 8 bændur
hefðu fylgt þeim inn á afrétt,
og stóð það einnig h-eima við
það, sem konan sagði, hve
margir mennirnir hefðu verið.
í nóvember sama ár átti ég
fund með Hafsteini Björnssyni
miðli. Kornst ég þar í samband
við Bjarna Halldórsson og
spurði hann: Hver rændi ykk-
ur bræður? En hann svaraði:
„Við vorum ekki rændir."
„Hvernig komust þið þá í
klettas(koruna?“ spurði ég.
„Sigurður og Guðmundur báru
okkur þangað,“ svaraði hann.
„Þeir gátu ekki legið hjá okk
ur dauðum í tjaldinu.“
„En hvað um Jón?,“ spurði
ég.
„Við skildum ósáttir, en það
er allt löngu jafnað okkar á
milli,“ svaraði hann.
Hér læt ég staðar numið,
en vil benda þeim, er vildu
kynnast þessu nánar að lesa
um þessa atburði, og ferð Jóns
til byggða í bókinni Reynistaða
bræður, en þar er öðrum þræði
stuðzt við upplýsingar fengnar
á þessum miðilsfundi.
0 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
12. apríl 1970