Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1970, Qupperneq 10
Marteinn er fæddur að Stafa-
felli í Lóni 23. apríl 1877, son-
ur Þorsteins Marteinssonar
Erlendssonar bónda á Hvalnesi
í Stöðvarfirði. Móðir hans og
kona Þorsteins var Jóhanna
Ófeigsdóttír Árnasonar bónda
á Svínhólum. Marteinn fluttist
með foreldrum símxm að Steina
borg á Berufjarðarströnd.
Hann byrjaði að róa 14 ára
gamall, varð formaður 18 ára
ög var við sjó- og sveitarstörf
á búi foreldra sinna til 1899,
að hann fór til náms í ólafs-
dal vestra.
Hann lauk námi frá Ólafs-
dalsskóla sem búfræðingur
1901 óg var við ræktunarstörf
hjá bændum næsta ár, en réðst
þá sem pakkhúsforvalter til
verzlunar Örum & Wulff. Á
Búðum kvæntist Marteinn árið
1905 Rósu Þorsteinsdóttur frá
Hóli í Stöðvarfirði. Þau hjón
eignuðust 4 börn og ólu upp
2 fósturbörn og komust börnin
öll til manns. 1907 hóf Marteinn
búskap á Kirkjubóli í Stöðvar-
firði en 1910 réðst hann aftur
til Örum & Wulff og var síð-
an hjá því fyrirtæki og sama
fyrirtæki í eigu Júlíusar Guð-
mundssonar til 1919. Árið 1920
stofnsetti hann á Búðum, ásamt
mági sínum Björgvini Þorsteins
syni, fyrirtækið Marteinn Þor-
steinsson & Co, verzlunar- og
útgerðarfyrirtæki, sem hann
síðan rak óslitið til 1951, að
hann seldi það Björgvini og
fluttist til Reykjavíkur. Jafn-
framt því að reka um þriggja
áratuga skeið umsvifamesta
fyrirtækið á Búðum, vann
hann að ýmsum félagsstörfum.
Hann var ýmist formaður eða
gjaldkeri Búnaðarfélagsins í
hreppnum í 47 ár, hreppsnefnd-
armaður í 15 ár og í stjórn
sparisjóðsins og sparisjóðshald-
ari í 16 ár. Hann setti upp
verzlun þegar hann kom til
Reykjavíkur, þá 74 ára gamall
og rak hana í 3 ár, en þá hætti
hann að verzla og tók að
vinna skrifstofustörf, semhann
stundaði framundir þennan
dag. Hann er nú seztur í helg-
an stein við ættfræðigrúsk.
Hvar skal standa, hvar skal
byrja? spurði Matthias í vand-
ræðum sínum yfir Skagafirði.
Horngrýtis fjörðurinn var alls
staðar jafnfallegur.
Marteinn Þorsteinsson þyrfti
margar Lesbækur undir sögu
sína alla, sem skiljanlegt er
um mann, sem lifað hefur svo
langa ævi og haft mikið um-
leikis. Það má heita að slíkur
maður hafi reynt alla fslands-
söguna á sjálfum sér. Hann
man búskaparháttu, sem ekki
höfðu breytzt um margar aldir,
hafði persónuleg kynni af arf-
tökum Einokunarinnar, Örum
& Wulff, var virkur þátttak-
andi í þjóðfélagsbyltingunni
eftir aldamótin, og einnig í síð-
ari atvinnuháttabyltingunni
um og eftir síðasta stríð. Þó að
Marteinn hafi þannig lifað
þrenn atvinnu- og um leið þjóð
lífsháttatímabil í sögu þjóðar
sinnar, voru það aldamótahug-
sjónirnar sem mótuðu hann.
Hann er aldamótamaður í þess
orðs réttu merkingu. Það er oft
að fólk, sem fætt er um og eft-
ir aldamótin er kennt við alda-
mótakynslóðina frægu. Það er
alrangt. Þeirri kynslóð heyrir
til aðeins það fólk, sem bar
upni sem virkir þátttakendur,
þá byltingu sem varð upp úr
aldamótunum — ekki vöggu-
börn frá þeim tíma.
Marteinn lýsir aldamótahugs-
unarhætti ungra manna, og um
leið sínum eigin í grein, sem
hann ritaði aldamótaárið í blað,
sem skólapiltar í Ólafsdal
héldu úti. Hann ræðir í grein-
inni um nítjándu öldina, sem
var að kveðja og telur hana
öld framfara jafnvel með þess-
ari fátæku og fámennu þjóð, þó
að benda megi á, „að ýmis
axarsköft hafi verið gjörð og
ónytjuverk unnin, og þar af
leiðandi tafizt framkvæmd-
ir . . Greininni lýkur hann
með þessum orðum:
„Það er sannarlega hvöt fyr-
ir hina ungu uppvaxandi kyn-
slóð, hina fjörmiklu og afl-
miklu æskunnar drengi, sem
líta móti árdegissól 29. aldar-
innar, að taka sér til fyrir-
myndar hin sístarfandi mikil-
menni, er 19. öldin geymir nú
í skauti sínu, og höfðu það eitt
fyrir fastákvarðað augnamið,
að vinna að heill og sóma fóst-
urjarðarinnar. . . Framför og
þroska íslenzku þjóðarinnar, er
því aðeins vel borgið, að börn
hennar sýni sanna dáð og ein-
læga löngun til að gjöra það
gagn er fósturjörðin þarfnast.
Hið fyrsta hlutverk 20. aldar-
innar ætti að vera að kenna
þjóðinni að hugsa. Það er - að
skilja sitt hlutverk í þágu ætt-
jarððarinnar."
Þetta er himm fcriistaltæri
aldamótahugsunarháttur — ís-
landi allt —
Til er palladómur um
Martein frá þeim tíma er hann
var í ólafsdal um aldamótin.
„Hann er laglegur, held-
ur hörundsbjartur, snar og lið-
legur í framgöngu. Hversdag-
lega er hann léttur í lund og
talhreifur, og þar af leiðandi
oft skemmtinn enda örgerður
og fáanlegur til að taka þátt í
umræðum hvers efnis sem þær
eru, og kemur þá stundum fyrir
að honum rennur í skap og
hættir þá til að verða allharð-
orður, en sjaldan á það sér
langan aldur. Félagsmaður er
hann ágætur enda góður til að
vera flokfcsforinigi. Hnieigöur
er hann jafnt fyrir landbúnað
sem sjávarútveg og til hvors
þess vel fær. Á fundum talar
hann mikið vel, ber ræður sín-
ar fram með áhuga og festu,
enda stefnufastur og skoðana-
góður og tekst vel að verja
mál sitt. Hann er dansmaður
ágætur og ber sig fallega í
dansi, einkum hafi hann unga
fríða og fjörmikla dömu í
faniginu."
Um Martein níræðan var
sagt í afmælisgrein: „Marteinn
Þorsteinsson er gáfumaður, fjöl
lesinn og fjölfróður, sístarf-
andi, síkátur og skemmtilegur.
Þakkir eru honum í dag færð-
ar fyrir langt, athafnaríkt og
giftusamlegt þjóðþrifastarf.”
Það má sem sé segja, að sjó-
ferðin hafi byrjað í þægilegum
byr og endað á heilum báti í
höfn, en hún varð ágjöfulli en
formaðurinn ætlaði henni að
verða. Hann segir sjálfur um
þetta nú:
— „Ég ætlaði að sigia hægan
byr og hafa heldur hægt um
mig, en það fór nú svo, að ég
lenti í barningi um tíma.”
Þannig æxlaðist nefnilega til,
að í stað þess að búa búi sínu
í friði og spekt, eins og hugur
hans stóð helzt til, eða vera
bændum ráðunautur og taka
laun sín á þurru, þá rak
Marteinn útgerð og fiskverkun
mikinn hluta ævi sinnar og frá
því hvoru tveggja hefur eng-
inn maður á íslandi sloppið án
þess að steyta einhvern tíma
ævinnar á skeri og margir beð-
ið algert skipbrot, en gifta
Marteins og þrautseigja réðu
því að honum tókst að nauð-
beita fyrir annesin og berja til
lands og lenda fleyi sínu heilu.
Marteinn á í fórum sínum
merkar aldarfarslýsingar frá
seinni hluta nítjándu aldar,
minningar frá dvölinni og nám-
inu í Ólafsdal. — Hann hefur
geymt alla kennslufyrirlestra
Torfa. — Hann getur af eigin
raun sagt frá aðstöðu fyrsitu
búfræðinganna við ræktunar-
störfin, þegar mörgum þótti
meira en nóg komið af þess
kyns náungum eins og fram
kemur í vísu, sem Marteinn
heldur að ort hafi verið um
aldamót (hvernig vísu skyldu
þeir yrkja nú?).
Búfræðingar bæta láð
byggja og rækta staði.
Út um landið er þeim stráð,
eins og hrossataði
Með langcm dag
að baki
Pakkhúsforvalter
hjá
Örum & Wulff
Þáttarkorn af
Marteini Þorsteinssyni,
• •
og frásögn hans af Orum
& Wulff, Fransmönnum og
upphafi byggðar á Búðum
Eftir Ásgeir Jakobsson
En fróðastur er Marteinn í
verzlunar- og útgerðarsögu
Austfjarða og þykir kannski
einhverjum forvitnilegt að lesa
reynslu hans af örum &
Wulff, þessu verzlunarfyrir-
tæki, sem sagan hefur e.t.v.
leikið óþarflega hart. Það dæm-
ir hver kynslóð liðnar kynslóð-
ir með mælistiku síns eigin
tíma og eru þeir dómar jafn-
an hin mesta markleysa.
Þegar Marteinn kom úr
ólafsdalsskóia réðst hann til
ræktunarstarfa hjá bændum
eystra.
Honum þótti kaupið lágt og
ódrjúgt vegna ferðalaga við
ræktunarstörfin. Hann langaði
til að búa sjálfan. Áður en
hann fór í Ólafsdal gat hann
helzt ekki hugsað sér annað
ævistarf en sjómennsku, og
hann fór í búnaðarskólann eig-
inlega mest til að afla sér ein-
hverrar menntunar. Eftir dvöl-
ina í Ólafsdal var honum horf-
in öll löngun til sjómennsk-
unnar og löngunin til búskap-
ar orðin allsráðandi. En mað-
urinn var enn ókvæntur og
þröngt var um jarðnæði, því
að hann vildi búa stórt, en
jarðir yfirleitt litlar þar eystra.
Vegna þessa réðst hann að
verzlun Örum & Wulff á Búð-
um í Fáskrúðsfirði.
Marteinn hafði verið árið
1895 á Fáskrúðsfirði við róðra
og þá um tíma á Búðum hjá
Olgeiri Friðgeirssyni við
þorskveiðar á flotlínu rétt við
bryggjuhausinn í þorpinu.
Hann átti leið um á Búðum
10 LESBÖK MORGUNBLAÐSIN S
12. apríl 1970