Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1970, Blaðsíða 11
haustið 1902, og heimsótti þá
sinn gamla húsbónda, Olgeir,
sem þá var orðinn faktor hjá
Örum & Wulff, og lagði Olgeir
þá að honum að ráðast til sín
sem pakkhúsforvalter. í því
starfi fólst afgreiðsla úr pakk-
húsunum og verkstjórn. Kaup-
ið skyldi vera 600 krónur á
ári og dragast þar frá 300
krónur fyrir fæði, en húsnæði
var frítt.
Þegar Marteinn tók þessu
starfi, hugsaði hann sér það
sem eins konar milliþátt, þar
til aðstæður sköpuðust til bú-
skapar, en honum féll starfið
ekki illa og faktorsstaðan gat
verið framundan, ef vellukkað-
ist, og það fór svo, að hann
varð lengur hjá Örum & Wulff
en hann hafði gert ráð fyrir.
Marteinn var hjá fyrirtæk-
inu á lokaskeiði þess, og ald-
arandi þá breyttur frá því, sem
var við upphaf starfsemi þess
hérlendis, en hann hafði einnig
haft kynni af fyrirtækinu,
löngu áður en hann réðst til
þess, því að það hafði Beru-
fjarðarverzlun og hann því
kynnzt því í æsku af viðskipt-
um föður síns við það. Það má
því segja að Marteinn gæti fellt
dóm um þetta fyrirtæki af per-
sónulegri reynslu sinni og
sdnna, nær helminig þesis tíma,
sem það starfaði hérlendis.
Marteinn á skrifaða ítarlega
lýsingu, sem þessi frásögn er
ágrip af, og er ekki ólíklegt að
þau plögg komi að gagni við
samningu verzlunarsögu lands-
ins.
„Örum et Wulff, en svo hétu
upphaflegu stofnendurnir, byrj
uðu verzlun hérlendis um
aldamótin 1800 og fyrirtækið
verzlaði hér samfellt í 116 ár.
Fyrirtækið hóf verzlun sína á
Djúpavogi, en ekki tók það
beint við af Einokuninni, sem
lagði upp laupana 1787. Má þó
með nokkrum sanni segja að
fyrirtækiðð væri arftaki Einok-
uruarininiar, því að Berufjarðar-
verzlun þess náði yfir sama
svæði og Berufjarðarverzlun
Einokunarinnar, eða frá
Gvendarnesi við Fáskrúðsfjörð
í Öræfi suður. Örum & Wulff
settu fljótlega á stofn fastar
verzlanir á Vopnafirði og
Húsavík nyrðra og síðar á
Þórshöfn og Búðum. Spekul-
antaskip höfðu þeir á ýmsum
höfnum eystra.
Það var mikill fyrirmyndar-
rekstur á Djúpavogs- og Búða-
verzlunum örum & Wulff allan
þann tíma sem ég hafði spurn-
ir og kynni af þessu mikla
verzlunarfyrirtæki. Þar var
jafnan hver hlutur á sínum
stað, og aldrei rasað um ráð
fram að neinu, heldur hafði
hver framkvæmd sinn tíma.
Menn hækkuðu í tign við
fyrirtækið líkit og í her. Pik/kial-
óinn varð butikssvend og síð-
an bogholder eða pakhusfor-
valter, en það voru nokkuð
jöfn tignarstig, og úr þeim
embættum völdust faktorar.
Örum & Wulff áttu framan
af margar jaktir fyrir landi frá
Berufjarðarverzlun og gerðu
þær út aðallega á hákarl og
þorskveiðar. Þetta voru 25—30
tonna jaktir, einmastraðar, og
vildi svo til að faðir minn
keypti mastrið úr síðustu jakt-
inni og var ég þá 10 ára og
hjálpaði honum við að fletta
því. Vetrarlægi jaktanna var á
Fýluvogi, en þar var áður að-
setur Einokunarinnar. Eitthvað
af skipshöfn jaktanna voru ís-
lendingar en skipstjórar dansk
ir, og settust einhverjir þeirra
hér að og urðu kynsælir, svo
sem Malmquist skipstjóri.
Skonnortur miklar og fallegar
hafði Örum & Wulff í förum
milli landa alveg fram undir
aldamótin 1900, að gufuskip
leystu algerlega seglskipin af
hólmi í siglingum til landsins.
Fyrra vorskipið þeirra lagði
upp frá Kaupmannahöfn í marz-
mánuði og kom hingað venju-
legast í apríl, en síðara vor-
skipið lagði upp í maí og kom
hingað miðsumars. Þegar upp-
skipun var lokið úr þeim á
föstu verzlunarstöðunum, voru
þau útbúin í spekulantstúra á
verzlunarlausu hafnirnar.
Það var oft orðin þurrð á
margs konar munaðarvöru,
þegar skipin komu á vorin, en
ekki man ég til þess, að þurrð
yrði á brýnustu nauðsynjavör-
um, svo sem korni hjá verzl-
uninni. Örum & Wulff átti oft
birgðir þegar vöruþurrð var
orðin hjá konlkurönituinum oig yf
ir tóik þá viðskipti þeirra oig
hélt þeim fraimvegis."
(Niðurlag í næsta blaði).
Efsta myndin: Franski spítalinn síðari og franskar skútur á Búðum. Næsta mynd:
Gamli spítalinn og kapellan. Þriðja mynd (til hægri): — Þá var ég ungur. — Mynd-
in er af Marteini rúmlega tvítugum. Fjórða mynd (til vinstri): Hjónin Rósa og
Marteinn um fimmtugt. Fimrnta mynd: Skúta að leggja frá landi.