Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1970, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1970, Blaðsíða 10
BMW 2000 Sökum gengrishækkunar á þýzka markinu, hefur orðið mun óliagstæðara að kaupa BMW en áður var, og þessi bíll, sem áður var ofarlega í milliflokki hvað verð snertir, getur nú tæplega talizt þar lengrur. Hitt er svo annað mál, að sá sem kaupir BMW 2000, fær afburða skemmtilegan bíl, kraftmikinn og allur frágangur er eins og jafnan verður, er Þjóðverjar leggja sig alla fram. BMW 2000 er 4.50 m á lengd, breidd 171 cm, hæð 145 cm, og hæð undir lægsta punkt er 16 cm. Þvermál krappasta snúningshrings er 9.6 m. En þyngdin er 1130 kg. Skipting er í gólfi, 4 gírar áfram og sjálfskipting fáanleg. Að framan eru diskabremsur -en borðar að aftan, tvöfalt kerfi, servoknúið. Vélin er 113 hestafla, 4ra strokka, vatnskæld. Hámarksliraði er 168 km á klst. og viðbragðið í 100 km hraða er 12.4 sek. Umboð á íslandi: Kristinn Guðnason h.f. Verð: 495 þús. kr. Með sjálfskiptingu: 545 þús. kr. Buick Special Hérna megin Atlantshafsins þykir Buick heldur ólánlega vaxinn upp á síð- kastið. Special er ódýrasta gerðin og sú sem helzt kæmi til greina hér. f aðalatrið- um er bíllinn mjög svipaður öðrum miðlungsbílum frá General Motors, svo sem Chevelle. En íburður er eitthvað meiri. Öll uppbygging er venjuleg, vél að fram- an, 6 eða 8 strokka, vatnskæld, en drif að aftan. Fáanlegur er hann beinskiptur með 3ja gíra kassa, eða sjálfskiptur. Lengd: 5,02 m, breidd 192 cm, hæð undir lægsta punkt 14 cm. Þyngd 1470 kg. Hámarkshraði miðað við 6 strokka, 157 hest- afla vél er 150 km á klst. Umboð: Véladeild SÍS. Áætlað verð: 520 þús. krónur. Chcvrolet Impala Þetta er stærsta gerðin, sem Chevrolet framleiðir og um leið ein sú mest selda í Bandaríkjunum. Breytingarnar á árgerð 1970 eru dæmigerðar fyrir bandaríska bílaiðnaðinn: Breyting á framenda og afturenda og aðeins aukin vélarstærð. Lengdin er 5,48 m, breidd 203 cm, hæð 141 cm, þyngd 1675 kg, og hæð undir lægsta punkt 15 cm. Þvermál krappasta snúningshrings er 13.3 m, og dekkjastærð 678x15. Impala er 4ra dyra, 6 manna með vél að framan og drif á afturhjólum. Völ er um nokkrar vélastærðir, 6 eða 8 strokka, allar vatnskældar. Borðabremsur eru á öllum hjólum. Skipting er við stýri og þrir gírar áfram, en sjálfskipting fáanleg. Miðað við 155 ha. vél, verður hámarks- hraðinn 156 km á klst., en viðbragðið í 100 km hraða verður 13.7 sek. Umboð á íslandi: Véladeild SÍS. Verð: 553 þúsund krónur. Chevelle er einn vinsælasti billinn í milliflokki frá GM, en á evrópskan mælikvarða er hann talsvert stór. Eins og venjulega á sér stað á amerískum bíl- um, hefur framenda bílsins verið breytt lítillega frá siðasta ári. Aðrar breyt- ingar eru ekki teljandi. Chevelle er 5,11 m á lengd, br-eidd 193 cm, hæð 136 cm, þyngd 1460 kg og hæð undir lægsta punkt 13 cm. Þvermál krappasta beygju- hrings er 13 m og dekkjastærð 735x14. Chevelle er 6 manna, fáanlegur bæði fjög- urra manna og tveggja dyra. Vélin er að framan en drif á afturhjólum. Hann er fáanlegur með 5 vélarstærðum, frá 155 ha. til 355 ha. Borðabremsur eru bæði framan og aftan. Skipting er við stýri, þrír gírar áfram en einnig er hann fáanlegur sjálfskiptur. Venjulega er þessi bíll keyptur hingað með minnstu vélarstærðinni 155 ha., en með þeirri vél verður viðbragðið frá 0—100 km á klst. 12.9 s-ek. og hámarkshraðinn 160 km á klst. Umboð á íslandi hefur Véladeild SÍS. Verð: 514 þúsund krónur. Chevy II, Nova Þetta er minnsta gerðin af Chevrolet, en þegar allar gerðir af Chevrolet eru taldar saman, mun það vera mest selda bílategund heimsins. Chevy II er ódýr bíll í Bandaríkjunum og nálgast að vera fátæklegur að búnaði og frágangi, a.m.k. miðað við verðið. Lengd er 4.81 m, bneidd 184 cm, hæð 137 cm, þyngd 1334 kg, og hæð undir lægsta punkt 17 cm. Þvermál krappasta snúningshrings er 12.5 m. Nova fæst með aðskildum stólum að framan en einnig með heilu fram- sæti og er þá 6 manna. Dyr eru fjórar, vél að framan og drif á afturhjólum. Vélin er 6 strokka, vatnskæld, 142 ha., en völ er einnig á öðrum sterkari vélum. Borðabremsur eru bæði að aftan og framan. Skipting er við stýri eða sjálfskipt- ing. Hámarkshraðinn er 155 til 160 km á klst., en viðbragðið liggur ekki fyrir. Umboð á íslandi: Véladeild SÍS. Verð: 469.00 kr. Pallas er skrautfjöður Citroén-verksmiðjanna í Frakklandi, einn af meiri- háttar lúxusbílum heimsins, og trúlega er hann bczti lúxusbíll sem fæst á innan við 500 þúsund krónur. Lengdin er 4,84 metrar, breidd 181 cm, hæð 147 cm, þyngd 1260 kg, en hæð undir lægsta punkt fer eftir stillingu. Þvermál krapp- asta beygjuhrings er 11 m. Eins og aðrar gerðir Citroén kemur Fallas á Michelin X radialdekkjum. Citroén er fimm manna, fjögurra dyra, vélin að framan og drif á framlijólum. Vélin er fjögurra strokka, vatnskæld, þjöppunarhlutfall 8,8:1 og hestaflatalan 139. Bremsukerfið er tvöfalt og í sambandi við hið margbrotna vökvakerfi bílsins, diskar að framan en borðar að aftan. Með þessu vökvakerfl er einnig hægt að hækka bílinn og lækka. Ökuljós snúast með stýrinu, og aftur- rúðan er upphituð. Áklæði á sætum er ull eða leður. Citroén Pallas er hálf- sjálfskiptur, hámarkshraðinn er 178 km en viðbragðið úr kyrrstöðu í 100 km hraða er 16,8 sek. Umboð á íslandi hefur Sólfell og verðið er 469 þúsund kr. 10 MORGUNBLAÐIÐ — BÍLAR 1970 18. apríl 1970.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.