Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1970, Blaðsíða 30

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1970, Blaðsíða 30
Jeep CJ 5 Venjulega er haim kallaður Willys-jeppi og hér á landl er af lionum hælfi Iöng og góð reynsla. I>að má til sanns vegar færa að jeppar eru sú tegund, sport- bíla, sem helzt verður við komið á íslandi, eins og ástand vega er hér, en margir nota jeppana þar að auki sér til gamans og ánægju utan vega. Jeppinn CJ 5 ®r 3.50 m á lengd, breidd 175 cm, þyngd 1265 kg og liæð undir lægsta punkt er 20 cm. Hann er 2ja dyra, fimm manna, vél að framan og drif á öll- um hjólum. Skipting er í gólfi og þrír gírar áfram. Bremsur: borðar að framan og aftan. Vélin er 75 hestafla, 4ra strokka, vatnskæld. Umboð á íslandi hefur Egill Vilhjálmsson. Verð með ófóðruðu stálhúsi og læstu mismunadrifi er kr. 375 þús. Jeepster Commando kostar 445.600 kr-, óklæddur. VIVAER SPENNANDI BIFREIÐ Á GLÆSILEGU VERÐI VAUXHALL lflllA Snögg,hljóðlát,ör VERB 217 ÞÚS. ^garboa^ MIKIL VERBIÆKKUN Argerð 1970 Verð 215 þúsund tilbúin til skrásetningar Til handhafa öryrkjaleyfa 145 þúsund Meira rými, meiri þægindi, meira afl miðað við þunga, öruggari hemlun, léttari stýriseiginleikar Viva er fimm manna fjölskyldubíll,öruggur fyrir alla fjölskyíduna, með öryggislæsingum á öll- um hurðum, öryggisgleri í öllum rúðum, með óbrjótanlegu sígegnsæu útsýnissvæði fyrir öku- manninn, innbyggðar festingar fyrir sætisbelti í fram- og aftursætum, kraftmikill hemlabúnað- ur, mikil snúningslipurð í umferð, þægileg sport-gírskipting í gólfi, hefur geysistóra far- angursgeymslu, Viva er vandlega ryðvarin frá verksmiðju, 'ryðvarin hér til viðbótar á venjuleg- an hátt, sparneytin — til jafnaðar 9 lítrar á 100 km. Úrvai 15 lita. Innifalið í verðinu: — Ryðvörn, öryggisbelti, aurhlífar, Ijósastilling, þjónustueftirlit við 1500 km. Veitum góð greiðslukjör og vel með farnar bifreiðar teknar upp í nýjar. Sýningarbíll til reynsluaksturs. Viva er framleidd af General Motors, stærzta bílaframleiðanda heims. Kaupið Vivu og þér kaupið sífellda varanlega ánœgju við akstur SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFELAGA VÉLADEILD ARMÚLA 3 SÍMI38900 ^4 I — Örlygur Framhald af bls. Zá á. Og þegar Henry gamli Ford liðaðist að lokum í sundur vegna ellihrumleika eins og ævagamall Fordskrjóður, en brotnaði ekki undan sjálfum sér á bezta aldri eins og sumir nýju bílamir undan eigin þunga á sléttum vegi, fór Ford beint á Drottins fund og var fagnað óspart eins og nýtízku geimfara á Broadway. Drottinn var ósínkur á lofið og jós yfir hann hólinu á báða bóga fyrir hugvit og snilli, sem Ford kunni vel að meta. Að lokum spurði Drottinn hvernig Ford geðjaðist að sínum uppfynding um og sköpunarverkum, sólkerf inu og heila klabbinu „includ- ed“. Ford, sem var frakkur mað ur og fljótráður eins og margir Ameríkumenn lét ekki standa á athugasemdum sinum og mælti: „Well, dear old God — eða „gamli góði Guð, mér þykja verk þín harla góð, nema það er einn galli á gjöf Njarðar eða réttara sagt verksmiðju- gallar í framleiðslu á konunni“. „Og hver eru missmíðin, ef mér leyfist að spyrja?“ spurði Drottinn dolfallinn svo að hon um lá við hrösun úr stólnum. „Já, til að byrja með þá er fyrst að nefna þessa flausturs- legu hönnun og staðsetningu á „vatnsrörinu“ og „púströrinu" á Evu litlu, þau liggja allt of nærri hvort öðru“ svaraði Ford. Og það fylgir ekki sögunni hvernig slíkri gagnrýni og á- bendingum er tekið þarna hátt, hátt uppi á æðri stöðum. En flestir eru sammála um eitt, að hin ódauðlegu T og A módel Fords hafi verið frábær og fal- leg, kannski falleg einvörðungu af því, að þau ruddu leiðina frá draumnum til veruleikans að gera fjórhjólaða vagninn að almenningseign á þessari vit- skertu vélaskröltsöld, ef sjálfur bíllinn á þá ekki eftir að kæfa okkur öll með eiturstybbu og banvænum útblæstri og lama okkur með hjólvæðingunni og gera okkur að algerum imbum og aumingjum með síauknum þægindum og hægindum. Þrátt fyrir allar brotalamir í fram- leiðslu þá eru bifreiðar og kon ur ljúfastar og eftirsóknarverð astar gæða með dyntum sinum og dutlungum, sem við getum hvorugs án lifað. Örlygur Sigurðsson. 30 MORGUNBLAÐIÐ — BÍLAR 1970 18. april 1970.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.