Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1970, Page 7
Georges
Papadoupolos
Þegar heríoringjastjórnin tók
völdin í Grikklandi þann 21.
apríl spáðu fæstir henni lang-
lífi. Bar þar margt tiL í fyrsta
lagi mæltist valdaránið ákaf-
lega illa fyrir erlendis og með
ólíkindum þótti, að vinaþjóðir
Grikkja myndu ekki beita áhrif
um sínum til að koma henni
frá- völdum. Handtökur og póli-
tísikar ofsóknir vöktu svo
miikla o.g almenna gremju, að
ýmisir óttuðiust, að uppreian
yrði gerð í landinu sjálfu, ef
etoki yrðd gripið fram fyrir
hendurnar á herforingjunum. í
öðru lagi var á það bent, að
Konstantín k'Onungur styddi
ekki stjórnina, enda lýsti hann
því fljótlega yfir, að hann
myndi leggja sig allan fram til
að koma á lýðræð'i í landinu að
nýju. Hvort gremja konungs
befur að eimhverju leytá verið
vakin af því, að hann var e:kki
hafur með í ráðum, þegar bylt-
ingin var undirbúin, skal ósagt
látið. En margir vissu um ein-
ræðishneigðir konungs og
höifðu orðið áþreifanlega fyrir
barðinu á þeim. Það hefur að
vLsu aldrei verið staðfest, að
konungur hafi sjálfur verið að
undirbúa byltingu, en með hlið
sjón af atburðarásinni í apríl
1967 og vikurnar á undan, er
ekki fært að útiloka þann mögu
lei'ka. í þriðja lagi þóttu her-
forimgjarnir framan af fádæma
lélegir stjórnendur. Þeir vissu
sitt af hverju um her og her-
stjórn, en barnaskapur þeirra
og fákæmska kom fram í ýnrusiu,
sérstaklega fyrst í stað. Full-
yrt var að svo fávísir menn
gætu ekki haldið völduim lengi.
Flestir voru ráð'herrarnir her
foringjar. Forsætisráðherrann
Komstantin Kollias var þó
óbreyttur; hann var forseti
hæstaréttar landsins. Panajot-
is Pipinellis var áfram utanrík
isráðherra. Fyrstu vikurnar og
mánuðinia bar einna mest á
þeim Kolliasi og Pattakosi, inn
anríkisráðlherra. Sá var hvít-
hærður og föðurlieigur Krít-
verji sem hafði mestiu unun af
því að halda blaðamannafundi
sí og æ, þar seim hann lýsti fag-
urlega, hvað herforingjastjórn-
in hefði forðað Grikklandi frá
bnáðuim voða. Ýmsar fiullyrðiiing
ar Pattakosar og tilbektir þóttu
orka tvímæliis og gerðu hann
spaugiloga.n í margra augum.
Sérfræðingar voru þeirrar skoð
unar, að einna valdamestur í
stjónninni væri Spandida.kis,
varnarmálaráðherra.
En þegar stundir liðu fram
fór mönnum að skiljast, að það
var aðstoðarforsætisráðherr-
ann Georges Papadoupolos,
sam öllu réð inoan stjórniaiTimn-
ar. Eftir misheppnaða igagnbylt
in.gartilraun þeirra konunigs
og Kolliaaar i desember 1967
tók hann síðan við stjórnar-
tau'munum og hefur haldið um
þá síðan. Fátt virðist ógna veldi
hans. Ef nokkuð er, má segja,
að hann sé traustari í sessi en
nokkru sinni.
Og hver er þá Georges Papa-
doupolos? Og hvernig er hann?
Hann er umdeildur og hefur
sætt mikilli gagnrýni, austan
hafs og vestan. Honum hefur
verið brugðið um grimmd, of-
stæki, heimsku og hvaðeina,
sem til ókosta má teljast. En
hver er hann þá þessi voðalegi
maður, sem hefur allt ráð
Grikklands í hendi aér?
Hann er' fæddur árið 1919 í
þorpinu Eleochorin á Pele-
ponnesskaga. Faðir hans var
efnalítili kennari, sem hafði
engin tök á að koma syni sín-
um til mennta. Drengurinn þótti
snemma metnaðargjarn og stór-
huga. Hann á að hafa sagt,
þegar hann var níu ára gamall,
að hann ætlaði að verða herfor
ingi og stjóma landinu, þegar
hann yrði stór.
Hann gekk líka í herinn
strax og hann hafði aldur til,
tók síðan þátt í síðari heims-
styrjöldinni og þótti fram-
ganga hans vaskleg. Hann fet-
aði sig hægt og örugglega upp
metorðastigann innan hersins,
en þó varð hann aldrei sérlega
áberandi né þekktur fyrr en eft
ir byltinguna. Hann gat sér gott
orð fyrir skipulagshæfileika og
þeir hafa nýtzt til fulls, þegar
hann undirbjó valdaránið.
Naumast er vafi á því, að hann
hefur átt mestan heiðurinn af
því, hversu vel það tókst í
framkvæmd. Að því leyti er
hann vissulega ólíkur löndum
síinum, sem kannnia vel rimgul-
reið og óreiðu á ýmsum svið-
um.
Sérfræðingar segja, að í
rauninni sé ekki undarlegt, þótt
Papadoupolos hafi orðið hinn
sterki maður stjórnarinnar.
Hann þykir bera af öðrum ráða
mönnum, hvað greind snert-
ir, kænni er hann flestum, ein-
urð hans og metorðagirnd er
takmarkalaus. Hann sameinar
skapofsa og stillingu á næsta
athyglisverðan hátt, gáfur og
ruddamennsku.
Hann er vinnuþjarkur oghlíf
ir sér hvergi. Hann vinnur
átján tíma á sólarhring og um
hverja helgi tekur hann með sér
verkefni heim. Af öryggisástæð
um hefur hann fimm eða sex
íverustaði og dvelur þar til
skiptis. Hann ekur í skotheld-
um Lincoln, einnig af öryggis-
ástæðum. Sá bíll var áður í
eigu Nkrumah, fyrrum einræð-
isherra Ghana. Öflugur vörð-
ur er jafnan á verði við hús
hans og á næturnar er það
flóðlýst, svo að vai'ðmenin sjái
ef grimsamlegar verur eru á
kreiki.
Papadoupolos er kvæntur,
en hirðir ekká um að búa hjá
kaniu siininii. Hamn hefur ynidi af
niáviist faigurra kvenna og dreyp
ir gjarnan á þjóðardrykknum
ouzo sér til endurnæringar. Til
að sýna hversu alþýðlega sinn-
aður hann er, fer hann gjam-
an með samráðherrum sínum á
tavemurnar í Plaka, hlustar
þar á búzúkí og stígur grísk-
an dans, þegar bezt liggur á
honum. Hann er keðjureykinga
maður, hefur gaman af því að
fara á veiðar og vill gj arnan
láta telja sig til menntamanna.
Smám saman hefur hann komið
sér upp einu stærsta einkabóka
safni í Grikklandi. Hins vegar
fer fáum sögum af því að hann
gluggi nokkurn tíma í þessar
bækur sínar.
Papadoupolos hefur alltaf vit
að hvað hann vildi og honum
hefur tekizt að ná því marki
sem hann setti sér. Honum hef-
ur líka tekizt að halda völd-
um í Grikklandi í þrjú ár og
það er hreint ekki svo lítið á
þarlewclian mælkvadðia. Hann
hefur að vísu stjómiað í skuigga
hers og valds, en engu að síður
er varla blöðum um það að
fletta að herinn virðist honum
trúr og tryggur og kaus frem-
ur að vera á hans bandi en
hlýða skipunum konungs, sem
þó var að nafninu til yfirmað-
ur alls herafla landsins, þegar
hann reyndi gagnbyltingu sína
af veikum burðum.
Hversu lengi Papadoupolos
tekst að sitja veit enginn, það
geta orðið nokkrir mánuðir, lík
legra að það verði ár. Ekkert
virðist sem stendur ógna valdi
hans að neinu marki. Hann hef
ur farið um margt viturlega að
ráði sínu. til dæmis þegar hann
sleppti Andreas Papandreu úr
landi. Hann vissi sem var að
Papandreu var honum um
margt hættulegri sem píslar-
vottur í grísku fangelsi en mál
glaður froðusnakkur erlendis,
sem lætur ofstækið iðulega
hlaupa með sig í gönur, svo
að málstaður hans verður veik
ari eftir. Það voru líka klók-
indi að breyta líflátsdómnum
yfir Alexandros Panagoulis í
fangelsisdóm. Hefði Panagoul-
is verið líflátinn er ekkert vafa
mál að útlaga Grikkir hefðu
staðið betur að vígi að afla
sér atuiðniinigs miangra erlenidra
ríkisstjórna til að fá þau til að
beita áhrifum sinum til að koma
stjórninni frá. Hann hefur nú
síðast sleppt tónskáldinu Theo-
dorakis úr landi og eiginkona
hans og börn fengu og að fara
úr landi. Að vísu var sagt þau
heíðiu flúið, ein eiklkii er niaktour
vafi á að gríska stjórnin hefði
haft töik á að stöðva þau hefði
áhugi verið fyrir hendi. Þann-
ig hefur Papadoupolos smám
saman losað sig við þá úr landi,
sem honum hafa verið óráðþæg
ir heima fyrir. Hann veit sem
er að hann á vísan stuðning
hersins og hann veit líka, að
hann á stuðning NATO og
Bandaríkjamanna. Eftir úrsögn
Grikklands úr Evrópuráðinu
situr hamin líífca mieð væmit
tromp á hendi, sem hann hefur
látið grilla í öðru hverju, þeg-
ar han'um hefuir boðdð svo við
að horfa; að hann er hreint
ekki eins frábitinn því að hafa
dubbulítið samneyti við komm-
únista, ef vestrænir banda-
menn Grikkja eru eitthvað að
steyta sig.
h.k
Danskt áróðursskilti gegu grísku herforuigjastjórnn.ni. í ýms-
um Evrópublöðum hefur getið að lita viðlska myndir af Papa-
doupolos, þar sem hann er sýndur sem fangahúðastjóri.
31. miaí 197 0
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7