Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1970, Síða 9
í r;Vs tímans hefur betta tilkomumikla andlit máðst og brotnað, cn eftir stendur ennþá tilfinn-
ingin fyrir hinu dularfulla, seni ekki er þessa heims.
fraim og aftur uan vatn-
ið . . . “ Kúfu lízt vel á hug-
myndina en ákveður að endur-
bæta hana: „Láttu færa mér,“
býður hann, „tuttugu árar
gjörðar af íbenholti og greypt-
ar gulli. Láttu þá færa mér þær
tuttugu konur, sem fegurst eru
limaðar, fegurst hafa brjóstin
og lokkana; láttu loks færa mér
tuttugu net og fáðu konunum
þau í klæða stað.“ Farið var að
skipun konungsins í einu og
öllu. Og þær reru fram og aft
ur. Og hjarta Faraós kættist,
er hann leit þær við róðurinn.“
En þá vildi slysið til. Ein
stúlknanna missti skartgrip úr
hári sínu og féll hann til botns
í vaitiniiimu. Hún hætti þeigar
róðrinum og hinar stúlkurnar
einnig. Konungur spurðist fyr-
ir um ástæðuna og er hann
heyrði hana, bauð hann stúlk-
unni að gefa henni annan eins
skartgrip. Þá svarar hún: „Ég
vil fá minn eiginn aftur.“ Nú
var ekki gott í efni og Kúfu
vissi ekki gjörla hvað gera
skyldi, svo hann sendi aftur
eftir töframanni sínum Zaza-
monkh og spurði hann ráða.
Zazamonkh varð ekki mikið
um, en framdi þarna sams kon
ar kraftaverk og Móses gerði
löngu seinna, þótt allt væri
þetta í smærri stíl hjá Zaza-
monkh. Hann lyfti sprota sín-
um, beindi honum út yfir vatn-
ið og skildi það í tvennt, beint
yfir skartgripnum. Eftir það
var auðvelt að ná gripnum og
hann var fenginn stúlkunni aft
ur. Þá bræddi Zazamonkh
vatnið saman aftur svo ekki
sást misfella og skemmtuninni
var haldið áfram.
Þessi ágæta saga varpar
niolkikru ljósi á sfcöðu kvæmna með
al æðri stéttanna í Egyptalandi
til forna. Konungar og háttsett-
ir aðalsmenn áttu jafnan
nokkrar konur, enda þótt ein
væri alltaf yfir hinar hafin og
kölluð aðalkona eða þá drottn-
ing. Auk þess var fjöldi hjá-
kvenna. Konur tóku virkan
þátt í samkvæmislífinu eins og
séð verður af myndum og
skurði í grafhýsum. Þær eru
fagurlega búnar, og sitja mönn-
um sínum til hliðar í veizlum og
hófum, þar sem mikið virðist
hafa verið drukkið, Gestirnir
sitja við lítil borð og er yfir-
leitt verið að bera fyrir þá
fuglakjöt, fisk eða aðrar kræs-
ingar. Bæði karlar og konur
þjóna þeim til borðs. Vínið
streymir í _ bikarana stríðum
straumum. I Rekmír grafhýs-
iiniu í Þehu er 'þetta haift eftir
hefðarkonu sinni: „Ég er skrjáf
þurr innan um mig. Ég vil
drekka mig drukkna.“ Á lág-
mynd í öðru grafhýsi sést, þar
sem höfðingskona er orðin
veik af víni og heldur þjónn
stórri skál undir höfði henni.
Þetta virðist allt hafa verið tal-
ið fullkomlega eðlilegt og til
heyrandi.
Konur bera langar, liðaðar
hárkollur á myndum þessum,
klæ'ðasit öklaisiíðiuim, niærskom-
um og hálfgagnsæjum kjólum
úr hördúk. Dansmeyjar þær, er
skemmtu gestunum báru ekki
nokkra spjör utan lendadúk og
brjóstskraut og það þó alls
ekki ævinlega.
Egyptum þótti mikil skemmt-
un að íþróttum ýmsum á ám og
vötnum. Margar myndir sýna
fuiglaveiiðiar á papýrusibátuim.
Oft stendur aðalsmaðurinn í
stafni og kastar spjóti eða
skutli að fuglinum, en kona
hans eða dóttir heldur um fæt-
ur honum, svo hann falli ekki
fyrir borð. Á öðrum myndum
er verið að skutla fisk eða
królkódiíia.
Auðvitað voru uppi dýrateg-
undir í Egyptalandi fyrir þrjú
þúsund árum, sem nú eru löngu
útdauðar þar. Má nefna ljón
og antílópur, sem reikuðu um
eyðimerkurjaðrana, og svo flóð
hestana í ánni sjálfri. Sumir að-
albornir veiði- og íþróttamenn
létu skrá í grafhýsi sín fjölda
þeirra veiðidýra, er þeir höfðu
lagt að velli um ævina.
Hið mikla fljót var ekki að-
eins miðstöð dýralífs heldur og
frjógjafi og þá jafnframt lífs-
uppspretta. Auk þess var það
helzta samgönguæðin. Egypta-
land var og er enn líkast græn
leitri slöngu, sem hlykkjast
gegnum sjöhundruð mílna eyði-
mörk. Þarna er afar lítil úr-
koma, svo að Níl er lang helzti
vatnsgjafinn. Þessi mikla renn
andi þjóðbraut tengdi rúmlega
þrjátíu héruð, sveitir eða
nomes (eins og Grikkir
nefndu þau). Hvert hérað átti
sér eigin höfuðborg með helgum
stað á borð við Abydos, Edfú
og fleiri. Borgir þessar voru
einnig verzlunar og viðskipta-
miðstöðvar héraðsins umhverf-
is, en hins vegar áttu héruðin
í mjög litlum viðskiptum sín á
milli, þar sem hvert þeirra
mátti heita sjálfu sér nægt.
Hver konung- og aðalborin
fjölskylda hafði sína eigin vef-
ara, bruggara, smiði o.s.frv. og
bændur ræktuðu sjálfir ofan í
sig. f héraðsskipan þessari má
sjá uppruna Egyptalands sjálfs,
því upphaflega skiptist þetta
landssvæði á milli ótal ætt-
flokka, sem ekkert tengdi,
nema Nílarfljót. Samvinna
milli ættflokka þessara hefur
líklega hafizt af brýnni nauð-
syn; það þurfti mikinn mann-
afla til þess að hafa taumhald
á flóðunum; það þurfti að
byggja stíflur, flóðgarða og
áveituskurði og þannig fór, að
með tímanum varð allt þetta að
einni siðmenningu undir einum
konungi, faraóinum. Ættflokka
erjur og landvinningar áttu
einnig sinn þátt í þróun þess-
ari. Um tíma var Egyptaland í
tveimur hlutum, efra og neðra
Egyptalandi. Var hið efra í
suðri, en hið neðra í norðri. Og
jafnvel, þegar landið hafði ver
ið sameinað í eitt ríki héldust
þessi nöfn í titlum konungs,
„Konungur efra og neðra
Egyptalands," og „Drottinn
hinna tveggja landa.“
Bátar þeir og skip, sem
sigldu um ána voru af mörgu
tagi. Hin minnstu voru smá-
fleytur úr papýrusbindinum, er
reyrð voru saman; virðast þess-
ar fleytur hafa verið hafðar til
fiskjar. Þá voru stærri bátar
úr stuttum trjám (í Egypta-
landi er ekkert um stór tré),
og loks haffær skip úr sedrus-
viði, sem innfluttur var frá
Líbanon. Var þeim bæði róið
og siglt og geysistórar árar
hafðar fyrir stýri. Fyrir utan
kaupskip voru lystisnekkjur
undir konunga, prinsa, aðra að-
alsmenn og fjölskyldur þeirra.
Kojur voru um borð í snekkj-
unum og jafnvel káetur, eins
og sjá má á haglega gerðum
líkönum af snekkjum þessum,
sem fundizt hafa í grafhýsum
aðalsmanna tólfta konungdæm-
isins (um 1800 f.Kr.).
Þegar hér er komið sögu er
rétt að beina aðeins athyglinni
að þessum konungdæmum, sem
maður rekst á í öllum bókum
um Egyptaland til forna. Hið
fyrsta þeirra hófst um árið
3200 f. Kr. oig fram að
Alexandríanska konungdæm-
inu (332 f.Kr.) stóðu og féllu
alls þrjátíu slík. Hvert konung-
dæmi byggðist á einni ráðandi
ætt, líkt og Stúartættinni í
Englandi eða Búrbónunum í
Frakklandi og Spáni. En sá var
munurinn á að í Egyptalandi
gengu erfiðirnar í kvenlegg.
Konungdæmunum hefur einnig
verið skipað saman í tímabil,
sem þekkt eru undir nöfnun-
um Gamla konungdæmið, Mið-
konungdæmið, Hyksostíminn
(innrásartímabil) og loks Nýja
konungdæmið. Tímasetning
þeirra er nálægt því, sem hér
segir: Gamla konungdæmið
2780—21'C'O f. Kr., Miðlkioiniuinig-
dæmið 2100—1700, Hyksos-
tíminn um það bil 1700—1555
og Nýja konungdæmið frá 1555
—712 f.Kr.
Gamla konungdæmið er tal-
ið hefjast með hinu fjórða, þ.e.
árið 2780 f.Kr. Hið fyrsta hófst
árið 3200 f.Kr. Upphafsmaður
hins þriðja var Djoser faraó,
sem reisti eða lét reisa fyrsta
mikilsháttar steinvarða í heim-
inum, en það var tröppupýra-
mídinn í Sakkara sem síðar var
endurreistur.
Þessi bygging og bygging-
arnar umhverfis hana eru eink
ar áhugaverðar fyrir þá sök,
að á þeim má sjá úr hverju
Egyptar reistu hýbýli sín. Allar
byggingar úr leirsteini, timbri
og því uim lílku eru ihorfmar fyr-
ir árþúsundum utan fáeinar
rústir á víð og dreif. En í súl-
unum við tröppupýramídann
má enn sjá steinlíkingar af
piaip'íruisibindlinuim, sem höfð voiru
í einhvers konar súlur. Sjálf-
ur veggurinn umhverfis pýra-
mídann er gerður úr röð þilja
með rifjum eða bitum á milli.
Þessi tegund byggingarlistar
er einkennandi fyrir fyrsta,
annað og þriðja konungdæmið.
Fyrstu byggingar með þessu
lagi hafa líklega verið úr leir-
múrsteinum og svo timbri.
Stundum voru súlur reistar úr
leir eða leirmúrsteinum, eina
og veggirnir.
Miðað við það stökk sem
evrópsik siiðimenning tók á að-
eins þúsund árum, virðist sið-
menning Egypta hafa verið
nokkuð hægfara, þar sem hún
náði yfir um þrjú þúsund ár.
En raunin varð sú, að lítil
þörf var á breytingum eða
hraðri þróun, eftir að siðmenn-
ing þessi var komin á laggirn-
ar í endað fjórða árþúsund
31. miaí 1970
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 9