Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1970, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1970, Page 10
Líf og dauði Egypta hinna fornu fyrir Krists burð. Það, sem helzt skorti var aukin samstaða og sameining og hvort tveggja kom með tímanum. Sum helztu nýmælin bárust með innrás- armönnum, eins og Hyksos- mönnum, sem fluttu með sér hjólið og tvíhjóla hestvagninn um 1700 f.Kr. Hinir miklu pýramídar Gamla konungdæmisins voru reistir án nokkurra flóknari verkfæra en lyftistangarinnar, keflisins og skáborðsims. Allir voru þeir konungagrafir; stundum voru reistir smærri pýramídar þeim við hlið handa drottning- um, svo og röð rétthyrndra bygginga, sem nefndust masta- bas og voru ætlaðar líkum háttsettra, opinberra embættis- manna. Síðar meir, undir Nýja konungdæminu (1555— 712 f. Kr.) komu djúpar, til- höggnar grafir í stað pýra- midanna. Þekktastar eru graf- irnar í Dal konunganna við Þebu, en þar liggja grafnir einir þrjátíu faraóar þessa glæsta tímabils. Kkki alllangt í burtu voru svo grafnir aðals- mennimir; eru þær grafir þekktar fyrir raunsæjan og líf- mikinn stíl veggmyndanna, sem þar eru. Árið 1922 var gerður í dal konunganna einhver hinn ævintýralegasti fundur, sem gerður hefur verið í Egypta- landi. Það var, þegar fannst gröf Tútankamons faraós og mikil auðævi þar í. Auk þriggja samfelldra kistna (sú innsta var úr gulli) voru fjögur tré- skrín, lögð gulli og greyptir í þau hálfdýrir steinar; þá voru og íbenholtsskrín með ígreyptu fílabeini, hásæti, stólar og borð, vagnar og vopn og blómfórn- ir, sumar hverjar ef til vill frá hinni ungu ekkju Tútankamons, Ankesnamum. Öll grafhýsin í dal konunganna, nema þetta eitt höfðu verið rænd og rupl- uð, og jafnvel þykir Ijóst, að ræningjar hafi einnig reynt við grafhýsi Tútankamons ekki all löngu eftir, að hanm var lagð- ur þar, en sennilega verið kom- ið að þeim, þeir orðið frá að hverfa og haft lítið upp úr krafsinu. Egyptalandsfræðingar hafa oft spurt sig þeirrar spurning- ar, hvort nokkrar líkur séu til þess, að einhvern tima verði gerður annar eins fundur og þessi. En líkurnar eru afar litl- ar. Vitað er um staðsetningu því nær allra konungagraf- anna og þær, sem vitað er um voru rændar í fomöld. Sama er að segja um grafir aðalsmanna og háttsettra embættismanna, enda þótt við og við komi gröf í Ijós, sem lítið virðist hafa verið hreyft við. En það er mik ið verk óunnið, ekki einungis hvað við kemur því, að finna fleiri óþekkt mamnvirki, heldur eigum við einnig langt í land, hvað snertir skrásetningu og varöveizlu þeirra, sem þegar eru komin. Árið 1955 var ég svo stálheppinn að vera við- staddur, þegar Zakaria sálugi Goneim (virtur egypzikur Egyptalandsfræðingur) opnaði neðri hluta tröppupýramída. Þegar inn var komið reyndist líkkistan þó því miður galtóm. Þannig fór einnig í Sakkara. En nokkru norðar kom prófessor Walter B. Emery nið- ur á og gróf upp geysistórar og glæstar mastaba-grafhvelf- ingar faraóa af fyrstu og . ann- arri konungsætt (enda þótt sumir sérfræðingar telji þetta ekki legstaði heldur minnis- merki (eenotaphs) og hafi leg- staðirnir verið í Abydos, sunn- ar í landinu). Enda þótt bygg- ingar þessar í Sakkara hafi verið rændar einhvem tíma í forneskju, þá hafði þó nóg ver- ið skilið eftir til þess að bera vitni miklu listfengi þessara upphafsmanna egypzks mikil- leika í smíði úr steini, tré og málmum. Og eins og svo oft vill verða í Egyptalandsfræðum, þá var við uppgröft þennan gerð önnur uppgötvun, sem ef til vill mun leiða menn á slóð nýrra og óþekktra fjársjóða. Emery kom niður á heilt kerfi af neðan- jarðarsölum. Margir þessara sala voru troðnir frá gólfi til lofts með íbisfuglasmurlingum. Smurling- ar þessir töldu tugi þúsunda. Nú er vitað, að íbisinn var hinn heilagi fugl guðsins Tót, ritguðsins og einnig er vitað, að vezírinn Imhótep, aðalbygg- ingameistari Djoser faraós, sem lét byiggja tröppupýraaniídairun fyrst nefnda, var einnig tengd- ur guðinum Tót. Imhótep var ekki einungis mikill húsameist- ari, heldur stóð einnig í nánu saimibainidi við uppfinmiiinigiu oig þróun ritlistarinnar. Má nefna, að síðari tíma skrifarar höfðu fyrir sið að færa Imhótep dreypifómir. Emery og skoð- anabræðrum hans þykir all- ur þessi fjöldi hinna heilögu fugla þama í sölunum benda til þess, að legstaðar Imhóteps sjálfs sé ef til vill ekki langt að leita. Hillingar Framhald af bls. 6. lífum rúnti — sífelld leit að einhverju, sem er ekki til. Þó söguþráðurinn í Borgar- lífi beri flest einkenni félags- legrar skáldsögu, gefur víðast hvar sýn inn í eitthvert tilbú- ið undraland, og mætti sagan fyrir þá sök kallast (sé beinn áróður undanskilinn) róman- tískt skáldverk, en tæpast eða alls ekki sósíal-realískt eða byltingasinnað. Líti einhver á verkið sem framlag til þjóðfé- lagsbyltinigar, hlýtur það mat að stafa af því, að hér og þar innan um söguefnið er að finna ærna predikun gegn hersetu og kapítalisma, víðast hvar í lausum tengslum við sjálft meg- inefnið. Sú predikun er svo einföld og óvönduð, að hún gæti eins verið samin í flýti handa pólitísku blaði fyrir kosningar. Þessári predikun er svo víða skotið inn í Borgar- líf; og með svo mikilli fyrir- ferð, mælgi og tilfinningasemi, að hún stórspillir sögunni sem skáldverki. Þó fellur hún ein- hvern veginn skár að efni Borgarlífs en spakvizkan í Murti að Svartri messu. Borg- arlíf er að sínu leyti hrárra verk, en engu síður byggt upp á skynsamlegri forsendum; gall ar þess sýnast á einhvern hátt mannlegri, menningarlegri og þar með afsakanlegri. Og end- irinn: að Logi glápir upp í loft- ið — til stjarnanna, er sam- kvæmur bæði upphafi sögunn- ar sem og öllum þræði hennar. Logi hverfur ekki aðeins frá Blaðinu í sögulok, heldur einn- ig þeim jarðnesku vandamálum, sem svo mjög hafa þrúgað huga hans alla söguna í gegnum, og beinir sjónum til hæða. Frá Borgarlífi liðu tvö ár til Íslandsvísu (1967), annarrar skáldsögu Ingimars Erlends, sem er eins og saknaðarstef um það hillingaland, sem er ein- lægt í bakgrunni Borgarlífs, en verður nú um stund að veru- leika, um leið og það er að tor- tímast — eins konar helfró hugsjónarinnar. Þannig fer um það eldorado Ingimars Erlends — glansmynd fortíðarinnar— það kemur og hverfur í senn, endurlifnar aðeins í dauðanum. Sé Borgarlíf talið til félags- legra skáldsagna, má íslands- vísa með sama rétti flokkast undir það heiti. Vandamálið, sem þar er brotið til mergjar, er í sem stytztu máli endalok íslenzkrar þjóðar. Útlendingar hafa flykkzt til landsins og fjölgar stöðugt og hafa þrengt svo að íslendingum sjálfum, að þeir mega sín einskis meir í landi sínu; útlendingarnir eru að svelgja þá. Og vitaskuld gerist þetta með vitund og vilja landstjórnarinnar, sem situr á svikráðum við þjóðina eins og fyrri daginn; skítsama þó hún farist. Inn í þessa sorgarsögu er svo felld grútvæmin ástar- saga. Elskendurnir eru nem- endur í gagnfræðaskóla og heita Jónas og Þóra — tæpast hending, að þau bera nöfn Jónasar Hallgrímsisonar og Þóru Gunnarsdóttur. Mikil átök eiga sér stað í skólanum þeirra, verið er að burtreka móðurmálið sem og annað gam- alt og gott. íslenzku ungling- arnir veita staðfestulegt og göf ugt viðnám og eru svo ljóð- elskir og þjóðræknir að með ólíkindum er. Útlendu krakk- arnir eru hins vegar bannað hyski, og samkomulag íslend- inga og útlendinga herfilegt. En vandræðin í skólanum eru aðeins smámynd af ástand- inu í landinu. Þar eð útiend- ingarnir eru orðnir mikli fleiri en Islendingar, koma stjórn- endurnir ekki lengur auga á nema eina lausn: íslendingar sikulu rýma la/ndið, giefa það upp fyrir hiniuim a'ðlkaminu, flytjast brott og setjast að i öðrum löndum. Elskendurnir leggja frá landi hvort á sínu skipinu. Og „við horfðumst í augp unz hafið sleit augnaráð okkar. Það var sárt. En það var það eina — og allt — sem við gát- Framihiald á bls. 12. 10 LESBOK MORGUNBLAÐSINS ______________________________31. maí 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.