Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1970, Qupperneq 2
Ekki
óttast ég
dauðann
arra væri lokiS frá ag með end
uðu jai'Slífin.u, — að samanlögð
útkoman af þeim milufjölda
sem við hefðum fsrðazt, því smá
ræði, sem við hefðuam unnið
samfélaginu, þeinri ánaegju, er
við heffíum notá®, þtíma skött-
um, sema viS hafSum greitt og
þeim orSafjölda, <er vi5 hefð-
um ritað hér, væri lokaniður-
staða reikningsins.
Auðvitað hefi -ég enga ná-
kvæma skýringu á taktegnum
um það, með hverjum íhböS við
komumst úr tímanum og inh í
eilífðina, né heldur á , þva,
hvernig við förum að því að
laga okkur að hinum breyttu
aðstæðum. Þar, sem okkur er
fróðleikurinn meinaður, er til
lítils að velta málinu fyrir sér.
Þó er það svo eins og endra-
nær að goðsagan hefur meira
aðdráttarafl, en það, sem í orði
kveðnu heitir vísindalegar
rannsóknir. Ég er viss um það,
að hin gullnu hlið og annað í
þeim dúr hefur sannari mynd
af lífinu eftir dauðann, heldur
en slitrótt samtölin á miðils-
fundum, ellegar orðræða and
legra leitarmanna og það jafn-
yel engra minni en Aldous sál
uga Huxleys. En hvað sem
þessu líður, þá erum við stödd
á himnum, þegar skuggalegir
múrar sjálfsins hrynja og inn
fellur birta kærleika Guðs, en
í: helvíti þegar þessir sömu múr
ar lykjast að fullu um okkur.
Yið höfum þegar reynt hvort
tveggja.
Nú verður sagt sem svo: það
er svo sem gott og blessað, ef
svona tilkynningar um ódauð-
leik gefa einhverjum ástæðu til
að líta dauðann áhyggjulaus-
um augum, en hvað um aðstæð-
urnar sjálfar? Hvað um hinar
langdrægu kvalir, sem margir
mega þola, hvað um hrörnun-
ina, eða lömunina? Þeir eru
ófáir nú á dögum, sem orðið
hafa að heimsækja krabba-
meinssjúklinga eða geðsjúkl-
inga og horfa upp á ástvini
sína engjast af kvölum eða
stara aðeins sljóum augum fram
fyrir sig. Þetta er auðmýking,
— og nútímatækni læknavís-
indanna hefur ekki dregið úr
henni, nema síður sé.
Þetta var sú tilfinning, er
var Simone de Beauvoir efst í
huga, þegar í-THm fyfgdist
hægu dauaSastTÍSi móSiuT smn-
.ar., sem lézt imr fcraþbameinL
Þessu Oysáir áe Beœuvoár að-
dáanlega .ský'iU í feófc siimi „A
T7œiy Easy DeatlL'. Móðir henn
ar hafiSi vœriS áfcaflega hraaiia-
trúuð kona, ,en þeæar 1-eiS að
lokum fyrir henni, ;þá vintist
hún horfa með skelfingn -fíl
hinnar síðustu þjónuslna. Hiiásn
eyddi kröftum sínum svo 5 ifaar
áttu sinni fyrir lengri ævi —
þótt ekki væri nema nokifcr-
um dögum eða klukkustundum
enn — að henni gafst heldirr
BtíSl þróttur afgangs til að
leita huggunar í trú sinni.
Á hinn bóginn, veittist de
Beauvoir, sem ætíð hafði verið
reikul í trúmálum og lengst af
komið heldur illa saman við
móður sína, ógerlegt að fylgj-
ast með dauðastríði hennar með
j-afna&argeði. Að sumu leyti var
hún ennþá slegnari, en hin
deyjandi kona sjálf. Hrörnaður
líkami móður hennar, umfangs-
miklir uppskurðirnir, ólyktin,
skorturinn á mannlegum virðu
leik móðurinnar í þessu bjarg
arleysi sínu og tilgangsleysið
en jafnframt óhjákvæmileiki
þessara ákveðnu og þrjózku-
legu aðgerða til þess að næra
og halda lífinu í manneskju,
sem svo augljóslega var merfct
dauðamim — allt fyllti þetta
hana reiði og örvæntingu. —
Trúin —segir ihmn, — hjálp-
aði móSur nBiai engu fremur
en voniin um frsegð eftir dauð-
ann gat hjáLtpað m&r.. Það sfcipt
ir efcki máli hvort þér fmast
þetta Mmineskt eða jarðiaeskt
Elsfcirðu ffiföð, þá er eiliSt líf
þér engin uppbót ffyrir 'dauð-
ann. —
Því miður er ég hræddur um,
að væri ég staddur í sporum
móður frú de Beauvoir, mundi
ég ekfci linna hljóðum ogákalla
sprautuna allt hvað af tæki,
svo þjáningar mínar mættu taka
enda og ég svífa þöndum segl-
um á vit eilífðinni í þægilegu
móki. Samt sem áður hefur
fjöldi manns, bæði af háum stig
um og lágum, dáið í friði og ró
og jafnvel glaðir og reifir.
Dýrlingar hafa margir játað
dauðanum ást sína og fært sönn
ur á tilfinningar sínar með því
að syngja fagnaðarsálma og lof
gjörðir, er þeir þoldu píslar-
vættisdauða sinn á steglunni
eða bálkestinum. Pílagrímar
Bunyans bíða með óþreyju kalls
ins, sem kveður þá yfir um hina
djúpu og straumþungu á, sem
er síðasta hindrunin á leið
þeirra til hinnar Himnesku
borgar. Og þess er skemmst að
minnast, að þá er Gestapómenn
fluttu Dietrich Bonhoeffer til
aftökustaðarins stafaði þvílík-
um fögnuði úr augum hans, að
jafnvel þessir brjóstumkennan
legu trúðar tóku eftir því. Þeir
sáu ekki betur en þetta væru
endalok hans en honum var
þetta hins vegar byrjunin eins
og hann sagði sjálfur.
Þótt einkennilegt sé, þá kom-
ust tilfinningar mínar gagn-
vart dauðanum loks í fastar
skorður er ég gerði tilraun til
sjálfsmorðs. Ég geri því skóna,
að flestallir hafi fyrr eða síðar
velt því fyrir sér að fremja
sjálfsmorð en það er langur veg
ur milli hinna mismunandi stiga
slíkra áætlana og misheppn-
aðra tilrauna og svo aftur þess
manns, sem gerir alvöru úr öllu
saman.
Hvensra mikil alvara var mér?
lÓgerlegt er ram það að segja,
eimfcrainn þegar tekið er tillit til
þess, sem flæfcir málið enn frek
ar, að þetta var í striðinu, þeg-
ar ég var i leyaiþjónustunni
®g TÍðriðinTi kátiegt njósnamál,
æm sjálfsmorðstiiraun hefði fall
ið prýðilega inn L Séu menn á
fflóito Œsdan sjálfum sér, þá
<aa ajóanir miklu betra meðal
en marijraana eða LSD. Það er
fcaTTOHki eiœmitt vegna þessa,
sem virasaeldir njósna og njósn-
;arra eru svo miklar nú á dög-
nm jafnt í bókum sem og í
raunveruleikanum.
En hvað, sem því líður, þá
ær sagan sú, að .mollulegt kvöld
æatflt í Afríku, er ég hafði feng-
áS amér dálítið neðan í því og var
vis&ari en nokkurn tíma áður
mn fánýti allrar mannlegar við
Ifiitni og einkum stríðsrekstu,rs
iþá ákvað ég að binda endi á
íþfitta fyrir fullt og allt hvað
mig snerti með því að synda
■á :haf út oig anúa aldrei aftur. Ég
ök :áleiSis til strandar einnar
.affiSaíErL Ég skildi engin skila-
hoS œftío:. Ég .gerði ráð fyrir
því. að dauði minn yrði talinn
slys. þar sem ég var þekktur
fyrir það að taka mer sund-
spretti á ólíklegustu tímum sól
arhringsins. Það, sem .ég var í
þann vggikiín að jgem, virtist
ekfci nema fremur hversdags-
leg og sfcynsamleg athöfn.
Þetta var Ekast þvi, sem að
fara með ffötin sín 3 hreinsun,
nú eða losa sig úr faðmlagi
sofandi manneskju, læðast
hurt, loka dyrunum mjúklega
á eftir sér og ganga einsamall
brott eftir gangstétfiimi í grárri
morgunskímunni fyrir 'utan.
Það var afar lágsjávað þessa
nótt og ég varð að vaða að því
er mér fannst marga fcílómetra
gegnum dökka, mjúfca leðju áð
ur en vatnið náði mér í mitti.
Allar leikrænar athafnir fela í
sér fjarstæðu og hafi einhver
séð mig þarna nakinn og útat-
aðan í leðjunni þegar ég var
að brölta til sjávar þá hlýtur
hann að hafa fengið góða
skemmtun fyrir lífið. Þegar ég
lagðist loks til sunds fann ég,
að vatnið var þykkt og volgt
og glampaði á það af tunglskin
inu. Mér var fullkunnugt um
það, að hákarlar voru þarna í
sjónum umhverfis, en eins og á
stóð, þá virtist hlægilegt að
leiða hugann að þeim. Ég
synti mína leið þangað til fór
að síga á mig slen. Þá er ekki
langt eftir, eða það hafði ég
a.m.k. lesið einhvers staðar. Ég
komst að þeirri niðurstöðu, að
það væri fremur góður dauð-
dagi að sofna í sjó.
Þá var það, sem ég ákvað að
líta til lands í síðasta sinn og
sneri mér á bakið í því augna-
miði. En hve það virtist langt í
burtu! Ég gat rétt greint ljósin
í kaffilhúsi einu, þar sem ég
hafði stundum komið. Eigand-
inn var grískur og staðurinn
hét Kaffistofa Péturs eða eitt-
hvað á þá leið. Staðurinn var
ævinlega opinn gestum eins
lengi og þeir entust til að
kaupa drykki. Ég sagði þess
vegna við sjálfan mig, að sam-
kvæmt því hlyti einhver að
vera þar í þessari andrá. Ég
átti auðvelt með að gera mér
þeitta alit í huigarhnnd. Þarnia
sat lyjónninn hálfsofandi,
nokkrií- gestir í hóp úti á svöl
unum, kannski í teningaspili
eða einhverju öðru spili og Pét
ur hinn gríski bak við barborð
ið.
Það var tilhugsunin um
þessa gesti, hringlið í tening-
um þeirra, eftirvæntingarsvip-
inn á andlitum þeirra, er þeir
skoðuðu spilin sín og ágjarn-
an og hörkulegan svipinn á
Pétri, sem benti mér að snúa aft
ur. Það rann upp fyrir mér
að jörðin var heimili mitt og
þessir og allir menn aðrir voru
meðbræður mínir. Hin dásam
lega svefnhöfgi, sem ég hafði
komizt í snertingu við rétt áð-
an mundi svo síga á mig í fyll-
ingu tímans. Og þessi svefn var
tilhlökkunarefni, eða líkt og
systir Bakúníns hafði fyrir hon
um, er hún lá banaleguna: —
Það er yndirlegt að deyja, Mik
ael; að teygja úr sér. — Þessi
orð hef ég oftlega haft upp
fyrir mér.
Þar, sem ég barðist nú við
að ná landi og reyndi að hrista
af mér svefndrungann og þreyt
una í stað þess að láta undan
síga fyrir þeim, þá fylltist ég
miklum fögnuði.
Þetta var gleðileg heimkoma;
jafnvel eftir, að ég var kom-
inn upp úr sjó og neytti síð-
ustu kraftanna til þess að brjót
ast gegnum þessa endalausu,
dökku leðju. Upp frá því hef
ég aldrei dregið það í efa, að
hverju lífi verður að lifa eins
og það leggur sig, lifa því „til
enda“, eins og leika verður t.d.
Lear konung til enda. Sé leik-
urinn truflaður eða styttur hef
ur hann verið rændur tilgangi
sínum.
Daginn eftir sneri ég frá-
sögn af þessu á dulmál og lét
líta svo út sem þetta hefði ver-
ið þaulhugsað og — fram-
kvæmt njósnabragð. Þegar
skeyti mitt barst til London
fékk Graham Greene það fyrst
ur manna í hendur. Þar sem
hann var skáldsagnahöfundur
sá hann undir eins í gegnum
sögu mína. Hin-s vegar tók yfir
maður deildarinnar mig trúan-
legan. Hann hét Kim Philby.
Þeir, sem elska lífið, segir frú
de Beauvoir, hafa andstyggð
á dauðanum, en Bonhoeffer
■segir hins vegar að í augum
þeirra sem elski Guð, sé dauð
inn kóróna lífsins eða fylling
þess. Flestir nútímamenn munu
hallast að skoðun frú de Beau-
voir. Þeim þykir skoðun Bon-
hoffers úrelt og óverjandi.
Dauðanum er stungið undir
stól, ef svo má segja, líkt og
farið var að með kynlífið á
Viktoríutímanum.
Grafreitir á borð við Skógar-
gerði, sem Evelyn Waugh gerði
ódauðlegt í „Ástvininum" er
öfgakennt dæmi um þá tilhneig
ingu sem enn eimir eftir af til
þess að fara með hina fram-
liðnu líkt og þeir væru enn á
lífi. Líkin eru smurð, púðruð og
klædd uppá og þannig eiginlega
haldið enn um stund utan seil-
ingar dauðans í vissum skiln-
ingi. Líkkisturnar eru lagðar
silki og þarna liggja svo líkin
með roðnar varir og kinnar í
sínu bezta pússi, með lagt og
smurt hárið og angandi af ilm-
vatni. Hæfa þessar fallegu kist
ur ekki betur ástinni en rotnun
inni? Jafn kraftmiklar verur
og við, ríkar, ástleitnar, ham-
ingjusamar og jafn ungarþrátt
fyrir árin, sem yfir færast —
hvernig geta slíkar verur íraun
inni dáið. Það er óhugsandi.
Svo er ein vonin enn. Ger-
um ráð fyrir því, að „vísindin"
finni eitthvert óbrigðult lækn
isráð, hætti að teygja stöðugt
úr lífsvonum okkar, en finni í
staðinn ráð til þess að sigrast
algerlega á dauðanum. Þá verð
um við endalaust á ferðinni; að
eins verður skipt um varahluti
í okkur þegar nauðsyn krefur;
sett í okkur og á — ný hjörtu,
ný lungu, nýjar lifrar, nýir
heilar og umfram allt ný kyn-
færi, þegar þurfa þykir. Þá
verður hið eilífa líf, sem kritstn
ir menn hafa statt og stöðugt
lofað með svo vafasömu um-
boði að veruleika. Loksins verð
um við ódauðleg. Það er að
segja — sum okkar. Sá er
nefnilega hængurinn á, að ein-
hvers staðar verður að fá vara
hlutina og hæfir viðgerðarmenn
verða tæpast óteljandi, þannig
að líkast til nær þetta aðeins
til fáeinna útvalinna, sennilega
hinna ríkustu, gáfuðustu og
heppnustu, en hinir veslingarn
ir láta þeim varahlutina í té.
En slíkur ódauðleiki, sem
byggist á endalausri framleng
ingu hins jarðneska lífs okkar
mun varla svara til sýnanna og
vitrananna um englana frammi
fyrir hásæti Guðs. Ef að lík-
um lætur verður þetta eitthvað
í ætt við ævi Struldbrugganna,
sem Gulliver hitti í þriðjuferð
sinni til Laputa. Þessar ógæfu-
sömu verur gátu ekki dáið, en
drápu tímann, að því er Swift
segir, með því að öfundast yfir
„ósiðlæti hinna yngri, en dauðs
föllum hinna eldri. Er þeim verð
ur hugsað til hins fyrra, þá kom
ast þeir að raun um, að þeim
er meinað að njóta nokkurs
unaðar og þegar þeir horfa á
jarðarför sárnar þeim það, að
aðrir skuli fá að njóta þeirrar
hvíldar, sem þeim sjálfum mun
aldrei hlotnast."
Nú á dögum er erfitt um vik,
nema sýnast annað tveggja fífl
eða svindlari, að útskýra mönn
um það, að dauðinn er ekki
ógæfa sem forðast ber, örlög,
sem ber að óttast, eða kvali.r,
sem þola verður, heldur fögn
uður, sem ganga skal hiklaust
inn í. Hvernig, sem aðstæðum
kann að vera hattað, þa er
hver ævistund einmitt dýrmæt
ari vegna þess, að hún líður
hjá. Það er einmitt vegna þess,
að við eigum fyrir höndum að
deyja, að lífið er svo dásamleg
gjöf — hvort sem um er að
ræða eitt augnablik eða heila
mannsævi, sjúkan eða heil
brigðan á sál eða líkama ,.:r—,
alltaf er það jafn dásamlegt.
f því ég rita þessi orð verð-
ur mér litið út um gluggann
minn og augum mínum mætir,
landslag í vetrarskrúða. Samt
veit ég, að náttúran er að
vakna til lífsins; blómknappar
eru að springa út. Það líður
að vori. Enn eitt vor og síðan
annað og hið þriðja. Þeim fer
nú óðum fækkandi. sem ég á
sjálfur ólifuð. Kannski tíu eða
tólf, en kannski aðeins tvö eða
þrjú; jafnvel eitt. í Þv_
mér verður hugsað þetta sé'
ég ekki betur en einhveri"
innri birtu stafi af berum trjá
greinunum; nakin jörðin endur-
tekur fyrirheit sitt um frjó-
semi og snjallyrði Donne's
hljóma mér í eyrum: — Dauði,
þú skalt líf þitt láta. —
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
M. júnií 197*0