Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1970, Side 3
BÖKMENNTIR
OG LISTIR
ÍSLENZK SKALDSAGNARITUN EFTIR 1940 - 13. GREIN
EFTIR ERLEND JÓNSSON
EINSTEFNA
Jakobína Sigurðardóttir
fæddist (1918) og ólst upp á
Hesiteyri vestra, g'erðdst bónda-
kona í Mýviatnssveiit og heftur
eins og margur maðurinn skrif
að bækur í tómsbundum, ltík-
lega fremur stopulum.
Jakobína mun fyrst hafa orð
ið kunn vegna pólitísks krafta-
kvæðis, sem hiúin orti gegn her-
sefingum Bandaríkj aimanna úti
fyriir Ströndum og birti í Þjóð-
viljanum. Segir sagan, að ver-
aldarinnar voldugasti sjóher
hafi þá hreppt ililviðri hás'ka-
leg, svo lítið hafi orðið úr æf-
ingum. Hvað sem því líður rnun
þetta kvæðd hafa valdið því, að
Jakobína hatfði á sér næsta
„riautt“ orð', þegar hún tók að
stenda frá sér bækur. En þegar
tii kom, reyndist hún varla
„rauðari“ en hver annar, að
minn-sta kosti ekki fyrst í stað
— ekki fyrr en hún sendi frá
sér Snöruna. Hins vegar koim í
Ijós, að hún hafði ærnum lífs-
sannindum að miðla. Beztu
sögur henniar eru sög-ur af
venjulegu fólki við venjulegar
aðisitæður. Vanda.mál þess eru
líka venjuleg. í samræmi við
sflilk efni eru sögurnar saigðar
á venjulegan hátt. Jakobína er
enginn formbyltingarhöfundur.
Aðad hennar felst í að sjá hið
algilda í hinu einstaka. og
sikoða mannlífið, eins og það
sé sjálfsagt viðfangsefni, sem
beri að taika formálalaust svo
sem það kemur fyrir í dag-
legu lífi flestra manna. Þannig
hefur Jakobínu orðið býsna
mikið úr efnum, sem gælu virzt
bæ&i þaulnotuð' og úrelt.
Jakobínu tekst oft að blása
Mfsanda í sögubetjur sínar og
skapa þeim svo mannlegar til-
finningar, að þær ve,rða eðli-
legar og minnisstæðar eins og
lifandi fólk; og þó svo, að ör-
lög þeirra reyna.st hversdags-
leiikanum áleitnari.
Fyrsta bók Jakobínu var
Ijóðasafn, en síðan kom smá-
sagnasafnið Púnktur á skökk-
um stað (1964), átta sögur.
Þessi blessaða þjóð heitir
fyrsta sagan í þeirri bóik strax
einkar jiakobínsk, hæfilega
ólíkar manngerðir l'átnar hitt-
ast — ekki tiil að etja þeim
saman og æsa ti.1 ,,átaka“ í
gömlum stíl, heMur til að sýna
m,a,nn!ífsb.lönduna ein.s og hún
gerist í verunni: Piltur kemur
i heimsókn á sveitabæ, spjallar
við gamla konu, sem er grunn-
múruð í gamla tímanum, og við
hjónin á bænum, bónda og hús-
freyju, sem hrærast í lifsbar
áttu sinni, til dæmis að taka
f or d j örfu ðum súgþur rkunar -
mótor, sem piltinn langar að
gera við. Þetta fóllk er eklki að
rekja ævisögu sína, enda gefst
ekki til þess tækifæri. En í
sögulok veit maður allt um
það, sem mál'i skiptir; til að
mynda, að piltinn langaði að
læra einhvens konar vélvirkj-
un, en var meinað það af föð-
ur sínum, sem vildi láta hann
„verða eitthvað.“ Pi.lturinn hef
ur Mka reynt að komast í
menntaskóla. „Kallinn vildi að
ég færi í Menntó, en ég féll
alltaf og svo hætti ég. Kennar-
arnir voru líka svo vitlausir,
það var ekkert hægt að
læra hjá þeim,“ segir hann.
Meðal annarra sagna í Púnkti
á skökkum stað má svo nefna
Stellu, en svo heitir hjóna-
bandssaga, einnegin velundir-
byggð: Sjómia&ur kemur í land.
Kona og börn bíða heima — í
bragga. Ástandið á heimilinu er
í samræmi við ömurleik húsa
kynnanna. Börnin firrast föð-
ur sinn. Konan hefur altt á
hornum sér. Maðurinn þráast.
Hvort um sig langar að sætt-
ast. En hvorugt megnar að
stíga fyrsta skrefið. Sjómaður-
inn minnir á piltinn í Þessi
blessaða þjóð, þó aðstæður
þeinra séu ha.rla ól'íkar og við-
brögðin með tvennu móti, er tii
að mynda próflaus maður. „Af
hv'erju hefur þú engin rétt-
indi? Þú hefur aldrei hugsað
um að læra neitt,“ segir kon-
an. Og sonurinn í sama
tón: „Af hverju ert þú ekki
skipstjóri, pabbi?“ Þannig eitra
þau fyrir hann, stöðuigt og Hæ-
víslega. Þrátt fyrir mismun-
andi sjónarmið eiga þessar
tvær persónur það sammerkt
— piltiuritnm í Þessi biessiaða
þjóð og sjómaðurinn í Stellu,
að þeir standa utiangátta, rétt-
indalausir og þar með að surnu
leyti réttlausir í samfélagi, sem
spyr ekki um annað fremur en
pappíra og skírteini af öllu
tagi, og mega af þeim sökum
þola þá auðmýking að vera
taldir öðirum óhæfari — al-
gengt dæmi úr samtíðinni.
Dómsorði hlýtt segir frá óð-
alsbónda og sveitaristólpa á
stórbýli með gömliu sniði og
komu hans, sem eignast ekki
barn sjálf, en lokkar til sín og
eignar sér lauS'aleikis'barn
vinnukonu sinnar, sem hrökkl-
ast þá buirt af heimi'linu, niðlur-
brotin mann.eskja. Tíiminn líð-
ur. Og tímarnir breytast.
Vinnufólkið hverfur út í busk-
ann og síðast fóstursonurinn
dýrmæti, þar eð svo er nú kom
ið, að jafnvel kostajörð í sveit
freistar ekki lenigur un.gs
manns. Ein þruma hjónin eftir;
ættleggur bóndans á enda
runninn. Mæddur og uipp-
gefinn játar hann., að rás tím-
anis hafi „faJl'ið öfugt við ævi-
taikmark" sitt.
Púnktur á skökkum stað (en
svo heitir ein sagan — eina og
bókin) er ástandssaiga af ungri
stúlfeu, sem „verndi’n“ sogar að
sér og kastar svo útjaskaðri í
hundana; eina verul'ega ádeil-
an í bókinná; ekki góð saga.
Jakobínu virðist vera þar allt
of milkið niðri fyrir — of heit
í hamsi — til að hennd takist
að segja samfetlda sögu. Kem-
ur þar fram sem víðar, að
henni tekst ekki að vera
ísmeygileg þótt hún freisti
þes'S. Stórorð gerist hún, þeg-
ar verst gegnir, en aldrei neyð-
arleg, glottið stirðnar í grettu,
ádrepan fuðrar upp í stóryrð-
um.
Síðasta saga bókarinnar, Mað-
ur uppi í staur, á líklega að
vera einhvers konar formtil-
Framh. á bls. 13
Árni Óla
Hjá Tryggingum
Nú mun nítjánda öldin
nálgast sitt lokaskeið,
fellur sem feyskinn skógur,
fer þar allt sömu leið;
í hrönnum niður hrynja
heimsins samferðarmenn,
tólf fóru á tíu dögum,
tveir hafa bætzt við enn.
Stundum finnst mér ég standa
stakur við yzta haf
þeigar forlögin fella
og færa svo marga á kaf.
Sem betur fer er svo ekki,
eftir er nokkurt hrafl
sem þraukar með þolinmæði
og þreytir við lífið tafl.
Mánaðarlega ég labba
leiðina í Tryggingar
og hressist á að hitta
hóp af jafnöldrum þar,
málreifa menn og konur
sem mæta þar öll í senn,
því við erum öH saman orðin
ættjarðar gustukamenn.
„Fækkar enn“, segir einhver
og augum rennir um sal,
„nú sakna ég sveitunga þriggja
sem hafa faillið í val“.
Annar þá undir tekur;
„Eftir fimm vetra bil
enginn af fyrri aldar
íslendingum er til“.
Gamall og grettinn þulur
gengur borðinu frá
með fleiri krónur en forðum
á fyrri öld nokkur sá.
„Nei, ég skal lifa lengur,
lifa stöðugt til fjár,
það er seigla í okkur sumum
er sultum í þrjátíu ár“.
14. júmí 1970
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3