Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1970, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1970, Side 10
Frú Stefanía Vinnukonan í Brúðkaupskvöldið. Frú X í samnefndu leikriti (Alex- andre Bisson). ÍVIeð henni á mynd- inni er Óskar Borg, sonur frú Stefamíu, sem lék son hennar í leikritinn. ustu lcku jafnt stór hlutverk og smá; þannig hefur ugglaust náðst jafnari heildarsvipur á sýningamar. Frú Stefanía þurfti ekki stór eða viðamikil hlutverk til að skína. í Ing- ólfi 9. janúar 1906 segir t.d. í leikrýni um leikrit Bjöm- sons Um megn: „Frú Stefanía Guðmundsdóttir leikur prestsekkju fjörgamla, sem Sang hefur læknað. Hún er aðeins stutta stund inni á leiksv. og segir ekki nema nokkur orð. En meðan hún er inni á hún bókstaflega allt leik sviðið. — það er óslitin list- nautn frá því hún kemur, þang að til hún fer.“ Fleiri slíkar lýs ingar hafa varðveitzt. Árið 1918 var minnzt 25 ára leikaf- mælis frú Stefaníu með hátíðar sýningu á Heimilinu, þar sem hún lék enn á ný það hlutverk, sem hafði verið hennar land- nám í ríki sorgarleikjanna. Eft- ir sýningu var henni haldið samsæti, þar sem ýmsir framá- menn í þjóðfélaginu hylltu hana og skáld ortu til hennar. Þar flutti Klemenz Jónsson landritari ræðu og komst m.a. svo að orði: „Þó er jeg að öllu yfirveguðu ekki viss um, nema hún hafi komizt enn hærra. Fyrir nokkrum árum var hjer leikið fremur ómerkilegt leik- eitthvað þess háttar. Frú Stef- anía Ijek þar ræstingarkonu, fátæka, gamla úttaugaða konu. Jeg veit ekki hvort þið munið eftir þessu, en fyrir mjer stend ur leikur hennar í þessu litla og stutta hlutvrki sem skín- andi perla, svo eðlilegur að hærra verði ekki komizt. Að sjá þennan ræfil í mannfélaginu bretta upp pilsin, áður en hún lagðist niður við skólpföt- una, að sjá raunasvipinn á and- litinu og hrukkurnar; allt fas, málfæri og hreyfingar, alt þetta var svo náttúrlegt að engan gat grunað en að þetta væri hennar vanalega iðja. Það voru geysilegar mótsetningar, þessi ræfill og svo hin skin- andi heimsdama Magda. Jeg veit, að frú Stefanía getur ekki hafa sjeð hana gömlu madömu Andersen, ræstingarkonuna á 6. gangi á Garði í minni verutíð þar, fyrir um 35 árum, en þarna var hún gamla Andersen, þó lifandi afturgengin, þegar hún lá við skólpfötuna og var að tjá manni raunir sínar.“ Stefanía Guðmundsdóttir hlýtur að hafa verið gædd inn- sæi í óvenjuríkum mæli og hæfl leikar hennar verið í senn sveigjanlegir og víðfeðmir. Hún hefur átt til að bera töfrandi léttleika, þegar því var að skipta, mýkt og hógværð, en af umsögnum má einnig lesa hvemig list hennar vex að reisn og þunga og sálarlífskönn un hennar verður með árunum dýpri og blæbrigðaríkari. Eins og aðrir ærlegir listamenn er hún með afbrigðum vandvirk; til þess er tekið, að hún láti það aldrei henda sig, að kunna ekki hlutverk sín, en ekki munu allir hafa verið syndlaus ir í þeim efnum. Kvenlegan þokka virðist hún hafa átt rík an, en það er þó einkum rödd- in, sem mönnum verður tíðrætt um: hvort sem henni er beitt með styrk eða á lögstu nót- unum, þá hljómar hvert at- kvæði skýrt í hverju horni á Iðnó; svipbrigði og radd'brigði tilsvaranna geta verið snögg, en þykja þó með afbrigðum eðlileg. Og hún leggur sérstaka rækt við limaburð; kennir meira að segja dans um skeið. Lofið sem borið er á leik frú Stefaníu, er stundum svo há- stemmt, að maður verður hræddur um að jaðri við út- kjálkamennsku. f Ingólfi 23. janúar 1907 segir svo um leik hennar í Kamelíufrúnni: „All- ur er leikur hennar svo, að ann arra gætir ekki, þegar hún er á leiksviðinu. Frúin sýnir fjöl- breytilega listgáfu á þessum leik. Leikur hennar er léttur og leikandi eða þungur og fast ur. Hún er svo hrein og sterk á leiksviðinu, að áhorfandan- um verður unun að fylgja og heyra hana. Og þegar hún deyr í siðasta þættinum, er hún drottning allra íslenzkra leik- enda.“ Um sömu túlkun segir í Þjóðólfi: (leikurinn . .“afbragðs góður og að voru áliti sá lang- bezti sem frú Stefanía hefur hingað til sýnt á leiksviði; t.d. í síðara hluta samtalsins við Duval gamla í 3. þætti. Það er snilld, sönn list, sem mundi geta staðizt dóm hinna allra vandfýsnustu áhorfenda á hverju leiksviði, sem væri. . .“ Og þetta kveður við oftar: sam bærilegt eða betra en túlkun danskra leikkvenna á sömu hlutverkum. Nú gerðu erlendir leikrýnar sér ekki ferð til ís- lands um þær mundir (og gera reyndar ekki enn) og þess vegna er ekki ógaman að eiga umsögn um leik frú Stefaníu í Kaupmannahöfn. Hún dvald- ist þar sem oftar veturinn 1904—5, ásamt öðrum af aðal- leikurum félagsdns Arna Ei- rikssyni: þau sóttu æfingar og leiksýningar og hún var auk þess í tímum hjá einum kunn- asta leikara Konunglega leik- hússins, Karl Jerndorff, sem virðist hafa metið hæfileika hennar mjög mikils Meðan á dvöl þeirra stóð, léku þau ásamt Elínu Matthíasdóttur smáleiki í Islendingafélag- inu S.P. segir svo frá þessu í Berlingske politiske og Advert issements-Tidende, (en S.Pmun vera blaðamaðurinn Sven Poul sen, sonur hins fræga leikara Emils Poulsen) „Hin unga leik kona lék með þeim eðlileika, sem einkennir alla mikla hæfi- leikamenn. Hún var afskaplega yndisleg sem stofustúlka, kát og gáskafull, alvarleg og döp- ur, allt svo leikandi létt og á svo sjálfsagðan hátt, rétt eins og hún kæmi frá aðalleiksvið- um höfuðborga og ekki frá litlu einkaleikhúsi á fjarlægri eyju. Og af hálfómerkilegujn texta í hlutverki Trínu, bjó hún til 15 ára stúlkukind, beinlínis litla könnun á náttúrunnar gangi, þannig að betur er vart gert á leiksviðum Kaupmanna- hafnar. Hún söng og dansaði Trína i Trína í stofufangelsi. Eitt af fyrstu hlutverkum frú Stefaníu. 10 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 14. júmií 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.