Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1970, Síða 11
með Slíkum léttleika og þokka,
var svo smitandi glöð, fram-
hleypin, tilfinningasöm, ofsa-
fengin og stelpuleg, án þess
eitt andartak að fara yfir tak-
mörkin, að áhorfendur svöruðu
henni hvað eftir annað með
lófataki."
Tuttugu árum síðar var frú
Stefanía í öðrum erindagerðum
í Kaupmannahöfn. Eftir Amer-
íkuför veturinn 1922—23 þegar
hún ferðaðist um íslendinga-
byggðir með eigin leikflokk,
hafði hún í rauninni ekki verið
heil heilsu og varð brátt ljóst
að liverju dró. Hún lézt á Fin-
sen stofnuninni 16. janúar 1926
ekki fimmtug að aldri. En það
liafa verið álög á islenzkri leik
list að missa sumar af sínum
beztu listakonum fyrir aldur
fram: Soffíu Guðlaugsdóttur,
Öldu Möller og Helgu Valtýs-
dóttur, auk frú Stefaníu. Hún
hafði þá leikið í 32 ár og hlut-
verkin voru orðin nálega 90.
Frú Stefania var gift Borgþóri
Jósefssyni bæjargjaldkera sem
einnig var í hópi stofnenda
Leikfélags Reykjavíkur. Dætur
þeirra þrjár urðu kunnar leik-
konur, og þegar ein þeirra, frú
Anna Borg lék gestaleik ásamt
manni sínum Poul Reumert í
Iðnó 1938, fæddist þeim hug-
mynd um að stofna minningar-
sjóð frú Stefaníu Guðmunds-
dóttur. Af þessu varð þó ekki
fyrr en eftir lát Önnu Borg,
en stofnfé sjóðsins mun að mikl
um hluta vera tekjur af sölu
endurminninga Önnu Borg, sem
Poul Reumert lagði fram
í þessu skyni. Sjóðurinn var
stofnaður 1965 og er ætlunin að
útliluta úr honum í fyrsta
skipti á listahátíð í vor, eftir
fyrstu sýningu á Kristnihaldi
undir Jökli í Iðnó, því leiksviði
sem frú Stefanía helgaði krafta
sína. Hlutverk sjóðsins er að
efla leiklist á íslandi með því
fyrst og fremst að veita íslenzk
um leiklistarmönnum styrki til
framlialdsnáms erlendis í leik
og leikstjórn. Stjórn sjóðsins
er skipaður þremur mönnum og
er Þorstenin Ö. Stephensen
leiklistarstjóri útvarpsins for-
maður sjóðsstjórnar, en sam-
kvæmt skipulagsskrá sjóðsins
skal formaður vera leikari, með
Þorsteini í stjórn eru Torfi
Hjartarson tollstjóri og Einar
Bjarnason prófessor, varamað-
ur Agnars Klemensar Jónsson-
ar ambassadors.
Vonandi á þessi sjóður enn
eftir að varpa ljóma á nafn
þessarar miklu leikkonu, en
sjálf varð hún til þess öðrum
fremur að varpa Ijóma á list-
grein sína. Árið 1906 dvaldist
Guðrún Indriðadóttir leikkona
til að kynna sér leiklist í Dan-
mörku. Sama ár þiggja tveir ís-
lenzkir listamenn laun af dönsk
um fjárlögum, Mattliias Jochum
son og Guðrún. Kannski hefur
þetta ýtt undir nýjung í skipt-
um alþingis af leiklist fslend-
inga, en L..R. hlaut þaðan styrk
allt frá aldamótum, svo og frá
borgarstjórn. 'En árið 1907 er
sótt um listamannalaun handa
Stefaníu Guðmundsdóttur.
Nokkrar umræður verða og
sýnist sumum að Leikfélagið í
lieild eigi að verða aðnjótandi
þeirrar fjárhæðar, sem til um-
ræðu var. En Hannes Hafstein
ráðherra og flokksmenn hans
taka af skarið: þessi heiðurs-
laun eru veitt frú Stefaníu per
sónulega fyrir listræna hæfi-
leika og má gjarna verða öðr-
um hvatning. Þarna er leiklist
í fyrsta skipti viðurkennd op-
inberlega á íslandi til jafns við
aðrar listgreinar.
f einu af þeim fáu viðtölum
sem blöð náðu af frú Stefaníu
segir hún um feril sinn, að það
hafi verið minna ramt en meiri
gleði, og fer þó að líkum að líf
þessara brautryðjenda leiklist-
ar á íslandi var ekki þannig að
allt væri lagt upp í hendurnar
á þeim, flestir skiluðu þeir
margföldu dagsverki, einu laun
in voru oft að finna þakklæti
fólks. Bjarni frá Vogi sendi
frú Stefaníu til dæmis þessa
vísu:
Að lífið enginn leikur er
löngum á mun finnast;
en leilcurinn var líf hjá þér;
lengi skal þess minnast.
Höf undur Njálu
Framlhiald af bls. 7
Odda, nam lærdóm sinn. Þau
eru að stofni, gerð og anda
endursköpuð tíundarlög ríkis
Karlamagnúsar keisara í
Frakklandi, einu tíundarlögm
á Norðurlöndum, er þaðan eru
runnin. Þetta er merkilegt
atriði, sem vanrækt hefur ver-
ið að athuga í íslenzkri sögu,
en verður rætt hér betur síðar.
Því hefur löngum verið hald
ið að þjóðinni, að ritöld hafi
byrjað á íslandi veturinn 1117
—1118 á Breiðabólsstað í Vest-
urhópi með ritun laga, Víg-
slóða. Þetta er í sjálfu sér
ágæt speki, en því miður ekki
samkvæm rökum og raun þess
sanna í málinu. Tíundarlögin
og samningurinn við Ólaf
konung Haraldsson, hinn
kyrra, er Gissur biskup Is-
leiilfssoin -gerð'i, ásamt tveirn
höfðimgjrum úr hverjium fjórð-
ungi, er hann kom úr vígslu-
för sinni, eru eldri. Þessir
gjörningar tveir, eru báðir
varðveittir og eru örugglega
elzta og fyrsta ritsmíð varð-
veitt á íslenzka tungu. Það er
ekki hægt að fullyrða né
ákveða, hver sé höfundur tí-
undarlaganna. En hins vegar
er hægt að leiða allgild rök að
því. Að því verður vikið síðar.
Sé löggjafarsaga fslands at-
huguð á þjóðveldisöld, kemur
greinilega í 1 jó3, að þær fáu
breytingar eða nýjungar, sem
urðu og veruleg áhrif höfðu,
voru allar samþykktar á Al-
þingi, þegar Sunnlendingar
höfðu þar töglin og hagldirn-
ar til valda og áhrifa. Þessar
breytilngar eru ekki margar,
en eru allar áhrifamiklar og
stefna í ákveðna átt. Það er til
feisitu oig efliinigar klerfis'buinidiniu
samfélagi í landinu. Af þess-
um sökum marka þær allar
skýr skil í sögunni, einkennd
af sérkennum breytilegra
tíma. Skal nú að þessu vikið,
enda snertir þetta rökfærslu
mína síðar.
5.
Fyrsta lagabreytingin varð
er fjórðungsþing voru upptek-
in á 10. öld. Talið er að Þórð-
ur gellir Ólafsson, goði í
Hvammi í Hvammssveit hafi
þar verið frumkvöðull. En lík-
legt er, að Sunnlendingar eða
réttara sagt goðar úr Sunn-
lendingafjórðungi hafi stutt
málið á Alþingi, enda áttu þeir
þar hagsmuna að gæta, þó ekki
verði rakið hér.
Næsta lagabreytingin varð
árið 1000, og markar hún snör
tímamót í sögu landsins, jafnt í
eðli sínu og vexti. Kristin trú
var lögtekin á Alþingi sumarið
1000 af meirihluta þingheims.
Það er eina dæmið í veraldar-
sögunni, að trúarskipti færu
fram með jafn friðsömum hætti.
Oftast urðu þau með styrjöld-
um og blóðsúthellingum, er
ullu margvíslegum vandamál-
um og vandræðum í þjóðlífinu,
stundum hálfgerðum borgara-
styrjöldum. En hér á landi
varð allt annað uppi á ten-
ingnum. Siðaskiptin voru sam-
þykkt á Alþingi, og hinn nýi
siður vann sér festu í þjóðlíf-
inu í öruggri þróun. I kjölfar
siðaskiptanna sigldu svo merk-
ar lagabreytingar, afnám hólm
gangna og setning fimmtar-
dóms. Báðar þessar lagabreyt-
ingar voru þýðingarmiklar fyr-
ir eigna- og valdastéttirnar,
því með þeim var stórlega
verndaður eigna- og forgangs-
réttur þeirra. Þessi atriði voru
í fullu samræmi við megin-
kjarna og hugsunarhátt krist-
inna forustumanna í Evrópu á
miðöldum, og sýnir vel, hve
sunnlenzkir höfðingjar fylgd-
ust vel með þróuninni á líð-
andi ’stund.
Næsta lagabreytingin var
setning tíundarlaganna árið
1097. Hún er mjög sérstæð,
eins og þegar hefur verið drep
ið á, og ekki ómerkari trú-
skiptunum árið 1000. Annars
staðar komust tíundarlög á
með deilum og illindum, átök-
um og manndrápum, hálfgerð-
um borgarastyrjöldum. Hér á
landi fór lagasetningin friðsam
lega fram og var einkennd öðr-
um uppruna en á hinum Norð-
urlöndunum. Löggjafinn hafði
þegar mikil efnahagsileg- og
menningarleg áhrif í för með
*sér, eins og ljóst verður í máli
síðar.
Á 12. öld. urðu ekki neinar
verulegar lagabreytingar, fyrr
en um aldamótin 1200, í
biskupstíð Páls Jónssonar frá
Odda. Þá voru gerðar nokkr-
ar samþykktir á Alþingi til sam
ræmingar viðskiptum, lögbund-
ið mál lengdar og fleira í líka
átt. Einnig má minna á mál-
daga, er Páll biskup setti um
ferju á Ölfusá hjá Kaldaðar-
nesi. Þar er í fyrsta skipti í
íslenzkri sögu, að löggjafar-
valdið lætur til sín taka í sam-
göngumálum á fslandi. Einnig
tel ég, að Páll biskup Jónsson
hafi fengið lögtekna nýja
félagsskipun; sem hafði geysi-
mikil áhrif. En að því vík ég
síðar.
Á 13. öld og allt til loka
þjóðveldisins, urðu ekki veru-
legar lagabreytingar. Þó er ein
samþykkt í lögréttu, og er hin
merkasta. Sumarið 1253 var
Gissur Þorvaldsson allsráðandi
á Alþingi, og var Brandur ábóti
Jónsson í Þykkvabæ í Veri
honum mjög handgenginn. Þá
var samþykkt á Alþingi, að
guðslög skyldu ráða, þar sem
þau greindi á við landslögin.
Þessi samþykkt eða laga-
ákvæði, er eitthvert það hnit-
miðaðasta, er sett hefur verið á
íslandi um alla sögu, og lýsir
vel hugsunarhætti og stjórn-
vizku hins reynda og slynga
stjórnmálamanns, Gissurs Þor-
valdssonar, mesta stjórnmála-
mannis íslands á öllum tímum.
Samþykktin var svo hárfín, að
kirkjunnar menn gátu aldrei
haft neitt á henni, þó þeir
reyndu það margoft, og voru
þar engir aukvisar að verki,
svo sem Árni biskup Þorláks-
son og fleiri.
Ég hef hér í stuttu máli rakið
mikla sögu, er mótaði líf þjóð-
arinnar, jafnt í samtíð og á kom
andi tímum. En mergurinn í
uppistöðu atvika og atburða,
hinn mikli gjörandi lífs og ör-
laga þjóðarinnar, er bundinn
þróuninni, er skóp þjóðinni
anda og athvarf í menntum
miðalda. Sá andi varð sérstæð-
ari og þjóðlegri hér á hjara
heims á miðöldum, en suður í
Evrópu. Bókmenntaafrek • ís-
lendinga á miðöldum, urðu stór
kostlegri og meitluð listrænni
sköpun, mótuð af gróandi lífi
þjóðarinnar á hverjum tíma. Af
þeim rótum eru listaverkin
beztu sprottin.
Framhald.
Hannes Jónsson
Eru fornritin lygi?
Séra Þorvaldur Bjarnarson á Snorriinin frá Þórdísi Snomai-
Melstað var sonarsonur Sigurð dóttur, Sturlusonar. Var þvi
ar Snorrasonar sýslumanns séra Þorvaldur beinn afkom-
Húnivetniiniga. Sniorri lamgafi
séra Þorvaldar var sjöundi Framlh. á bls. 14
14. júiní 1970
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11