Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
  • Qaammatit siuliiJuly 1970Qaammatip tullia
    MoTuWeThFrSaSu
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1970, Qupperneq 1

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1970, Qupperneq 1
Danska skáldkonan Else Faber segir frá bréfum föður síns, sem vann við mælingar á íslandi laust eftir aldamót Oft var yfir heljamli jökulvötn að fara. Endurfundir við hið óséða Heimsókn mína hingað til „Sögueyjunnar" vildi é,g gjarn- an nefna „Gensyn með det aldrig sete“. Faðir minn vaf nefnilega mælingamaður með starfsmönnum danska herfor- ingjaráðsins, sem voru hér við kortagerð í byrjun þessarar aldar. Ég hef undir höndum ein þrjátíu bréf frá árunum 1902, 1903, 1904 og 1907 sem faðir minn skrifaði móður minni til Danmerkur þar sem hann gaf lýsimgu á sínu hættulega starfi, fagurri og heillandi náttúru landsins og hinum vingjam- legu og hjálpfúsu íslendingum. Einniig hafði ég meðferðis að heiman hingað til Reykjavíkur frumkort, sem faðir minn teikn aði og ætla að færa íslenzku safni að gjöf. í fyrsta bréfi föður míns, sem dagsett er 24. júlí 1902 segir: „Laura sigldi frá Færeyjum til Vestmannaeyja sem liggja undan suðurströnd íslands, en þær eru sérkennilegar og fagr- ar og þar eru ótal fuglahjörg. í björtu veðri er suðurströnd Islands hrífandi, er sól'in slær geisilum sínum á Eyjafjallajök- ul. I baksýn eru hinir jöklarn- ir og lengst í norðri gnæfir Heiklutindur. Á Reykjanes’skag anum teygja hraunbreiðurnar sig í sjó fram. Við siglum fram- hjá Eldey og tökum stéfnu í norður inn Faxaflóa. í norð- vestri sést hvít kápa Snæfells- jökuls. Loks eygir maður blá- gráu húsin í Reykjavík og all't í kring um bæinn rísa fögur fjöll, sem mynda hálfhring um flóann. Skipið leggst við akk- eri á læginu en þar er fjöldi fiskibáta. Laugardagur og mestur hluti sunnudags fóru í að koma far- angrinum fyrir og verða sér úti um íverustað o.s.frv. Ég borða á húsistjórnars'kólanum, þar sem rekið er mötuneyti og borga kr. 1.25 á dag fyrir Mlt fæði. f>á hef ég tekið herbergi á leigu ásamt með félaga mínum Hansen og greiðum við kr. 9.00 á mánuði fyrir það eða kr. 4.50 hvor okkar. Hermannabeddinn minn kemur í góðar þarfir því við þurfum sjáilfir að leggja til rúmstæði og rúmföt Óbreyttu dátarnir búa ókeyp- is í skólahúsnæði, sem stendur autt nú í sumarfríinu. Ætlun- in er að vinna tvær eða þrjár fyrstu vikurnar í næsta ná- grenni Reykjavíkur en síðar mun ég búa í tjaldi hér aðeins sunnar. Hvernig tekst þá til með matargerð og annað þess háttar veit ég ekki. Störfin úti á víðavangi ganga ágætlega, þar eð við höfum að mestu siloppið við þoku svo að teiknivinnan verður að bíða þar til heim kemur. Þó var kalt á lauigardaginn og snjóaði í fjöll. Það sem óþægiilegast er við veðurfarið hér að því er varðar störf akkar, er að það er svo óstöðuigt og breytilegt. Saimdæigiuirs á maðiur yfirvof- andii möng veðux bæði bjart oig líka stoim og riigniinigu og jafn- vel snijó'komu." í bréfi frá 24. ágúist sama ár skrifar faðir minn: „Ég hef nú búið í tvær vikur í tjaidi, sem er á að gizka eina míLu fyrir sunnan Reykjavílk í miðju hrauninu við Hafnarfjai'ðar- veg. Dátarnir áttu í -erfiðleik- um með að reisa tjöldin. Kort- érs gangur er til næsta bæjar þar sem við fáum vatn, en það verðium við að spara en þvoum okkur þó af og til. Hér er rnikið hrafnager og gera þeir okkur alls kyns skráveifur því að þeir eru samkvæmt eðli sínu þjóf- óttir og væru áreiðanlega búnir að éta okkur út á gaddinn ef við gættum þess ekki að loka alltaf tjoldunum á eftir okkur. Veðrið hefur verið afleitt síð- ustu viku, kuldi, stormur og rigning; eina nóttina fór hitinn niður fyrir frostmark. En þetta gengur nú samt allt vel, ég hef heydýnu undir mér og fjögur teppi og vef einu þeirra utan um miig. Þrátt fyrir veðraham- inn hefur útivinnunni miðaðvel fram, því að maður heldur á sér hita með öllum göngunum við þrffliyrninigiaimælingarnar, en dátarnir eiga í erfiðleikum með að halda mælistöngunum lóð- réttum. Teiknivinnan í tjald- inu er leyst af hendi frá klukk- an sex á kvöldin og fram í myrkur eða þanigað til maðiur sér ekki lengur til að teikna. Um þetta leyti er hitinn um það bil fimm til sex gráður. Ég nota rúmið bæði sem teikni- og skrif borð og ein af ferðakistunum er stóll og svo vef ég teppi um fæturna til að halda á mér hita. Matvælin, sem við tókum með okkur frá Kaupmannahöfn hafa geymzt vel en þó hefur ofiurlítið slegið í slkinkuna og síðustu sneiðarnar hef ég soðið og borðað með niðursoðnum baunum. Við þessar frumstæðu aðstæður, þarf ekki mikla kunn óttu í matargerð. Á morgnana og kvöldin fáum við okkur te. Einstaika sinnum sjóðum við okkur egg, sem þó sjást varla hér því að lítið er af hænsn- um hér um slóðir. Um daginn keypti ég tíu egg á sex aura stykkið. Ef ekki er o,f langt á bæi þá getum við fengið keypta mjólk og greiðum tuttiuigu aura fyrir pottinn svo að hún e.r alls ekki gefin. Að öðru leyti lifum við mestmegnis af niður- suðuvörunum, sem mér þykja áigætar. Ég get hvorki sagt ég lifi við neinn bungurkost né lúksuslífi og fljótt reikmað hef- ur fæðið ekki farið yfir átta- tíu aura á dag, en vikumatseð- illinn lítur út eitthvað á þessa leið: Það er vikan frá 12.8. til 18.8. 12. Nautakjötssúpa með kjöti kr 0.25 13. Steikt flesk og kartöflur kr. 0.50, 14. % lítri mjólk og sm,urt br,auð kr. 0.25. 15. Baunir og skinka kr 0.50 16 % lítri mjólk og smurt brauð kr. 1.25. 17. Kvöldverður í Reykjavik kr. 0.55 18 Pylsur og grænkál kr. 0.55. A miðvikudaginn kemur flytj um við okkur eina mílu sunnar, oig ég vona að Vesita fari frá Á föstudaginn var fór ég í reiðtúr með lautinant Koch. Við rið-um einar fimm mílur frá klukkan þrjú til hálf níu og ló leið okkar um hraun og veg- leysur, en litlu íslenzku hest- arnir eru dásamlegar skepnur og furðu fótvissir. Ég ætla að geyma að segja ykkur frá hraunflákunum þangað til ég kem heim. Það er náttúrufyrir- brigði, sem enginn Dani getur skilið nema að hafa séð það. á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar: 29. tölublað (26.07.1970)
https://timarit.is/issue/241541

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

29. tölublað (26.07.1970)

Iliuutsit: