Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1970, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1970, Blaðsíða 7
inná nægir engan vegLnn til að eyða áhrifunum Ég fæ langt leyfi strax og búið er að ganga endanlega frá rannsóknum á ferðinni og því sem við kom- um með. Ég fæ að jafna mig í friði hjá þér, unaðsblómið mitt, en það verður kannski erfitt fyrir þig fyrst í stað. Komuð þið með eitthvað nýtt núna? spurði hún. f>að var myrkur í augum hans sem hún hafði aldrei séð áður. Já, við komum með það sem við höfum aldrei þorað að flytja með okkur áður, við kom um með lík. Hvað er það? spurði hún hissa. Vina mín, ég er bara fáfróð- ur siglingamaður, ég held ég geti lítið sagt þér. Við undir- mennirnir erum aðeins nauðsyn legir við sjálfa siglinguna. Það gekk allt vel með skipið, engar meiri háttar truflanir. Þú manst kannski sjálf úr mannkynssög- unni, að þeir deyja ekki eins og við. Því notarðu þetta ævaforma ljóta orð? spurði hún ásakandi. Það hvarf úr málinu fyrir mörg um öldum. Hefur þér verið gerð skynvilla þarna útfrá? Þeir segja alltaf deyja þama útfrá, sagði hann dapur, ég er heldur ekkert hissa á því. Þeg- ar maðurinn er fluttur þar, verður líkamimn sem hann not- aði eftir, alveg áþreifanlegur, svo rotnar hann, en þeir sem eftir eru verða að grafa leifar ástvina sinna niður í jörðina, og hugsaðu þér, beinin úr lík- amanum geta geymzt. Alvaldur veit hve lengi. Þeir eru ótrú- lega seigir að grafast fyrir um fortíð sína með tæknilegum að- ferðum, en það er eins og þeir geti ekki með nokkru móti not- að réttu aðferðina því að þeir þekkja ekki sálina eða sjálfa sig. Allt er þyggt á efninu og þeir hafa n'áð ótrúlegum tök- um á því. Hann lækkaði róm- inn. Þeir eru að. verða hættu- iegir. Þessi mál verða áreiðan lega tekin alvarlega fyrirnúna á næstunni. Þeir eru m.a.s. farnir að sigla þótt stutt sé að vísu. Og svo finna þeir upp ný og ný eyðingarvopn Já, sagði konan, ég veít það, fréttasendingamar frá stærstu fjarskiptastöðinni hafa minnzt á það. Get ég fengið að sjá þetta lík? Harm kipptist við og sagði: Mér hefði aldrei dottið í hug, kona, að slikar hugsanir leynd- ust með þér, engir okkar tækni mannarma fá að sjá það, aðeins þeir sem eru sérfræðingar, ör- fáir sem koma nálægt þessu. Ég hefði ekki átt að segja þér frá því. Ertu viss um að dreng- urinm sofi? Eyru hans mega ekki heyra svona ljótt. Hún brostir Það er ennlangt til sólaruppkomu. Hann vakn- ar ekki á undan blómunum. En mér frrmst þetta svo undarlegt, það er annað að lesa um þetta sem áhyggjulaus unglingur í skóla, enda var það ekki nema örstuttur kafli ef ég man rétt og engar myndir. Það var miklu meira um hina hnettina þar sem amnað hvort byggju óendan- lega fullkomnari verur eða hina þar sem ekki var neitt til í líkingu við mannkyn. Heldurðu að það sé einhver tilviljun? spurði maðurinndap ur. Heldurðu að sagniræðingar fyrri alda hafi haft fullt frelsi til að gera þennan glæp okkar of augljósan komandi kynslóð- um, festa hann á þækur til vitneskju óteljandi kynslóðum sem koma og fara? Var það þá glæpur? spurði konan. Okkar veröld var þá allt önnur en nú. Var nokkuð hægt að gera við þetta fólk annað en flytja það langt í burtu? Það var úrskurðað þjóð félagslega hættulegt, og sumir fóru af frjálsum vilja, þú veizt það. Það stendur meira að segja í einu merkilegasta sagnfræði- ritinu þeirra, þessu sem kallað er Biblía. Þótt það sé dálítið afbakað má vel skilja það. Ég fékk að líta í þessa bók ekki alls fyrir löngu. Það er alltaf verið að þýða meira og meira af þessum málum þeirra og í þessari bók stendur: „Og synir guðs sáu að dætur mannanna voru fríðar og þeir fengu þeirra og gátu börn við þeim“. Það eru engar sannanir fyrir því að þeir menn hafi komið frá okkar hnetti, mótmælti mað- uriran. Það er hvergi til stafur um það og frá þeim tímum höf um við ekkert aninað en það sem við vitum með fullri vissu að þetta vesalings fólk var rek- ið í útlegð, því sem næst alls- laust. Það voru grimmdarleg refsilög hér á þeim tímum. f þessari bók sem þú varst að tala um kemur þetta skýrt fram. Það er að vísu sett þannig fram að einn sannur guð hafi rekið mann og konu í útlegð. Hvað veit ég fákunmandi siglingamað ur, ætli þeir hafi nokkrar áreiðanlegar tölur um hversu margir hafi verið reknir þang- að? Það glopraðist upp úr ein- um hinna vísu á leiðinni út eftir, að fullsannjað væri, að það hefði ekkert verið kannað áður en fangarnir voru sendir þang að, hverjir væru fyrir. Það lá heldiur ekki fyrir hvort þeir vissu um að Jörð væri að nokkru byggð mönnum. Við vit um það núnia, að þar er ótrú- legt samsafn af ólíkum þjóð- flokkum, svo óskyldum, að þú getur alls ekki ímyndað þér það. Afkomendur þeirra, sem rekmir voru héðan hafa að miklu leyti haldið upprunalegu útliti sínu. Jafnvel lítið barn héðan líkist svo jafnöldrum sín um þar sérstaklega augun að érfitt gæti reynzt að þekkja þau í sundur. Hvaðan hinir hafa komið og hvenær veit ég ekki, en hitt veit ég að sumir þeirra hafa dáið út sem slíkir, og sál þeirra féngið bústað ahn- ars staðar. Þessir vesalingsjarð arbúar ímynda sér að þeir séu komnir af þessum steingerving- um sem þeir hafa fimdið og rannsakað. En við botnum ekkert í þessu hvort sem er, andvarpaðí kon- an, þetta hefur allt gerzt fyrir svo óendanlega löngu. Segðu mér heldur frá sjálfum þér hvernig þér leið og hvað þú gerðir. Ég veit tæpast hvort ég get það, sagði maðurinn beizkur. Þú veizt, að það eru ekki nema fáir útvaldir sem fá einhverja vitneskju að ráði. að geturvel komið til að við verðum látnir gleyma þessu öllu. . . . þremur læknum var haldið eftir á Stöð IX. Til að rannsaka „Iikið“? spurði konan. Hann sneri sér hægt að henni og aftur sá hún myrkrið, sem komið var í augu hans, þessi augu sem áður voru full af geislandi gleði heilbrigðs manns. Nei, þeir fá ekki að rannsaka eitt eða neitt fyrst um sinn. Þeir verða látnir gleyma öllu um þessa ferð, og það mun taka langan tíma því að þetta eru sterkir menn og vanir að beita áhrifum sínum gagnvart öðr- um. Þeir voru fluttir nauðugir heim. Vildu þeir ekki koma heim? spurði konan hneyksluð. Ég kannast við tvo þeirra, þeir eiga fjölskyldur hérna og ynd- isleg heimili. Ástin mín, sagði hann þýð- lega, þú ert bara lítil, góð kona, falleg og ástúðleg eins og kon- ur eiga að vera, en þeir eru þroskaðir menn og um fram allt trúir starfi sínu. Þeir heimtuðu að fá að vera kyrrir og komast inn í læknaskólana til að kenna. Það eru enniþá margir sjúk- dómar á Jörð, sem þeir þar kunna engin ráð við og slys sem skilja eftir sig örkuml. Við vorum í vandræðum með þá því að þeir sátu um færi að sleppa frá okkur. Þegar mað- ur er aðeins búiran að jafna sig eftiæ sjálfa ferðina þarf maður engan sérstakan útbúnað til að þola loftslagið. Sums staðar er það eins gott og hér en ótrú- lega breytilegt, þeir ráða ekki yfir veðurfari ennþá. Þeir eru of önnum kafnir við tvö ólík viðfangsefni: Að halda í sér lífinu og drepa hver ann- an. Þú segir aftur ljótt orð! Það á bezt við, sagði hann. í fornbókmenntum okkar kem- ur þetta orð fyrir á annarri hvorri síðu: Drepa, myrða, ger- eyða, auga fyrir auga tönn fyr- ir tönn. ÞaS sem ég lærði í skóla rifjaðist óhugnanlega upp fyrir mér þegar ég fór að skoða mig um þarna úti. Það var eins og horfa aftur í fortíðina, mynd sem rifin hafði verið í sundur og sett vitlaust saman aftur. Langaði þig til að verða eft- ir? hvíslaði hún óttaslegin. Hann tók þétt um öxl henn- ar. Nei, sagði hann ákveðinn. Ég veit ekki hvort ég get hugs- að mér að fara þangað aftur, en kannski er ég þreyttur og ekkert að marka hvað ég segi og geri, ég veit bara að ég er kominn heim í friðinn, alkom- inn heim. Líklega væri bezt að fá að gleyma þessu, en nú er ég orðinn æfður í að sigla þessa leið svo að ég býst við að þeir láti mig halda minninu um allt þetta: Sjúkdóma, þjáningar, morð, stríð, hungur, örbirgð. Er þá ekkert gott til? Mér hefur heyrzt annað á ykkur úr fyrri ferðum. Fyrri ferðirnar voru farnar til að rannsaka hnöttinn sjálf- an, loftslagið, jarðmyndun og hvað framleitt væri af skað- legum efnum. Það voru orku- verin og tæknin sem þá voru skoðuð. f þetta sinn var farið til að skoða fólkið sjálft. Auð- vitað aðallega afkomendur þeirra sem við rákum burt í einmanaleika, hættur og óvissu, en líka hin þjóðabrotin. Þeir „vísu“ geta sjálfsagt rakið upp- runa þeirra. Ég kann aðeins á mínar maskinur, ég er enginn mannfræðingur en ég get ekki gleymt því að stór hluti þeirra er okkar glæpur. Við njósnum um þá en hjálpum þeim ekkert. Þangað hafa farið bæði há- þroskaðir menn og boðberar, sem hafa lagt á sig að umbreyt ast í jarðnesk efni, en það er meira en við fáum skilið, því að enginn af okkar kynstofni er þess umkominn. Við erum of skyldir jarðbúum til að geta hjálpað þeim nema að því marki sem við sjálfir stöndum á. Þó væri það óendanlega mikið, en við gerum það ekki. Við höfum ekki týnt glæpnum, við erum famir að óttast hann. Þeir eiga yfrið nóg til að eitra og skaða með. Óttinn leiðir allt illt af sér. Ég held þeir viti vel að það er njósnað um þá, sumir trúa því ekki, því að einu sinni héldu þeir að þeirra hnöttur væri eini byggði heim- urinn. Hún hió. Já, manstu þegar vvið vorum í skóla, að þá var þetta sígildasti brandarirun og okkur þótti hann alltaf jafn- hlægilegur. Þetta er samt gott og gáfað fólk, sagði hann og það er ótrúlega fallegt þó að lífskjör in séu erfið og það er engin kyrrstaða þar, það er alltaf eitt hvað að gerast og breytast. f raun og veru lifa þeir miklu fjölbreyttara lífi en við. Hvernig getur það verið gott fólk ef það útrýmir hvert öðru og lætur sumt svelta? spurði hún. Það er bara vanþroskinn og svo óttinn, ræktarleysið við sjálfið, baráttan við efnið og öryggisleysið. Að sumu leyti eru þeir miklu frjálsari en við. Þeir trúa því sem þeim sýnist, eru ekki þjálfaðir í að hugsa á réttan hátt. Þeir hugsa bara um hvað sem er og ráða því alveg sjálfir. Er það ekki hættulegt? Auðvitað er það hættulegt, hugsanir eru upphaf alls. Sum- ir verða sjúkir af hugsunum sínum og koma af stað stríðum eða öðrum illvirkjum. Þeir eru að vísu ekki mjög margir, en allir jarðbúar hafa óagaða hugsun og þess vegna gengur þeim svona illa. En þetta kalla þeir frelsi og veiztu eitt! allir sem vilja mega eignast börn sumir eignast fleiri böm en þeir kæra sig um. Konan sat agndofa yfír þess- um upplýsingum. Þetta stóð áreiðanlega ekki í þeirri þykku skræðu, mannkynssögunni og á þetta var aldrei minnzt í frétta- sendingunum. Að hugsa sér! Engar rannsóknir á erfðum né skapgerð, engin leyfi, engar um sóknir um fjölda barna; eins mörg og hver vill! En, sagði hún eftir langa umhugsun, er marmkynið þama út frá þá al- veg óræktað? Ef hvaða hjón sem eru mega eiga eins mörg böra og þeim sýnist ogkannski fleiri en þau geta fætt og klætt. Já, einmitt, sagði maðurinn. Þá er ég ekki hissa á neinu lengur sem fréttist frá þessari Jörð. En dýrin sem lifa þarna? Er ekki eins með {Btú? Nei, aldeilis ekki, sagði mað urinn. Þar eru til villt dýr og náttúran sér um að velja þau hæfustu úr til að auka kyn sitt og lifa á Jörðinni, en dýrin sem mennimir hafa tamið eru þrautræktuð víðast hvar. Hvernig ala konur börn á Jörð? spurði konan. Það hef ég ekki hugmynd um, sagði maðurinn, læknarnir sem voru með okkur vita það en þeir töluðu ekki um það, hristu bara höfuðið, en þeir hristu nú höfuðið yfir öllu sem þeir sáu og einn þeirra grét þeg ar við neyddum hann inn í geimskipið. Ég hef aldrei séð neinin gráta hér, sagði konan, aðeins lesið um það, að svoleiðis hafi verið gert fyrir langa löngu. Þeir sem hafa þjálfaða hugs- un kunma ekki að gráta. Það er aðelns sársauka- og ótta- kennd jarðbúa sem veldur því að þeir gráta, sagði maðurinn. Ef við kenndum þeim að hugsa rétt yrðu þeir hamingjusamir og gleymdu frelsi sínu. ... ........... Sandra Róberts Hugleiðing um flutning Við förum bráðum að flytja. Ég sit stundum og hugsa — þá heyri ég berg- málsraddir sem nefna ýmis nöfn um nýtt í hús: Vimura! Crown! Febolit! málning! postulínsflísar' Þá færist skuggi yfir huga minn því »g á eftir að þrífa gömlu íbúðina. Svo er eins og birti á ný, því ég heyri hvíslað glaðlega: Handy Andy og Ajax. iúlí 1970 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.